Dagur - 02.03.1949, Blaðsíða 2

Dagur - 02.03.1949, Blaðsíða 2
2 DAGUB Miðvikudaginn 2. marz 1949 Áburðarverksmiðjumálið ■Fýrir nokkrum árum boðuðu kommúnistar þá stefnu, að land- búnaðurinn ætti að lúta stjórn frá kaupstöðunum. Kringum þá átti að rækta landið, og skyldi landbúnaðurinn aðeins vera hjá- leigubúskapur atvinnuveganna þar, en fjarlægari staði ætti að leggja í auðn. Eftir að vinátta tókst með kommúnistum og íhaldinu, lét: Sjálfstæðisflokkurinn kommún- ista móta stefnuna í landbúnað- armálunum. Á tímabili .utanþingsstjórnar- innar bar hún fram frumvarp um stofnun áburðarverksmiðju, er framleiða skyldi köfnunarefn- isáburð eftir þörfum landbúnað- arins í sveitum landsins. Með þessu var stefnt að aukinni alls- herjar ræktun í landinu. Um þessar mundir fluttu Fram- sóknarmenn frumvarp að nýjum jarðræktarlögum, er stefndi að því, að bændur yrðu sérstaklega studdir til þess að koma öllum heyskap sínum í nýtízku horf á næstu 10 árum, svo að hann yrði þá allur tekinn á ræktuðu vél- tæku landi. í samræmi við þessa stefnu Framsóknarmanna voru þeir fylgjandi frumvarpi stjórnarinnar um áburðarverksmiðju. Þeim var það ljóst, að stofnun hennar styddi mjög að því, að framan- greindu ræktunarmarki yrði náð. Hinir flokkarnir sameinuðust allir gegn breytingunni á jarð- ræktarlögunum og vísuðu henni frá samkvæmt tillögu fulltrúa sinna í landbúnaðarnefnd með þeim rökstuðningi, að „bráða- birgðaákvæði þau, sem nú eru í jarðræktarlögunum, eru að svo komnu máli nægileg 10 ára áætl- un.“ Þessi bráðabirgðaákvæði, sem nægðu stórhug hinna þriggja ný- sköpunarflokka, voru þess efnis, að þúfnasléttun í túni skyldi styrkt nokkru meira en áður. Ekki fékk áburðarverksmiðju- málið betri útreið. Fyrst þótti Sjálfstæðismönnum það ganga hneyksli næst, að gert var ráð fyrir að verksmiðjan kynni að verða reist utan Reykjavíkur. í öðru lagi urðu forkólfar Sjálf- stæðisflokksins lostnir skelfingu út af því, að framleiðsla verk- smiðjunnar kynni að sprengja þjóðina í loft upp! Kommúnistar hjálpuðu síðan sálufélögum sínum í Sjálfstæðis- flokknum til þess að kistuleggja málið. Svo liðu nýsköpunartímar Ol- afs Thors og kommúnista. Þá átti þjóðin miklar innstæður og nóg fé fyrir hendi. En ekki hreyfði nýsköpunarstjórnin né flokkar hennar við áburðarverksmiðju- málinu. Það er ekki fyrr en ný- sköpunarstjórnin hefir hrökklast frá völdum og nýr landbúnaðar- ráðherra úr Framsóknarflokkn- um er kominn til sögunnar, að málið er á ný vakið til lífsins. Ráðherrann lætur undirbúa og leggja fram frumvarp um áburð- ar verksmiðju, sem á að tryggja landsmönnum nógan köfnunar- efnisáburð á hverju sem kann að velta með utanríkisviðskipti. Á þenna' hátt vinnst m. a. stór- felldur gjaldeyrissparnaður. Nú munu taldar horfur á, að mál þetta sigli hi’aðbyri gegnum þingið. Jafnvel kommúnistar, sem áður svæfðu málið og lágu á því allan þann tíma, er þeir sátu í stjórn, eru nú óánægðir yfir því, að ekki skuli byggð mörgum sinnum stærri verksmiðja en ráðgert er. Þeir vilja láta reisa reglulegt risafyrirtæki, sem birgt geti allan heiminn að áburði! Þessi stórhugur kommúnista kemur fyrst fram, þegar þeir eru komnir úr stjórn og búnir að eyða öllum gjaldeyrissjóðum upp í mold .Jafnframt lýsa þeir yfir því, að íslendingar megi ekki taka gjaldeyrislán erlendis og allra sízt Marshall-lán. En hvar á þá að taka féð? Því geta kommúnist- ar ekki svarað. Opið bréf til Björns Kristjáns- sonar kommónista 1 