Dagur - 28.07.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 28.07.1948, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 28. júlí 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgrciðsla, auglýsingar, innheimta: Marinó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 lilaðið kemur út á hverjum iniðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí Drenlverk Odds Björnssonar h.í. Akureyri „Nýja4í reglugerðin í ljósi reynslunnar. UMRÆÐUR í blöðum landsins um vöruskortinn úti á landi hafa fallið niður að mestu leyti nú í sumar, þegar frá er skilin hin hvatvíslega herferð Morgunblaðsins á hendur kaupfélögunum í sam- bandi við félagsmannaskrár þeirra. Þessi þögn mun þó sízt til komin af því, að nokkur bót hafi verið róðin á vandræðaástandinu í verzlunarmál- unum. Þar situr allt í sama farinu og fyrr, þrátt fyrir „nýju“ reglugerðina um innflutningsleyfa- veitingar, sem viðskiptamálaráðherrann setti í vetur og blöð Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins létu vel yfir._ Reglugerð þessi, sem átti að vera svar ríkisvaldsins við eindregnum mót- mælum kaupstaðaráðstefnunnar, hefir þó hvergi verið birt og hdfir sú hæverska vakið nokkra furðu þeirra, sem annars gerðu sér. einhverjar vonir um að viðskiptamálaráðherrann og meiri- hluti Fjárhagsráðs hefðu vaxið að vizku og sann- girni fyrir tilverknað kaupstaðaráðstefnunnar og hinna glöggu röksemda, er fulltrúar bæjanna úti á landi sendu þessum aðilum. í þeim hópi mun mega telja málgagn Sjálfstæðisflokksins hér, sem taldi það ómaklegt í vor að gagnrýna hina „nýju“ stefnu ríkisvaldsins í verzlunarmálum meðan reglugerðin hefði ekki verið birt, enda taldi blað- ið líklegt og sjálfsagt að hún kæmi fram í dags- Ijósið hið bráðasta. En þrátt fyrir þessa ábend- ingu, vaða flestir landsmenn í reyk, er að því kemur að vita eftir hvaða reglum innflutningi er úthlutað á hæstu stöðum. Reglugerðiri er vand- lega falin í skjóli Viðskiptanefndarinnar og „nýja“ stefnan í verzlunarmálunum hefir ennþá ekki komizt nær dagsljósinu en að fá loflega umgetn- ingu í íslendingi og öðrum málgögnum tveggja st j órnarf lokkanna. UM REYNSLUNA þarf hins vegar ekki að deila. Hún er óljúgfróð og mæðir nú á hverri fjölskyldu úti á landi. Vöruskorturinn er orðinn geigvænleg- ur og ýmsir staðir virðast nú afskiptari um vörur en nokkru sinni fyrr. Yfirleitt virðist ástandið vera þannig, að því fjær sem verzlunarstaðirnir eru frá Reykjavík, því meiri er vöruskorturinn. Þótt ástandið hér við Eyjafjörð sé nú orðið harla bágborið, kastar þó fyrst tólfunum þegar til Aust fjarða kemur. Þar mega verzlanir heita tómar og sums staðar verður að neita viðskiptamönnum um brýnustu lífsnauðsynjar. Þeir, sem við verzlun fást á þessum stöðum, telja, að núverandi ástand standist engan samjöfnuð við vöruskortinn, sem var hér á kreppuárunum. ÞAÐ ER RAUNALEGT ef það ætlar að ásann- ast, að meiri hluti ríkisstjórnarinnar skorti gjör samlega skilning á því, að ástandið í verzlunar málunum er með þeim hætti, að það ýtir undir þá öfugþróun, sem orðin er í þjóðfélaginu, er menn yfirgefa blómlegar byggðir úti á landi og flykkjast til verstöðvanna við Faxaflóann, eink- um höfuðborgarinnar. Misræmið