Dagur - 02.03.1949, Qupperneq 4
4
DAGUR
Miðvikudaginn 2. marz 1949
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Atgreiö'sla auglýsingar, innheimta:
Mar/nó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 16G
lllaðic kemur út á hverjum miðvikudegi
Ársangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí
PRENTVERK ODi>» BJORNSSONÁR H.F.
4**++si
Hinn mikii .;al|>ýðiiskóli“
Á EINUM STAÐ í nýútkomnu safni ritgerða,
segir Stephan G. Stephansson svo, er hann ræðir
um viðhorf sín til stjórnmála og fylgi sitt við
stjórnmálaflokka á lífsleiðinni: „Lýræðið.h .. er
eins konar alþýðuskóli mannanna að búa í saman
sem sanngjarnast og hagfelldast. Gerir auðvitað
glappaskot, og þau kannske grimmileg, en getur
ekki slengt skuldinni af sér yfir á „æðri völd“.
Verður sjálft að duga eða drepast á eigin ábyrgð.“
— Stephan fylgdi ýmsum stjórnmálaflokkur að
málum á ævinni, lét það ráða hversu trúir þeir
reyndust hugsjónum sínurn. Hann var aldrei „góð-
ur flokksmaður“ eins og það er kallað hér heima
og ýmsum þykir vegsauki að. Hann var gagnrýn-
inn og glöggur og batt sig ekki við flokkinn eða
persónurnar heldur málefnin. Hann var ábyrgur
nemandi í hinum mikla „alþýðuskóla“ alla ævi og
neytti réttar síns sem borgari til þess að leggja þar
lóð á vogarskálina, sem hann taldi réttast og bezt.
Þannig hafa fleri stórir menn staðið i' ístaðinu. Þar
sem þessi hugsunarháttur er útbreiddur, eins og'
t. d. í Bretlandi, stendui- lýðræðið fostúm fötúm.
Þar eru miklar kröfur gerðar til þeirra, sem velj-
ast til forustu í opinberum málum. Þeir verða
naumast langlífir í stjómmálunum, sem fá
snemma blett á skjöldinn sinn. Þá kemur til þroski
nemendanna í ,,alþýðuskólanum“ ' — hinir
óbreyttu kjósendur og borgarar — og fellir þá á
næsta prófi eða í næstu kosningum.
SKILGREINING Klettafjallaskáldsins á lýð-
ræðinu er umhugsunarefni fyrir landa hans. Það
er nokkur tízka hér í landi að tala með lítilsvirð-
ingu um stjórnmál, segja pólitík svo óhreina og
rustalega, að enginn sleppi úr þeim leik ókalinn á
hjarta. En stjórnmál eru í eðli sínu göfug. Þau
verða þá fyrst lítilsigld og lág í lýðræðisþjóðfélagi,
er þegnarnir hafa fallið á prófi hins mikla alþýðu-
skóla og látið flokksheiti og persónur yfirskyggja
hugsjónir og takmörk. Þá er því gleymt, að lýð-
ræðið „verður sjálft að duga eða drepast á eigin
ábyrgð“, þegnarnir geta ekki til langframa slengt
skuldinni af sér á „æðri völd“. Þar sem nemend-
urnir í „alþýðuskólanum" eru þroskaðir, taki þeir
af skarið við næsta próf — kosningai' — og tefla
þeim fram, sem þeim þykja líklegastir til þess að
stýra rétt. Slíkt mat er aldrei nema mannlegt, og
getur hæglega reynst rangt ,en það er aðalsmerki
lýðræðisins, að geta þannig sífellt leitað að því,
sem bezt er, og skákað þeim til hliðar, sem hafa
fyrirgert þeim trúnaði, er þeim var sýndur.
ÞAÐ ER ÆRIÐ umhugsunarefni fyrir lýðræðis-
sinna í þessu landi, að svo virðist komið hér, að
almennar þingkosningar virðast ólíklegar til þess
að breyta svo til nokkru um æðstu stjórn landsins.