Hiisavík Eg þakka þér fyrir bréfið, sem eg fékk frá þér í „Verkamannin- um“. En þó skömm sé frá að segja, skil eg það ekki. Eg hefi fengið mörg bréf um æfina, en ekkert þeirra hefi eg lagt svo frá mér, að mér hafi ekki verið vel ljóst innihaldið. Það fyrsta sem kom í hug minn eftir að hafa les- ið bréfið, var það, að undir þetta hefði Björn Kristjánsson lánað nafn sitt, svo ólíkt fannst mér það þér. En ef svo hefir verið, þá hefir vegur þinn lítið vaxið við það hér í Húsavík a. m. k. Þegar mér var sagt frá því að þú ætlaðir að skrifa grein, sem ætti að vera svar við grein minni í ,.Degi“, sem út kom laus teftii áramótin, hlakkaði eg satt að segja til þess að lesa hana. Eg hafðí ofurlitla ástæðu til að ímynda mér að þú værir ekki sá ólíklegasti af kommúnistum hér til að ræða með fullri hreinskilni og án undanbragða þann alvarlega at- burð, sem þú og þínir trúbræður voru valdir að hér í Húsavík i haust, og sem grein min fjallar um. Eg hafði haft af þér þau kynni, að eg gat hugsað mér, ef þú fengir að hugsa sjálfstætt og án áhrifa írá þér verri mönnum, þá mundir þú vilja ræða með skilningi og dreng- skap þann hrottaskap og þá óverj- andi framkomu ykkar í garð sak- lausra verkamanna hér i Húsavik, og jafnvel játa sök þina. Ástæðan fyrir því, að eg hugsaði svona, er byggð á margra ára kynnum við þig, og þó eg hafi oft fundið til þess hve næmur þú ert fyrir vél- ráðum óvandra manna og oft sam- þykkur þér verr hugsandi og heimskari mönnum, þá hefir mér þó alltaf fundist eg sjá það mikla mannkosti leynast hjá þér, að aldrei kæmi til mála að þú yrðir dæmdur úr neinum leik, vegna þess að þú vildir ekki læra og temja þér almennar leikreglur. En við lestur bréfsins sé eg að mér hefir eitthvað skjátlast, þvi að þar örlar ekki á mannkostum né mann- dómi. Þess vegna skildi eg ekki bréfið. Eg skil ekki, hvaða innlegg þú telur það fyrir þig að skrifa persónulýsingu á mér, og hana miður vingjarnlega, í stað þess að rölcræða þetta alvarlega mál. Eg skil ekki þann hugsunarhátt hjá manni í þinum sporum núna,' sem ekki kýs heldur að þegja, en samþykkja á þennan hátt, sem þú gerir, alla söguna mína sanna og rétta. Það er háttur litilla manna að ráðast á andstæðing sinn með per sónulegu níði þegar rökin þrjóta, að vísu er ekki hægt að segja að rökin hafi þrotið hjá þér,því að þau voru aldrei nein. Með þessu og fleiru hefir þú lýst yfir því, að þú vilt ekki temja þér almennar leikreglur og hefir dæmt sjálfan þig úr leik. Þetta er ef til vill skiljanlegt, en ekki er það mannlegt. Þú hefir vitað það fyrir fram að eg mundi aldrei fást til þess að ræða á opinberum vettvangi um mína eigin persónu og þá iýsingu, sem þú gefur á henni, þetta er rétt og þess vegna hefir þú ekki þorað að fara aðra leið að mér. Enda varla von. Þú segir í bréfinu, að aldrei hafi verkamönnum komið það til hug- ar, að hafa mig fyrir fulltrúaefni sitt í félagsmálabaráítunni. Því er til að svara af minni hálfu, að eg hefi aldrei stolið helgasta réttin- um af neinum manni mér til fram- dráttar. Hverjir gerðu það hér í Húsavík í haust? Líklega ekki þú, Björn? Það getur verið hættulegt að kasta grjóti og búa sjálfur í glerhúsi. I öðru lagi segir þú i bréfinu, að eg hafi látið ljós mitt skina í „Degi“. Gerðir þú þér það nokkuð ljóst, yfir hvað það var, sem þetta ljós kastaði birtu sinni? Eg er hræddur um að það hafi farið fram hjá þér. Ljós þetta lýsti inn í það einræðis- og ofbeldismyrkur, sem kommúnistar