Dagur - 21.01.1948, Blaðsíða 3

Dagur - 21.01.1948, Blaðsíða 3
Miovikudaginn 21. janúar 1948 DAGUE Um málefni bændanna í EyjalirSi og annars staðar á Norðurland Eftir GÍSLA KRISTJÁNSSON, ritstjóra - ÖNNUR GREIN - Byggingar sveitanna og teikni- stofa landbúnaðarins. Fyrir sem næst tveim áratug- Um síðan var stofnað byggingar- samvinnufélag í Eyjafirði. Hefir byggingaframkvæmdum miðað nokkuð misjafnt á vegum þess á þessu tímabili. Það er eins og gengur, að samtök þessi hafa ekki verið jafnvirk, enda ýmsar ástæð- ur valdið-því, að nokkrar sveiflur hafa verið í byggingafram- kvæmdum. í héraðinu hefur þó mikið verið byggt á þessu tíma- bili án eiginlegrar aðstoðar eða beinna afskipta byggingasam- vinnufélagsins. Ennþá eru f jóidamörg verkefni óleyst á sviði byggingarmála, og gildir þetta atriði þó ef til vill í ennþá ríkari mæli í öðrum héruð- um norðanlands. Á síðastliðnum vetri lá fyrir búnaðarþingi erindi um nauðsyn þess að Teiknistofa landbúnaðar- ins starfrækti útibú á Akureyri, til hagræðis fyrir Norðlendinga og jafnvél bændur af nokkfum hluta Austurlands, er til.Teikni- stofunnar Jþurfa að leita. Erindi þétta mun'hafa^komið frá Eyfirð- ingum. Bendir það í þá átt, að ekki sé fullnægt þörfum bænda á þessum slóSum með aðstoð sam- vinnubyggingárfélagsins eins. — Síðan hafa þeir atburðir gerzt, sem virðast gefa ennþá frekari á- stæðu til þess, að til útibús væri stofnað. Á ég þar við fyrirmæli þau sem FjárhagsráS hefur sett um skilyrði íyrir fjárfestingu til framkvæmda. Eigi verður því neitað, að vegna staðhátta má telja ósk þessa nvjög eðlilega og sanngjarnt má telja, að verði ósk- in ekki tekin til greina þá skuli gerS krafa, og það sem fyrst. . Meðal annarra þjóða, sem starfrækja stofnanir á svipuðum grundvelli og Teiknistofa land- búnaðarins er starfrækt hér, eru útibú talin eðlileg, og réttilega er þeim niðurskipað þannig, að bændur hafi sem greiSust sam- bönd við þau. Þannig hefur byggingastofnun sænska landbúnaðarins 10 útibú víðsvegar um landið. Hreinskiln- islega sagt er það fásinna ein að hugsa sér að hafa það fyrirkomu- lag til frambúðar hér, að pöntuð sé sunnan úr Reykjavík teikning að ,byggingum á ákveðinni jörS, án þess að þeir, sem teikna, hafi nokkru sinni séð staðhætti á jörð- inni né þekki skilyrði hennar. Segja má að vísu, að sá sem teiknaf beri enga ábyrgð á fyrir- komulagi, það geri sá sjálfur, serri hyggst að byggja. En með því er þá sagt að engin ástæða sé til þess að leita nýrra leiSa og hent- ugri en þefrra, sem þekktar eru. Eða hvernig á að búast við því að bændur hafi skilyrSi til þess, hVer fyrir sig, að afla sér. fræðslu um, á hvern veg skal haga fram- kvæmdum svo að þær séu í sam- ræmi við það, er bezt þekkist um fyrirkomulag og með tilliti til þeirrar tækni, sem við má búast á næstunni? Menn, sem hafa hin beztu skil- yrði til þess að afla sér upplýs- inga í þessu efni, hafa ekki alltaf ráðrúm til þess að móta nýjung- arnar við íslenzk skilyrði áSur en aðrar nýjungar ennþá fullkomn- ari koma á sjónarsviðiS og ný þægindi eru tekin í notkun, sem útrýma öSrum svipaSs eSlis. ÞaS þarf heldur enga Teikni- stofu landbúnaðarins suður í Reykjavík, til þess aS teikna upp á blaS eftir fyrirsögn bændanna, ef þeir sjálfir eiga aS segja