Þótt óánægjan með stjórnarfarið sé almenn og út-
breidd — og hafi lengi verið— gera menn almennt
ekki ráð fyrir því, að þau „grimmilegu glappa-
skot“, sem orðið hafa í íslenzkum stjórnmálum
síðustu árin, hafi nokkur veruleg áhrif til breyt-
inga. á styrkleikahlutföllum flokkanna og foringj-
anna. Sumir kveða svo fast að orði, að þótt fjöl-
menni í landinu telji núverandi Alþingi ófært til
þess að stýra málum landsins svo að vel fari, sé
þess engin von að þetta sama fjölmenni vilji gera
alvöru úr því að breyta til. Þegar á hólminn kem-
ur, séu allii' fastráðnir á sín skip
og haldi tryggð við flokkinn og
þingmanninn, hvað svo sem á
undan er gengið. Því miður er allt
of mikill sannleikur í þessu.
Ábyrgðin á ástandinu í landinu er
ekki öll hjá „æðri völdum“, þótt
ýmsum þyki gott að skjóta sér
undan henni. Hún er líka hjá
kjósendunum. Það er vafalaust,
að margt hefði fai'ið betur úr
hendi í íslenzkum stjórnmálum
síðari tíma, ef stjórnmálamenn-
irnir hefðu óttast ábyrgan og
þroskaðan dóm nemendanna í
„alþýðuskólanum", sem Stephan
G. talar um. Slíka aðhalds-til-
finningu skortir áreiðanlega víða
í opinberu lífi á íslandi. Hún þarf
að vaxa til þess að lýðræðið hér
dugi, en drepist ekki, til þess að
það verði sannara og styi'kara en
verið hefir. Þannig verður bezt
unnið að hvort tveggja, að auka
baráttuþrek borgaranna til þess
að viðhalda og efla frelsi og lýð-
ræði, og uppræta átumein ein-
ræðis- og ofbeldisafla í landinu.
FOKDREIFAR
Um þreytta menn og óþreytta
Utvarpshlustandi skrifar blað-
inu:
„ÞAÐ GERÐIST merkilegur
hlutur í útvarpinu á sunnudags-
kvöldið. Tókuð þið eftir því? Það
var fluttur barnatími, sem var
sniðinn eftir þörfum og áhuga-
málum barnanna, en ekki eftir
þöi'fum vissra útvarpsstarfs-
manna fyrir notalegt bein. Kann-
ske merkir þetta það, að útvarps-
stjórnin ætli nú að fara að hugsa
meira um hlustendurna og skyld-
ur sína við þá, en minna um fjöl-
skyldusjónarmiðin og kunnings-
skapinn. En kannske er þetta allt
of mikil bjartsýni; bjartsýni er þó
huggun og-hughreysting í amstri
og erfiði, og vissulega hefur út-
varþsdagskráin verið eitt amstur
og erfiðiiyrir ajlt sæmilega hugs-
andi fólk — sem gerir nokkrar
kröfur til skemmti- og fróðleiks-
efnis — á þessum vetri.
JÆJA, HVAÐ SEM því líður.
Bamatíminn á sunnudaginn var
fyrsti raunverulegi barnatíminn
sem heyrzt hefur í útvarpinu í
vetur. Þetta mátti vel merkja með
því að athuga viðbrögð yngstu
hlustendanna. Nú sátu börnin og
hlustuðu og skemmtu sér, enda
var efnið miðað við það og við
barnssálir. Ég vona að ég heyri
aldrei oftar barnatíma, sem byrja
svona: „Komið þið nú sæl, böm-
in góð. Nú ætlum við að byrja
þennan tíma með því að hlusta
á eitt harmónikkulag.1 Og svo
Gellin og Borgström-trafari af
verstu tegund. Og svo: „Jæjá,
börnin góð, nú ætlar hann NN
að lesa fyrir ykkur sögu.“ Og þar
næst löng saga, lesin af einhverj-
um heiðursmanni, sem augsýni-
lega kann engin skil á því, hvað
kallast getur hæfilegt lesefni fyr-
ir börn í stuttum útvarpstíma.
