Dagur - 01.04.1948, Síða 1

Dagur - 01.04.1948, Síða 1
Fimmta síðan: Skíðamót íslands 1948. Frá- sögn af mótinu. Greint frá úrslitum. F orustugreinin: Utvarpsumræðurnar fyrir páskana. Stóru málin, sem gleymdust. XXXI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 1. apríll948. 13. tbl. Aðalíundur KEA 19. apríl Stjórn KEA auglýsir í blaðinu í dag, aðalfund félagsins og hefst hann í Nýja-Bíó hér í bænum, mánudaginn 19. apríl kl. 10 ár- degis. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Akureyri hlaut seinni togarann Fyrir nokkru var dregið um af- hendingarröð á þeim tveimur togurum, sem óafgreiddir eru til Reykjavíkur og Akureyrar, og urðu úrslit þau að Akureyri hlaut seinni togarann. Upphaf- lega var svo ráð fyrir gert, að þessi togari yrði afhentur í haust, en tafir, sem orðið hafa í skipa- smiðastöðvunum brezku munu verða þess valdandi, að hann mun ekki koma hingað fyrr en í fyrsta lagi um áramót. Aðalfundur Mjólkursamlags ICf. Þingeyinga Umræður um yegamál héraðsins Fyrsti aðalfundur Mjólkur- samlags Kaupfélags Þingeyinga var haldinn 23. marz s. 1. í Húsa- vík. Samlagið tók til starfa 10. októ- ber s. 1. og var því starfstími þess ekki nema tæpir 3 mánuðir af ár- inu Innvegin mjólk á þessum stutta tíma var 115 þús. kg. Meðal fitu- magn mjólkurinnar reyndist vera 3,62%. Seld neyslumjólk á þessu tímabili var 26.500 Itr. Endanlegt verð til framleiðenda varð kr. 1,40 á lítra. Auk mjólkurinnar barst samlaginu 3 smálestir af rjóma þann tíma sem mjólkur- flutningar tepptust vegna snjóa. Fundinn sátu fulltrúar úr öll- um deildum samlagsins. Á fund- inum urðu miklar umræður um vegamál héraðsins, og hvernig koma mætti þeim í viðundandi horf. En á því veltur hvort hægt verður að koma þessari fram- leiðsluvöru bænda til Samlagsins og neytenda yfir veti'armánuðina. Aílt Krossanes- lýsið farið Laust fyrir páskahelgina kom olíuflutningaskipið-„Þyrill“ hing- að og lestaði 300 lestir af síldar- lýsi i Krossanesi. Er öll sumar- framleiðsla verksmiðjunnar þar með farin. Alþingi skoraði á ríkissljórnina aS faka upp nýja „Nýsköpunin“ á Tanganum Myndin er af „nýsköpunarbátunum“ sem nú hafa senn staðið í full tvö ár fullsmíðaðir á Oddeyrartanga. Bátar bessir eru í hópi þeirra 35 tonna báta, sem Áki Jakobssnn ákvað að láta smíða fyrir reikning ríkisins í tíð „nýskönunar“-stiórnarinnar. Erfiðlega hefur gcngið með sölu á þeim og mun ríkið verða fyrir stórkostlegu tjóni á þeim framkvæmdum öllum. Bátarnir á myndinni eru smíðaðir á Skipasmíðastöð Kr. Nóa Kristjánssonar. Mun einn þeirra nú vera seldur til Grindavíkur, en hinir fá sjálfsagt að rifna í sólinni enn um hríð. Það er nú upplýst, að smfðakostnaður á bátum, sem smíðaðir voru í skipasmíðastöð þeirri er Áki koin á fót í sainbandi við Lands- smiðjuna, varð rösklega 70% hærri en á öðrum bátum. Má af því sjá hvert happ það hefur vei’ið fyrir ríkið, að Áki neitaði skipasiníða- stöð KEA um að smíða slíka báta, en fól allt verkið Landssmiðjunni. Ríkissjóður og útvegsmenn bera kostnaðinn af þessum ráðleysis- aðgerðum. Veðurbliðaii meiri en menn muna á þessum' árstíma Skíðavikan, sem Ferðaskrif- skrifstofa ríkisins efndi til hér um páskana, fór í hvívetna ágæt- lega fram. Gerði liin mikla veð- urblíða, sem hér ríkti þessa daga, dvölina hér sérstaklcga ánægju- lcga. Miui ferðafólkið yfirleitt ánægt yfir dvölinni hér og allri fyrirgreiðslu, er það hlaut. