Dagur - 02.03.1949, Page 5
Miðvikudaginn 2. marz 1949
DAGUR
5
ÍÞRÓTTIR OG ÚTILlF
Frá Knattspyrnusamb. islands
Samkvæmt till. K. S. í. hefir í.
S. í. samþykkt, að landsmót í
knattspyrnu 1949 fari fram sem
hér segir:
1. Knattspyrnumót íslands í
meistaraflokki fari fram í Rvík
2.—20. júní.
2. Landsmót 1. flokks fari fram
í Rvík 28. júlí til 13. ágúst.
3. Landsmót 2. flokks fari fram
á Akranesi og í Rvík 15. ágúst til
2. september. Fyrirkomulag verði
þannig að leikir Akranesinga og
úrslitaleikir fari fram á Akranesi,
en aðrir leikir í Rvík.
4. Landsmót í 3. flokki fari fram
í Hafnarfirði og Rvík 26. júlí til
13. ágúst, með sams konar fyrir-
komulagi og ákveðið var um 2.
flokk.
Knattspyrnuráð Akureyrar
reynir vonandi að útvega ein-
hvern knattspyrnuþjálfara til
Akureyraifélaganna fyrir vorið.
Þar fengi góður þjálfari nóg að
gera um tíma.
—o—
Handknattleiksmót Islands
fyrir konur, á að verða í Vest-
mannaeyjum þetta árið, sennilega
á höfuðhátíð þeirra eyjarskeggja,
í byrjun ágúst. — Akureyrar-
stúlkurnar eru farnar að æfa af
kappi eftir „bannfríið1', en hvort
þær eru með Vestmannaeyjar
bak við eyrað, vitum við ekki!
—o---
Ný bók
hefir borizt íþróttaþættinum.
Nefnist hún Sund og er aðalhöf-
undur hennar Jón Pálsson yfir-
sundkennari í Rvík.
Bókin er helguð minningu Jón-
asar Hallgrímssonar skálds, sem
telst brautryðjandi í útgáfu
kennslubóka í sundi.
í formála bókarinnar, sem
skrifaður er af Þorsteini Einars-
syni íþróttafulltrúa, er gerð grein
fyrir tildrögum að samningu og
útgáfu þessa rits og í öðru lagi
hvað þar er fyrir tekið sérstak-
lega. Þar segir m. a.: „Þau atriði
sundíþróttarinnar, sem tekin
eru til meðferðar í bókinni, eru
sniðin eftir þeim kröfum, sem
gerðar eru í reglugerð um til-
skilda sundhæfni skólanemenda,
en ekki farið inn á svið, sem miða
að sundþjálfun eða sundæfingum
til þátttöku í sundkeppni.“
Bókin hefir þó inni að halda
mjög ýtarlega og skýra greinar-
gerð um aðferðir og æfingar við
sundnám og sundkennslu, leggur
mikilsverða áherzlu á það sem
krefjast verður til þess að geta
fyllilega notið sín í vatninu, auð-
veldlega bjargað sér og öðrum —
við allar venjulegar aðstæður. —
Kennarar geta fengið þar ómet-
anlegar leiðbeiningar, og áhuga-
samir nemendur í sundi gætu af
sjálfsdáðum haft mikið gagn af
bókinni. Tilsögnin þar er ljós og
ákveðin og góðar myndir fylgja til
fyllri skýringar. Kafli fylgir og
eftir Jón Oddgeir Jónsson um
lífgun úr dauðadái.
Bókin, Sund, er gefin út af til-
hlutun fræðslumálastjórnar, en
útgefandi er Jens Guðbjörnsson.
Hún er prentuð á góðan pappír og
frágangur er að mörgu leyti
ágætur sem vel er — og verðugt
slíkri minningu.
—o—
íþrótta- og „sport“sýning
í Stokkhólmi.
í sumar — júlímánuði — á að
opna einstæða sýningu í Stokk-
hólmi — heimssýningu, þá fyrstu
í sinni röð. Þar á — með fjöl-
breytni og mikilli hugkvæmni —
að sýna sem flest er viðkemur
íþróttum og „sþorti“ í hinum
ýmsu löndum og þróun þeirra
mála, bæði íþrótta og íþrótta-
tækja, um aldirnar. Þátttaka hef-
ir verið boðin öllum löndum að
sögn, og mörg þeirra tekið boð-
inu. SýriSngin er því talin verða
alþjóðleg í fyllsta máta og til
hennar stefnt af miklum áhuga
víðs vegar frá. Áhugamenn um
þessi mál eiga þarna að fá ein-
stakt tækifæri til kynningar og
fróðleiks. — Framleiðendur
íþróttatækja og „sport“vara
leggja fram allt sitt bezta. Þjóðir
leitast við að kynna sýna aðstöðu
og laða aðra til nánari samskipta
og heimsókna.
