Dagur - 01.04.1948, Page 7
Fimmtudaginn 1. apríl 1948.
D AGUR
Síðan var háð göngukeppni í
aldursflokki 17-19 ára, stærri
hringinn.
Keppendur voru 6. Urslit:
1. Gunnar Pétursson í. B. í. 32
mín 36 sek. 2. Tryggvi Tómasson
H. S. .Þ. 32 mín 52 sek. 3. Jón
Sveinsson í. B. S. 34 mín 26 sek.
Þar með var keppni lokið.
Skíðakappi íslands 1948 varð
Guðmundur Guðmundsson, hlaut
454,4 stig. 2. Haraldur Pálsson
440,7 stig. 3. Helgi Óskarsson 375
stig. 4. Jóhann Jónsson 270 stig.
Mótinu lýkur.
Um kvöldið var fjölmennt —
um of — að Hótel Norðurlandi.
Voru þar afhent verðlaun sveit-
um og meisturum í hverri grein.
Einstaklingsverðlaun voru af-
hent að lokinni hverrí keppni.
Formaður S. K. í., Einar B. Páls-
son, afhenti verðlaun og talaði til
mannfjöldans að lokum, sem með
gleði óskaði hinni góðu skíðaí-
þrótt góðs gengis með ferfjöldu
húrrahrópi. Skíðafólkið, farar-
stjórar, starfsmenn við fram-
kvæmd mótsins — alveg sér-
staklega Hermann Stefónsson —
fengu maklegar þakkir fyrir
frammistöðuna í orðum, ópum
og lófataki svo að Norðurland
skalí.
Skíðamóti íslands 1948 var lok-
ið.
STULKUR!
Nýjasta bókin um Beverly Gray,
Beverly Gray á ferðalagi,,
er komin.
Tifboð óskasf
Ákveðið hefur verið að selja gömlu húsin í
Barðsgili til niðurrifs, ef viðunandi boð fæst.
Væntanlegum tilboðum í húsin sé skilað á skrifstofu
bæjarstjóra fyrir 3. apríl næstkomandi.
Bæjarstjóri.
rtytrtj’S-rtJrtrtjSjSrt-rtJrtrt-rtrtí-rtJNjHrtj’HjrtrtjVrtJ'Sj'Hrtj'S-rtj'Sj’Sj’N-rtJrtrt-rt-rt-rt-rtrt-rt-rt-rtrt-rt-rt-rt-rt-}
Beztu hjartans þakkir fceri ég hér með hörnum min-
um og tengdahörnum, svo og öllum vinum og ættingj-
um, er heiðruðu mig með heimsókn á fimmtugsafmœli
rriinu, þ. 22. marz s. L, og færðu mér blóm, dýrmætar
gjafir og peninga og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Öllu þessu fólki, jafnt þeim, er sýndu mér hlýhug sinn
i verki, úr fjarlægð, óska cg alls velfarnaðar og guðs-
blessunar.á ókomnum timum.
Hólum, 30. marz 1948.
GEIRLAUG JÓNSDÓTTIR.
S«XHXHXHXHX«XHXHXHXhXBXHXhXHXhXhXhXHXhXhXhXHXXBXi
Höfum fengið
eru komnar.
V
Pantanir vitjist sem fyrst.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Véla- og varahlutadeildin.
Champíon Kerfi
fyrirliggjandi
Kaupfélag Eyfirðinga.
Véla- og varahlut.adeildin.
111111111111111
iimiiimiimmimim
fæst í næstkomandi fardögum einn þriðji hluti
eða helmingur af jörðinni Fornhagi í Hörgárdal.
Nánari upplýsingar gefur
Herdís Pálsdóttir, Fornhaga.
iimmmmimmi
KNATTSPYRNUSKOR
FERMINGARSKÓR
á drengi
Skóbúð KEA
1111111111111111111
Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að
OTTÓ JAKOBSSON,
Hjarðarholti, Glerárþorpi, andaðist að Kristneshæli, 29. marz
s. 1. — Jarðarförin ákveðin síðar.
Fyrir hönd ættingja,
Árni Árnason.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall og jarðarför föður okkar,
SIGURÐAR VILHJALMSSONAR.
Þuríður Sigurðardóttir. Vilhjálmur Sigurðsson.
Elsku litli drengurinn okkar,
ÓLAFUR,
andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar annan páskadag. — Jarðar-
förin fer fram frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 3. apríl, og
hefst kl. 2 e. h.
Margrét og Henning Kondrup.
SPENNIJBREYTA
220+30 Volta spennu, frá 300 til 1000 Watta.
Heppilega í peningshús og vinnustaði.
VIKTOR&SNORRI.
nr. 5, 1948
frá Skömmtunarstjóra
Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept.
