Dagur - 23.02.1949, Page 8
8
DAGUR
Miðvikudaginn 16. febrúar 1949
Deilaii um frjálsa gjaldeyrinn:
Dönsk verkfræðinga-
Nýr eldvarnafatnaðttr fyrir slökkviliðsmenn
Ríkisstjórnin svarar ekki
tilmælum útgerðarmannð hér
Var samkomulagið við íitvegsmenn í íiaust
eingöngu miðað við Faxaflóa?
Eins og frá var greint í síðasta
blaði fóru útvegsmenn hér fram
á það í sl. viku, að þeir fengju til
ráðstöfunar gjaldeyri þann, sem
fengist við útflutning afurða, cr
unnar væru úr smásíldinni, sem
veiðzt hefir hér að undanförnu.
Var málaleitan þessi byggð á
samkomulagsgrundvelli þeim,
sem útvegsmenn og ríkisstjórnin
gerðu sl. haust, er við sjálft lá að
vélbátaflotinn stöðvaðist, en þar
var m. a. gert ráð fyrir því, að út-
vegsmenn fái til frj-álsrar ráðstöf-
unar gjaldeyri þann, sem smá-
síldarafli kann að gefa. Þegar
rætt var um það hér, að síldar-
verksmiðjurnar tækju að bræða
síldina og greiða 30 kr. fyrir mál-
ið, töldu útvegsmenn það verð of
lágt nerna þeir fengju að njóta
þeirra hlunninda, sem gert var
ráð fyrir í fyrrnefndum sam-
komulagsgrundvelli. Þótt bátar
hér hafi lagt síldina upp til
vinnslu í verksmiðjunum, er allt
óráðið um framhald veiðanna
meðan ekki fæst lausn á þessu
máli .
Samkvæmt fregnum, sem blað-
ið hafði frá áreiðanlegum heim-
ildurn í gær, voru taldar horfur á
því, að ríkisstjórnin mundi ekki
vilja veita samþykki sitt við
málaleitan útvegsmanna hér, en
formleg svör höfðu þá engin bor-
izt eftir meii'a en vikutöf í
Reykjavík. Mun þessi afgreiðsla
ríkisvaldsins vekja furðu hér,
hvort tveggja, seinlætið að svara
og þar með stuðningur við áfram-
haldandi nýtingu síldarinnar, og
tregðan við að láta ákvæði sam-
komulagsins í haust ná til allra
landshluta. Ef sú vei'ður reyndin
á, að máialeitaninni verður neit-
að, og síldveiðin hér hættir, enda
þótt gert sé ráð fyrir að síldin
gangi aftur í Pollinn með vaxandi
straum nú undir vikulokin, mun
það ekki þykja óeðlilegt, að ætl-
ast sé til þess, næst þegar ríkis-
valdið semur við vélbátaeigendur
á líkum grundvelli og er var í
haust, að því væri bætt í samn-
inginn í sérstöku appendixi, að
hlunnindi þau, sem útgerðinni
Krossaiiessverksmiðjan
fær 500 þúsund kr. lán
Á fundi bæjarráðs 17. þ. m. var
skýrt frá því, að Krossanessverk-
smiðjan óskaði heimildar til að
taka 500 þúsund kr. lán til
greiðslu á lausaskuldum verk-
smiðjunnar, þar með talin 200
þús. kr. skuld við þæinn. Bæjar-
ráð heimilaði verksmiðjustjórn-
inni lántökuna.
eru ætluð, ættu aðeins að ná til
útvegsmanna í Reykjavík og í
öðrum verstöðum við Faxaflóa,
en ekki til annarra landshluta,
enda skipti það litlu íriáli, hvort
reynt væri að hagnýta gæði nátt-
úrunnar þar eða ekki.
