Dagur - 09.06.1948, Blaðsíða 1
Fimmta síðan:
Getið nýrra bóka.
Rabbað um þjóðfélags-
vandamál.
Dagur
F orustugreinm:
Orðheldni kalla kommún-
istar óþarfa „viðkvæmni“.
Þeir vilja „linika til“
samningum.
XXXI. árg.
Akurcyri, miðvikudaginn 9. júní 1948
23. tbl.
Furðulegur skrípaleikur kommúoisfa í sambandi við
Saka aðra flokka iim aS hafa svikið
samninginn, en láta bóka, að þeir fái
ekjki skilið viðkvæmni bæjarfulltrú-
aena fyrir bókstaf samnmgsatriða!
Sjálfir berjast þeir fyrir því, að fyrst grein
bæjarmálasamningsins verði ekki framkvæmd
Kommúnistar í bæjarstjóm hér hafa að undanförnu sett á svið
furðulegan skrípaleik í sambandi við framkvæmd málefnasamnings
flokkanna, sem gerður var upp úr síðustu bæjarstjórnarkosningum.
Á bæjarstjórnarfundi fyrir nolckru lýstu fulltrúar kommúnista því
yfir, að þeir teldu sig ekki lengur bundna við málefnasamninginn,
vegna vanefnda annarra flokka.
Leitað kaupa á 10
nýjum togurum
Ríkisstjórnin hefir tilkynnt að
hún eigi í samningum við brezkar
skipasmíðastöðvar um að smíða
10 togara til viðbótar þeim, sem
pantaðir voru af fyrrv. stjórn. —
Togarar þessir eiga að verða með
svipuðu sniði og hinir fyrri, en
þó verði á þeim gerðar nokkrar
breytingar. Samningar þessir
standa nú yfir og eru taldar lílcur
til að þeir takizt. Afgreiðslutími
skipanna á að vera á árabilinu
1949—1951.
Ungur Breti
að skrifa bók
um ísland
Hér í bænum er staddur um
þessar mundir ungur, brezkur
rithöfundur, Alan Moray Willi-
ams. Er hann nýlega kominn
hingað til lands og hefir ferðast
allvíða. Hýggst hann dvelja hér
fram til loka júlímánaðar.
Mr. Williams kom hingað í
apríl með íslenzkum togara.
Dvaldi hann fyi'st í Reykjavík og
austur í Skaftafellssýslu. Kom
síðan hingað til bæjarins, en hélt
héðan til Grímseyjar og hefir
dvalið þar undangenginn hálfan
mánuð, ásamt systur sinni, Bar-
böru Moray Árnason listmálara
og manni hennar Magnúsi Á.
Árnasyni listmálara, en þau hjón
dvelja þar enn og mála. Hyggjast
þau halda sýningu hér á Akur-
eyri í júlí.
Dagur kom að máli við Mr.
Williams nýlega og ræddi við
hann um dvölina hér. Erindi
hans til landsins er að viða að
sér efni í bók um land og þjóð,
sem hann mun gefa út á næsta
ári. Mr. Williams hefir þegar rit-
að nokkrar bækur, sem athygli
hafa vakið og hefur þar að auki
ritað nokkuð í brezka vikuritið
„Tribune" Þótt kalt hafi verið
að undanförnu, hefur honum lit-
ist vel á sig. Iiann ber Grímsey-
ingum vel söguna, segir þá vera
gestrisna og hjálpsama. Undi
hann sér vel í Grímsey og hyggst
helga eynni kafla í hók sinni.
Yfirleitt lætur hann vel af dvöl
sinni hér, og mun bera okkur vel
söguna.
Mr. Williams er ungur maður.
Hann var í brezka hernum á
stríðsárunum, var m. a. í Norður-
Noregi með herjum bandamanna
árið 1940.
Skógarliótelið opnað
um helgina
Hótel Brúarlundur í Vagla-
skógi mun taka til starfa 12. þ. m.
Forstjóri er nú, eins og í fyrra,
Ragnar Jónsson veitingamaður.
Tvö af skipum Fisksölu-
samlagsns selja
í Þýzkalandi
Um þessar mundii' eru tvö af
flutningaskipum þeim, sem í för-
um eru með bátafisk héðan að
selja í Þýzkalandi. Eru það Snæ-
fell og Eldborg, sem bæði flytja
fullfermi. Vegna ótryggs markaðs
í Bretlandi í s. 1. viku, var báðum
skipunum snúið til Þýzkalands-
ferðar. Síðustu sölur Fisksölu-
samlagsins í Bretlandi voru, sem
hér segir: Pólstjarnan seldi 3799
kitt í Hull fyrir 8925 pund.