Enda eru þau horfin út í buskann
áður en þessi tilkynning kemur:
— „Jæja, börnin góð, við þökkum
honum NN kærlega fyrir söguna.
Og nú ætlum við að hlusta á eitt
harmonikulag“. Og svo trafari, og
síðan endurtekur sagan sig unz
þessum dagskrárlið er lokið, enda
munu þau þá jafnan hafa verið
orðin næsta fá, börnin, sem
hlýddu á kveðjuorð ráðsmanns-
ins.
BARNATÍMARNIIÍ að undan-
förnu hafa verið eitt samfellt
sýnishorn af því, hvernig ekki á
að hafa útvarpsbarnatima og á-
minning um það, af hversu lítilli
alvöru og umhugsun þessi dag-
skrárliður — þýðingarmikill eins
og hann á að vera — hefur verið
planlagður af dagskrárstjórninni
— ef hægt er að nefna plan í því
sambandi. Ég get hugsað mér að
það „plan“ hafi verið þannig:
Dagskrárstjórnin við ráðsmann-
inn: „Þú ert ráðinn fyrir kr . . ?
til þess að sjá um barnatímann í
vetur. Gerir það eins og bezt þú
getur. Punktum ■— finale.“ Ráðs-
maður: Takk! — Reynslan af tím-
um þessum gefur ekki tilefni til
þess að hugsa sér þetta samtal
lengra.
En á sunnudaginn var þarna
breyting á orðin. V i n n a hafði
sýnilega og auðheyrilega verið
lögð í þann tíma, vinna, sem var
miðuð við böm, og þeirra áhuga-
mál og þeirra skilning. Á frk.
Hildur Kalman, sem þarna var að
verki, þakkir skildar fyrir góða
frammistöðu, bæði um efnisval
og flutning og fyrir hressilega til-
breytingu á útvarpinu.
KANNSKE MERKIR þessi ó-
vænta lífsvenjubreyting í útvarp-
inu það, að fullorðnir hlustendur
megi líka eiga von á minni fjöl-
skyldutrakteringum og meiri
rækt við sómasamlega dagskrá.
Þar sem er líf, þar er von. Og
hlutleysisviðbrögð útvarpsráðs
virðast gefa til kynna að lífsmark
sé með stofnuninni eftir 1000
fundi. Mikið hefui' gerzt á þeim
fundum nú upp á síðkastið, varð
mér að orði er ég heyrði stór-
fréttina um fundahöldin á dögun-
um, Tilefni var raunar til þess,
að veita þeirri pólitísku stofnun
lausn í náð, en fela hlustendun-
um sjálfum — fólkinu í landinu
— æðstu stjórn útvarpsins. Ef sú
sjálfsagða lífsvenjubreyting feng-
ist fram á Alþingi, er óvíst að
menn yrðu endurkjörnir í em-
bætti — svo sem annars er venja
í þessu landi — og þá mætti e. t.
v. eiga von á fleiri hressilegum
endurbótum á borð við barna-
tímann á sunnudaginn var; þ. e.,
við fengjum að heyra óþreytta
menn, en þeir þreyttu fengju
maklega hvíld.“
Hræddir að birta sannleikann.
„Lýðræðissinni“ skrifar.
„VERKAMANNSBLAÐIÐ síð-
asta skýrði frá hvaða menn séu
nú í stjórn og starfsliði V. A. En
sem hans var von og vísa, sneri
hann öllu við, því að hann var
hræddur við að viðurkenna að
kommar hafi ekki þorað annað en
að semja af sér meirihlutann í
(Framhald á 7. síðu).
Þurfa íslenzkar stúlkur að ganga
berfættar í kuldanum?