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur frá útibúi Ferða- skrifstofunnar hér, munu 500- 600 manns hufa vgrið gestkom- andi í bænum þessa daga. Oll hótel bæjarins voru yfirfull og þar að auki gistu um 200 manns í herbergjum víðs vegar um bæ- inn, sem Ferðaskrifstofan út- vegaði og allmargir fengu gist- ingu í íþróttahúsinu. Flestir gest- irnir munu nú farnir héðan, með bílujn og flugvélum, og hafa allar ferðir til bæjarins og frá honum gengið mjög greiðlega. T. d. fór Grumman-bátui' Flugfélagsins, sem hér hefur bækistöð, 6 ferðir til Siglufjarðar með ferðafólk einn daginn. Þessi skíðavika hefur heppn- ast mjög vel og hefur rutt veginn til þess að halda árlega slíkar vikur hér nyrðra fyrir ferðafólk. Annai-s staðar í blaðinu er greint frá Landsmóti skíðamanna, sem fram fór um náskana. Aðalfoiidur SÍS verður haldiim á Akureyri Ákveðið hefur verið að aðal- fundur Samband ísl. samvinnu- félaga verði að þessu sinni hald- inn hér í bænum og hefst hann hér hinn 21. júní n. k. W I Með orðalagsbreytingum var því spillt, að ríkisstjórninni væri bein- línis falið að haga leyfisveitingnm í samræmi við ályktun kaupstaða- ráðstefnunnar Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins á móti málinu S. 1. miðvikudag var tillaga áttmenninganna á Alþingi um nýja til- högun á veitingu innflutnings- og gjaldeyrisleyfa, samkvæmt álykt- unum kaupstaðaráðstefnunnar, tekin til meðferðar í Sameinuðu Alþingi og var sambykkt með 37:5 atkv. Gegn málinu greiddu at- kvæði fimm þingmenn Siálfstæðisflokksins þeir Gísli Jónsson, Jóhann Haf- stein, Jóhann Þ. Jósefsson, Pét- ur Magnússon og Sigurður Krist- jánsson. Eru þrír þeirra þing- menn Reykjavíkur. Þessir þing- menn treystu sér ekki til að taka afstöðu til málsins og sátu hjá við atkvæðagreiðsluna: Emil Jóns- son, Bjarni Benediktsson, Sig- urjón Ólafsson og Pétur Otte- sen. Allir Framsóknarflokksmenn greiddu tillögunni atkvæði. AHsherjarnefnd spillir tillögunni. í meðförum allsherjarnefndar Sameinaðs þings voru gerðar veigamiklar orðalagsbreytingar á tillögunni. í stað þess að fyrir- mælin um úthlutun innflutn- ingsleyfa væru ákveðin, eins og kaupstaðaráðstefnan hafði ætl- ast til, breytti nefndin tillögunni í þá átt, að Alþingi ályktaði að skora á ríkisstjórnina að koma nú þegar á þeirri skipan um veit- ingu innflutnings- og gjaldeyris- leyfa að tryggt sé, að nauðsynja- vörum, framleiðsluvörum o.s.frv. sé dreift um landið í lilutfalli við þarfir, íbúafjölda og fjárfest- ingarleyfi hinna einstöku héraða og verzlunarsvæða. Tillagan er því orðin áskorun, en ekki fyrir- mæli. Þá var og gerð sú breyt- ing á orðalagi tillögunnar, að í stað þes að fela ríkisstjórninni að framkvæma lögin um Fjárhags- ráð með tilliti til þarfa lands- hlutanna, voru sett orðin ,,skal bent á þessar reglur til eftir- breytni,“ Á að stinga samþykktinni undir stól? Það orkar ekki tvímælis, að með þessari breytingu er tillagan óákveðnari en áður var og sú leið opin fyrir ríkisstjórnina að snið- ganga þessa samþykkt, enda lík- legt að leikurinn hafi verið til þess gerður. Hins vegar munu landsmenn nú fylgjast með Jiví af áhuga, hvort ríkisstjórnin og nefndir hennar, taka upp nýja háttu í þessum málum, sam- kvæmt þessum yfirlýsta vilja þingsins ,eða hvort samþykkt- inni vei-ður stungið undir stól og allt látið sitja í sama farinu og fyrr. Verði sú raunin á, er aug- ljóst, að þessi afgreiðsla málsins hefur verið gerð til þess að þagga niður óánægjuraddir í bráðina, en hugur hefur ekki fylgt máli hjá þingmeirihlutan- um, sem að samþykktinni stóð. Mun koma í ljós á næstunni, hvort ofan á verður .Mun sú reynsla verða lærdómsrík fyrir landsmenn. iir í Framsóknar- félagi Akureyrar Á fundi í Framsóknarfélagi Akureyrar s. 1. þriðjudagskvöld flutti Bernharð Stefánsson al- þingismaður erindi um störf Al- þingis og rakti helztu þingmál. Að erindi hans loknu hófust fjör- ugar umræður um stjórnmála- viðhorfið og afgreiðslu þingsins á einstökum málum. Tóku ræðu- menn almennt undk' þá skoðun þingmannsins að talsvert hefði á- unnist í iramfara- og viðreisn- arátt með núverandi stjórnar- samstarfi og bæri að halda áfram samstaríi borgaralegu flokkanna um stjórn í þjóðfélaginu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.