Dagur - 15.06.1949, Blaðsíða 2
2
D AGUR
Miðvikudaginn 15. júní 1949
A aS stjórna með hagsmuni
almennings eða hagsmuni
nokkurra stórgróðamanna
fyrir augum?
Meginstefna núverandi stjórnar.
Um leið og ríkisstjórn hinna
þriggja borgaralegu flokka settist
að völdum snemma árs 1947, lýsti
hún yfir meginstefnu sinni, sem
hún ætlaði að stjórna eftir. Sam-
kvæmt þessari yfirlýsingu var
aðalstefna stjórnarinnar sú, að
hún ætlaði að stöðva vöxt verð-
bólgunnar og framleiðslukostn-
aðarins og svo síðar meir að færa
dýrtíðina niður.
Þessi meginstefna stjórnarinn-
ar var þess valdandi, að Fram-
sóknarflokkurinn gaf kost á því
að eiga þátt í henni. Án þessarar
yfirlýsingar hefði Framsóknar-
flokkurinn ekki átt hlut að
stjórnarmynduninni. Ilann hafði
áður hiklaust haldið því fram, að
sú stefna fyrrv. stjórnar, að lofa
dýrtíðinni að leika lausbeizlaðri
væri stórhættulegt fyrir velfarn-
að þjóðarinnar, og myndi reynast
slagbrandur fyrir eðlilegum og
heilbrigðum framförum og fram-
kvæmdum á ókomnum tímum.
„Nýsköpunar“-stjórnin öll og
flokkar hennar skelltu skollaeyr-
unum við þessari kenningu
Framsóknarmanna og töldu hana
firru eina. Þeir sögðu, að dýrtíð-
in væri ágætt tæki til að dreifa
slríðsgróðanum út á meðal al-
mennings og gera alla jafnríka.
Því væri kenning Framsóknar-
manna um dýrtíðarhættuna að-
eins „barlómsvæl", sem enginn
skyldi taka mark á. Ólafur Thors
fullyrti, að færi svo að dýrtíðin
einhvern tíma síðar færi að verða
ískyggileg, þá yrði ósköp auðvelt
að lækka hana með einu „penna-
striki“.
Reynslan hefir nú leitt í ljós,
hver flokkurinn sagði þjóðinni
sannleikann og hverjir drógu
hana á tálar. Líklegt er, að hún
verði þess minnug, begar hún á
að fella úrskurð sinn um þessi
mál.
Efndir stjórnarsáttmálans.
Samstarfsflokkarnir í núver-
andi ríkisstjórn voru í fyrstu ein-
huga um, að ekki mætti fylgja
áfram sömu fjármálastefnu og í
tíð fyrrv. stjórnar. Óhjákvæmi-
legt væri að berjast af alefli gegn
vaxandi dýrtíð, ef framleiðslunni
og atvinnulífi þjóðarinnar ætti að
vera lífvænt. Þess vegna var vísi-
talan fest í 300 stigum með lof-
orði um, að dýrtíðinni yrði hald-
ið í skefjum og helzt lækkuð. —
Ennfremur var unnið gegn kaup-
hækkunum, og kvað Emil Jóns-
son þar fastast að orði, þar sem
hann taldi baráttu fyrir nýjum
kauphækkunum glæpsamlega,
'Á síðasta þingi hóf svo Fram-
sóknarflokkurinn á þingi baráttu
fyrir niðurfærslu dýrtíðarinnar
samkvæmt fyrri stefnu sinni og
loforðum stjórnarsáttmálans, svo
sem með frjálsari verzlun en er,
útrýmingu svartamarkaðar, af-
námi húsaleiguokurs, lækkun
iðnaðarvöru og skarpara eftirlit
með verðlagi, allt í því skyni að
auka kaupmátt launanna. Flokk-
urinn sá það fyrir, að kauphækk-
unarkröfur myndu iryðja sér til
rúms, ef ekkert yrði g'ert til að
draga úr dýrtíðinni, sem hafði
nokkuð aukizt frá því, að vísital-
an var fest. En þá var Sjálfstæð-
isflokknum að mæta. Hann ýmist
felldi, vísaði frá eða svæfði til-
lögur Framsóknarmanna í þessa
átt með aðstoð Alþýðuflokksins.