Húsfreyja skrifar blaðinu:
„ÞAÐ HEFIR VERIÐ kvartað yfir mörgu í blöð-
unum undanfarið í sambandi við vöruvöntun og
vöruskömmtun, en þó hafa verið einna háværastar
raddir um sokkaleysið, og hafa blaðamenn þar
gengið í lið með konunum, og lýst því átakanlega, að
konur þyrftu að ganga berfættar með bólgna fætur
af kulda á götum Reykjavíkur o. s. frv. Engir hafa
bent á neitt til úrbóta í þessari neyð, nema meiri
innflutning sokka, sem hefir knúð fram nýju sokka-
miðana, hvort sem fæst nú út á þá, sem þörf krefur.
Einhver benti líka á að sokkarnir þyrftu að vera
vænni og hlýrri, sem fluttir yrðu inn — minna af
silkisokkum en hefði verið — og er það mjög rétt-
mæt krafa.
Engir hafa minnst á að ísletnzkir sokkar væru til
— eða gætu verið hjálp í neyðinni. — Þó eru ekki
margir áratugir síðan mikill hluti af þjóðinni gekk
í íslenzkum ullarfötum yzt og innst — og enn er til
nokkuð af fólki, sem klæðist ennþá, — því betur, —
ullarfötum og sokkum. — Já, til eru lconur, sem
ganga í íslenzkum sokkum, nema í sumarhitanum,
einkum í sveitum — því skyldu þá ekki konur geta
gengið í þvílíku í neyð, hvar sem er á landinu? —
Það er gott að ganga í þunnum, útlendum sokkum
þegar heitast er að sumrinu, en það hefir gengið
alltof langt hversu stúlkur hafa eytt geysimiklum
peningum í silkisokka og skjóllausan klæðnað og
spillt með því heilsu sinni, en íslenzku ullarfötin
smáð, bæði til sjávar og sveita, af konum og
körlum.
---o----
MARGAR KONUR HAFA kvartað við mig um
kláða á fótunum — þegar þær kæmu í íslenzku
sokkana, og væru þeim óvanar. — Og er það sann-
leikur, ef ekki er ullgott í sokkunum. En betri er
kláðafirringur en kal á fótum, meðan verið er að
venjast sokkaskiptum. Eg býst síður við að konur
hafi almennt reynt fína þelsokka. Þeir eru mikið
mýkri en úr lakari ull. Eg hefi séð og reynt íslenzka
þelsokka, úr tvinnuðu bandi — svo fallega að lit og
lögun — að engin íslenzk stúlka þarf að skammast
sín fyrir að ganga í þeim í kulda, jafnvel ekki í
Austurstræti í Reykjavík.
---o----
EINHVER MUN SPYRJA: Fást keyptir íslenzk-
ir kvensokkar?
Já, þeir mundu fást ef einhverjir vildu kaupa þá.
— Þeir mundu verða prjónaðir á prjónastofum og í
prjónavélum til sveita. Og að verka ullina í þá
mundi líka framkvæmanlegt, ef sú vinna væri
sæmilega borguð. í sveitum eru enn nokkrar kon-
ur, sem vinna að tóvinnu í tómstundum, og fram-
leiða til sölu helzt grófa leista og grófar peysur —
annað er lítt seljanlegt en það handprjónaða — svo
að prjónavélar eru sums staðar lítið notaðar á
seinni árum, allra sízt fyrir það, sem seljanlegt er.
„Neyðin kennir naktri konu að spinna,“ segir
gamall málsháttur. Og meðan nóg ull er til í land-
inu þurfa ekki íslenzkar stúlkur að ganga berfættar
í kuldanum.“
---o----
Aukinn vefnaðarvöruinnflutningur.
1 síðasta þætti var lauslega greint frá kvenna-
fundi í Reykjavík, um innflutnings- og skömmtun-
armál. Á fundinum mætti Jón Ivarsson, einn af
Fjárhagsráðsmönnum. Skýrði hann fundinum frá
því, að á þessu ári mundi vefnaðarvöruinnflutning-
urinn verða aukinn um 70% miðað við árið 1948.
Nokkuð af hinum nýju vefnaðarvörum mun nú um
það bil að koma í verzlanir og mun það bæta úr
mjög brýnni þörf.