Sýningunni er ætlað stórt
svæði í dásamlegu umhverfi við
Löginn í Stokkhólmi.---------
Þar væri sannarlega gaman að
koma — og sjálfsagt fyrir þá að
FRÁ BÓKAMARKAÐINUM
Gísli Konráðson: Ævisaga
Sigurðar Breiðfjörð skálds.
Jóh. Gunnar Olafsson sá
um útgáfuna. Útgefandi:
Prentstofan ísrún h. f.
ísafjörður — 1948.
Hálf önnur öld er liðin frá fæð-
ingu breiðfirzka alþýðuskáldsins
ágæta, en ein öld og tveim árum
betur frá dauða Sigúrðar í ves-
aldómi í Reykjavík — mislinga-
dauðanum, sem hugarflug ís-
lenzkrar alþýðu og samkennd
með ljóðljúflingi sínum breytti
fljótlega í hungurdauða — þegar
þessi ævisaga hans kemur fyrst
á prent. Er hún prentuð eftir
handriti í Landsbókasafni, Lbs.
763, 800, en áður hefir Jón Borg-
firðingur notað þetta handrit all-
ýtarlega til stuðnings, er hann
samdi ritling sinn: „Stutt ævi“
minning Sigurðar Breiðfjörðs
skálds, en sú bók kom, svo sem
kunnugt er, út í Rvík árið 1878.
Það er sannast sagna, að góður
og ágætur fengur er að þessu
kveri, þótt ekki láti það sérlega
mikið yfir sér og þess hafi raunar
verið fremui' óvíða getið, síðan
það kom út skömmu fyrir jólin
í vetur, og hefir það þannig að ó-
sekju orðið að þoka inn í skugga
annarra og ómerkari rita, sem
notið hafa öflugra fjármagns og
betri aðstöðu útgefanda til þess
að bjóða þau með meiri háreysti
og faguryrðum á sölutorgum
þjóðarinnar. Þá er það og al-
kunnugt, að sagnaþættir Gísla
sinna því, sem leið eiga þar um á
þessum tíma. Hvort um nokkra
aðra þáttttöku frá íslandi væri
að ræða, veit eg ekki.
—o—
Frá Akureyri.
Síðastl .sunnudag gaf fagurt
veður og gott færi, og í brekk-
unni ofan við Knarrarberg var
fjöldi fólks á skíðum, aðallega á
aldrinum 10—15 ára. Magnús B.
hafði lagt ágætar brautir, Vík-
ingur var mættui' meo lúðurinn
og tímaverðir voru tiltækir.
Kl. 2 hófst svigkeppni drengja,
fyrst 10—12 ára og síðan 13—15
ára. Þarna kepptu rnenn af ýms-
um stærðum á misjöfnum skíðum
og með ólíkri hæfni. Sumir veltu
sér síðustu metrana í markið en
aðrir fóru hverja sveifluna af
annarri að ofan með þeirri leikni
og prýði að hvarvetna gæti sæmt.
Keppni og óheppni voru til stað-
ar eins og ,oftar og áttu sinn þátt
í úrslitum. T. d. virtist ekki óeðli-
legt að Magnús Guðm. lenti fram-
ar í röðinni að lokum, — mjög
efnilegur skíðaðmaðu r. Fleira
mætti nefna af þessu tagi, en þarf
ekki. í heild voru hóparnir góðir
og í þeim margir, sem áreiðanlega
verða mjög góðir skíðamenn ef
þeir leggja rækt við sína
hæfileika og lifa sem íþrótta-
menn. Úrslit urðu þessi:
Yngri flokkur:
1. Eiríkur Ingvarsson, K. A., 26
sek.
2. Magnús Snorrason, Þór, 26.6
sek.
3. Hörður Steinþórsson, K. A.,
29.3 sek.
4. Ingimar Jónsson, Þór, 30.7
sek.
Eldri flokkur:
1. Baldur Ágústsson, K. A., 41.1
sek.
2. Hösk. Goði Karlsson, K. A.,
41,7 sek.
3. Sigtryggur Sigtryggsson, Þór,
45.3 sek.
4. Magnús Guðmundsson, K. A.,
46. sek.
Haukui' S. Jónsson var með
sama tíma.
Bæði Magnús og Sigtr. fengu
víti í síðari ferð — áttu áður bezta
tíina.
Keppendur voru 12 í hvorum
flokki.