Það er vitað mál, að þessi af-
staða Sjálfstæðisflokksins mótað-
ist af vilja stórgróðamanna og
braskara í flokknum, sem raun-
verulega ráða. stefnu hans. Þetta
er opinbert leyndarmál. Vegna
þessara- -yfirmanna flokksins má
almenningur .ekki ráða því sjálf-
ur, hvar hann verzlar, ekki út-
rýma svartamarkaði og ekki af-
má húsaleiguokur, því að þá tápa
þeir spón úr aski sínum.
Aðalgengi sitt á Sjálfstæðis-
flokkurinn að þakka peninga-
mönnunum í flokknum. Nyti
þeirra ekki við, væri flokkurinn
á heljarþröminni. Þess vegna er
Sjálfstæðisflokkurinn háður pen-
ingámönnunum og er því rétt
nefndur auðmannaflokkur. Þetta
allt er skiljanlegt. Hitt gengui' allt
lakar að skilja, að flokkur, sem
kennir sig við alþýðuna, skuli í
flestum tilfellum dansa eftir pípu
auðmannaflokksins, þó að sá dans
komi venjulega í báða við hags-
muni alþýðunnar.
Ráðamenn Alþýðuflokksins
hafa nú valið þá leið, sem Emil
Jónsson taldi áður glæpaleið.
Stjórn Alþýðusambandsins var
látin fyrirskipa verkalýðsfélög-
unum að segja upp kaupgjalds-
samningum og búa sig undir að
hefja kauphækkunarbaráttu. —
Svona langt er sá flokkur, sem
hefur stjórnarforustuna á hendi,
kominn frá upphaflegu marki um
stöðvun og lækkun dýrtíðarinn-
ar. —
Svo kórónaði Alþýðuflokkur-
inn allt hitt með því að ganga til
liðs við kommúnista og hálfan
Sjálfstæðisflokkinn að þinglok-
um um að hækka laun opinberra
starfsmanna um 4 millj. kr.
Það er bersýnilegt, að meiri
hluti tveggja stjórnarflokkanna
og hálf ríkisstjórnin hefir full-
komlega brugðizt stefnuyfirlýs-
ingu sinni. í stað þess að berjast
fyrir stöðvun og lækkun dýrtíð-
arinnar eru þessir aðilar teknir
að beita sér fyrir nýjum kaup-
hækkunum og þar með aukinni
dýrtíð. Þessi nýja „kollsteypa“
verður ekki skírð nema á einn
PALL F. MAGNUSSON
(MINNING)
veg: Hún er gerð til þóknunar
stórgróðamönnum og bröskurum.
Fyrir þjóðinni liggur þá þessi
spurning til úrlausnar:
Á að stjórna með hagsmuni al-
mennings fyrir augum eða á að
haga stjórninni samkvæmt hags-
munum nokkurra stórgróða-
manna og braskara?
Þeir, sem hallast að því fyrr-
nefnda, styðja Framsóknarflokk-
inn, hinir Sjálfstæðisflokkinn og
Alþýðuflokkinn.
Mbl. býst til varnar.
Almenningur mun nú farinn að
átta sig á því, hver munur sé á
stefnum Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins í dýrtíðar-
málunum. Þær stefnur hafa
skýrzt við síðasta þinghald. Það
liggur Ijóst fyrir, að Framsóknar-
menn vilja leysa dýrtíðarmálin á
þann veg, að stórgróðamenn og
braskarar verði fyrst látnir færa
sínar fórnir til viðreisnar fram-
leiðslunni og atvinnuvegunum í
heild, áður en byrðar eru lagðar-
á almenning í þessu skyni. Sjálf-
stæðisflokkurinn vill aftur á móti
að byrðarnar séu lagðar einhliða
á almenning, en hagsmuni brask-
ara og stórgróðamanna megi í
engu skerða.
Morgunblaðið hefir séð sér
þann kost vænstan að búast til
varnar fyrir málstað flokks síns.
En hvernig ferst blaðinu vörnin?
