Dagur - 20.10.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 20.10.1948, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 13. október 1948 Bagub Norskt hákarlaskip staðfestir fyrri fregnir um gífurlega þorskmergð við Vesfur-Grænland Norðmenn ræða um stóran Jiorskveiðileiðangur til Grænlands að vori tr.ti e i: < í nýlegum norskum blöðum er birt viðtal við skipstjórann á norska hákarlaskipinu „Sveip“, sem stundaði hákarlaveiðar við Vestur-Graenland í sumar. Þetta er fyrsti hákarlaleiðangur Norð- manna til Vestur-Grænlands. — Skipið fékk um það bil 60 smá- lestir af lýsi í leiðangrinum. Leiðangursmenn segja nægan hákarl við Vestur-Grænland, og að veiðin hefði orðið meiri ef skipið hefði komið fyrr á vett- vang. Gífurleg þorskmergð. Leiðangursmenn á „Sveip“ staðfestu fregnir þær, sem áður voru birtar eftir norskum og færeyskum fiskimönnum, um gífurlega þorskmergð við Vest- strönd Grænlands. Ekkólóð skipsins sýndi heljarmiklar fiski- torfur á stóru svæði. Færeyskir handfæramenn, sem þarna voru, sögðust ekki hafa undan að gera að fiskinum, svo auðvelt væri að draga hann. Hákarlar þeir, sem „Sveip“ aflaði, sýndu einnig, að gott var til fanga þarna fyrir hó- karlinn. Upp úr einum hákarls- maga komu t. d. 27 þorskar. Norðmenn ræða um stóran veiðileiðangur. Norski fiskifræðingurinn Finn Devold var í sumar með norsk- um veiðibátum við Vestur- Grænland og um sl. mánaðamót flutti hann erindi um fiskveið- arnar þar á fundi athafnamanna í Bergen, Devold taldi fregnir þær, sem birtar hafa verið um þorskgengdina, sízt orðum aukn- ar. Devold sagði að norski flot- inn, sem var við Grænland í sumar, hefði getað aflað miklu meira af fiski en gert var, ef móð- urskip hefði verið með honum. Taldi hann nauðsynlegt að gera út stóran, fullkominn leiðangur, er hefði móðurskip. — Amtsbókasafnið (Framhald af 1. síðu). húsnæðinu. Safnið á mikið góðra bóka, en það mun vera allósam- stætt og raunar stórmikið verk að vinna enn í sambandi við skrásetningu þess, sem mun vera mjög í molum. Blaðasafninu hef- ir verið komið í mun betra horf en áður, en það mun vera einn merkasti hluti safnsins. Mun safnið eiga eintak flestra blaða landsins frá byrjun og er greiður aðgangur að þeim nú.. Þá getur að líta í nýja húsnæðinu nokkurn hluta af hinu mikla safni, er Odd- ur Björnsson prentmeistari gaf Amtsbókasafninu. Hefir þessi bókagjöf ekki áður verið í hill- um safnsins. Norsk blöð segja mikinn áhuga fyrir þessu máli meðal útvegs- manna Bergen og víðar .í Noregi. Eimskipafélagið hækkar farmgjöld í Ameríkusigl- ingum um 20% Fyrir nokkru sótti Eimskipa- félag íslands til Viðskiptanefnd- ar og verðlagsyfirvalda um leyfi til að hækka farmgjöld í Amer- íkusiglingum Um 20%. Tíminn skýrði frá-því. nú fyrir helgina, að fulltrúar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Viðskipta- nefndinni hefðú samþ. hækkun- ina. Fulltrúi Framsóknarmanna óskaði meiri upplýsinga og rök- stuðnings áður en gengið væri frá málinu, en það fékkst ekki. Fyrir atbeina hans fékkst því þó til leiðar komið að tilbúinn á- burður er undanþeginn hækkun- inni. Tíminn telur, að málinu hafi