Dagur


Dagur - 23.03.1949, Qupperneq 4

Dagur - 23.03.1949, Qupperneq 4
4 DAGÐR Miðvikudaginn 30. marz 1949 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla.. auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa i Hafnarstra-ti 87 — Sími 166 BlaðiC kemur tit A hverjum miðvikudegi Áreangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júli PRENTVERK ODO» RJÖRNSSONAR H.F. Mannkynssagan og kennisetningárnar ÞAÐ VORU EINSTAKLEGA skýrar röksemd- ir, sem Verkamannsritstjórinn hér hafði upp á að bjóða í blaði sínu hér á dögunum, er hann hugðist sanna það, að Atlantshafsbandalagið hlyti að vera „árásarbandalag“, þar sem óhugsanlegt væri að þjóðir þær, sem í samtökunum væru, gætu óttast nokkra ágengni frá kommúnistaríkjunum í austri. Röksemdin var sem sé þessi: Það stendur í fræð- unum, að kommúnistaríki sé aldrei árásarríki. Það er gagnstætt hinu sósíalíska skipulagi að fara í stríð. Til þess að fullkomna skýringuna, er svo vitnað til leiðtoga franskra kommúnista, sem heldur því fram, að „Sovétríkin hafi aldrei verið, og geti aldrei verið, árásaraðili gagnvart nokkru landi“. Með öðrum orðum: Atburðarás mann- kynssögunnar er hér ekkert sönnunargagn. Hin sósíalísku fræði segja, að kommúnistaríki geti ekki verið árásaraðili. Frekari röksemdir eru óþarfar. „Bókstafurinn ,blífur“, kennisetningar kommúnismans standa, hvað svo sem gerizt í um- heiminum. HUGSANDI FÓLK kynni að óska að fleiri yrðu leiddir sem vitni að þessu máli en Thorez hinn franski og aðrir fimmtuherdeildarforingjar. Hvað mun finnskur almenningur segja um þessi fræði, hvað Lettar, Litháar, Eistlendihgar, Pól- verjar? Hver er vitnisbui-ður þeirra 24 milljón manna, sem Rússar innlimuðu í þjóðasamsteyp- una rússnesku upp úr heimsstyrjöldinni? Hvað segja lýðræðissinnar í Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Ungverjalaridi, Búlgaríu, Albaníu, Júgóslafíu o. s. frv.? Það er ósköp hætt við, að þetta fólk taki meira mark á sárri reynslu en kennisetningum Moskvumanna. Það veit, að Sovétríkin hafa hvað eftir annað ráðist á minnimáttar þjóðir og kúgað þær undir sig. Allt hugsandi fólk sér og skilur, að landvinninga- og útþennslustefnan, sem Rússar hafa rekið síðan 1939, virðist enn ráða ríkjum austur þar og það er þyngra á metunum þegar rætt er um öryggi þjóðanna en það, er æstustu játendur rússneska heimatrúboðsins stinga höfð- inu í sandinn og segja: Frá kommúnistaríki staf- ar aldrei árásarhætta. Það stendur i fræðunum. Þeir, sem við andlegt frelsi búa vita, hvað er hvítt og hvað svart, og þurfa ekki vitnisburð komm- únistaleiðtoga um það, hvað hafi gerzt í Evrópu síðan 1939. Hér er ekki hægt að hagræða mann- kynssögunni að vilja neinna valdhafa eða breiða yfir atburði, sem öllu mannkyni eru enn í fersku minni. MÁLAREKSTUR KOMMÚNISTA gegn Atl- antshafsbandalaginu hefir opinberað enn betur en áður, hvers konar flokkur manna það er, sem stjórnar deild alþjóðakommúnismans hér. Engin fullyrðing er svo vitlaus og ofstækisfull, að hún sé ekki notuð, ef nokkur minnsta von er um að hún gagni hinum rússneska málstað. Dæmin um þetta gerast nú daglega. Verkamannsritstjórinn heldur að hann geti numið kafla úr mannkynnssögunni burt úr vitund fslendinga með því að vitna í það, að Thorez hinn franski segi svart vera hvítt. Þjóð- viljamennirnir hafa m. a. látið eftirfarandi frá sér fara í þessum umræðum: Ef ísland gerist aðili að Atlantshafsbandalag- inu „kann að þykja óhjákvæmilegt að senda alla vopnfæra fslendinga suður í Algier til þess að berja niður frelsishræringar blökkumanna þar....“ Ann- ars staðar er þetta fyrirheit: „Hvernig yrðum við settir, ef styrjöldinni lyki með ósigri auðvaldsríkjanna? Þeir ís- lendingar, sem nú hafa for- ustu í því að Við göngum í Aatlantshafsbandalag, yrðu dæmdir stríðsglæpamenn og endalok þeirra yrðu senni- lega litlu veglegri en við- skilnaður stórnazistanna í Nurnberg. .. .