Dagur - 23.02.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 23.02.1949, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 23. febrúar 1949 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Atgreiðsla auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pátursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími lfiG ltlaðic kemur út á hverjum miðvikudegi Áreaneurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí FRENTVERK ODl>» BJORNSSONAR H.F. - Ólikir valdhafar NÚ SKÖMMU eftir áramótin tilkynnti mat- vælaráðherra Breta þingheimi þau tíðindi, að stjórnin hefði ákveðið að auka innflutningskvóta brezku kaupfélaganna um allt að 7% á nokkrum matvælategundum. Ennfremur upplýstist við um- ræður í þinginu, að fleiri breytingar hefðu verið gerðar á kvótaúthlutunum ríkisvaldsins og hefði hlutur kaupfélaganna og fyrirtækja þeirra verið aukinn allverulega og færður til samræmis við hlutdeild þeirra í heildarverzlun landsins. T. d. var sykurskammtur þeirra til kökugerðar aukinn úr 11% í 22%% með hliðsjón af því, að þau seldu á árinu 1948 20—25% af þeim sykri, sem fluttur var til landsins eða unninn heima. Þessar upplýsingar úr brézka þinginu sýna, að það þykir réttlátt og sanngjarnt þar í landi, að hluttaka almennings í kaupfélagsverzluninni sé sá mælikvarði, sem kvótaskipulag ríkisvaldsins verður að hlýta. Það þykir ekki frambærilegt í brezkum stjórnmálum, að einkareksturinn haldi fyrirstríðskvótum sínum af innfiutningnum með boði ríkisvaldsins. Hann heldur honum því aðeins að fólkið í landinu haldi áfram að trúa honum fyrir verzlun sinni. Þegar augljóst er orðið, að almenningur leitar í vaxandi mæli til kaupfélaganna til þess að fá nauðsynjar sínar, þykir skylt að taka tillit til þess við útdeil- ingu innflutningsleyfa og auka kvóta kaupfélag- anna í samræmi við hina auknu verzlun. ÞETTA FORDÆMI Breta er í fyllsta máta at- hyglisvert fyrir íslendinga. Hér er innflutnings- verzlunin enn í viðjum fyrirstríðskvótanna að því bezt verður vitað, því að þrátt íyrir ítrekaðar áskoranir og ítrekuð loforð valdhafanna, hefir það skipulag, sem hér er haft á skiptingu innflutníngs- ins ekki fengist kunngert opinberlega. Þó er aug- ljóst af reynslunni, að öllu er haldið sem mest óbreyttu ár frá ári, kröfum samvinnumanna um aukinn kvóta í ýmsum vöruflokkum, er ekki sinnt og það prédikað fyrir landslýðnum, að þessar kröfur — byggðar á sömu forsendum og kröfur brezku samvinnumannanna — séu hið mesta óréttlæti og þjóðfélaginu háski búinn ef þeim yrði fullnægt. ÞAÐ ER ATHYGLISVERT í þessu sambandi, að það er jafnaðarmannastjórn í Bretlandi, sem þannig réttir hlut brezku samvinnuhreyfinngar- innar, á sama tíma og viðskiptamálaráðherra jafn- aðarmanna hér og aðrir valdamenn flokksins um verzlun og viðskipti, standa með málsvörum einkahagsmunanna gegn auknu réttlæti í skipan innflutningsverzlunarinnar, sbr. samfylkingu í Fjárhagsráði og ríkisstjórn á sl. ári til þess að halda núverandi verzlunarfyrirkomulagi sem mest óbreyttu. í Bretlandi gagnrýndu þingmenn íhalds- flokksins fyrrgreindar ráðstafanir ríkisstjórnar- innar ,en þingmenn VerkamannaflokksinsogSam- vinnuflokksins stóðu saman um lagfæringarnar. Kröfur