Dagur - 18.05.1949, Blaðsíða 5

Dagur - 18.05.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 18. maí 1949 D A G U R 5 Hlýtt og glaðlega AKUREYRÍ Björgvin Guðmundsson iwpU fram-ar öTT- - - um 2 öðr-um stöö-um ’.r* ‘r~ f JTJ Mc.j Siguröur Norland. Jón Eyjólfsson á Hjalla Dánarminning: Hinn 3. apríl síðastl. andaðist á heimili sínu, Hjalla á Uþsaströnd, .ldungurinn Jón Eyjólfsson á átt- ugasta og fimmta aldursári, fæddur 2. des. 1864 á Grund í Þorvaldsdal. Með Jóni Eyjólfssyni er fallinn í valinn einn af þessum traustu kvistum er óx upp viS harðrétti og óblíð skilyrði, en efldist það að dug og dáð, að hann varð hverjum manni vel, er á lífsleið hans varð og skilaði vel unnu dagsverki eftir langan vinnudag. Jón var maður prúður í dagfari og hinn vandaðasti til orða og at- hafna, hann var.því oft fenginn víða að til að reka ýms erindi fyr- ir aðra á viðskiptalegu sviði og gjörði hann allt slíkt af þeirri prýði, að betur varð ekki á kosið. Hann var sístarfandi eljumað- ur og vann með sérstakri trú og vandvirkni að hverju sem hann gekk, enda bónfús maður og vann oft hjá öðrúm. Um margra ára skeið hafði Jón á hendi póstferðir um Svarfaðar- dal og rækti hann þann starfa af því kappi og trúmennsku, að lengra verður ekki komizt. Það var oft örðug ganga í þess- um póstferðum í snjó og illviðr- um með þunga byrði á báki, en allt tókst þetta giftusamlega og fór þar saman sterkur vilji að settu marki og þol og þrautseigja í hverri raun. Og eftir að Jón lét af þessum starfa minntist hann oft þess með þakklátum huga hversu fólk hefði verið sér greið- vikið og tekið sér með mikilli al- úð, þar sem hann bar að garði í þessum ferðum og hversu sig langaði að leiðarlokum að senda því öllu sína beztu þakkarkveðju fyrir allan hlýhug í sinn garð, og skal það nú hér með gert fyrir hans hönd. Jón. vár vel gefinn maður, traustur í allri kynningu og í hví- vetna hinn mesti sómamaður. Við samferðamenn Jóns Eyj- ólfssonar þökkum honum góð kynni og samstarf og óskum hon- um fagurra sólarlanda bak við tjaldið mikla. Blessuð sé hans minning. Samferðamaður. 11 • i; 111111 ■ ii i ■ ■ ■ ii 1111111111111 iimiimmiimini** Góðai* túnjíökur til sölu. Kristján Þorsteinsson, Aðalstræti 6. | Útláu á Verkalýðstiúsinii ' | 1 verða framvegis afgreidd á skrifstofu verkalýðsfélaganna | \ Strandgötu 7, sími 503. í Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá 4—7 e. h. I | HÚSNEFNDIN. \ r>.mmmm 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ii mmmmmmmmmmmimmmmmmmmi ii •>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiimm«iiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimi íbúð til sölu Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði, sem I I er, eða hafna öllum. Upplýsingar í Aðalslrœti 17> sími 256. \ öiiiiiliimrmimiimiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimíiiiiiiiiiiiiiMmiimimiiimiiimmmmiiimmmmmmmmmm^ Ml|llllllllllllllll||||||||||||||||||||||||l||l||||||||||llllllllllllllllllllllllllllllllllll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||/-n AðaKundur Flugfélags íslands h.f. i verður hald-inn í Kaupþingssalnum í Reykjavík I í föstudaginn 24. júlí 1949, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. í Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar i i verða afhentir í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4, \ i dagana 22. og 23. júlí. \ i Stjómin. i ••’mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimimmmmimmmmmmmmmmmmmmmmiia AKUREYRI Ljóð og lag Fyrir nokkru birti Dagur kvæði um Akureyri eftir séra Sigurð Norland, prest á Tjörn á Vatnsnesi. Kvæðið birtist upphaflega í Kirkjuritinu, en þar sem það rit er í fárra manna höndum, tók Dagur sér Bessaleyfi að endurprenta það til þess að bæjarbúum gæfist kostur á að sjá það. Kvæðið vakti mikla athygli hér í bæn- um, enda er það fallegt og lík- legt til þess að verða almenn- ingseign. — Dagur kom að máli við Björgvin Guðmunds- sop íónskáld og benti honum á kvæðið. Taldi, að ef gott lag væri samið við það, gæti það orðið nokkurs konar þjóð- söngur bæjarmanna, einkum síðasta erindið. Björgvin lét ekki á sér standa og færði Degi lagið. Birtist hér nú hvort tveggja, hið nýja, hressilega lag Björgvins og síðasta er- indið í kvæði séra Sigurðar Norlands. — Munu bæjarbúar kunna báðum skáldunum þakkir fyrir Ijóð og lag. 2 stúlkur öska eftir góðu herbergi, sem fyrst, á Oddeyri eða í miðbænum. Upplýsingar blaðsins. hjá afgreiðslu Góð stúlk Ka, eða miðaldra kona, óskast nú þegar eða seinna á fá- rnennt heimili í Reykjavík, ca. tveggja mánaða tíma. Gott kaup. Fríar ferðir. Upplýsingar gefur Marino H. Pétursson, afgreiðslu Dags. Laugardaginn 28. maí n. k. verður uppboð að Grjótgarði, Þelamörk. Boðnar verða upp hey- vinnuvélar, aklygi, mjólkur- brúsar og ýmsir aðrir bús- hlutir. Uppboðið hefst kl. 1 e. h. Magnús Árnason. Uppboð verður lialdið við húsið Bjarmastíg 3, laugardaginn 21. maí, og hefst kl. 2 e. h. Selt verður: Legubekkir, slól- ar, tauvinda, rajplala, hakka- vclar, balar, eikartunnur og ýmsir aðrir búshlutir. Greiðsla við hamarshögg. Báldur Svanlaugsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.