Straumey seldi 3405 kit fyrir 8471
pund. Hvort tveggja sölurnar eru
neðan við hámarksverð: Pól-
stjaman flytur koksfarm til
landsins en Straumey koláfarm.
Gróðursetning
trjáplantna hafin
á skemmtistað
F ramsóknarmanna
Fyrra þriðjudag fór hópur
manna úr Framsóknarfélögunum
hér til starfa við gróðursetningu
trjáplantna í hinn afgirta reit
Framsóknarfélaganna í Hrafna-
gilslandi. Voru gróðursettar 500
birkiplöntur frá Vöglum og að
auki 90 fjögra ára plöntur, sem
Þorst. Davíðsson verksmiðjustjóri
gaf félögunum. Félagsstjórnin
hefir beðið blaðið að bera gefand-
anum þakkir félagsmanna, svo og
þeim, er unnu að gróðursetning-
unni. Ætlunin er að halda gróð-
ursetningu áfram og rækta skóg-
arlund á þessum skemmtistað.
Á sunnudaginn fer hér fram
prestskosning. Nýtt presísem-
bætti var stofnað hér með lögiun
frá síðasta Alþingi. Umsækjand-
inn er aðeins einn, séra Pétur
Sigurgeirsson. Til þess að hann
verði löglega kosinn hér þarf
helmingur bæjarmanna að mæta
á kjörstað og a. m. k. helmingur
þeirra að greiða honum atkvæði.
Kosningin hefst kl. 10 árdegis í
Samkomuhúsi bæjarins. Er þess
eindregið vænst, að bæjarmenn
sæki kosninguna vel og kjósi
snemma. Allir alþingiskjósendur
eru á kjörskrá. Þeir, sem ekki
geta verið í bænum á sunnudag-
inn, geta kosið hjá bæjarfógeta á
föstudag og laugardag. Séra Pétur
Sigurgeirsson er öllum bæjar-
mönnum að góðu kunnur fyrir
störf sín hér að undanförnu. Mun
flestum þykja hann hafa verð-
Yilja senda hermenn
til Þalestínu
I tileini af sáttaumleitunumsátta-
semjara S. Þ. í Palestínudeilumii
og beiðni hans um hernaðarfull-
trúa tii þess að líta eftir fram-
kvæmd vopnalilés, tilkynnti
Gromyko fulltrúi Rússa í Orygg-
isráðinu, að rússneska stjórnin sé
fús að senda hernaðarfulltrúa á
vettvang. Talið er að þeir mundu
litlir aufúsugestir í Palestínu í
augum Vesturveldanna. Mynd-
irnar eru af Gromyko og Molotoff
Barnaveiki vart
í Reykjavík
Þrjú tilfélli af barnaveiki hafa
komið fyrir í Reykjavík síðustu
daga og mun bólusetning þar
hafin. — Héraðslæknir hefir tjáð
blaðinu, að veikinnar hafi ekki
orðið vart hér.
Verðhækkmi á mjólk
Framleiðsluráð landbúnaðarins
hefir nýlega ákveðið 2 aura
verðhækkun á mjólk vegna auk-
ins kostnaðar við vinnslu og
dreifingu mjólkurinnar.
skuldað að verða löglega kosinn
hér á sunnudaginn. Til þess þurfa
bæjarmenn að sækja kosninguna
vel.
Eyjólfm* Eyíeld æíir
með landsliðinn
Knattspyrnuráð íslands hefir
samþykkt að gefa einum knatt-
spyrnumanni frá Akureyri, Eyj-
ólfi Eyfeld, kost á a'ð æfa með
landsliðinu í Rvík. Mun það vera
samkv tillögu þjálfarans Joe Di-
vine, sem horfði hér á meistara-
flokksleikinn 25. maí.
Ráðgert er að Eyólfur fai'i suð-
ur um næstu helgi og munu
mai'gir Akureyringar óska hon-
um góðrar ferðar suður og heim-
komu aftur. Eyólfur mun með
vinsælustu leikmönum ó knatt-
spyrnuvelli hér.