samvinnumanna hér og í Bretlandi eru í eðli sínu hinar sömu. En mennirnir í valdastól- unum hér og þar eru næsta ólíkir. Það gerir gæfu- muninn fyrir brezkan almenning. FOKDREIFAR Erum við að dragast aftur úr? FYRIR STRÍÐIÐ var Akureyri upprennandi iðnaðarbær í þjóð- félaginu. Þá var talið, að hag- kvæmt væri að reka iðnað hér. Bærinn lá vel við samgöngum, hér var ódýrara að lifa en víða annars staðar og rekstur hag- kvæmari. Ýms blómleg iðnfyrir- tæki risu þá á legg. Er þessari þróun hér lokið? Erum við að dragast aftur úr í iðnaðinum? Eg lagði þessar spurningar fyrir mætan borgara, sem er mjög kunnugur þróuninni í iðnaðar- málum bæjarfélagsins og horfun- um nú. Hann sagði ástandið nú vera hörmulegt á marga lund. Fyrirtæki, sem góðan vélakost hefðu til nytsamlegrar fram- leiðslu, .ynnu ekki með hálfum krafti lengur. Þessu veldur tvennt: vinnuaflsskortur og hið dæmalausa „eftirlit" ríkisvalds- ins. SÍÐAN FYRIR styrjöldina hef- ir margt breytzt til hins verra í iðnaðarmálum bæjarins. Það er búið að snúa taflinu við, þannig, að það er nú orðið dýrara að lifa úti á landi en í Reykjavík. Því veldur einkum siglinga- og inn- flutningsfyrirkomulagið. Lands- menn verða nú að kaupa flestar vörur sínar úr pakkhúsum Reykjavíkur. Greiða fragt og annan kostnað við flutninginn út á hafnirnar. Afleiðingin er sú, að varan er dýrari hingað komin en í Reykjavík. Innflutningurinn er að mestu í höndum reykvískra fyrirtækja og æ erfiðlegar gengur fyrir fyrirtæki úti á landi að fá áheym hjá ríkisnefndunum, sem leyfisveitingunum ráða. Allt þetta fargan — svo og lakari samgöng- ur á sjó en fyrir stríð — hafa tor- veldað aðstöðu iðnfyrirtækja hér og hamlað því að þróunin hafi haldið áfram í sama dúr og fyrr. Og svo er það e. t. v. erfiðasta vandamálið: Fólkseklan. Það er vafalaust, að ekkert samræmi hefir verið í innflutningi véla og framleiðslutækja á ýmsum svið- um og vinnuaflsins, sem til er í landinu á hverjum tíma. Enda nýtast ekki tækin til fulls. Mjög víða skortir fólk til starfa, ekki aðeins í landbúnaði og sjávarút- vegi, heldur einnig í iðnaðinum, sums staðar mjög tilfinnanlega. Þetta er vandamál, sem þarf að leysa, hver svo sem úrræðin verða. FYRIR AKUREYRI er ástand- ið verzlunar- og innflutningsmál- um ákaflega varhugavert. Ef rík- isvaldipu tekst með ráðstöfunum sínum að skapa það ástand, að miklum mun hagkvæmara og lík- legra til árangurs sé að stofna iðnfyrirtæki og annan atvinnu- rekstur í Reykjavík en úti á landi — og það ástand er nú að skapast — þarf ekki að spyrja um eftirleikinn. Þá dregst iðnaðurinn hér saman, nýjum fyrirtækjum verður trauðla komið upp hér. Hinnar dauðu handar ríkisrekstr- arins og nefndanna er þegar farið að gæta mjög verulega í atvinnu- málum bæjarins. Þessi hönd gref- ur undan undirstöðum heilbrigðs og vaxandi athafnalífs, lokkar fólkið burtu til Reykjavíkur og annarra staða, sem betri aðstöðu og betri kjör bjóða. ÞESSI ÓHEILLAÞRÓUN hefir verið að ágerast síðustu árin, einkum með vaxandi „eftirlit“ ríkisins á öllum sviðum. Það er sorglegt tímanna tákn, að ekki skuli hafa verið meiri alvara í stjórnarsáttmálanum en það, að enginn mun hafa orðið þess var, að reynt væri að