Dagur - 30.03.1949, Page 8
8
Daguk
Miðvikudaginn 23. marz 1949
Deilan um bókainngflutninginn:
Reykvískar bókaverzlanir fengu
sjö sinnum meiri leyfi en allar
bókaverzlanir úti á landi
Gengið verður eftir því, að bækur komi út á
veitt bókakaupaleyfi
Blaðinu hefur borizt „fram-
haldsathugasemd“ um bóka- og
tímaritainnflutninginn á s. 1. ári
frá formanni Fjárhagsráðs. Er
þar greint frá- leyfis'veitingum
Viðskiptanefndar til bóksala og
annarra stofnana, en í fyrri
greinargerð hafði Fjárhagsráð
haldið því fram, að ónógum leyf-
isveitingum væri ekki um að
kenna að erlendar bækur og
tímarit eru því sem næst horfin
af bókamarkaði þjóðarinnar.
Reykjavík fékk sjö sinnum meira
en allir aðrir.
í greinargerðinni er greint frá
leyfisveitingum til 20 bókaverzl-
ana í Reykjavík, samtals 633.000
krónur á s.l. ári, en utan Reykja-
víkur fengu 17 bókaverzlanir
leyfi fyrir 97.753 krónum,
eða eklti nema um það bil 1/7
af þeirri fjárupphæð, sem
reykvískir bóksalar fengu til
umráða. Eru þetta fróðlegar
upplýsingar og athyglisverðar
og allgott sýnishorn af réttlæt-
inu, sem ríkir í leyfisveitingum
ríkisvaldsins.
í greinargerðinni segir enn-
fremur, að stofnanir, bókasöfn og
skólar hafi fengið leyfi fyrir
samtals 378.125 krónur, og loks
að „ýmsir aðrir“ hafi fengið leyfi
fyrir 179.752 krónur, eða nær því
helmingi hærri upphæð en allar
bókaverzlanir úti á landi fengu á
árinu. Engar upplýsingar eru
um það, hverjir þessir „ýmsir
aðrir“ aðilar eru. Samtals verða
því leyfisveitingarnar til bóka-,
blaða- og tímaritakaupa á árinu
1948, skv. greinargerðinni, kr.
1.288.630.
Greiðsla gamalla skulda.
Eftir að hafa rakið þessar
furðulegu leyfisveitingar þannig,
segir formaður Fjárhagsráðs:
„Við árslok hafa ekki verið
ónotuð leyfi, svo að til framleng-
ingar kæmi nema um 80.000 kr.
Bækur blöð og tímarit ættu því
að hafa komið inn í landið fyrir
um 1.200.000.00 krónur, eins og
áður var sagt.
f yfirlýsingu formanns Bók-
salafélagsins voru á hinn bóginn
ekki taldir nema nokkrir leyfis-
hafanna, og hún haggar því engu
um þetta, þó að hún að öðru leyti
geti verið rétt.
í þeirri yfirlýsingu virðist
ymprað á því, að allmikið af
þessum leyfum hafi farið í
greiðslur eldri skulda.
En samkvæmt skýlausum yfir-
lýsingum viðskiptanefndar og
eftir athugun á leyfunum, er öll
þessi leyfaupphæð bundin við
innflutning bóka, blaða og tíma-
rita og því óheimilt að nota leyf-
in til annars.
Hafi lítið komið af þessum vör-
um til landsins á síðastliðnu ári,
virðist því skýringin helzt vera
sú, að bókaverzlanir eða aðrir
hafi notað gjaldeyrishlið leyfanna
til þess að greiða bækur, blöð eða
tímarit, sem flutt hafa verið inn
einhvern tíma fyrr, en þá ekki
borgað, og valdið með því fá-
tæktinni í bókabúðunum.
Verði því haldið áfram má bú-
ast við að lítið verði af útlendum
bókum og tímaritum hér fram-
vegis þó að ríflega séu veitt leyfi.