fyrir verkinu aS öllu leyti. Þetta, að teikna byggingarnar á pappírinn, er aSeins lítill hluti þess undir- búnings, sem gera ber áSur en ráSist er í framkvæmdir á ákveS- inni bújörS. Staðbundin skilyrði ráða svo miklu, að athuganir á staðnum eru óhjákvæmilegar og gildir það ekki aðeins um stað- setningu bygginga heldur og stærS þeirra og möguleika til stækkunar. En þetta síðásta at- riði hlýtur aS sníðast meS tilliti til landsstærðar, og svo þess, hverjum bústofni jörðin fram- fleytir. ÞaS. mundi bændum á NorSurlandi, og jafnvel á sumum sv'æSum Austurlands, ósegjan- lega mikiS hagræði, ef á væri aS skipa manni eSa mönnum á Ak- ureyri, sem leiSbeiningar gætú veitt 'í þessurti efnum. Komið gæti til mála' að sameina starf þetta öðrum ráðunautsstörfum. Meðal frændþjóSa okkar á Norðurlöndum er þessum málum þannig skipað nú, eftir því sem við verSur komiS, aS búfjárrækt- arráSunautar hafa þessi störf með höndum, að svo miklu leyti sem byggingamálin snerta búskapinn en ekki sjálfa byggingafræðina. Auðvitað er ekkert því til fyrir- stöðu að jarðyrkjuráðunautur geti verið eins vel til starfsins fær, hafi hann undirbúið sig til þessa hlutverks. Þótt þessum málum yrði á líkan veg skipað hjá okkur, má engan veginn ætla, að hlutverk byggingafræð- inganna sé og verði þá utangátta. OSru nær. Samvinna bygginga- fræðingsins og búfræðingsins er nauðsynleg ef leysa skal hlut- verkin á þann hátt, er eigendum og notendum jarðanna verSur að sem beztu gagni. Samstarf byggingafræðinga og búfræðinga hefur borið ávöxtu, sem allir una vel við annárs stað- ar. Svo myndi einnig geta orSið hér, enda er þess þörf, því að mikið er ógert, og í byggingum hérlendis eins og annars staðar, hlýtur að þurfa að festa svo mikla fjármuni, sem búskápurinn verS-: ur aS standa straunr af, að mjög miklu máli skiptir hvernig þeim er variS. Það er syo margt sem mælir með því, að óskir Eyfirðinga og annarra Norðlendinga, um útibú Teiknistofu landbúnaöarins á Ak- ureyri, verði uppfyllt sem fyrst, að um þaS þarf ekki frekar aS fjölyrða. í rauninni sé ég fáa eSa enga annmarka en kosti marga, sem því myndi fylgja. Ef allir, sem byggja norðanlands og áust- an, fengju teikningar frá teikni- stofunni í Reykjavík, þá hlyti hún að auka starfslið sitt, að minnsta kosti á þeim tímum, er mikiS er byggt. Sá liðsauki myndi vissu- lega geta gert -langtum meira gagn norSur á Akureyri af því aS þá væri auSvelt aS heimsækja bændur um nærsveitir og komast aS raun um staShætti og skilyrSi öll, áSur en ráðizt er í fram- kvæmdir. Á Teiknistofu landbúnaSarins á Akureyri á að vera bygginga- fræðingur og svo maður með haldgóða búfræðimenntun, sem gæti lagt ráSin á fyrir bændurna og með þeim, áður en af stað er farið, og þessi síðarnefndi getur verið leiðbeinandi í öðrum efn- um búskaparins samtímis, eins og fyrr er á minnzt og viðgengst erlendis. i Samstarf búfræSinga og bygg-j ingafræSinga á NorSurlönduni hin síSari ár hefur boriS svo veg4 légá ávöxtu, að aðrir taka ráða-: breytni þeirra nú til fyrirmynd- ar. Forstjóri byggingarstofnunar landbúnaðarins í Svíþjóð var kennari í búf járrækt við bænda- skóla, og forgöngumaSur á sviði sveitabygginga í Danmörku var ráðunautur í búfjárrækt fyrr. Hinn fyrrnefndi forstjóri hefur nú