Konráðssonar hins fróða eru
harla misjafnlega skemmtilegir
aflestrar — sumir þeirra jafnvel
óvenjulega þurrir og þvælulegir,
— en þessi þáttur um Breiðfjörð
er hins vegar vafalaust í fremstu
röð hinna skemmtilegustu og
læsilegustu þátta, er Gísli hefir
skráð, enda er frásögnin mjög
krydduð vísum og kvæðum Sig-
urðar og annarra, og hefir margt
af þeim kveðskap ekki verið
prentað áður. Þótt allmikið skorti
á, að ævisagan sé í öllum grein-
um sannsöguleg, — eins og raun-
ar er títt um aðra þætti Gísla —
dregur hún þó upp sanna og lif-
andi mynd af Signurði, æviferli
hans, kveðskap og dagfari öllu.
Og útgefandi kversins bætir úr
skekkjum þeim og ónákvæmni,
sem finnst í frásögninni með leið-
réttingum og viðaukum í alllöng-
r
5-KRÓNA VELTAN
Adólf Ingimarsson skorar á:
Hauk Snorrason, ritstjóra.
Örn Snorrason, kennara.
Hreiðar Jónsson, Klapparst. 3.
Ármann Helgason skorar á:
Dr. Svein Þói’ðars., M. A.-kenn.
Jóhann Þorkelsson, héraðsl.
Séra Pétur Sigurgeirsson.
Þórður Gunnarsson skorar á:
Sigrúnu Brynjólfsd., símamey.
Gunnl. Tr. Jónsson, bóksala.
Valgerði Vilhjálmsd., símam.
Jóhann Guðmundsson skorar á:
Óla P. Kristjánsson, póstmeist.
Sigrúnu Gíslad., Eyrarv. 9.
Hólmfríði Jóhannsd., Hafn. 97.
Svan Ingólfsson skorar á:
Gest Jónsson, Noi'ðuigötu.
Kristján Ólafsson, Gránuf.g. 51.
Hinrik Lárusson, Hríseyjarg. 9.
Jóhann Guðmundsson skorar á:
Ólaf Benediktsson, forstjóra.
Jóhann Egilsson, póstmann.
Finnboga Jónss., póstfulltrúa.
Adólf Ingimarsson skorar á:
Jóhann Guðmundsson, Gefjun.
Þórhall Guðlaugsson, Gefjun.
Hafliða Guðmundss., Sólbakka.
María Sigurðardóttir skorar á:
Önnu Kvaran, frú, Brekkug. 9.
Jenný Jónsdóttur, frú, Brg. 9.
Björgu Baldvinsd. kontordömu.
Gunnlaug Kristjánsd. skorar á:
Rögnu Gestsdóttur, Reyniv. 2.
Jóhann Níelsson, M. A., III. br.
Kristján Jakobsson, Eyrarv. 29.
Björg R, Sigurjónsd. skorar á:
Gunnar Jónssori, sjúkrah.gj.
Sigurlínu Kristjánsd., Ránar. 2.
Erlu Sigurjónsd-, Spítalav. 17.
Guðrúri'Sveiris skorar á:
Sigrúriu Gíslad.;, Brekkug. 47.
Marsilíu Jónsdóttur, Eyrarl-,
G.uðm. Guðlaugss., Munka. 25.
Stebbi og Hanni skora á:
Guðbjörgu Pálmad., Gránu. 5.
Signu Hallsd., Hótel Norðurl.
Önnu Hjörleifsd., Holtag. 9.
Jóhannes Björnsson skorar á:
Margrétu Jónsd.', Strand. 25.
Oddnýju Kristjánsd., Eyr.v. 29.
Önnu Eyþórsd., Brekkug. 32.
Magnús Jónsson skorar á:
Bóas Jónsson, Gránufélg. 29.
Eirík Jónsson, Ægisgötu 4.
Þórl. H. Sigfúsd., Gilsb.v. 1.
Jón Viðar Tryggvason skorar á:
Jakob Bjarnason, Bjarkast. 5.
Guðm. Magnússon, múrara.
Jakob Snorrason, múrara.
Gestur Magnússon skorar á:
Hreiðar Jónsson, Klapparst. 3.
Hannes Halldórss., Hólabr. 19.
Jón Björnsson, húsgagnasm.
■ Ef til vill verður svigkeppni
fyrir drengi aftur síðar á vetrin-
um, ef færi gefst til að æfa — og
þá reynt að ná til enn fleiri.
um kafla að bókarlokum.