Það forðast að minnast á hinn
rnálefrialega ágreiníng ÍTram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins og sneiðir þannig alveg
hjá kjarna málsins. í þess stað er
sagt, að Framsóknarmenn séu í
senn bæði „heimskir og hræddir"
og til viðbótar „illa menntaðir".
„Heimskan" á víst að vera í því
fólgin að vilja gera verzlunina
frjálsa í stað þess að hafa hana
klafabundna í þágu heildsalanna.
Mbl. sagði fyrir nokkru, að fólkið
vildi heldur skipta við kaupmenn
en kaupfélög, ef það mætti ráða,
en samt berst það með hnúum og
hnefum á móti því, að fólkið fái
frjálst val um þetta. Það vill
koma í veg fyrir, að ást fólksins
til kaupmanna og andúð þess til
kaupfélaga verði opinber. Skilji
nú þeir, sem geta.
„Hræðslan" á að vera sprottin
af því, að Framsóknarmenn vilja
stöðva og lækka dýrtíðina, sem er
eitur í beinum yfirmanna Sjálf-
stæðisflokksins. Allt þetta,
„heimskan", ,,hræðslan“ og
„menntunarleysið1'* telur Mbl.
orka því, að Framsóknarflokkur-
inn sé nú orðið sama sem „dauð-
ur flokkur“. Um menntunarskort
Framsóknarmanna í samanburði
við Sjálfstæðismenn skal hér ekki
metist, en um „dauðan flokk" má
minna á, að fyrir mörgum árum
var sami dómur kveðinn upp yfir
Alþýðuflokknum, en það mun
hafa verið á þeim árum, er Sjálf-
stæðisflokkurinn var í tilhugalíf-
inu við kommúnista.
Þessari vörn Mbl. hæfir ckki
langt svar. Omerkilegri og á all-
an'hátt lélegri gat hún ekki verið
í augum allra sæmilega þrosk-
aðra manna, og sízt ber hún vott
um menntun á háu stigi. Við
hina, sem eru eða kunna að vera
Þann 28. september 1948 and-
aðist að Gimli Manitóba Páll
Friðrik Magnússon, tæpra 84 ára
að aldri. Hann var einn af land-
nemum hinnar svonefndu Vatna-
byggðar í Saskatchewan, sem
liggur um 400 mílur norðvestur
af Winnipeg, og var á tímabili
fjölsetnasta íslendinga-nýlenda
vestan hafs. En þeim fækkar nú
ört frumbyggjunum þar, og með
Páli er til moldar hnigirin sá
þeirra, er einna drýgstan hlut átti
að íslenzku félagslífi, á kristileg-
um, listrænum og skemmtanaleg-
um vettvangi í og umhverfis smá-
þorpið Leslie. Var hann því snar
þáttur í að móta þann svip, sem
íslendingar settu á byggð þessa
um aldarfjórðungs skeið. Mér
liggur við að segja um Pál, að
hann hafi verið félagsmaður af
Guðs náð, sökum fjölhæfni sinn-
ar og glaðlyndis. Hann lék prýð-
isvel á bassalúður (Euphonium),
var góður leikai'i og góður söng-
maður með fagra og þróttmikla
baritón-rödd, sem naut sín jafn
vel í einsöng sem kórsöng, tónlæs
með afbrigðum og músíkalskur
að sama skapi. Og enginn gat
miðlað umhverfinu hæfileikum
sínum af meiri fúsleik og ánægju
en Páll Magnússon. Munu þessir
hæfileikar hans hafa komið
snemma í Ijós, því að í Sögu Ak-
ureyrar. ,eftir Klemens Jónsson
kemur hann fram á þremur hóp-
myndum, og er ein þeirra af þá-
verandi Lúðrasveit Akureyrar,
enda kom Páll mikið við tónlist-
ar- og leikstarfsemi þessa bæjar í
hálfan annan áratug fyrir alda-
mótin, og er þess enn minnst hér
af mörgum.