stóran hóp samverkamanna, þar á meðal marga arkitekta. Hinn síðarnefndi er prófessor í búfjárrækt, en menntar árlega hóp manna, er gerast ráðunautar bændanna í býggingamálum, enda eru þau mál í góðu horfi þar í landi. Eigi veit eg hvar auðveldast muni hér að koma byggingamál- um sveitanna í viðunandi horf, en vænta má þess, að þar, sem starf- að verður samkvæmt bygginga- samþykktum, muni málum þess- um skipað vel á veg. Þó verður það því aðeins gert, að undirbún- ingur sé góður og dyggilega sé að unnið. En Teiknistofa landbúnað- arins á NorSurlandi mun fyrir allra hluta sakir létta hlutverkin, og athafnir eSa athafnaleysi mun ráSa því hvort langa eða skammt verður eftir henni að bíða. Búnaðarbankinn á Akureyri. Um alllangt skeið hefir útibú Búnaðarbankans veriS starfrækt á Akureyri. Af fé því, sem BúnaSarbanka íslands er ætlað, til ákveðinna framkvæmda, samkvæmt lögum, fær- útibúið á Akureyri ekkert, Enda er ekki þar aS fá annað en venjuleg bankalán. Framkvæmd- ir, sem BúnaSarbankinn í Reykjavík veitir lán til, sam- kyæmt lögum, og opinberu fé er vaf iS til, verður undantekningar- laust að prímsigna suður í Reykjavík. Bóndi í Eyijafirði, eða annars staðar - norSanlands, sem oft á leið til Akureyrar, verður að, fara til höfuðstaðarins til þess að fá samþykkta teikningu og við- urkennda framkvæmd sína, láns- skjöl öll' verður hann að undir- skrifa þar, eða fá annan til þess í sinn stað, ef hann á að öðlast lán til framkvæmda samkvæmt ein- hverjum þeim lögum, sem Bún- aðarbanka íslands er fyrirlagt að starfa eftir og veita lán eftir til langs tíma. Það er engin vantraustsyfhiýs- ing á forráðamenn Búnaðarbank- ans í Reykjayík, þótt fullyrt sé, að fyrir þá sem búa á íslandi norð- an- og norðaustanverðu væri það mikilsvert og langtum auðveldara en nú, ef hægt væri að fá lán í útibúi bankans á Akureyri og ganga þar frá lánsskjöium öllum. Það er óneitanlega talsverðum erfiðleikum bundiS og hefir nokkufn aukakostnaS í för með sér, aS þurfa aS fara eSa síma til Reykjavíkur fyrir hvert smáatriði sem uppfylla verður samkvæmt fyrirmælum, til þess að afgreiða megi lán. Fjarri er það mér, að drótta því að forráSamönnum bankans í Reykjavík, aS einmitt fjarlægSirnar og erfiSar póstsam- göngur valda því, aS þeir sem búa lengst frá höfuðstaSnum eiga viS mörg vandkvæði að etja og létt- ara mundi fyrir ýmsa þeirra, er búa á norðaustanverðu landinu, ef að endurbyggingarlánið, rækt- unarsjóðslánið, nýbýlalánið og hvað þau nú heita lánin, sem Búnaðarbanki íslands á að' veita, fengizt afgreitt á Akureyri, í staS þess aS þurfa alla leiS á gagn- stætt horn landsins til þess aS undirskrifa lánsskjölin ÞaS getur varla talist óeSlilegt, þótt þær raddir hafi látiS til sín heyra nyrSra, aS sanngjarnt væri og eSlilegt, úr því að Búnaðar- banki íslands á annað borð hefir útibú á Akureyri, að útbúa megi lánsskjöl nyrðra og fá afgreidd lán, sem veitt eru samkvæmt lögum til þessara eSa hinna framkvæmda í sveitunum. Með lögum er oft svo fyrir mælt, að lánsfjárhæðin megi nema ákveðnu magni af kostnaði fram- kvæmda eða af verðgildi þeirra, samkvæmt mati. Er því útibússtjóra á Akureyri bundnar hendur, eins og banka- stjóra í Reykjavík, um lánveit- ingu til einstaklinga. Og þegar (Framhald á 