í milli lífskjara fólksins í þorpum og sveitum Norður- og Austur landsins og í Reykjavík, er orðið mikið og fer vax andi með auknu tillitsleysi valdhafanna við þarfir hinna dreifðu byggða. Ályktanir kaupstaðaráð- stefnunnar frá í vetur stefndu að því, að jafna þetta misræmi, stöðva fjármagnið heima í byggð unum, auka trú manna á lífið úti á landi við rétt látt stjórnarfar. Alþingi lýsti yfir samþykki sínu við þessa stefnu kveðnu, er það þykkti áskorun til ríkisstjórnar- innar um nýja stefnu í verzlun- armálum í samræmi við ábend- ingar kaupstaðanna. En þegar til framkvæmdanna kom, var engin alvara í þessari samþykkt tveggja st j órnarf lokkanna. Ráðherr ar þeirra stungu henni undir stól og viðskiptamálaráðherrann hefir meira að segja lýst rantrú sinni á þessari nýskipan innflutnings- málanna, enda hafa framkvæmdir hans og flokksmanna hans borið þessari vantrú vitni. Nýja reglu- gerðin virðist ekki vera nema blekkingin ein, verzlunarástand- ið er hið sama og iyrr og fer versnandi. ANDSPYRNA ráðamanna í Reykjavík gegn nýskipan verzl- orði unarmálanna og viðskipti lands- sam- manna við þá að undanfömu, hefir kennt það, að meira þarf til ef leiðrétting á að fást. Það hlýt- ur að vera krafa þeirra, sem úti um landbúa, hvar í fiokki sem þeir standa, að fyrsta verk Al- þingis í haust verði að taka verzl- unarmálin til gagngerðrar endur- skoðunar. Þingmenn kjördæm- anna verða að beita sér fyrir lagasetningu um nýjar, innflutn- ingsreglur. Reynslan hefir sýnt, að lausleg fyrirmæli Alþingis, eru að engu höfð af þeim, sem hagsmuna þykjast hafa að.gæta í sambandi við einokun Reykja- víkur á innflutningsverzluninni. Það eru sterk öfl með mikil ítök sem standa að þessari andspyrnu. Samtök landsmanna þ ai’fa líka að vera sterk og einhuga. Gegn þeim mun engum hagsmunaklík- um þá duga að standa. FOKDREIFAR Síld og þorskur. ÞAÐ ER svo mikið talað um síldveiði — eða öllu heldur síld- arleysi — á þessum síðustu vik- um og dögum, að mönnum hættir til að gleyma því í bráðina a. m. k. að útvegur þjóðarinnar byggist )ó ekki allur á síldinni. Þorskur- inn kemur enn við sögu, sem bet- ur fer, og á þorskveiðinni byggist afkoma þjóðarinnar í ríkum mæli og vaxandi. Frá ví»’'=tö^’”'mim víðs vegar við strendur landsins er sótt á þorskmiðin nú á sjálfri síldarvertíðinni, en þess heyrist sjaldan getið. Síldar’nappdrættið yfirskyggir allan annan veiðiskap um þessar mundir. Mögulcikar Norð-Austur- landsins. UM FYRRI helgi var eg stadd- ur á Vopnafirði, hinum myndar- lega verzlunarstað og útvegsbæ á norð-vesturhorni landsins. Þeir töluðu að sjálfsögðu um síld þar, eins og annars staðar, enda voru mörg veiðiskip í síldarleit þar úti fyrir. En þeir töluðu líka um þorsk og þótt síldin léii lítt á sér bæra, veiddist þorskurinn alveg uppi í landsteinum, bátar komu með hlaðafla eftir skamma úti- vist. Sjómenn sögðu mér, að afla- leysi hefði verið viðloða þar eystra nú um langt skeið, út- gerðinni hefði hnignað af þeim sökum og sumir hefðu misst trúna á hin ógætu fiskimið. En í sumar fylltust miðin af fiski, nú er þar nægur afli fyrir hvern þann, sem sækja vill sjóinn. En það er eins þarna eystra og víða annars staðar, að þótt