“ Þarna hallast ekki á. Annars vegar brjálæðiskenndar fullyrð- ingar, hins vegar gífurlegar hót- anir. íslenzka þjóðin mun vissu- lega ekki láta slíkan málarekst- ur villa sér sýn. Hann er til þess eins fallinn, að auka fyrirlitningu manna á hinum austrænu und- irlægjum og öllu þeirra þjóð- hættulega athæfi. Kommúnistar hér átti sig ekki á því, að rök- semdir af þessu tagi duga ekki hér í landi, þótt þær séu gjald- gengar fyrir austan tjald, þar sem ráðamennirnir leika sér að því að falsa söguna og kenna fólkinu það eitt, sem valdhöfunum kem- ur vel í það og það sinn. Líkleg- ast verður því trúað austur þar, að með inngöngu í Atlantshafsb,- lagið hafi íslendingar, Danir og Norðmenn það helzt í hyggju að berjast gegn „frelsishræringum blökkumanna í Algier“. Hér á ís- landi er slíkur fróðleikur aðeins sönnunargagn um vesaldóm og blint ofstæki nokkurra ógæfu- samra manna. Alþýða manna skilur það og veit, að vestrænu lýðræðisþjóðirnar hyggja ekki til árása á nokkra þjóð, en vilja fá að lifa í friði. Þegar vopnaðir stigamenn vaða uppi, verða þeir, sem vilja verja hús sín, að taka höndum saman. Einangrað heim- ili mundi bjóða hættunni heim. Samtök allra húsráðenda mundu bægja hættunni frá. Vafalaust skilja forustumenn alþjóða- kommúnismans, að stigamennska í alþjóðastjórnmálum verður óá- rennilegri eftir að samtök hafa verið stofnuð. Og það er raunar ekkert furðulegt við það, að þeir neyti allra ráða til að hindra samtökin. Hið eina, sem er furðulegt í málinu, er það hlut- verk, sem bandingjar Mosku- valdsins leika. FOKDREIFAR „HVAÐ SEGIR FÓLKIГ — um æskulýðshöllina í Reykjavík? Hér var verið að selja happdrætt- miða til fjáröflunar fyrir „höll- ina“. Þeir flugu út — nógir pen- ingar hér, togaragróði og happ- drættisvinningar fyrir u'tan allt hitt! Og víðar er á æskulýðshöll- ina minnzt — líka hér nyrðra, hvar „höllin11 er sjáanleg bara sem skýjaborg! — Skiljanlega er ungu fólki í Rvík áhugamál að fá upp komið þessari glæsihöll og allra óska stað. En er ekki þörfin meiri fyrir annað en þetta? Svo virðist sum- um vissulega. Eru ekki skemmtistaðir margir og fjölbreytni mikil í skemmt- analífi Rvíkur? Vantar ekki frek- ar heimili? Ekki bara þolanlegar íbúðir öllum þessum fjölda fólks, heldur heimili, þar sem unga fólkið oft vill vera, getur notið sín í hvíld, starfi og gleði. Við álítum, að Reykjavíkur- æskunni væri vinningur að því, að fá sína æskulýðshöll, en telj- um þó annað enn mikilverðara: hcimili, sem býður ró, frið og gleði við tómstundastörf, lestur og samveru með fjölskyldu og vinum. Sé mögulegt að efla þessa eiginleika heimilanna — sem flestra — mætti verja til þess þúsundum á mánuði. Æskuna vantar ekki skemmt- anir, „spenning“ og hraða, sem væri óhjákvæmilega fylgir stór- rekstri og fjöldastörfum, heldur ró í hugsun og framkomu, ró sem skapast við fámenni, reglusemi í lifnaðarháttum, við heimilisarin og jeiðir til nægjusemi og meiri; festu við nám, störf og allt dag- legt líf. — Og svo talar sumri um þegn- skylduvinnu í þessu sambandi. Það ætti að kenna fólkinu að vinna, venja það við reglusemi og lofa því svolítið að „lykta af“ aga. Þegnskylduvinnan er þjóðar- nauðsyn nú margs vegna — en það er annar kafli frekar. — En þegar æskulýðshöllin , staðsett í Reykjavík, er skoðuð frá okkar bæjardyrum — okkar, sem búum úti um „hvippinn og hvappinn" fjarri Reykjavík — getum við í aðra röndina óttast hana og sýnist vafasamt að við ættum að stuðla að því að hún komist upp. Við hljótum að vita að Reykjavík er orðin of stór fyr- ir þetta litla land og þessa fá- mennu þjóð. Reykjavík er búin að soga til sín fjölda æskufólks víðs vegar að af landinu, sjálfri sér og alþjóð til tjóns. Er ekki æskulýðshöllin enn eitt agnið, sem hlýtur að laða, toga og lokka unga fólkið til sín úr sveitum, þorpum og bæjum? Hún er greinilega vel til þess fallin að gera höfuðstaðinn enn eftirsókn- arverðari til dvalar. Okkar fjár- magn og geta ætti frekar að fara til þess að gera sveitirnar og bæi úti um landið meira aðlaðandi til aðseturs. Þjóðinni í heild mun það líka æskilegra og það er að- alatriðið. J. J. Útvaipstruflanir. Hlustandi skrifar blaðinu á þessa leið: AÐ VÍSU EIGUM við