6. síðu). CUDJON BALDVINSSON :.....: :r: bóndl að Skáldalæk Hinn 8. janúar sl. var hann til grafar borinn aS Tjörn. Hann var fæddur aS Grund í SvarfaSardal 6. marz 1892. Foreldrar hans voru hjónin Baldvin Jóhannsson frá Þverá og GuSlaug Sigfúsdóttir frá Grund, og er hún nýlega látin, en ,B.a}d,yjjtt er enn á lífi. Var Guðjón . afkomandi góðra og dugandi ætt- ,stofna, enda sjálfur enginn ætt- iefii;-Hann ó.l?t upp með foreldr- xtm. sínum, er. lengst bjuggu í BlakksgerSi og á Steindyrum, óg þar eS hann var elztur systkina sinna, og bráðþroska, ötull og áhugasamur, varS hann snemma mikill $tarfskraftur á; heitnilinu, og sýndi þegar á fermingaraldri hvílíkum afburSadugnaSi og ráð- deild hann var gæddur. Rúmlega tvítugur nam hann járnsmíði á Akureyri, og hafði jafnan mikið yndí af því starfi, enda var hann listfengur í eðli og ágætlega hag- virkur. En moldin og gr;óðurstörf- in seyddu hann aftur til sín. Bóndi vildi hann verða. Og aS Skáldalæk réSist hann 1917, keypti þá jörS og bjó þar alla tíð síðan, eða nál. 30 ár. Skáldalækur mun lengi vitna um dugnað og útsjónarsemi GuSjóns. Er skemmst af aS segja, aS hann stórbætti jörSina á allan hátt, byggSi hvert húsiS aS nýju og tí- faldaSi afraksturinn. Er þar miklu dagsverki lokiS, enda var Guðjón hinn mesti vinnugarpur og miskunnarlaus við sjálfan sig og sást ekki fyrir, hopaði ekki frá neinu verkefni, heldur réðist að því með þrotlausri atorku og áræði og hætti hvergi við hálfnað verk. Hann var mikill dreng- skaparmaður og traustur sam- vinnumaSur, og avtk þess sem hann sleit kröftum sínum á Skáidalæk viS þrotlaust starf, var hann um fjölda ára sláturhús- stjóri viS kaupfélagiS á Dalvík, og rækti þaS, aS dómi þeirra, er til þekkja, af frábærum dugnaði og trúmennsku. En svo tók þrek- ið að bila fyrir aldur fram. Hariri varð fyrir þungum áfölluiri. Lífið hafði að vísu veitt honum margs konar gæSi. En íaSraröndinaVafð það honum vægðarlaust. Elzti sonur hans, hinn efnilegi piltur, barðist við þungan sjúkdóm um fjölda ára, og lézt sl. sumar. Næst elzta syninum, fullorðnum og ný- kvæntum prýðismanni, var einn- ig í burtu kippt. Hvort tveggja missirinn, en þó einkum hinn þunga sjúkdóm elzta sonarins, tók hinn viðkvæmi og skapfasti mað- ur sér afar nærri, þótt hann flík- aði því ekki, enda munu allir skilja það ,er til þekkja. Og svo bilaði heilsan og vinnuþrekið. Sl. haust leitaSi hann sér heilsubótar í Rvík, og kom þaðan skömmu fyrir jól án árangurs. Mun hann þá hafa vitað að skammt var eftir, og fór þaS svo, enda var lífsþrek og lífslöngun þrotin. ÁriS 1916 kvæntist Guðjón Snjólaugu Jóhannesdóttur frá Hæringsstöðum, er nú lifir mann sinn ásamt þremur uppkomrium börnum þeirra. Er Snjólaug hin þrekmesta sæmdarkona, sem staSið hefir traust og föst með manni sínum alla tíð, og á vissu- lega sinn veigamikla hlut í lífs- verki hans. Er nú þungur harmur aS henni kveSinn, enn einu sinni, þar sem bóndi hennar og tveir elztu synir hafa verið til moldar bornir á rúmlega tveimur árum. En það er von allra vina hennar og barna hennar, að henni og þeim megi veitast kraftur til að standast hið þunga áf all, og hugga sig við, að „orSstír deyr aldregi, hveim sér góðan getr." I Sn. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.