Dagur - 02.03.1949, Síða 8
DAGUR
Miðvikudaginn 2. marz 1949
Fjárhagsráð segir leyfisveitingar
til bóka- og blaðakaupa nema
1,3 millj. kr. á síðastliðnu ári
Lítið af erlendum bókum og blöðum
sást í verzlunum á árinu
Leyfisveitingar til allra bókabúSa
á Akureyri rösklega 30 þús. kr.
Blaðinu hefir borizt greinargerð fra Fjarhagsraði um leyfisveit-
ingar Viðskiptanefndar til kaupa á erlendum bókum, blöðum og
tímaritum á sl. ári. Segir ráðið þær leyfisveitingar allmiklar og miklu
meiri en ætla mátti miðað við þann bókakost, sem sést hefir í verzl-
unum. Játar ráðið og í greinargerð sinni, að það sé „gáta“ hvað orð-
ið hafi af gjaldeyrinum, því að
vörum í bóltabúðum landsins.
Gátan verður þó enn meiri,
þegar athugað er að leyfisveiting-
ar til allra bókabúða Akureyrar-
kaupstaðar — til kaupa á erlend-
um bókum, blöðum og tímaritum
— nema 31.500 krónum — af kr.
1.287.710.00 heildarleyfisveiting-
um á árinu 1948, — að því er
blaðinu var skýrt frá í gær. Eru
þessar leyfisveitingar hingað ekki
í neinu samræmi við það, sem
eðlilegt má teljast, miðað við
heildarleyfisveitingarnar samkv.
skýrslu ráðsins. Væri fróðlegt að
fá lausn á þeirri ,,gátu“, hvernig
á þessu stendur, jafnframt því
sem innflutnings- og gjaldeyris-
yfirvöldin ráða hina gátuna,
hvers vegna almenningur hefir
ekki getað keypt erlendar bækur
og blöð að neinu ráði á árinu
1948, enda þótt Fjárhagsráð skýri
svo frá í greinargerð sinni, að
innflutningur þessa varnings á
árinu hafi numið um kr.
1.210.000.00. — Virðist þetta mál
ætla að verða enn ein sönnunin
fyrir ófremdarástandinu í verzl-
unarmálunum og alvarleg áminn-
ing um að gera þar á verulegar
umbætur. Greinargerð formanns
Fjárhagsráðs fer hér á eftir.
Greinargerðin.
„Ut af þrálátum missögnum í
blöðum, tímaritum og útvarpi um
það, að erlendar bækur, blöð og
tímarit hafi ekki fengist flutt til
landsins ó nýliðnu ári, 1948, eða
jafnvel að innflutningur á erlend-
um bókum sé'bannaður á íslandi,
Árshátíð
F ramsóknarmanna
á laugardags-
kvöldið
Framsóknarfélag Akureyrar
heldui' árshátð sína næstk. laug-
ardagskvöld, að Hótel KEA, sbr.
auglýsingu í blaðinu í dag. Fé-
lagsmenn eru áminntir um að
b'yggja sér aðgöngumiða í tíma.
„mjög lítið“ hafi sést af þessum
vil eg upplýsa eftirfarandi, sam-
kvæmt skýrslu Viðskiptanefnd-
ar.
Leyfi fyrir erlendum bókum,
blöðum og tímaritum á árinu
1948 voru:
Innflutnings- og gjald-
eyrisleyfi, ný og
framlengd 926.060.00
Innflutningsleyfi án
gjaldeyris 361.650.00
Eða samtals innflutn-
ingsleyfi á árinu 1.287.710.00
Nú í ársbyrjun komu til fram-
lengingar kr. 73.203.00 og verða
framlengingar fráleitt . meiri en
um 80.000.00 krónui'.
Hefir því innflutningur þessara
vara numið á árinu um kr.
1.210.000.00.
Langmestur hluti þessara leyfa
hefir farið til bókaverzlana, svo
og nokkurra stofnana, svo sem
Landsbókasafns, Háskólabóka-
safns o. s. frv.
Sé þetta borið saman við inn-
flutnings þessara vara fyrir stríð,
er þetta mjög ríflegur innflutn-
ingur, jafnvel þótt tekið sé tillit
til verðhækkunar á erlendum
bókum.
Því verður ekki neitað, að mjög
lítið hefii' sést af þessum vörum í
bókabúðum hér. En samkvæmt
framansögðu verður að leita ann-
arrar lausnar á þeirri gátu en þess
eins, að innflutningsyfirvöld hafi
staðið í vegi.