Leyfisveitingar okkar fara þá til
þess að borga löngu lesin og týnd
,,hasarblöð“, „móðinsblöð“ og
aðrar betri bókmentitir undan-
farinna ára.
Skýrslur Hagstofunnar um
bókainnflutning eru ekki full-
komlega öruggur mælikvarði á
innflutninginn. Þar er farið eftir
tollaafgreiðslum einum, en þær
skýrslur geta borizt seint, ekki
sízt af þeim sökum að hér er ekki
um tollvörur að ræða.
Lögð hefir verið áherzla á það,
að nú yrði gengið ríkt eftir, að
bækur, blöð og tímarit komi
raunverulega út á leyfin, sem
veitt verða, og verður fróðlegt að
sjá, hvort úr rætist.“
Lélegur afli hjá
Húsavíkurbátum
Frá fréttaritara blaðsins.
Nokkrir bátar hafa stundað
línuveiðar frá Húsavík í þessum
mánuði ,en afli hefir verið mjög
tregur það sem af er.
F ramsóknar-whist
annað kvöld
Framsóknarfélag Akureyrar
hefir Framsóknar-whist og dans
að Gildaskála KEA annað kvöld
kl. 8.30 e. h. Aðgöngumiðar við
innganginn. Menn eru éminntir
um að hafa með sér spil og blý-
ant.
Frumsýning á Mennta-
skólaleiknum
Nemendur Menntask. höfðu
frumsýningu á sjónleiknum
„Ærsladraugurinn" eftir Noel
Coward s.l. mánudagskvöld.
Leikstjóri er Jón Norðfjörð.
Sýninga leiksins verður nánar
minnst hér í blaðinu síðar.
Skákþing Norðlendinga:
Júlíos Bogason
sigraði í meistara-
flokki
Skákþingi Norðlendinga, sem
jafnframt var 30 ára afmælismót
Skákfélags Akureyrar, lauk s.l.
sunnudag. í síðustu umferð sigr-
aði Júlíus Bogason Skákfél. Ak.
Reykjavíkurmeistarann Eggert
Gilfer og trj'ggði sér þannig sig-
urinn í meistaraflokki. Gilfer
tefldi á mótinu sem gestur. Júl-
íus hlaut 51'2 vinning. Næstir
urðu þeir þrír Eggert Gilfer,
Jóhann Snorrason og Guðmund-
ur Eiðsson með 5 vinninga hver,
þá Jón Ingimarsson með 3 V2
vinning, Ottó Jónsson og Hallgr.
Benedikttson með IV2 og Stein-
þór Helgason með 1 vinning.
í I. flokki sigraði Björn Hall-
dórsson með 4V2 vinning. ■—
Annai’ varð Haraldur Bogason
með 4 vinninga og þriðji Albert
Sigurðsson með 3V2. í öðrum fl.
sigraði Sigurður Halldórsson,
hlaut 8 vinninga.
Að skákþingi loknu, hafði
Skákfélag Akureyrar kveðju-
samsæti fyrir Rggert Gilfer að
Hótel KEA. Var jafnframt minnst
30 ára afmælis félagsins. Eggert
telfdi í gær samtímaskák við
nemendur Mentaskólans. í kvöld
tekur hann þátt í hraðskákkapp-
móti Skákfélagsins.
Veglegur verðlaunagripur.
Þeir Sigurður Hlíðar alþm. og
Guðbrandur Hlíðar dýralæknir,
hafa gefið veglegan verðlauna-
grip til þess að kepa um á skák-
þingum Norðlendinga. Var hann
afhentur í hófinu að þessu móti
loknu og hlaut Júlíus Bogason
hann fyrstur manna. Gripur þessi
er útskorinn taflkóngur, haglega
gerður af Geir Þormar. Sá, sem
vinnur hann þrisvar í röð, fær
hann til eignar.
•J.
Góður fengur á Akureyrarpolli
Frá því var sagt í síðasta tbl. er m.b. Gylfi fékk um 600 tn. síldar
hér á Pollinum í fyrri viku. Fékk hann síldina í einu kasti. Lauk
skipið við að háfa upp úr nótinni við bryggju á Oddeyrartanga og
og þar tók Edvard Sigurgeirsson þessa ágætu mynd.