Páll Magnússon var fæddur á
Akureyri 21. desember 1864, son-
ur Magnúsar Jónssonar hafn-
sögumanns af Siglunesi og konu
hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Olst
hann hér upp og nam trésmíði af
mági sínum, Jóni Chr. Stephans-
syni timburmeistara, föður
Svövu, sem er ein af mikilhæf-
ustu leikkonum íslands, er hún
því systurdóttir Páls. Þann 14.
sept. 1888 kvæntist hann Guðnýju
Friðbjarnardóttur Steinssonar
bóksala, og bjuggu þau hjónin á
Akureyri fram að aldamótum, en
fluttu þá til Kanada. Settust þau
fyrst að í Winnipeg og bjuggu þar
nokkur ár. En síðar nam Páll
land rúmlega tvær mílur suð-
austur- af Leslie og bjó þar síðan
um eða yfir 30 ár.
Konu sína missti hann fyrir 15
—16 árum eftir langvarandi sjúk-
dómsstríð, og af sex mannvæn-
legum börnum eru aðeins þrjú á
lífi: Magnús, bóndi við Leslie,
Svava, frú í Minneapolis og
Adam, fulltrúi hjá stóru korn-
verzlunar-félagi. En látnir eru
þrír fulltíða synir: Friðbjörn um
1914, rúmlega tvítugur og Aðal-
steinn og Pétur fyrir fáum árum,
með stuttu millibili, um fimmt-
ugt, eftir að Páll vai-ð ekkill. Má
ánægðir með þessa vörn Mbl. fyr-
ir málstað Sjálfstæðisflokksins, ef
nokkirr eru, þýðir ekki að ræða.
nærri geta hvílíkur harmur að
honum hefir verið kveðinn með
fráfalli þeirra, og upp úr því réð-
ist hann til vistar á gamalmenna-
hælinu Betel á Gimli, en lífsgleði
sinni mun hann samt hafa haldið
til banadægurs, því að þar var áf
miklu að taka.
Vík eg þá aftur að því, sem eg
drap á í upphafi, afskiptum Páls
og áhrifum varðandi íslenzkt fé-
lagslíf í Vatnabyggð. Ber þá fyrst
að geta þess, að hann stofnaði
lúðrasveit og karlakór, sem hlaut
nafnið „Hekla“, þegar á fyrstu
árum byggðarinnar. Þá var hann
einn aðalmaðurinn í svokallaðri
Þorrablótsnefnd, sem beitti sér
fyrir að koma upp miðsvetrarmóti
í Leslie ár hvert, og í safnaðar-
starfi gætti haris mikið. Og hvar
sem Páll kom við sögu var hann
„the jolly good fellow“, sí-spaug-
andi og syngjandi, enda þótti
hann hann hvarvetna sjálfkjörinn
í sollinn, er menn vildu skemmta
sér.
Páll var fríður maður sýnum,
fremur smár vexti en hnellinn,
sívalvaxinn og saman rekinn,
enda karlmenni að burðum. Fáa
menn hefi eg þekkt jafn glað-
lynda, mát'ti heita, að hvernig sem
horfði væri alltaf jafn grunnt á
gáskanum hjá Páli, en græsku-
laus var hann að sama skapi, og
aldrei meinsmaðui' nokkurs
manns. Við vorum nágrannar um
sjö ára skeið og höfðum auk þess
allmikið saman að sælda, sem
smíða-félagar og söngbræður.
Minnist eg þeirra samstarfs- og
samverustunda jafnan með hug-
ljúfum söknuði. Sams konar
kennda hefi eg orðið var hjá
fornvinum hans hér á Akureyri,
og svo mun ástatt um alla, sem
nokkur veruleg kynni höfðu af
Páli Magnússyni fyrr og síðar. —
Mun hans því maklega minnst og
að góðu getið meðan nokkrir af
samferðafólki hans eru ofan
moldar.
Akureyri 3. júní 1949.
Björgvin Guðniundsson.
Mjaltavél
til sölu.
Afgr. vísar á.
Jarðarberjaplöntur
til sölu. — Pöntunum veitt
móttaka í
, SÍMA 447.
Kvenarmbandsúr
(crómað) tapaðist 10. maí
s. 1. frá Oddeyri inn í Haln-
arstræti. — Finnandi vin-
samlega beðinn að skila
því, gegn fundarlaunum,
í Norðurgötu 60.
Mótorhjól
til sölu. — Upplýsingar í
i\ I iÖstöövard e ild K EA.