1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu
og afhendingu vara, hefir viðskiptanefndin ákveðið
eftirfarandi:
Á tímabilinu >frá og með 20. marz til 1. júlí 1948 skal
reiturinn SKAMMTUR 2 í skömmtunarbók 1 vera lög-
leg innkaupaheimild fyrir 300 g. af óbrenndu kaffi eða
250 g. af brenndu kaffi.
Reykjavík, 20. marz 1948.
Skömm tunars t j ór i.
Hóseignisi Lundargata 2, Akureyri,
er til sölu. Ein íbúð laus 14. maí. — Tilboð óskast, og
;é þeim skilað til undirritaðs, sem gefur nánari upplýs-
ingar, fyrir 15. apríl næstkomandi. — Venjulegur réttur
áskilinn.
Steingrímur G. Guðmundsson.
Foreldrar!
Fyrirlestranámskeiðið „Heilbrigð börn — hamingju-
samir menn“ liefst mánudaginn 5. apríl kl. 8.30 e. h.
að gildaskála KEA,
Aðgöngumiðar fást hjá Fræðsludeild KEA og við
Fræðsludeild KEA.
iii iiiiiiin 1111111111111111111111111111111111111111111111111111n«
Ur bæ og byggð I
I. O. O. F. — 1294281/2 _ N. k.
Kirkjan: Messað á Akureyri n.
. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Frið-
rik J Rafnar vígslubiskup préd-
ikar.
Frá Kristniboðshúsinu ZfON:
Sunnudaginn 4. apr., sunnudaga-
skólinn kl. 10,30 f. h. Almenn
samkoma kl. 8,30 er. h. Allir vel-
komnir.
Hjálpræðisherinn Akureyri.
Fimmtudag kl. 8,30 Norsk foren-
ing Föstudag 2. apríl kl. 3 e. h.
Bazar. Margir góðir hlutir. Kaffi-
sala opin til kl. 10 Sunnudag kl.
11 f/ h. Helgunarsamkoma. kl. 2
Sunnudagaskóli. Kl. 8,30 Fagn-
aðarsamkoma fyrir major E. Boe
og frú. Mánudag kl. 4 Heimilis-
sambandið. Kl. 8,30 Æskulýðs-
félagið. — Allir velkomnir.
St. Brynja heldur fund í Skjald
borg mánudaginn 4. apríl kl. 8,30
e. h. Dagskrá: Inntaka nýliða.
Innsetning embættismanna. Hag-
nefnd skemmtir og fræðir.
Barnastúkan Samúð heldur
fund n. k. sunnudag kl. 1,15 í
Skjaldborg. Fundarefni: Venju-
leg fundarstörf. Inntaka nýrra
félaga, kosning embættismanna
og innsetning. Skemmtiatriði.
Heimilisiðnaðarfélag Norður-
lands tilkynnir. Námskeið félags-
ins byrja í næstu viku.
Frá Leikfélaginu: „Hamarinn“
verður sýndur n. k. sunnudags-
kvöld. Pöntunum veitt móttaka
hjá Birni Sigmundssyni, Timb-
urhúsi KEA. Ef eitthvað verður
eftir af aðgöngumiðum, verða
aeir seldir í leikhúsinu á sunnu-
daginn kl. 1-4 e. h.
Leiðrétting: Misritast hefur í
síðasta blaði nafn Helgu Friðriks- >
lóttur frá Hleiðargarði, er átti
fimmtugsafmæli 22. marz.
Blaðið vill vekja athylgi á aug-
lýsingu frá Fræðsludeild KEA í
blaðinu í dag um fyrirlestra um
uppeldismál, sem haldnir verða á
vegum deildarinnar á næstunni.
Er öllum heimill aðgangur. Nán-
ari frásögn annars staðar í blað-
Barnahjálpin
Heildarsöfnun í vesturhluta
Þingeyjarsýslu til barnahjálpar-
Sameinuðu þjóðanna nemur kr.
20.052.00, og auk þess allmikið af
fatabögglum.
í Ljósavatnssókn söfnuðust kr.
1.880.00, í Fnjóskadal kr. 3.600.00
í Höfðahverfi kr. 3.452.00, í Sval-
barðsstrandarhreppi kr. 11.120.00.
Fyrsta upphæðin sem barst var
frá aldraðri konu, Sæunni Jóns-
dóttir, Sveinbjarnargerði, kr.
1000.00.Stefán Stefánsson, Sval-
barði gaf kr. 1000.00, og Kaupfél.
Svalbarðseyrai' kr. 1.500.00.
Athygli vekur söfnun skóla-
barna á Svalbarðsströnd, en þau
söfnuðu kr. 7000.00.
BRIDGE-KEPPNI
Fyrir síðustu helgi fór fram á
Akureyri bridge-keppni milli
Siglfirðinga og Akureyringa. Var
spilað á sex borðum. Úrslit urðu
þau, að Siglfirðingar sigruðu,
hlutu 7 vinninga, en Akureyr-
ingar 2.