verið hraðað svo í Viðskipta- nefndinni vegna fyrirmæla frá æðri aðilum, þ. e. ráðherrum. Tími til kominn að búa trjágarðana undir veturinn Blaðið hefur átt tal við Finn Árnason garðyrkjuráðun. bæj- arins um garðana í bænum og nauðsynlegan vetrarundirbúning þeirra. Finnur sagði, að garðeig- endur þyi-ftu nú hið allra fyrsta að hreinsa garðana af öllu laufi. Óvenjumikil blaðlús og birki- ormar voru hér í görðum í sum- ar. í laufinu er mikið af eggjum og púpum og nauðsynlegt að eýðilpggja það, öruggasta ráðið að brenna það. Þá þurfa garð- eigendur að muna, að nauðsyn- legt er að setja spelka við litlar hrjslur og binda limið saman svo að snjórinn brjóti ekki og rífi. Þessir spelkar þurfa að vera það háir og sterkir að plönurtnar hafi góðán stuðning af þeim. Þá þarf að binda utan um runna og miðl- ungsháar plöntur, en ástæðulaust teilur garðyrkjuráðunauturinn að vefja plöntur með striga eða byrgja þær á annan hátt, því að þær eiga að þola veðurfarið hér óg strigi 1 í t i 1 vörn við miklu frosti. Um litlar barrplöntur er gott að setja þríhyrning úr spýt- um svo að ekki verði gengið á þeim. Klipping og grisjun planlna á að fara fram meðan plönturnar eru í dvala. Er víða mikil þöif á því í görðum hér. Framkvæmdir við Laxárvirkjun Hægt miðar undirbúningnum að aukningu Laxárvirkjunarinnar. Austur við virkjunina er ekki hægt að sjá annan undirbúning en skálabyggingar þær, sem myndin sýnir. Munu þær ætlaðar til þess að hýsa verkafólk, er vinnan við nývirkjunina hefst. (Ljósm. G. Þ.). Aðalfundiir Samvinnubyggingarfélags Eyjaf jarðar Félagið fær votheystumamót í vor félagsmenn. Jafnframt er lagt fjTTrr derldarstjórana, að leita eff- ir hver vilji sé fyrir því áð hækka árstillagið svo að rekstursfé vérði fyrir hendi til verkfærakaupa. Samþykkt í einu hljóði. 3. Þá samþykkti fundurinn í einu hljóði gjörðir formanns fé- lagsins um kaup á votheysturna- mótum, er hann hafði gjört fyrir félagsins hönd í samráði við for- stjóra KEA, Jakob Frímannsson, á sl. vori. Munu mótin væntan- lega komin hingað i apríl næstk. 4. Einnig samþykkti fundurinn eftirfarandi með lófataki: Aðalfundur Samvinnubygg- ingarfélags Eyjafjarðar þakkar eftirlitsmanni félagsins, bygg- ingameistara Snorra Guðmunds- syni, fyrir störf hans á undan- förnum árum, sem hafa verið unnin með ágætum, svo og Stef- áni Halldórssyni múrarameistara er einnig hefir haft leiðbeiningar- Síðastliðinn fimmtudag, þann 15. þ. m., var haldinn aðalftmd- ur Samvinnubyggingarféiags' Eyjafjarðar hér á Akureyri. Fundinn sátu fulltrúar frá flestum deildunum á félags- svæðinu svo og stjórn þess og endursboðendur. Fundarstjóri var Ketill Guð- jónsson bóndi á Finnastöðum. Fjárhagur félagsins var sæmi- lega góður eftii' _ ástæðum og starfseminni sl. ár var hag.að mjög á svipaðan hátt og verið liefir undanfarið. Helztu ályktanir fundarins voru: 1. Um eftirlitsstarfsemi félags- ins næsta ár. Með lögum nr. 26 frá 1. april 1948, um breytingu á lögum nr. 108 frá 1945, um byggingarsam- þykktir fyrir sveitir og þorp,' sem ekki eru löggiltir verzlunar- staðir, er svo ákveðið, að bygg- inggarfulltrúarnir, sem sýslu- nefndir