Helzti forustumaður
S jálf stæðisf lokksins
í Vestmannaeyjum
yfirgefur flokkinn
Einar Sigurðsson útgerðarmað-
ur í Vestmannaeyjum, ritstjóri og
útgefandi Víðis, einn af helztu
forustúmönnum Sjálfstæðisfl. í
kaupstaðnum, hefir sagt sig úr
flokknum og sagt af sér öllum
trúnaðárstörfum, er hann var í á
vegum Sjálfstæðisflokksins. —
Ástæðan til þessa klofnings í
Vestmannaeyjum, er afstaða
flokksins til Atlantshafsbandal.
Vill fagna rússneskri
innrás
Maurice Thorez, franski komm-
únstaforinginn, lét svo ummælt
í sl. vikn, að franskir kommúnist-
ar mundu taka með fögnuði á
móti rússneskri innrás í Frakk-
land. Þessi ummæli eru talin einn
liður í sókn franskra kommúnista
til þess að skapa stríðshræðslu
hjá ahnenningi, en þannig hyggj-
ast þeir helzt sporna gegn þátt-
töku Frakka í Atlantshafsbanda-
laginu. Annars efast enginn um,
að kommúnistar muni hvarvetna
taka fagnandi á móti rússneskum
innrásarherjum.
Rottueitur drepur
stórgripi í Rvík
Um miðjan febrúar veiktust
tvær gyltur á svínabúi í Reykja-
vík og drápust. Var fyrst álitið að
um svínapest væri að ræða. En
litlu síðar veiktist kálfur og
drapst, með sömu einkennum, og
var þá augljóst, að ekki gat verið
svínaveiki á ferðinni þarna. Var
málið rannsakað af rannsóknar-
stofnun ríkisins á Keldum og var
dauðaorsökin talin fosfóreitrun.
Við nánari rannsókn kom í ljós,
að fosfór þessi er sams konar og
Reykjavíkurbær hefir að undan-
förnu notað til rottueitrunar. —
Hefir verið notað svonefnt rottu-
klístur, en það er límkennt efni,
sem látið er í rottuholurnar.
Festist það við fætur rottunnar
og er hún sleikir það af fótunum,
drepst hún. 20 mgr. af eitri þessu
eru talin nægileg til þess að drepa
mann. Eftir þennan stórgripa-
dauða hefir verið hætt við að
nota eitur þetta.
14 prestaköll auglýst
laus
í nýkomnu Kirlíjublaði eru
auglýst laus til umsóknar 14
prestáköll víðs vegar á landinu.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl
n. k. Prestaköllin eru þessi: Hof-
teigsprestakall, N.-Múl., Mjóa-
fjarðarprestakall, S.-Múl., Kálfa-
fellsstaðaprestakall, A.-Skapt.,
Breiðabólsstaðaprestakall, Snæf.,
Staðarhólsþing, Dal., Staðar-
prestakall, Barð., Hrafnseyrar-
prestakall, V. ís., Staðarpresta-
kall í Aðalvík, N. ís., Ögurþinga-
prestakall, Árnespr.kail, Strand.-
og Staðarpr.kall í Steingrímsfirði.
Gjafabréf próf. Guðbrands Jónssonar
,Eins og áður er skýrt frá, scndu
þau lijónin prófessor Guðbrandur
Jónsson í Reykjavík og frú Olga
Jónsson, Akureyrarkirkju hökul :ið
gjöf mi eftir áramótin. Er gjöfin
til minningar um móður Guð-
brands, Karolínu Jónsdóttur Þor-
kelsson, og tengdamóður hans,
Olgu Elisabeth. Frú Karolína var
Eyfirðingur og uþpalin á Akureyri.
í gjafabréfi þeirra hjóna eru sett
nokkur skilyrði fvrir gjöfinni. Segir
þar svo m. a.:
„I. Ekki má selja hökulinn
frá kirkjunni né láta hann af
hendi úr eign hennar á annan
hátt. Það má og aldrei nota
hann utan Akureyrarkirkju og
aldrei lána hann öðrum kirkj-
um til afnota, og ekki heldur
til anriexíu Akureyrar í Lög-
mannshlíð. Engir mega skrýðast
höklinum nenra fastir prestar
Akureyrarkirkju; undanskildir
eru þó biskupar þjóðkirkjunn-
ar, ef [teir cru aðkomumenn á
Akureyri og messa þar.
2. Ekki má nota hökulinn
nema á eftirtöldum stórhátíðis-
dögum: jólanótt, jóladag, hvíta-
sunnudag, páskadag og upp-
stigningardag, en aldrei á öðr-
um degi þessara hátíða. Þá má
nota hann við fermingar, er
prestum kirkjunnar sýnist svo, á
sérstökum landshátíðum, cr
landsstjórn eða kirkjustjórn fyr-
irskipa, á hugsanlegum kirkjtt-
degi Akureyrarkirkju, á stóraf-
mælum kirkjunnar og -merkis
dögum, cr varð hana eða söfn-
uðinn, og er aðkomubiskupar
þjóðkirk junnar messa í kirkj-
unni. Aftur á móti er með öllu
óheimilt að nota hökulinn við
messu, sem einkafélög eða fyrir-
tæki (Good-templarafélög, ung-
mennafélög o. s. frv.) kunna að
stofna til.
