Dagur - 20.12.1947, Síða 6
Ð A G U R
C
Laugardaginn 2ft.: desember 1947
MAGGIE LANE
Saga eftir Vrances Wees
___________________ 11. DAGUR ___________________
(Framhald).
„Hún getur líklega ekki aS því gert, þótt hún hafi fæðst í heiminn.“
Þau litu öll til hennar og undrunin lýsti í svip þeirra. Auðvitað
mundu þau gera það Hún hafði hagað sér eins og kjáni og sagt
það, sem alls ekki átti að segja. En mitt í samræðum þeirra hafði
hún getað að því gert, að í hvert sinn, sem þau nefndu nafn Maggie,
þá hugsaði hún sér nafn Karls í staðinn, og þá rann það upp fyrir
henni, hversu hann var eiginlega óralangt í burtu frá þeim öllum
saman. Hún yrði að vera varkárari framvegis. Anthony var svo
slunginn, miklu slungnari en móðir hennar, og ef hún gætti sín
ekki vel, mundi hún vissulega vekja grun hans um að eitthvað
Væri á seiði. Hana langaði ekkert til þess að Anthony bróðir henn-
ar ætti eftir að taka í hnakkadrambið á Karli. Hún varð að fyrir-
byggja, að hann fengi hugmynd um að Karl væri til.
„Eg átti aðeins við það,“ sagði hún í afsökunartón, „að allir geta
ekki verið jafningjar okkar. Það geta ekki allir lifað eins. Ekki fá
allir sama tækifæri í byrjun og við fengum.“ En þegar Díana sá
svipinn á móður sinni, sá hún sér þann kostinn vænstan, að breyta
um tóntegund. „Þú þarft ekki að halda, að mér sé neitt um hana
gefið fyrir það. Eg er alveg miður mín síðan hún kom hér í húsið.“
En móðir hennar hvíslaði að Anthony: „Allt þetta getur haft
mjög slæm áhrif á óþroskað barnið eins og Díönu.“
Diana leit á bróður sinn. „Anthony, því getum við ekki fengið að
vita hvað það er, sem hún vill? Getum við ekki útskýrt fyrir hénni,
að það verður enga hamingju að finna í þessu húsi á meðan hún er
hér innan veggja?“
„Eg hefi talað við hana,“ svaraði Anthony, rólega eins og fyrr.
„Já, en hvað er það, sem hún vill?“ spurði móðir þeirra. „Hvað ér
það, sem hún er að sækjast eftir?“
Anthony stóð á fætur og setti koníaksstaupið sitt á bakkann.
„Eg veit það ekki,“ sagði hann þreytulega. „Eg get ekki einu sinni
ímyndað mér það. En hvað svo sem það kann að vera, er mér ljóst,
að þa<S kemur til með að kosta mikið starf og árvekni af okkar
hendi að fyrirbyggja að hún fái vilja sínum framgengt.“
Georg sat á rúmbríkinni sinni, fól andlitið í höndum sér, og var
að reyna að einbeita huganum. Ein hlið málsins var þanni vaxin,
að hann gat tæplega fengið sig til þess að hugsa til hennar. Hvern-
ig sem færi með Maggie, hvort sem þeim tækist að losna við hana
með skjótum hætti eða ekki, mundi Helena aldrei fyrirgefa honum
það, sem hann hafði gert, og raunar gat hann ekki álasað henni
fyrir það. Hún mundi aldrei geta skilið, hvers vegna hann hafði
gert þetta. Hún hafði aldrei verið fyrir það að setja sig í spor ann-
arra. Hún hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum, hreinar og
tærar, hún hafði aldrei gert neitt, sem hún hafði iðrast sárlega eft-
ir síðar. Allt var vandlega undirbúað og þaulhugsað.
