Dagur - 09.06.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 09.06.1948, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 9. júní 1948 Lítill yfirborðshiíi sjávar um þessar mundir Rauðátu hefur orðið vart Rotary vinnur að bættri sambúð einstaklinga og stétta Ánægjulegt umdæmisþing Rotaryfélaga háð hér í siðastliðinni viku Á sunnudaginn lauk hér öðru umdaemisþingi Rotaryklúbbanna á íslandi. Hófst það á föstudagskvöidið að viðstöddum umdæmisstjór- anum hér á landi, dr. Heigi Tómassyni, og fulltrúuin allra Rotary- klúbbanna hér nema þess ísfirzka, en fuiltrúar hans gátu ekki kom- ið vegna samgönguörðugleika. Fiskimenn liér fyrir norður- landi hafa orðið varir við allmikla rauðátu nú síðustu dagana. Er mikið af henni í þorskmögum, sömuleiðis hefir orðið vart við hafsíld. Þykir ýmsum þetta benda til að vænlega horfi með síldar- göngur. Dagur ræddi nú um helgina við Árna Friðriksson fiskifræð- ing og spurði hann hvort hann teldi veðráttuna, sem ríkt hefir nú um skeið, vænlega fyrir síld- argöngur í sumar. Fiskifræðing- urinn sagði, að yfirborðshiti sjávarins hér úti fyrir væri mjög lítill um þessar mundir, ekki nema rösklega 2 gráður, enda lægju kaldir straumar norðan úr höfum upp að landinu. En það væri ekki hægt að ráða neitt um síldargöngur af þessu, því að í fyrra hefði hitastig sjávarins hér úti fyrir verið mjög svipað á þessum tíma, en eins og kunnugt Benes forseti hrakinn frá völdum af kommúnistum Á mánudaginn var tilkynnt í Prag, að Eduard Benes for- seti Tékkóslóvakíu hefði sagt af sér embætti vegna van- heilsu .Tilkynnti stjórn Gott- vvalds að hún hefði tekið af- sögnina til grcina og mundi kjósa nýjan f o r s e t a mánudaginn kemur. framt v a r upplýst, að Benes hefði ó s k a ð a i segja af sé fyrir mánuði, en kommúnista- <! stjórnin neitaði þá að taka af- sögnina til greina. Hefur henni >! verið kappsmál að hafa nafn t Benes til að flagga með fram 2 yfir „kosningamar“, sem fyr- J; ir skömmu fóru fram. Erlend- J; ir fréttamenn, m. a. Patrick J Smith frá brezka útvarpiiíu, ? sem mjög kunnugur er í !| Tékkóslóvakíu og dvaldi þar langvistum þar til kommúnist- ar ráku hann úr landi, segir í fréttaskeyti frá Vínarborg, að J; hinn raunverulega ástæða til; j ákvörðunar forsetans sé sú, að hann hafi ekki viljað undir- j rita stjórnarskrá þá, sem kommúnistar hafa nú flaustr- Jj að saman, og heldur ekki vilj- ij að samþykkja „kosningarnar“, J; sem löglegar. Með brottför J; Benes úr forsetastóli er kippt ;j burtu síðustu stoð lýðræðisins j! í Tékkóslóvakíu. Einræði kommúnista í landinu eru nú !| óhindrað með öllu, er þeir Masaryk og Benes eru báðir horfnir af sjónarsviðinu. J; er, varð mikil breyting á þessu um það bil er síldarvertíð hófst. Þá lágu heitir straumar hér upp að landinu Qg yfirborðshiti sjávar varð óvenjulega mikill. Árni Friðriksson sagði, að sjávar- straumarnir að landinu í júlí- mánuði væri það, sem máli skipti. Ekki væri hægt að ráða neitt um horfurnar a,f sjávarhitanum nú. Bærinn í Brakanda brann til kaldra kola Á föstudagskvöldið var kom upp eldui- að Brakanda í Hörgár- dal og brann bærinn á skammri stundu ásamt mestu af innan- stokksmunum. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá neista úr reykháf. Bærinn var byggður úr timbri og torfi og eyðilagðist hann gjörsamlega. Þótt innbú væri nokkuð vátryggt, hefir bóndinn, Þorsteinn Jónsson, orð- ið fyrir miklu tjóni og er fjöl- skylda hans mjög hjálparþurfi. — Hann er kvæntur og á fjögur ung börn. Hjálpið fólkinu í Brakanda! Þeir, sem vildu styrkja hið nauðstadda fólk, sem missti al- eigu sína í brunanum, geta komið með gjafir sínar til prestanna á Akui-eyri, séra Sigurðar Stefáns- sonar á Möðruvöllum, til Búnað- arbankans á Akureyri, Kaupfél. Eyfirðinga og blaðanna. Munu þessir