3. Á höklinum má engar
breytingar gera frá því, sem nú
er, hverju nafni sem nefuast, og
skuklbindur söfnuðurinn si"g til
stöðugt að hakla honum við
og gera jafnskjótt að öllum
skemmdum, stórum sem smá-
um, cr hann kann að vcrða fyr-
ir. allt á sinn kostnað. Skulu
viðgerðir þessar vera gerðar er-
Iendis af kunnáttumönnum, unz
þeirra er völ hér á landi, sem nú
er ekki.
4. Ef hökullinn skyldi verða
svo lasinn, að ekki svari kostn-
aði að gera við hann, slfal söfn-
uðurinn jafnskjótt á sinn kostn-
að útvega kirkjunni nýjan hök-
ul, sem svipaðastan þessum að
efni öggerð, engu síðri cn hann.
Skal jafnframt reyna að nota
leyfar hins gamla hökuls til þess
að gera úr lionum einhvern
grip, er kirkjunni megi koma
að notum. Sé þess cnginn kost-
ur, skal brenna gamla hökulinn,
en aldrei má nota ltann eoa
neitt úr honum til neinna ver-
aldlegra þarfa, og ckki selj.i
neitt úr honum cða afhenda á
annan hátt.
Vonunt við að forráðamenn
kirkjunnar treysti sér til þess að
ganga að þessu, enda ntun hökull-
inn geta cnzt von úr viti mcð hag-
felldri og skynsamlegri meðferð.'
Enn segir svo í gjafabréfinu:
„Okkur væri ka:rt, ef prestar [>cir.
sem hökulinn nota. vildu í hven
sinn um leið og þcir skrýðast hon
um, hafa yfir með sjálfum sér efiir-
farandi bæn:
Eg játa trú mína á Iieilaga
þrenningu: Guð Föður, skapafa
lieimsins, Guðs son, lausnara
mannanna, og Heilagan Anda,
huggarann, og um leið og eg
skrýðist til að þjóna henni, bið
eg hana að veita mér það, að
þjónusta mín verði hcnni til
dýrðar, söfnuðinum til sálubót-
ar og sjálfum mér ekki til dórns-
áfellis.
Eg bið einnig alvaldan Guð
að veita Karolínu Jónsdóttur,
sem fram er farin af þessum
heimi, samvist við sig í eilífu n
fögnuði á himnum. — Amen.“
Enn segir svo:
„Vitum við að enginn prestur
muni kynoka sér við að hafa vlir
þessa bæn, cn látum þess jaínfrau.t
getið, að ef einhverjir prestar Aku >
eyrarkirkju, mót von, skyldu ekki
•vilja hafa hana yfir, er þeir skrýð-
ast, raskar það í engu eignarrétti
kirkjunnar á þessari flík. Vonum
við svo að Akureyrarkirkja njóti
hökulsins vel og lengi.“
Sóknarnefnd samþykkli á fundi
sínum 9. febrúar s. 1., að veita gjiif-
inni móttöku með þessum skilyrð-
um, og þakka próf. Guðbrandi og
frú hans hina veglegu gjöf.
r
Atta gjaldþrot á síðast-
liðnu ári
Samkvæmt nýkomnum Hag-
tíðindum, urðu 8 gjaldþrot hér á
landi á árinu 1948, þar af 6 í Rvík.
1 í öðrum kaupstöðum og 1 í
sveit. Næsta ár á undan var tala
gjaldþrota 15. Undanfarin ár hafa
gjaldþrot verið sem hér segir að
meðaltali: 1912—1920 5,9; 1921—
1930 20,4; 1931—1935 30,8; 1936—
1940 14,2; 1941—1945 6,2; 1944 11;
1945 3; 1946 12; 1947 15 og 1948 8.
Meðal gjaldþrota, er urðu á s. 1.
ári, voru 3 félög.
Eggert Gilfer teflir
á Skákþingi Norðlend-
inga
Skákþing Norðlendinga hefst
hér í bænum á sunnudaginn
kemui’. Reykjavíkurmeistaranum
Eggert Gilfer, hafði verið boðið
að taka þátt í mótinu, og hefur
hann þekkzt boðið. Teflir hann í
meistaraflokki hér, sem gestur.
Teflt verður í bæjarstjórnarsal.
Sumarföt og
smokiagföt..
á meðalmann, til sölu. —
Upplýsingar á
SA UMASTOFU
GEFJUNAR.
Vil kaupa vörubíl9
Chevrolet, model ’46 eða
yngri. Aðeins bíll í góðu
lagi kemur til greina.
JÓN ÓLAFSSON,
Gilsá.