efna það samn- ingsatriði, að ríkið skyldi taka fullt tillit til annarra landshluta við staðsetningu stórfyrirtækja á vegum þess. Reynslan virðist ætla að verða þveröfug við þessi fyrir- heit. Helzt er svo að sjá, sem ríkið ætli beinlínis að auka enn gífur- lega fjárfestinguna í Reykjavík og nágrenni hennar, á sama tíma og ráðstafanir þess draga mátt úr athafnalífi annarra landshluta. Þegar þannig er markvisst unnið af þeim, sem völdin hafa, er naumast að furða þótt einhvers staðar sjáist merkin. Sorglegast er e. t. v., að fulltrúar þeir, sem kjördæmin úti á landi senda fyrir sig á Alþingi, skuli vera svo upp- teknir í flokkaþvargi og smámál- um, að þeir reyna ekki einu sinni að spyrna við fótum. Skyldu landsmenn senda þá alla á þing aftur? Furðulegir verzlunarhættir. RÍKISVALDIÐ rekur marg- háttaða verzlun og hefir einka- sölu í sumum greinum, svo sem tóbakseinkasölu og áfengisverzl- un. Höfuðstöðvar þessara einka- sala er í Reykjavík. Af þessu virðast sumar þeirra draga þá furðulegu ályktun, að þeim beri að selja varning sinn öðru verði til Reykvíkinga en annrra lands- manna. Tóbakseinkasalan t. d. selur tóbaksvörur öðru verði til Reykvíkinga en annarra lands- mnana. Sígarettupakkinn kostar þar 10—15 aurum minna en hér. Þetta ríkisfyrirtæki lætur okkur borga kostnaðinn við flutning vörunnar hingað í stað þess að jafna verðinu og selja þegnunum vörur sínar sáma verði á öllu landinu. Þessir verzlunarhættir eru ósvífnir og óþolandi. Ríkis- einkasala á að gera öllum þegn- um þjóðfélagsins jafnhátt undir höfði. Þótt heimkynni ríkisfyrir- tækis sé í Reykjavík réttlætir það engan veginn það sjónarmið, að aðrir landsmenn verði að greiða sérstakan skatt til þess að fá einkasöluvöruna flutta til ann- arra verzlunarstaða. Þetta ástand hefir viðgengist í mörg ár og ættu landsmenn ekki að þola það leng- ur. Fáist einkasölur ríkisins ekki til þess að, gera öllum þegnum þjóðfélagsins jafn hátt undir höfði, verður Alþingi að fyrir- skipa þeim það. Það er skylda þingmanna utan af landi, að sjá til þess að þetta óþolandi misrétti verði tafarlaust leiðrétt. Ógætilegur akstur. Brekkubúi skrifar: „MÉR ÓGNAR að sjá hversu sumir bifreiðastjórar aka ógæti- lega nú í hálkunni niður Hamar- stíginn hér uppi á Brekkunni. Gatan er í allmikilli brekku og hefir nú um sinn verið eitt svell á köflum. Margt barna er jafnan að leik þar og í næsta umhverfi. — Gæti farið svo, að þeir, sem hrað- ast aka þar niður, yrðu of seinir að stöðva bifreið sína ef á þyrfti að halda. Þessum mönnum liggur sjaldnast það á, að þeir geti ekki vel viðhaft ítrustu varfærni á svo varasömum stað. Um leið og eg beini tilmælum um varfærni til bifreiðastjóra, vil eg bera upp þá spurningu fyrir bæjarverkfræðingi, hvenær hann telji tíma til kominn að gera götu þessa sæmilega úr garði, þ. e. hlaða hana upp og ganga frá henni. Virðist mér það verk hafa dregist helzt til lengi.