Hann stóð á fætur og gekk þvert yfir gólfið. Þarna voru dyrnar
inn í herbergið hennar, herbergi Maggie, konunnar hans. Hún var
á ferli ennþá. Hann heyrði það. Georg tók tvö löng skref að dyr-
unum og barði fast á hurðina. „Kom inn,“ var sagt.
Hann opnaði dyrnar og stóð grafkyrr á þröskuldinum ofurlitla
stund. Hún sat við snyrtiborðið í herberginu og var eitthvað að laga
neglurnar á sér. Hún var í sama rauða sloppnum og í morguh.
„Sælinú,“ sagði hún, kærúleysislega.
Hann svaraði ekki, en starði á hana, þar sem hún sat við borðið.
Satt var það, hún var hreint ekki svo afleit að sjá hana. Hún hafði
þvegið sér í framan og þurrkað af sér dumbrauða varalitinn. Var-
irnar báru mjúkan og fallegan, Ijósrauðan lit. Eins og á kornungri
blómarós. Og nú var hún að laga á sér neglurnar. Hann sá, að
sterki liturinn var horfinn, hún hafði málað þær með mýkri lit,
svipuðum þeim, sem Díana notaði. Georg fékk sting í hjartað, þar
sem hann stóð grafkyrr og horfði á þetta. Hann skildi hvað hún
var að gera. Hún var að búa sig undir bardagann. Og hún ætlaði
ekki að láta þau fá höggstað á sér. Hún mundi áreiðanlega vinna í
fyrstu umferð.
. Hún leit upp aftur. „Hvað var það, Georg?“ spurði hún.
„Eg ætti ekki að þurfa neitt sérstakt leyfi til þess að koma hér
inn. Eða ertu kannske búin að gleyma því, að þú ert konan mín og
:eg get gengið hér út og inn eins og mér sýnist?“
„Nei, nei, eg gleymi engu og eg sé líka, að þú ert alltaf sama fág-
aða prúðmennið."
„Þú ert á villigötum, ef þú heldur að þér takist þetta djöfullega
ráðabrugg."
„Hvaða ráðabrugg?“ spurði hún sakleysislega um leið og hún
.brá naglalakkinu upp að ljósinU.
(Framhald).
Skjaldborgar-Bíó-
tiiiiiimiiiiiii.
i Jólamyndin: \
Töíraboginn
\ („T-he Magic B<nv“) f
§ Hrífandi mynd um fiðlu- i
| snillinginn Paganini eftir i
skáldsögu Manuel i
1 Komoroff. i
| Einleikur á fiðlu: i
| YEHUDI MENHUIN. \
i Aðalhlutverk: i
Steivart Granger \
i Phyllis Calvert . |
Jean Kent.
«iiiiiiii«iiniiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil;
Getum bætt við
2 röskum
unglingsstúlkum
Upplýsingar frá 10—12 f. h.
27.-28. þ. m. Fyrirspurn-
um ekki svarað í sima.
Prjónastofa
Ásgr, Stefánssonar h.f.
Jarðarför dóttur okkar, RAGNHEIÐAR, sem andaðist 13.
desember sl., er ákveðin mánudaginn 22. desember. Jarðsett
verður frá Akureyrarkirkju kl. 1 e. h.
Brynjólfur Sigtryggsson, Guðrún Rósinkarsdóttir.
Þakka öllum er auðsýndu samúð og aðstoð við andlát og
jarðarför föður míns,
ÞORVALDS JÓHANNSSONAR,
er 'lézt að heimili mínu 2. desember síðastliðinn.
Jón Á. Þorvaldsson.
*★*★*★*★**★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*
★ -x
J Innilegt þakkíœti til allra þeirra, er heimsóttu mig
J d 65 ára afmœli mínu-17-. þ. m. og sendu mér skcyti, sf
J blóm og gjáfir.
Guð og gcefan fylgi ykkur.
BJÖRN ÁRNASON.