aflamögu- leikar séu góðir, stunda fáir sjó- inn. Á sama tíma og hundruð síldveiðimanna leita síldarinnar árangurslaust hér fyrir ströndinni fær þorskurinn að svamla nær óáreittur við landsteinana. Fram- leiðslumöguleikar verstöðva eins og Vopnafjarðar, og raunar fjöl- margra annarra staða, virðast langt frá því að vera full- nýttir. — Þarna virðast vera skilyrði fyrir blómlegan bæ. Síldin hefir hin síðari ár veiðzt þar úti fyrir, þar er og góð þorsk- fiskimið og bærinn hefir blóm- lega sveit að bakhjarli. Mögu- leikarnir íil lands og sjávar þarna eystra, og svo víða annars staðar, vekja hvern þann, sem þangað kemur, til umhugsunar um þá öf- ugþróun sem orðið heíir í þjóðar- búskapnum hin síðari árin. Þess- um stöðum hnignar, fjármagnið leitar burtu þaðan, fólkið suður til Faxaflóans og kjötkatlanna þar. Á sama tíma og fjölmennið þar og duttlungar náttúrunnar, skapa þjóðfélaginu mikinn vanda, er ekki hægt að nýta gæði lands- ins í öðrum landsíjórðungum vegna fólksfæðar og fjármagns. skorts. Upprennandi ferðamannabær? VOPNAFJÖRÐ UR er nú kom inn í ferðamannaleið. Vegurinn frá Möðrudal er orðinn sæmilega góður. Leiðin er skemmtileg og fjölbreytileg ,og vegarstæðið á Bustarfelli eitt hið sérkennileg- asta á landinu. Vegurinn liggur á fjallsbrúninni, örskammt frá hengifluginu, og þaðan getur að líta hina fegurstu útsýn yfir allt héraðið, allt á haf út. Undir Bust arfelli stendur samnefnt höfuð- ból. Þar er einn myndarlegasti bær á íslandi í gömlum stíl. Bær þessi er nú eign ríkisins og er ný- lokið viðgerð á honum. Þar er gott að koma. Húsráðendur sýna ferðamönxium gjarnan bæinn sem er hinn merkilegasti. Bær- inn stingur mjög í stúf við gömlu bæina hér nyrðra, sem líka eru eign ríkisins. Rætt hefii verið um það nú í mörg ár að gera við þá en þrátt fyrir allar umræðurnar — og einhverja málamyndavið- gerð — eru þeir komnir að hruni Þeir, sem vilja sjá bæ í gömlum stíl, reisulegan og vistlegan, verða því enn að leggja leið sína austur í Vopnafjörð. Raunar er sú ferð öll skemmtileg og margt fleira að sjá þar en gamla bæinn á Bustar- felli. Ekki þykir mér étrúlegt að í góðviðrissumrum verði Vopna fjörður eftirsóttur ferðamanna bær, er fram líða stundir. Vegleg kirkjuklukka. Frú Filippía Kristjánsdóttir skrifar blaðinu: „ÞAÐ VAR í júlímánuði síð astliðið sumar, sem eg tók mér ferð á hendur út í Svarfaðardal. Tæplega getur leið legið svo fram hjá prestssetrinu Völlum, að mig fýsi ekki að fara þangað heim. Þangað lá leið okkar syst kinanna, sem flestra annarra unglinga úr nágrenninu, til leikj og glaðværðar. Það var eins og (Framhald á 5. síðu). /íW’/S’, Norræn heimilisiðnaðarsýning Um miðjan þennan mánuð var opin sýning á norrænum heimilisiðnaði í Reykjavík, í sambandi við þing það, er hið norræna heimilisíðnaðarsam- band hélt þar 11—14. júlí sl. Eg átti kost á að skoða sýningu þessa í fyrri viku og get ekki látið hjá líða að segja lesendum dálksins frá henni í fáum orðum. Það er annars lítið gagn í að segja frá sýningu eins og þessari, svo að nokkru haldi komi, og erfitt að gefa rétta hugmynd í raun og veru um það, sem oar var til sýnis. í skrá um sýninguna segir m. a.: Hin mörgu, ein- stöku heimilisiðnaðarfélög á