útvarps- hlustendur á Akureyri fátt gott skilið, fyrst við getum ekki sýnt af okkur þann manndóm að bind- ast samtökum og standa á verði um réttmætar kröfur okkar um sæmilega „ósvikna vöru“ og sanngjarnar umbætur á ýmsu því, sem betur þarf að fara, svo að í „nokkurn veginn lagi“ sé. — Hærra tjáir víst ekki að hugsa. — Hér veldur sennilega bæði kær- ingarleysi — þótt allir kvarti há-. stöfum um truflanir, — og svo einnig ill reynsla af því, að lítið eða ekkert sé gert af þeim aðil- um, sem hér ættu að vera að verki. — Þó er það eitt atriði þessa máls, sem eigi má þegja í hel, þar sem auðvelt ætti að vera að bæta sæmilega úr því og fyr- irhafnarlítið, svo framarlega sem Rafveitan eða eftirlitsmaður hennar, — ef nokkur er, — vildu gera sér það ómak að tilkynna (Framhald á 7. síðu). Enn um börnin og kvikmyndirnar í tilefni af hugleiðingunum um börnin og kvik- myndirnar hér í síðasta þætti, hefir umsjónarmað- ur Nýja-Bíó hér í bæ ritað blaðinu bréf og skýrt viðhorf kvikmyndahússins og starfsliðs þess. Um- sjónarmaðurinn segir svo í bréfi sínu: „Vegna greinar, sem birtist í síðasta blaði Dags, og nefnist „Börnin og kvikmyndirnar“, vil eg taka fram eftirfarandi: 1. Nýja-Bíó hefir ekki leyfi til að flytja inn kvikmyndir og verður að sýna þær myndir, sem sendar eru hingað frá Reykjavík, hvort sem góðar þykja eða ekki, og svo mun vera um flest bíó út um land. 2. Samkvæmt lögum nr. 76 frá 1933 eru allir kvikmyndir, sem fluttar eru til landsins, skoðaðar af kvikmyndaeftirliti ríkisins í Reykjavík, sem fell- ir fullnaðar úrskurð um það, hvort myndin sé hæf til sýningar fyrir börn og er tilgreint aldurstak- mark á vottorði skoðunarmanns, sem fylgir hverri mynd. Sé mynd bönnuð börnum hafa foreldrar ekki, frekar en aðrir, rétt til að fara með þau á slíka sýningu. 3. Þegar mynd er send hingað, sem er bönnuð fyrir börn, er hún aldrei sýnd fyrr en eftir kl. 9 að kvöldi og þá gert allt sem hægt er til þess að böm yngri en skoðunarvottorð myndarinnar leyfa, fari ekki inn í húsið, og munu lögregluþjónar bæjarins, sem oftast eru viðstaddir slíkar sýningar, geta vott- að, að hér er rétt skýrt frá. 4. Það er venja að hafa barnasýningar hér í bíó- inu kl. 3 á sunnudögum, og þá reynt að velja mynd við þeirra hæfi, aðgangseyrar var aðeins ein króna, en þar sem þessar sýningar virtust vera þyrnir í augum sumra bæjarbúa hefir þeim nú verið hætt og ætti þá að vera útilokað, að þetta bíó leiddi börnin afvega. 5. Það er ekki vinsælt verk að reka 14 og 16 ára unglinga út af mynd, sem þeir endilega vilja sjá, og það er áreiðanlegt að engir mundu fagna því meir en starfsmenn bíóanna, ef hætt yrði að flytja til landsins ljótar myndir, þær eru engum til gagns né gleði.“ Svo mörg eru þau orð umsjónarmannsins. Það er vitaskuld hinn mesti misskilningur, sem gefinn er í skyn í þessari athugasemd, að hér í blaðinu hafi myndaval Nýja-Bíó verið gagnrýnt sérstaklega. Ekkert slíkt var hér gefið í skyn. Blaðinu var vel kunnugt um að bíóin hér ráða ekki myndavali. Um það var sagt: „Kvikmyndahúsaeigendur í Reykja- vík ráða myndavali fyrir þjóðina." Því verður held- ur ekki í móti mælt, að síðan erfiðara fór að verða um gjaldeyrisyfirfærzlur fyrir kvikmyndaleigur, hefir myndavalinu hrakað, þ. e. kvikmyndahúsin virðast heldur vilja fá margar, ódýrar en lélegar myndir, en fáar góðar og dýrari. Það var þetta, sera blaðið taldi alvörumál og fellur ekki frá þeirri skoð- un. Um eftirlit með því, að böm sjái ekki ljótar og lélegar myndir, er það að segja, hvað sem líður „kvikmyndaeftirliti ríkisins", sem umsjónarmaður- inn nefnir, er það staðreynd, sem ljós er þeim, sem bíó sækja, að það eftirlit virðist mjög gloppótt og oft æði lítið samræmi í því, hvað leyft er og hvað bannað. Mætti nefna þess mörg dæmi. Af því leiðir, að þaulsetur barna í bíóunum — og sælgætisátið, sem þeim fylgir og bíóin virðast gera sér far um að örva — er oft á tíðum skaðlegt og líklegast mun skaðlegra en almenningur gerir sér grein fyrir nú.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.