Hafin úfgáfa ritsafns um Eyjafjörð
Fyrsta bindi Eyfirðingarita, Lýsing Eyja-
fjarðar eftir Steindór Steindórsson frá
Hlöðum, kemur út bráðlega
Eyfirðingafélagið hér er nú um
það bil að hefja útgáfu ritsafns
þess um Eyjafjörð, sem fyrirhug-
uð var við stofnun þess. Innan
skamms mun fyrsta bindi þessa
ritsafns koma á markaðinn. Er
það „Lýsing Eyjafjarðar“ eftir
Steindór Steindórsson frá Illöð-
um, auk háplöntuflóru héraðsins
eftir Ingimar Óskarsson grasa-
fræðing.
Eýfirðingafélagið í Reykjavík
stendur einnig að þessari útgáfu.
Rit Steindórs ei’ landfræðilýsing
héraðsins og er prýtt fjöldamörg-
um myndum.
Ætlast er til að seinna komi
framhald ritsafnsins. — Verður
þar gerð nánari grein fyrir nátt-
Lömunarveikin
(Framhald af bls 1)
unni. Annars má segja að lömun-
arveiki sé sjúkdómur, sem fylgir
menningunni, ef svo má segja, og
hann er útbreiddastur í hinum
tempruðu beltum heims.
Við búumst við því, að sjúk-
dómsfaraldrar haldi áfram að
koma upp hér í landi og það er
ólíkt þvi, sem áður var. En nú
erum við betur búnir að taka á
móti með þvi að senda sérfróða
menn þegar á vettvang, og ham-
ingjunni sé lof fyrir það, að nú er
hægt að gera miklu meira fyrir
hvern einstakling, sem illa fer út
úr veikinni, en maður gat látið
sig dreyma um fyrir nokkrum
árum. —
Þannig lýkur þessu athyglis-
verða viðtali. Til fróðleiks má
geta þess, að þeir Akureyringar,
sem nú dvelja erlendis vegna
lömunar eru allir.undir umsjá dr.
Clemmesen.
úrufari héraðsins, gróðui’fari al-
mennt, jarðfræði, dýrafræði og
loftslagi. Þá yrði einnig lýst at-
vinnuháttum, menningu, félags-
lífi og raktar lýsingar á héraðs-
búum, eftir því sem heimildir
fást. Um þessa útgáfu segir
Steindór Steindórsson svo í for-
mála að riti sínu: „.. .. Hversu
greiðlega gengur um samningu
þess hluta, er mjög háð undir-
tektum manna, um upplýsingar,
því að mörgu af því efni verður
einungis safnað meðal héraðsbúa
sjálfra.“
Vafalaust munu héraðsbúar
fagna því, að þessi útgáfa er hafin
og stuðla eftir mætti að því, að
framhald verði á henni á næstu
árum. Blaðið mun síðar geta ýt-
arlegar um þetta fyrsta bindi.
Mjólkursamlaginu
neitað um gjaldeyris-
leyfi til flöskukaupa
allt s. 1. ár.
Blaðið hefir núið sér til Jónas-
ar Kristjánssonar mjólkursam-
lagsstjóra og spurt hann hvenær
vænta megi þess að mjólk á
flöskum verbi aftur á boðstólum í
Mjólkursamlaginu. En eins og
kunnugt er hefir mjólkursamsal-
an í Reykjavík nú auglýst að hún
muni hefja mjólkursölu á flösk-
um bráðlega og hafi hún nægar
flöskur fyrirliggjandi. — Jónas
Kristjánsson sagði að allt síðast-
liðið ár hefði samlaginu hér verið
neitað um leyfi til þess að kaupa
20 þúsund flöskur til samlagsins.
En leyfi hefði verið veitt nú í
þessum mánuði og pöntun í
iflöskurnar þá þegar gerð.