Norðurlöndum mynda samband í hverju landi fyrir sig, svo sem Samband íslenzkra heimilisiðnaðarfélaga hér á landi, og þessi 5 sambönd mynda eitt allsherjar samband sín á meðal: Hið norræna heimilisiðnaðarsamband, Nordens Husflids forbund. Norræna heimilisiðnaðarsambandið heldur þing priðja hvert ár, samkvæmt lögum sínum, en sökum hinnar langvarandi alheims-styrjaldar og afleiðinga hennar, hefir ekki orðið úr þinghaldi síðan 1937, þá fór það fram í Stokkhólmi. Á þingunum eru rædd ýms áhugamál fyrir heimilisiðnaðinn, erindi flutt, er hann varða, skýrslur gefnar o. s. frv. í sambandi við þing þessi eru haldnar heimilis- iðnarsýningar, og er þar sýndur margs konar heim- ilisiðnaður frá öllum löndum í sambandinu, eftir því sem við verður komið.“ Sýningunni er skipt niður í deildir, eftir löndum, og kemur maður fyrst inn í sænsku sýninguna. — Svíar sýna ýmiss konar vefnað og útsaum, körfu- gerð, leir- og látúnsmuni, tréskurð og hálmvinnu og er allt mjög fagurt á að líta. Sérstaka athygli vekja hinir undurfögru litir og litasamsetning, bæði í vefnaðinum og útsaum. Einfalt form og snið auð- kenna sýningu þessa og það hve efnið sjálft er látið njóta sín sem bezt. Danir sýna einnig mikið af vefnaði og útsaum, og svo er raunar um öll lönd er að sýningunni standa, þótt hvert land hafi sinn sérstaka blæ eða svip, hvað þetta snertir. Þeir sýna einnig mjög fallegan tré- skurð, ausur og sleifar, bakka og bretti ýmiss kon- ar, sem allt er mjög vel unnið. Körfugerð og leður- vinna eru einnig til sýnsi og margir munir einkar fallegir. Nokkuð er af prjónamunum og sýnishorn af ofnum og fléttuðum snúrum og reipum, sem eru eign Þjóðminjasafnsins danska. Þá komum við í norsku deildina. Við rekum aug- un fyrst í tvíbandaðar skíðapeysur og sportsokka og ýmiss konar prjónavarning, sem er mjög auðkenni- lega norskur. Einnig er mikið af fögrum vefnaði og útsaum og ýmiss konar munum úr tré og járni. — Finnar sýna mikið af heimaofnum munum, einkar fögrum, og teppi og sjöl, sem þar eru til sýnis, eru sérlega eftirtektarverð. Hálm- eða bastvinnan finnska er mjög fögur og útsaumur ýmiss konar einkar fagur. Þá komum við að okkar eigin deild, íslenzku sýn- ingunni. — Þessi deild er langstærst og sýnir flesta muni ,enda hæg heimatökin, eins og gefur að skilja. Mikið er af fögrum vefnaði ýmiss konar og á Hús- mæðraskóli Reykjavíkur marga góða muni, einnig Húsmæðraskólinn á Laugum og úr Suður-Þingeyj- arsýslu er mikið af fagurri heimaunninni vinnu. — Heimaspunnið band er sýnt og mjög fallegt sýnis- horn jurtalitaðs bands liggur frammi. Þá eru ýmsir fagrir leirmunir eftir Guðmund frá Miðdal, nokkur tréskurður og fögur silfursmíði. Þar eru sumir skartgripir prýddir íslenzkum steinum. Þá er sýnt bókband, handunnið úr ísl. skinni, mjög vandað og fagurt á að líta. Ýmiss konar prjónavörur, sýnishorn af hnýttu gólfteppi, pjötlumyndir (applications) út- saumur hvers konar og margt og margt fleira prýðir sýningu þessa. Kvenlíkan, klætt ísl. skautbúningi setur skemmtilegan og þjóðlegan blæ á sýninguna. Við útganginn sýna Norðmenn þjóðbúninga frá Harðangri og Sunnufirði, mjög íburðarmikla, lit- j (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.