ráða samkvæmt lögum þessum, verði aðeins sjö að tötu á öllu landinu. Nær því starfs- svið þeirra hvers um sig yfir fleiri sýslur. Fundurinn lítur svo á, eftir reynslu undanfarinna ára, að starfssvið fulltrúanna sé með lagabreytingu þessari alltof stórt, til þess að þeir geti fylgst með byggingastarfseminni og geti því ekki gefið bændum sem eru að byggja, nauðsynlegar ráðlegg- ingar, svo sem gert hefir verið hjá Samvinnubyggingarfélagi Eyfjafjarðar. Skorar fundurinn því á sýslu- nefnd E.yjafjarðarsýslu að beita sér fyrir því, að byggingarsam- þykkt verði gerð aðeins fyrir Eyjafjarðarsýslu, eins og lögin heimila, svo og Ólafsfjörð, Sval- barðsstrandar- og Grýtubakka- hreppa, komi fram um það óskir og náist um það samkomulag. Samþykkt í einu hljóði. 2. Fundurinn samþykkir að fela fulltrúum félagsins, að kynna félagsskapinn rækilega heima í hreppunum og fá bænd- ur er utan við standa til að gerast 13 þúsund kindum slátrað í Húsavík í haust Frá fréttaritara blaðsins. Hinn 19. september sl. hófst slátrun sauðfjár lijá Kaupfélagi Þingeyinga Ilúsavík og var lokið 7. þ. m. Slátrað var alls tæpum 13 þúsund fjár. Reyndist fé hér í meðallagi og vel það. Meðalvigt aílra dilkskrokka sem inn voru lagðir rcyndist vera 14,89 kg. f fyrrahaust var með,alvigt 16,04 kg., en þá fylgdi nýrnamör skrokkunum, en í haust ekki. raunar það hér alltaf um 1 kg. Hæsta meðalvigt hjá einstaklingi var hjá Eiði Arngrímssyni bónda á Þóroddsstað í Kinn, lagði hann inn 14 lambhrúta og var meðal- vigt þeirra 18,68 kg.-Páll Guð- mundsson bóndi í Engidal í Bráð- ardal lagði inn 70 dilka og var meðalþungi þeirra 18,26 kg. — Þyngsta dilkskrokkinn átti A'uð- ur ísleifsdóttir Kálfaströnd í Mývatnssveit, 26 kg. Frá Skriðulandi í Aðaldæla- hreppi komu tveir vænir tví- lembingar, sem gengið höfðu undir sömu ánni í sumar, var skrokkþungi þeirra til samans 42 kg. Eigandi þeirra var Árni Kr. Jakobsson bóndi þar. Mikill hluti af því fé, sem slátr- að er hjá Kauþíélagi Þingeyinga, er nú flutt á bíliim. Fyrstu árin eftir að þessir flutningar hófust bar mikið á mari í kjötinu, svo mikið að til vandréeða horfði. En nú hefir þetla tekið miklum breytingum til batnaðar, eru góðar horfur með það, að innan fárra ára keyri bílstjórar á fé- lagssvæði K. Þ. svo vel fjárbílum sínum að aldrei sjáist marblettur á kjöti. störf á hendi síðastliðin 2 ár. Á fundinum ríkti samhugur og óskiptur áhugi alha fundar- manna fyrir eflingu félagsstarf- seminnar. Vefnaðarvörubúð árið 1948 Þessa inynd tók Guðni Þórðarson blaðamaður á dögunum í vefn- aðarvörudeild KEA og sýnir hún betur en langar greinar, vefnaðar- vöruskortinn í þessari stærstu vefnaðarvöruverzlun bæjarins. — llillurnar eru tómar. í stað vefnaðarvörupakka prýða blómavasar hillurnar! Sömu sögu má raunar segja úr öðrum vefnaðai-vöruverzl- unum og þó einkanlega úr vefnaðavvörudeildum kaupfélaganna. Kaupfélögin fá ekki aukna hlutdeild í vefnaðarvöruinnflutningnum þrátt fyrir stórmikla f jölguu félagsmanna á síðari árum. Verzluninni er haldið rígbundinni með kvótaskrpnuiági nefna- og ríkisvalds. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.