Málgagn brezku stjómarinnar,
„Daily Herald“, skýrir frá því nú
nýlega, .að tékkneskir þegnar
verði nú að afhenda útvarpstæki
sín, rétt eins og þeir þurftu að
gera meðan landið var hersetið af
nazistuin. Fréttaritari blaðsins í
Vínarborg skýrir frá því, að mjög
róttækar ráðstafanir standi nú
yfir í Prag til þess að koma á al-
gerri andlegri myrkvun í landinu
og slíta síðustu þræðina, sem
liggja til hins frjálsa lieims í
vestri, en þessir þræðir voru
einkum möguleikar til þess að
hlýða á erlent útvarp.
Síðan kommúnistar hrifsuðu
völdin í Tékkóslóvakíu, hafa blöð
lýðræðisþjóðanna ekki fengist í
landinu og landsmönnum er nán-
ast bannað að hafa nokkurt sam-
neyti við útlendinga. T. d. þora
tékkneskir borgarar naumast
lengur að sækja samkvæmi er-
lendra sendiherra í Prag vegna
þess að þeir eiga á hættu að verða
handteknir á eftir og sakaðir um
að veita erlendum ríkjum upp-
lýsingar, eins og það er kallað á
máli kommúnista. Starfsmenn er-
lendra sendiráða eru að jafnaði
Stjórnarkjör í Verka-
mamiafélaginu hér
S. 1. sunnudag var haldinn að-
alfundur Verkamannafélags Ak-
uréyrar og kosin stjórn og trún-
aðarráð félagsins. Litlar breyt-
ingar urðu í kosningum þessum.
Stjórn félagsins skipa nú: Björn
Jónsson, form., Stefán Aðalsteins
son, ritari, Höskuldur Egilsson,
gjaldk., Stefán Árnason og Svav-
ar Jóhannesson meðstjórnendur.
Stjói'narkjör fór einnig fram hjá
Verkamannafélagi Glæsibæjar-
hrepps nú um helgina. Var öll
stjórnin endurkjörin svo og trún-
aðarmannaráð félagsins.
firmu fá teikningar og
lýsingar fyrirhugaðrar
Laxárvirkjunar
Raforkumálastjóri ríkisins hefir
nú sent dönskum verkfi’æðinga-
firmum lýsingar, teikningar, út-
boð o. fl. plögg vegna fyrirhug-
aðrar virkjunar bæjarins við
Laxá. Munu hin dönsku firmu
ætla að gera tilboð í verkið. Þá
hefir og Köbenhavns Handels-
bank fengið ýmsar upplýsingai-
um Laxárvirkjunina og mun það
standa í sambandi við umleitanir
um lán til mannvirkisins.
undir eftirliti ríkislögreglunnar
og þeim er meinað, eftir því sem
unnt ei', að umgangast fólk utan
skrifstofa sinna, eins og tíðkast í
Moskvu.
Samkvæmt frásögn Daily Her-
ald hefir innanríkisráðherra
landsins tilkynnt, að öll útvarps-
viðtæki í einkaeign verði gerð
upptæk af ríkinu, sem muni af-
henda eigendunum hátalara í
staðinn til þess að þeir geti hlýtt
á tilkynningar og tilskipanir rík-
isstjórnarinnar. Blaðið bendir á,
að nazistar hafi ekki gengið svona
langt á hernámsárunum. í til-
kynningu innanríkisráðherrans
er sagt „að þjóðinni beri að fylgja
fordæmi Sovétríkjanna í þessu
efni, því að það sé í beztu sam-
ræmi við hugsjónir sannlýðræð-
islegrai' þjóðar.“
í Sovétríkjunum eru ekki aðrar
fréttir birtar en þær, sem ritskoð-
un Politburau leyfa. Aðrar fréttir
má fólkið ekki heyra né sjá.
Aðalfundiir Miðstjórn-
ar Framsóknar-
flokksins
Miðstjórn Framsóknarflokksins
situr urn þessar mundir á fundi í
Reykjavík. Var fundur settur sl.
mánudag. Flutti form. flokksins,
Hermann Jónasson, ræðu um
stjórnmálaástandið og að því
loknu fóru fram umræður. Flest-
ir miðstjórnarmenn eru mættir
til fundar. Búist er við að fund-
urinn standi í nokkra daga.