-K
*
-K
*
-K
*★*★*★*★**★*★*★*★*★*★*★★★★★*★★★*★*★*
★ Imiilega þakka ég ölLum^s.em-glöddu mig.með heim- y.
J sóknum og gjöfum á sjötugsafmœli minu 17. desembcr ■
★ s. I. Guð blessi, ykkur öll.
Í JÓN KRISTJÁNSSON. £
★ L
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★-★★★★-K★★★★★★★★
★
-K
★
Teppahreinsarar
Rafpottasett
Kökuformar
Belti
plastic og leður
★
Innkaupatöskur
Herrapeysur og vesti
Peysur
á drengi og telpur
Herrabindi
Verzlun
Björns Grímssonar
Simi 256.
Jóla- og nýárssamkomur
Hjálpræðishersins á Akureyri
1947—1948: 1. jóladag, 25. des.,
kl. 8.30 e. h.: Hátíðasamkoma,
jólafórn. — 2. jóladag, 26. des., kl.
2 e. h.: Jólafagnaður fyrir sunnu-
dagaskólinn. Kl. 8.30: Jólatré fyr-
ir almenning. Aðgangur kr. 2.00.
— Sunnudag, 28 .des., kl. 2 e. h.:
Sunnudagaskóli. Kl. 8.30 e. h.:
Hjálpræðissamkoma. — Mánud.,
29. des., kl. 3: Jólafagnaður gam-
almenna. (Séra Pétur Sigurgeirs-
son talar). — Þriðjud., 30. des.,
kl. 8 e. h.: Jólafagnaður Heimil-
issambandsins. — Miðvikud., 31.
des., kl. 4 e. h.: Jálatréshátíð fyrir
börn. Aðgangur kr. 1.00. Kl. 10.30
e. h.: Vökuguðsþjónusta. ,Sam-
eiginleg með Kristniboðsfélag-
inu). — Nýársdag, 1. jan., kl.
8.30 e. h.: Nýárssamkoma. —
Föstudag, 2. janúar, kl. 8.30 e. h.
Jólatréshátíð fyrir almnenning.
Aðgangur kr. 2.00. — Þriðjud., 6.
janúar, kl. 8.30 e. h.: Jólatréshá-
tíð fyrir almenning. •— Verið
hjartanlega velkomin á jóla- og
áramótasamkomurnar!
Reikningsskit
Vegna væntanlegrar eignakönnunar og uppgjörs í
því sambandi, eru það vinsamleg tilmæli mín til
þeirra, er skulda verzlun minni, að -ger^fu]] skif
fyrir næstkomandi áramót.
' x • ■ '
Eins verða þeir, sem skipta vilja jólagjafabókum,
keyptum í verzluninni, að gera það milli jóla og
nýárs. Engin skipti gerð eftir áramót.
Gunnl. Tr. Jónsson.
'iiiiOtiimiiniiimniiiii 1111111111 iiMiiMiiiiiiiiiiiiiiMimmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiuuuiMiiiimiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiii*
| Kaupið I
| KJ. Luxus Gallalbila |
| í Vi kg. glösurn.
HOLL OG GÓÐ FÆÐA [
i Fást í öllum matvöruverzlunum. \
•IIIIMIIIMMIIMIMIIIIIIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM?
HWH«H><HS<HKB«H><HS<HKHKH><H><H«HKHKHKHKHW«HKBWHKH><HKW
Tilkynning
Hér með tilkynnist, að ákveðið hefur
verið að leggja Nýju Bílastöðina niður
í núverandi formi um næstu áramót.
í hennar stað hefur verið stofnað sam-
vinnufélag, sem rekur bifreiðastöð fyrir
sjálfseignarbifreiðastjóra á Akureyri, er
nefnist Bifreiðastöðin Stefnir s.f. Hið
nýja félag tekur við þeirri starfsemi, sem
Nýja Bílastöðin hefur nú, frá 1. jan. n. k.
Virðingarfyllst
Bifreiðastöðin Stefnir s.f,