Glöggt má marka það, hversu
óbortgjarn orðstír Sigurðar
Breiðfjörðs er — ekki aðeins í
minningu allrar alþýðu manna,
heldur einnig í hugum allra
helztu „fagurkera bókmennt-
anna“, — á hinni alkunnu víssu
Þorsteins skálds Erlingssonar, er
hann þykist í kvæði sínu um
Eden ganga á fund þeirra „föllnu,
sem léku ekki meira“ — látinna
góðskálda og þjóðskálda ís-
lenzkra. Hann nefnir þar ekki
önnur skáld með nafni en Jónas
Hallgrímsson og Sigurð Breið-
fjörð og segir um þann síðar-
nefnda:
„-----komdu, hver vísa var vor,
nú viljum vér borga þér óðinn;
hann léttir oss heiman og heima
hvert spor,
eg heyri hvert barn kunna ljóðin,
Arngrímur Pálsson skorar á:
Sigríði Eysteinsd., skrifst.mey.
Jóhönnu S. Tryggvad., skrif-
stofumey.
Gunnar Loftsson, Bílab. KEA.
Tryggvi Sæmundsson skorar á:
Þorstein Williams, Laxag. 2.'
Steindór Jónsson, Ráðhúst. 5.
Sæmund Jóhannss., Hót. KEA.
Páll Magnússon skorar á:
Skarphéðinn Karlss., Pylsug.
KEA.
Óskar Bernharðss., Pylsug. KEA.
Þorgn'm Kristjánss., Pylsugerð
KEA.
Sigrún Arnórsdóttir skorar á:
Gústaf Jónss., Brautarh. Glþ.
Sigríði Eysteinsd., Norðurg. 34.
Önnu Steindórsd., Norðurg. 15.
Lilla Sigurðar skorar á:
Ingibjörgu Sigurðar, Víðiv. 10.
Bebbu Sigurðar, Víðiv. 10.
Emmu Sigurðar Hamarsst. 10.
Guðný Valmundar skorar á:
Anton Kristjánss., skrifst.m.
Gísla Ólafsson, lögregluþj.
Lárus Zophóníass., H.m.str. 4.
Guðm. Mikaelsson skorar á:
Garðar Loftsson, KEA.
Mikael Jóh.ss., Eyrarl.v. 20.
Jóhannes ónass., Eyrarl.v. 20.
Tryggvi Georgsson skorar á:
Ingi V. Jónsson, Norðurg. 54.
Guðmund Georgss., Ránarg. 6.
Rafn Hjaltalín, Grundarg. 8.
Guðm. Jónsson skoi'ar á:
Jón Sigurjónss., Holtag. 2.
Harald Bogason, Norðurg. 36.
Finnboga PJónasson, Gránufé-
lagsgötu 19.
Kristján Kristjánsson skoi'ar á:
Jón E. Sigurðsson.
O. C. Thorarensen, lyfsala.
Sig. O. Björnsson, prentsm.stj.
Sveinfríður Kristjánsd. skorar á:
Hönnu Tómasd., Hólabr. 19.
Guðbj. Tómasd., Grænug. 4.
Guttorm Berg, „Þvotti“.
Gréta, Dúfa, Anna skora á:
Óskar Ingimarss., Aðalstr.
Sigurð Jónssori, Hafnarstr. 47.
Jóhannes Björnss., Norðurg. 36.
Axel Kvaran skorar á:
Ágúst Kvaran, Brekkug. 9.
Önnu E. Kvaran, Brekkug. 9.
Önnu L. Kvaran, Brekkug. 9.
Arngrímur Pálsson skorar á:
Víking Björnsson, bireiðastj.
Pál. Guðlaugss., Brekkug. 2.
Gunnar Sigurjónss., Gránuf.g.
41A.
Valdimar Haraldsson skorar á:
Skarphéðinn Karlss., Þingvalla.
Skarphéðinn Ásgeirsson, Þór-
unnarstræti 104.
Guðr. Kristjánsd., Norð.g. 36.
Magnús Bjarnason skorar á:
Sigurv. Guðmundsd., Bjarma-
stíg 11.
Magnús Jónasson, lögregluþj.
Björn Ásgeirsson, Vesturg. 9.
Gunnar Árnason skorar á:
Björgvin Árnas., Eyrarl.v. 4.
Valdimai' Tr. Pálsson.
Jónas Jónsson, kennara.
Nokkuð er enn óprentað af
áskorunum vegna þrengsla. —
Upphæðin er orðin kr. 1.460.00.
og ef að við fellum þig aftur úr
hor
í annað sinn grætur þig þjóðin.“
Góð mynd eftir teikningu séra
Helga Sigurðssonar af Breið-
fjörð skáldi er framan við kver-
ið, en það er snoturlega prentað
á góðan pappíi' og vel til útgáf-
unnar vandað í hvívetna, svo sem
vera ber, eða eins og Sigurður
sagði um sjálfan sig, í öðru sam-
bandi, í vísunni alkunnu: —
„— skilið á hann þennan heiður“.
J.Fr.