“ Ný smokingföt, á meðalmann, til sölu í Odclagötu 1. Eru samkvæmisföt nauðsyn í skólunum? Kona hér í bæ skrifar: „Ég hef einu sinni áður skrifað yður nokkrar lín- ur varðandi barnaskólann, nú langar mig til að minnast á eitt atriði viðvikjandi framhaldsskólum bæjarins. Það mun nú vera orðin venja hér, að unglingarn- ir mæti í samkvæmisklæðnaði á stærri hátíðum skóla sinna. Drengirnir geta mætt í dökkum föt- um en stúlkurnar verða að mæta í síðum sam- kvæmiskjólum. Mér finnst þessar skemrritanir gætu verið hátíðlegar þó 14—17 ára unglingsstúlkur væru ekki neyddar til að kaupa kjól fyrir mörg hundruð krónur, sem svo er ekki nothæfur til annars. Annað er svo athugandi í þessu sambandi. Á heimilum þar sem mörgum börnum þarf að hjálpa til framhaldsnáms, er svona aukakostnaður ókleyf- ur, og mega þá sumar þessara ungu stúlkna, (sem ekki hafa efni á að kaupa síðan kjól) sitja lieima, og er það sannarlega ósanngjarnt fyrir svona tildur. Að endingu þakka ég kvennadálkinum mörg orð í tíma töluð.“ —x— r Osmekkleg útvarpsræða Benedikt Gröndal blaðamaður flutti erindi til íslenzkra hlustenda erlendis s. 1. sunnudag. f erindi þessu gerði hann sig sekan um framúrskarandi ó- smekklegan málflutning, svo að ekki sé meira sagt. Erindi þessi eru að jafnaði nokkur konar spjall um daginn og veginn, drepið er á það, sem gerzt hefur í þjóðlífinu að undanfÖrnu, og ræðumenn leggja nokkuð til frá eigin brjósti til útskýringar fréttunum. í þessu sambandi gat ræðumaður um mæunveikisfaraldurinn, sem hér hefir geysað, og sagði að veikin væri í daglegu tali nefnd „hengil- mænusótt“. Afþessumunduhlustendurerlendishafa átt að ráða það, að einungis hengilmænur og aum- ingjar legðust í veiki þessari, að hún væri nánast hystería í mannfólkinu en ekki alverlegur sjúkdóm- ur. Slíkur málflutningur á þessumvettvangieraum- legur og andstyggilegur. Mætti upplýsa mann þennan um þau sannindi, að á erlendu sjúkrahúsi liggja nú 7 sjúklingar héðan að heiman, og skýrslur lækna þar sýna, að ekki mun um neinn aumingja- skap að ræða hjá því fólki, heldur alvarlegan sjúk- dóm, svo alvarlegan, að óvíst er að allir þeir sjúkl- ingar fái heilsu og þrótt aftur. Þá hefir veikin orðið til þess að leysa upp heimili hér í þessum bæ, víða liggur fólk enn þungt haldið og hefir legið mánuð- um saman. Svo mætti lengi telja. Erfiðleikar og hörmungar af völdum mænuveikinnar eru yfrið nægir. Vera má að einhverjum útvarpssnökkurum þyki það sæmilegt að hæðast að þeim, en almenn- ingur mun telja slíka boðbera eiga lítið erindi í út- varpssali. ----o--- Konurnar í Reykjavík ræða við skömmtunarstjóra. Kvenréttindafélag íslands beitti sér fyrir almenn- um kvennafundi í Reykjavík nú mu helgina. Þar ræddu konurnar um vandamál heimilanna, ástand- ið í verzlunarmálunum, skömmtunina o. fl. Ein- dregnar áskoranir voru samþykktar í þessum mál- um og eru þessar helztar: Konurnar víttu þær ráð- stafanir Alþingis í dýrtíðarlögunum síðustu, að leggja aukaskatt á rafmagnstæki til neimilanna. Þær kröfðust meiri vefnaðarvöruinnflutnings og af- nám skaffiskömmtunarinnar. Konurnar ítrekuðu fyrri samþykktir um óréttmæti þess að engin kona skyldi vera í nefndum þeim og ráðum, sem stjórna Innflutnings- og skömmtunarmálum. Þá mótmæltu þær innflutningi bíla á sama tíma og mikil lskortur nauðsynjavöru er í landinu. Skömmtunarstjórinn og einn meðlimur Fjárhagsráðs mættu á fundinum og munu hafa fengið varmar móttökur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.