allra landa eru nú, með ógeðslegum áróðri, að reyna að fjötra allar frjáisar þjóðir í. Ljós þetta brá birtu yfir menn þá, sem virðast vinna eftir fyrirfram gerðri áætlun frá erlendu stórveldi. I þriðja lagi segir þú í bréfi þínu, að eg hafi ekki vit á því að gera greinarmun á eiginhandarundir- skrift og prentuðu nafni. Kom ekki einhver inn til þin, þér verri og heimskari maður, sem plantaði þessu blómi í sálarakur þinn? Um „skömmina og heiður- inn“ tala eg við þig á öðrum vett- vangi. Eg heyri sagt, að m_ rglr séu á mælendaskrá, margir kommúnistar ætli að svara grein minni. Ef þau svör verða i sama tón og þitt svar — ef svar skyldi kalla — þá ætla eg að safna ósómanum saman og senda hann heim til föð'urhúsanna við tækifæri. Að síðustu vildi eg segja þetta. (Framhald á 7. síðu). | Akureyrarbær. Laxárvirkjan. TILKYNNING Hinn 23. febrúar 1949 framkvæmdi notarius publicus ! í Akureyrarkaupstað liinn árlega útdrátt á skuldabréf- I um bæjarsjóðs Akttreyrar fyrir 6% láni til raforkuveitu I frá Laxárvirkjun, teknu 1939. j Þessi bréf voru dregin tit: ! Litra A: Nr. 10 - 30 - 48 - 105 - 125 - 141 - 148. ! Lilra B: Nr. 15 — 20 — 29 — 48 — 115 - 130 - 136 - | 156. j Litra C: Nr. 10 - 34 - 52 - 67 - 69 - 100 - 130 - 138 - 147 - 149 - 182 - 196 - 203 - 215 - j 216- 230 - 248 - 276 - 307 - 336 - 360 - | 406 - 436 - 454 - 456 - 472 - 491 - 499 - { 523 - 576 - 579 - 596 - 614 - 627 - 655 - j 656 - .657 - 685 - 686 - 696. Í Skuldabréf þessi ver.ða greidd á skrifstofu bæjargjald- i kerans á Akureyri þann 1. jttlí 1949. ásamt hálfum vöxt- j um fyrir yfirstandancli ár. i Bæjarstjórinn á Akureyri, 23. febr. 1949. I Þorsteinn Stefánsson i — settur. — I Akureyrardeildar K. E. A. i sem féll niður 23. febrúar s. 1., verður hald- l i inn í Samkomuhúsi bæjarins föstudaginn 4. \ \ marz n. k. og hefst kl. 8.30 síðdegis. | Deildarstjórnin. i h.MMIMIIMIIMIMIMMIIIMIIIMMIIIIMMMMIIMIIIMMIIIIMIMIIIMIIIMIIIIIIMIIMIIIMMMIMIIIIMIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIMIIIMIIM ÁRSHÁTÍÐ Vramsóknarfélaganna á Aknreyri i verður Italdin að Hótel KEA laugardaginn 5. marz n.k. \ i og hefst kl. 8 e. h. — Þar fer fram: Ræðuhöld, söngur, i Í gamanþáttur og dans. Hljómsveit spilar lyrir dansinum. \ | Framsóknarmenn! Fjölmennið á árshátíðina og takið i Í með ykkur gesti. \ 1 STJÓRNIR FÉLAGANNA. { Í . vanar karlmannafata- eða kápusaum, geta fengið i atvinuu á saumastofu vorri nú þegar. Konur, sem vildu sauma jakka eða buxur í | heimahúsum, ættu að tala við okkur sem fyrst. i Nánari upplýsingar hjá Ólaji Danielssyni, klæð- i Í skerameistara, eða Arnpóri Þorstcinssyni, síma i { 305. | j SaumastofaGefjunar I | Húsi K. E. A., III. hæð. í r ‘ = .................................................................................................................. Saoma- og bókbandsiiámskeið HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGS NORÐURLANDS i hefjast að nýju 11. marz næstk. — Þeir, sem ekki lcomust að á i i síðustu námsskciðum sitja nú fyrir, gefi þeir sig fram í tíma. i Í Sími 488 eðs 2G. { -■ f IIIMIIIIII1111111111111 MllllltIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMlnM4l 1111111 llllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIHItlltlM^flA. IflflflMflflttCflfl? IIIMMIIIIIMMIMIIIIIIIMIIIMMIMMIIMMIIMIIIMMMIIIIIIMIIMIIIMIIIMIUIIIIIIMIIIMIMIMIMIMIMIIIUIIIIIIMIIMIIIUIIIIIIUIIIIIMMMMIMIIIIIHMIIMIMIIMI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.