aðilar góðfúslega veita gjöfunum móttöku. — Einnig ganga tveir drengir með lista um bæinn til þess að taka á móti að- stoð þeirra, sem vilja rétta fram hjálparhönd. Þorsteinn mun ætla að byggja upp bæ sinn á ný og hefir þegar hafið undirbúning að því verki. Sjómenn voru mjög óheppnir með veður hér um helgina, eins og raunar oft áður. Mjög kalt var í veðri, norðanncpja og sólarlít- ið. Dró þetta mjög úr þátttöku í hátíöahöldunum. En þau fóru fram samkvæmt áætlun. Hófust þau að venju með kappróðri á Pollinum á laugardagskvöldið. Fyrst kepptu drengjasveitir og sigraði sveit Hauks Otterstedt á 2,59,8 mín. Þá kepptu fjórar sveit- ir kvenna og sigraði sveit Neta- hnýtingarverkstæðis Kaldbaks ó 3,05,0 mín. í sveitinni voru: Stýri- maðm' .frk. Minna Rasmussen. Raeþarar: Guðrún Oskarsdóttir, Steinunn Fi'iðbjörnsdóttir, Sig- urbjörg Guðmundsdóttir, Hildur Ingólfsdóttii', Aðalheiður Oskars- dóttir og Anna Kristjánsdóttir. í kaþpróðri: karla kepptu 6 sveitir og sigraði sveit Vélstjórafélags Akureyrar á 5,19,0 min. (1000 m.) Stýrimaður var Eggert Olafsson en ræðarar Jón Sigurðsson, Stef- Afi og amma í október Það var nýlega tilkynnt í Buck- inghamhöll, að Elísabet prinsessa, ríkiserfingi Breta, mundi ekki koma fram opinberlega eftir lok þessa mánaðar, þangað til í haust eða vetur. Jafnframt birtu frétta- stofur fregnir um að Elísabet og maður hennar ættu von á erfingja í október. Myndirnar eru af brezku konungshjónunum. Þetta verður fyrsta bamabarn þeirra. Flugferðir tvisvar á dag til Reykjavíkur Flugfélag fslands hefur auglýst að frá og með 12. þ. m. fjölgi fé- lagið ferðum milli Akureyrar og Re.ykjavíkur og verði framvegis farnar tvær ferðir á dag, sú fyrri með Douglas-landflugvél um há- degi, en síðari ferðin með Cata- linaflugbát síðdegis. Verður flog- ið sunnudaga jafnt sem aðra daga. Þá hefur félagið nýlega tekið upp ferðir til Ölafsfjarðar með flug- báti héðan. Er flogið til Ólafs- fjarðar mánudaga og fimmtudaga, tvær ferðir hvorn dag, Er að þessu mikil samgöngubót fyrir Ólafsfii'ðinga. Flugbáturinn héð- an annast einnig tvær ferðir til Siglufjarðar alla daga. Þá mun flugbátur sá, er hér hefir bækistöð, fást leigður til sérstakra ferða. Gefur skrifstofa Flugfélagsins hér allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag ferðanna. án Hörgdal, Jóhann Þorsteinsson, Sigmar Benediktsson, Tryggvi Kristjánsson og Ásgeir Kristjáns- son. Á sunnudaginn var hátíða- höldunum haldið ófram. Sjómenn gengu fylktu liði til kirkju og hlýddu á messu fyrir hádegi, en eftir hádegi hófust hátíðahöld við sundlaugina. Var þar keppt í ýmsum íþróttagreinum og séra Pétur Sigurgeirsson flutti ræðu. Urslit í keppni urðu þessi. í stakkasundi sigraði Póll A. Páls- son, í björgunarsundi Jón Viðar Tryggvason. í reiptogi sigraði Slysavarnafél. Akureyrar Neta- hnýtingarverkstæðið, (kvenna- sveitir) en í reiptogi karlasveita sigruðu vélstjórar. í tunnuhlaupi sigraði Sigríður Kristjánsdóttir úr Glerárþorpi en í pokahlaupi Bergþóra Bergsdóttir. Atlastöng- ina, fyrir þeztu íþróttaafrek dags- ins, hlaut Páll. A. Pálsson. Um kvöldið höfðu sjómenn skemmtanir í samkomuhúsunum. Akureyrarklúbburinn sá um mótið. Var Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, varaforseti Akureyr- arklúbbsins, forseti þingsins, en Guðm. Karl Pétursson yfirlæknir formaður móttökunefndar. Fund- irnir voru haldnir í húsi frímúr- ara við Gilsbakkaveg. Þingið hófst með kynningar- kvöldi á föstudaginn. Var þar set- ið kaffiboð og spjallað saman. Frk. Ruth Hermanns lék einleik á fiðlu með aðstoð frú Margrétar Eiríksdóttur og Edvard Sigur- geirsson sýndi kvikmyndir frá Akureyri og nágrenni. Á laugar- daginn var þingið sett af um- dæmisstjóranum, dr. Helga Tóm- assyni. Auk hans fluttu erindi á fundinum séra Óskar Þorláksson