í sambandi við bókun, sem
einn af bæjarfulltrúum Alþýðu-
flokksins lét gera út af þessari
staðhæfingu kommúnista ,létu
þeir bóka fui'ðulega yfirlýsingu í
f undarbók bæ j ar st j ómarinnar,
þar sem þeir afturkalla í orði
kveðnu þá staðhæfingu að þeir
telji sig ekki lengur bundna af
málefnasamningnum, en taka
hins vegar skýrt fram, að þeir
ætli sér sjálfir að svíkja ákvæði
samningsins um fyrirkomulag
togaraútgerðarinnar og segja í
sambandi, að þeir skilji ekki
„viðkvæmni“ annarra fulltrúa
„fyrir bókstaf þessa samnings-
atriðis“! Jafnframt drótta þeir
svikum að öðrum flokkum og
saka þá um vanefndir á öðrum
atriðum samningsins. Þessar
staðhæfingar kommúnista sýna
glögglega, hvernig _ þeir líta á
samninga. Ef þeim þykir ekki
henta að standa við einhver
ákvæði, þá finnst þeim óþarfleg
„viðkvæmni“ af öðrum að fást
um það. Bókstaf samningsatrið-
anna láta sig' þeir engu skipta.
Mórallinn í þessu er augljós og í
fullu samræmi við þjóðmálabar-
áttu kommúnistaflokksins. Gamla
Jesúítareglan, að tilgangurinn
helgi meðalið, er leiðarsteinn á
stjórnmálaskútu kommúnista.
Greinargerð Framsóknarmanna.
Þar sem kommúnistar höfðu
látið færa hinar furðulegu full-
yrðingar sínar og ályktanir í
fundarbók bæjarstjórnarinnar,
töldu Framsóknarmenn nauðsyn-
legt að gera við þær nokkrar at-
hugasemdir og á síðasta bæjar-
stjórnarfundi var bókuð svofelld
athugasemd frá þeim:
„Ut af bókun fulltrúa Sósísal-
istaflokksins á bæjarstjórnar-
i'undi 11. þ. m., óska fúlltrúar
Framsóknarflokksins, að fá bók-
að eftirfarandi athugasemdir:
1. Fulltrúar Framsóknarflokks-
ins hafa haft forgöngu um og
stutt eindregið þær hafnarfram-
kvæmdir, sem gerðai' hafa verið á
Oddeyrartanga. Hafnargarðinum
þar er þegar það langt komið, að
hafizt hefir verið handa um bygg-
ingu dráttai'brautar þar og er nú
unnið að því í fullu samræmi við
málefnasamninginn. Má óhætt
fullyrða, að þar hefir sízt notið
aðstoðar eða fylgis fulltrúa sósí-
alista í hafnarnefnd. Ef hægt
væri að ásaka einhvern einn
flokk, sem fulltrúa á í hafnar-
nefnd, um sérstakt áhugaleysi í
þeim málum, væri það áreiðan-
lega fyrst og fremst Sósíalista-
flokkurinn.
2. Um stækkun Torfunefs-
bryggjunnar gat aldrei verið að
ræða fyrr en dráttarbrautin væri
farin þaðan sem hún nú er. — í
málefnasamningnum er greini-
lega fram tekið, að framkvæmdir
skuli hefjast strax og dráttar-
brautin væri flutt. — Enn hefir
því ekki verið mögulegt að fram-
livæma þennan lið samningsins
og vitum vér ekki annað en að
allii' flokkar háfi verið sammála
um það.
3. 1 umræddri bókun sósíalista
(Framhald á 8 síðu).
Skemmtiferðaskipið
kom ekki í gær
Búizt var viö því, að 'brezka
skemmtiferðaskipið Granton Glen
kæmi til Reykjavíkur 4. þ.
m. og hingað í gær. Úr þessu varð
ekki. — Útgerð skipsins tilkynnti
á síðustu stundu, að fyrsta ferð
skipsins félli niSur. Mun það ekki
væntanlegt hingað fyrr en um
mánaðamót. Veð’ri hefir ver-
ið svo háttað hér að undanförnu,
að segja má að skemmtiferða-
menn hefðu átt hingað lítil er-
indi, og er því e. t. v. bezt að ferð
þessi féll niður.
Prestskösningin hefst kl. 10 árdegis
á sunmidagmn
Allir al|>iiigiskjóse!ííhir á kjörskrá