Maður fótbrotnar
í gær síðdegis varð það slys í
grjótnámi bæjarins, að Bergþór
Baldvinsson verkamaður fót-
brotnaði er steinn valt á hann.
Var hann fluttur í sjúkrahúsið.
Álgjör andleg myrkvun
í Tékkóslövakíu
— segir málgagn brezku ríkisstjórnarinnar
r
Utvarpstæki landsmanna gerð upptæk
Aero Medical rannsóknarstofnunin í Bandaríkjunum vinnur m. a.
því að rannsaka eldvarnamátt ýmissa efna, scm hæf eru í fatnað
slökkviliðsmanna. Sérstaklega hefir verið unnið að því að finna efni,
sem dugar við björgunarstarf úr brennandi fluguvélaflökum. Mynd-
in hér sýnir svokallaðan „Bunkin“-fatnað, sem bezt hefir dugað. Er
hann unnin úr alúminíum og þykir mikil framför frá fyrri fatnaði
til notkunar við hættuleg slökkvistörí, sérstaklega á fiugvöllum.
Krossanesverksmiðjan hefur tekið
á mófi 1550 málum stldar
Lítil veiði síðustu dagana
í sl. viku lögðu veiðiskipin, sem
í tundað hafa síldveiði hér á Poli'-
inuni að undanförnu, um 1550
mál síldar upp í Krossanessverk-
smiðjuna.
Var það afli nokkurra daga.
Síðan hafa nokkur hundruð tunn-
ur verið frystar til beitu, en afli
hefir verið tregur síðustu dagana,
t. d. fékkst lítið sem ekkert sl.
mánudag. Sjómenn telja að veiðin
muni glæðast aftur með vaxandi
straum nú í þessari viku og fram
yfir helgina, en um þessar mund-
ir ei' lágstreymt. Enn mun nokk-
ur markaðui' fyrir beitusíld og
halda frystihúsin áfram að veita
síld móttöku. Vegna stöðugra og
langvinnra ógæfta sunnanlands,
er beitunotkunin mun minni en
venja er á þessum árstíma. Alls
hafa verið frystar hér á sjötta
þúsund tunnur síidar.
Skólastjórar íram-
haldsskólanna kér
kaílaðir til
Reykjavíkur
í gær kallaði Menntamálaráðu-
neytið þá Þórarinn Bjömsson
skólameistara og Þorstein M.
Jónsson skólastjóra suður, til við-
ræðna um skólamálin hér vegna
framkomins frumvarps um gágn-
fræðadeild .M. A. Munu þsir
j fljúga suður hið fyrsta.
700 manns tóku mænii-
veikina samkv. skýrslu
heilbrigðisnefndar
Eins og áður er skýrt frá hér í
blaðinu, lét heilbrigðisnefnd bæj-
arins safna skýrslum í vetur um
útbréiðslu mænuveikinnar og
ástæður á heimilum. Samkvæmt
skýrslunni, sem send hefir verið
bæjarráði, eru sjúkdómstilfellin
700. Eigi töldu nema 4 heimili sig
þurfa á erlendri húshjálp að
halda. Þar sem þörfin virðist ekki
bi'ýnni en þessar fölur gefa til
kynna, ákvað bæjarráð, að bær-
inn hefði ekki frekari afskipti af
málinu að sinni.
Hinir nýju höklar
Akureyrarkirkjii
iiotaðir í fvsta sirni
s. I. smmudag
Síðastliðinn sunnudag var guðs-
þjónusta í Akureyrarkirkju í
fyrsta sinn síðan samkomubann
vegna mænuveiki var sett
snemrna í vetur. Við guðsþjón-
ustuna voru notaðir í fyrsta sinn
höklar þeir, er kirkjunni hafa ný-
lega borizt að gjöf, frá próf. Guð-
brandi Jónssyni í Reykjavík og
fi'á Klæðaverksmiðjunni Gefjun.
Eru þeii' báðir hinir ágætustu
gripir. Nokkur skilyrði fylgja
gjöf próf. Guðbrandar og mun
blaðið flytja gjafabréf hans í
næstu viku.