frá Siglufirði, sem nú tekur við starfi umdæmisstjóra, og Tómas Tómasson ölgerðarforstjóri. Á laugardagskvöldið var veizla að Hótel KEA. Stýrði Þorsteinn M. Jónsson henni. Voru þar fluttar margar ræður, m. a. fluttu for- menn klúbþanna þar ávörp og skiptust klúþbarnir á gjöfum. — Síðdegis á sunnudaginn þar þing- inu haldið áfram og flutti þá er- indi Þorsteinn M. Jónsson skóla- stjóri um þjóðmálastarfsemina og Rotaryhreyfinguna. Var erindi hans mjög athyglisvert og mun Dagui' birta það innan skamms. Þá flutti Árni Friðriksson fiski- fræðingur einnig athyglisvert er- indi um alþjóðamálin og Rotary- hreyfinguna. Lúðvík Nordal, full- trúi klúbbsins á Selfossi flutti og ræðu og að lokum talaði dr. Helgi Tómasson og sleit þinginu. Athyglisverð starfsemi. Rotaryklúbburinn hér hafði boðið nokkrum gestum að sitja þingið, þ. á. m. blaðamönnum. Þinghald þetta var mjög athygl- isvert og ánægjulegt í augum gestanna. — Rotaryklúbbarnir stefna að því að eyða tortryggni í milli einstaklinga og stétta, auka samúð og skilning og skiptast á Skemmtiferð Ferða- félags og ferðaskrif- stofu um helgina Ferðafélag Akureyrar og Ferða- skrifstofa ríkisins efna til sameig- inlegrar skemmtiferðar á sunnu- daginn, til Laufáss, Grenivíkur og um Fnjóskadal, í Vaglaskóg. — Laugardagimi 19. þ. m. hefst tveggja daga ferð til Grímseyjar. Nánari upplýsingar um ferðirnar á Ferðaskrifstofunni og hjá Þorst. Þorsteinss., Sjúkrasamlaginu. fræðslu og upplýsingum um hagi starfsgreina þjóðfélagsins. Góður og vinsamlegur andi ríkti á þing- inu og mörg þeirra erinda, sem flutt voru, höfðu athyglisverðan boðskap að flytja. Líklega er ís- lenzku þjóðinni fátt nauðsynlegra nú en útrýming tortryggni,úlfúð- ar og öfundar í milli stétta og einstaklinga. Rotaryklúbbarnir hafa því þýðingarmiklu hlutverki að gegna hér og munu þeir þegar hafa fengið ýmsu góðu áorkað. — Með aukinni starfsemi klúbbanna og meiri samvinnu þeirra í milli, mun mega vænta meiri árangurs. — Furðulegur skrípa- leikur kommúnista (Framhald af Í. síðu). segir, að málefnasámhíngurinn skyldi bæinn til að byggja sam- tals 50 íbúðir 1946 dg 1947. — Búið sé að byggja 2 íbúðir og séu því óreistar 48 íbúðir. Sjálfsagt vita fulltrúar sósíal- ista jafn vel og aðrir bæjai'full- trúar, að engum kom til hugar að bærinn gæti ráðist í svo stór- felldar byggingarframkvæmdir nema lögin um þyggingafram- kvæmdir kaupstaðanna kæmu til framk-væmdá, enda það skýrt fram tekið í málefhasamningnum. Nú hafa lög þessi ekki komið til framkvæmda og peningar til slíkra bygginga, á vegum bæjar- félagsins, ekki verið fáanlegir. — Eru það því engin svik á mál- efnasamningnum þótt þessi grein hans hafi ekki verið framkvæmd, heldur eðlileg afleiðing af minnk- andi peningaveltu í landinu. Ef sósíalistar hefðu bent á leið til að útvega lánsfé og sú leið ekki verið notuð vegna mótstöðuhinna flokkanna, gátu þeir ef til vill talað um svik. Framangreinda 3 liði telja sósí- alistar vanefnda og svikna af þrem flokkum bæjarstjórnarinn- ar, en þó séu þessir 3 flokkar bundnir við samninginn en þeir sjálfir, sósíalistarnir, lausir við allar skuldbindingar samningsins ef þeim býður svo við að horfa. Fulltrúar Framsóknarflokksins líta svo á, að allir flokkar bæjar- stjórnar séu bundnir við samn- inginn meðan honum er ekki sagt upp vegna vanefnda. — Sósíal- istaflokkurinn hefir ekki sagt upp samningnum og hlýtur því að vera bundinn við hann eins og hinir flokkarnir og hafi fulltrúar flokksins nokkra hugmynd um hvað það er að standa við gerða samninga, hlýtur að mega gera ráð fyrir að þeir greiði ekki atkvæði móti framkvæmd fyrstu og aðal- greinar samningsins.“ Sjómemi voru óheppnir með veður um helgina Vélstjórár sigruðu í kappróðrinum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.