Dagur - 15.06.1949, Blaðsíða 6
6
D AGUR
Miðvikudaginn 15. júní 1949
H HVERFLYND ER VEROLDIN *
Saga eftir Charles Morgan
24. DAGUR.
(Framhald).
an, eins og hann ætlaði í næstu
andránni að stinga þeim í umslag
og senda þau áleiðis til rétts við-
takanda.
Hann stakk þeim í vinstri
jakkavasa sinn og klappaði í
sömu svifum rannsakandi á hægri
vasann, eins' og hann saknaði
einhvers og vonaðist til að finna
fyrir því þar. í því bili leit hann
í kringum sig, frá einni átt í aðra,
rétti varlega úr kengnum og stóð
nú uppréttur aftur. Eg fann það
á mér, að nú myndi hann verða
þess var, að einhver óviðkomandi
áhorfandi væri viðstaddur, enda
myndi hann, að andartaki liðnu,
snúast á hæli og svipast um.
Eg sleppti tjöldunum kyrrlát-
lega og gekk hljóðlega þvert yfir
hið stóra herbergi. Þessi viðbrögð
„Hegrans“ orkuðu á mig líkt eins
og eg ímynda mér, að það verki
á meinlausan og hversdagslegan
mann að vera sleginn óvænt og
skyndilega beint framan í andlit-
ið. Eg var ekki byrjaður að hugsa
eða álykta. — Á þessarri stundu
þráði eg það eitt, að mér gæfist
tóm til þess að átta mig ótruflað-
ur og geiglaus á þeim óvæntu og
voveiflegu tíðindum, sem eg taldi
mig óra fyrir að baki þessarra
hversdagslegu og — að því er
virtist — meinlausu og mark-
lausu atburða.
Eg var kominn fram í utidyr
myllunnar, þegar eg nam allt í
einu staðar og þóttist kominn að
fastri niðurstöðu: — Það var
augljóst, fannst mér þá, að
„Hegrinn“ hefði í hyggju — þvert
á*móti gerðum samþykktum okk-
ar og meginreglum — að taka
með sér skráðar heimildir og rit-
uð skjöl út úr fylgsni okkar. Og
ef svo væri, — ef hann hyggðist
svíkja mig og okkur alla? —
Skipti það þá svo sérlega miklu.
máli? Hugsum okkur, að þetta
væru aðeins hans eigin einkamál
— nýtt ljóð, til dæmis? — Ljóð,
sem hann gæti ekki fengið af sér
að glata fyrir fullt og allt? —
Væri það þá ekki aðeins mann-
legur breyskleiki — eða styrk-
leiki — eins og á það væri litið?
■— Afsakanlegur hégómi, þótt það
stríddi að sönnu gegn okkar eig-
in meginreglu? — Eg réyndi eftir
beztu getu að líta svo á málið. Og
þá væri eina lækningin sú, að
segja honum hreinskilnislega og
opinskátt, hvernig eg liti á þetta
mál, — hvað eg hefði séð, — og
skora einarðlega á hann að láta
ekki undan draga að brenna þessi
skjöl, eins og allt annað skrifað
mál, sem væri í okkar vörzlum.
Eg reyndi eftir fremstu getu að
sætta mig við þetta og láta sem
ekkert væri, en það tókst ekki,
hvernig sem eg velti þessu fyrir
mér. Eg hafði það ljóslega á með-
vitundinni, að eitthvað fáheyrt og
óskaplegt væri í aðsigi. Eg vissi
gjörla, að þessi skrifuðu plögg
„Hegrans" voru hvorki ljóð, né
neitt annað saklaust og hvers-
dagslegt glingur, sem eg gæti lát-
ið þegjandi og afskiptalaust fram
hjá mér fara. Andartaki síðar
kom „Hegrinn“ aftur á okkar
fund. Hann lét sem ekkert væri
og gekk rakleiðis þvert yfir her-
bergið til Frewers og fór að tala
við hann eins og ekkert hefði
ískorizt.
Ef eg léti nokkuð til mín heyra,
myndi „Hegrinn" láta, sem ekkert
væri, eða þá aðeins einskær hé-
gómi, sem lítt væri mark á tak-
andi, — afsaka sig og brenna
skjölin.
Wyburton mundi ekki heldur
krefjast þess, að lesa það, sem
hann hafði skrifað. Hann hafði
ekki sömu ástæðu og ég til þess
að vera tortrygginn. Ég gerði það,
sem ég hélt að .Wyburton mundi
hafa gert í minum'spórum.V Eg
þagði, hinkraði við dálitla, stund
og labbaði síð.an .inn í herbergið
aftui' eins og ekkert heíði í skor-
izt. '
Ég fór þangað, sem Hegrinn
hafði staðið. Ég veit naumast
hvers vegna ég gerði það, eða
hvað ég vænti að sjá þar. Ég
kraup niður eins og ég hafði séð
hann gera. Á bak við lampann sá
ég ferhyrningslagaðan skugga, ég
greip þar niður og tók um um-
slag, það yar sama tegundin og
Hegrinn hafði fyrir löngu tekið
úr skrifborðinu á leið okkar til
Blaise. Á umslagið var skrifað:
Frau Gustav Keller, Lotzestrasse
73, Leipzig.
Fyi'sta hugsun mín vpr að láta
umslagið aftur á sinn stað og ég
gerði það. Taldi það rétt, að allt
væri sem mest í sömu skorðum
þangað til ég hefi fengið tíma til
þess að hugsa málið og taka á-
kvörðun um hvað gera skyldi. Ég
lét umslagið því aftur á sinn stað
og stóð á fætur. Enn var hægt að
breyta um ákvörðun, en mér
gafst ekki færi á því. Hegrinn
kom inn. Hann var með spil í
hendinni. „Eigum við að slá í
slag?“ spurði eg. Og hann svar-
aði: „Wyburton vill að við spil-
um. Segir það betra en horfa sí-
fellt á klukkuna.“
Hegrinn stokkaði spilinn. „Þetta
verður líklega síðasta tækifærið
til spilamennsku,“ sagði hann.
Orðin „síðasta sinn“ stungu mig
ónotalega. Mig langaði mest til
þess að taka í hönd hans og segja:
„Þetta gengur brjálæði næst, við
skulum tala út um það.“ En eg
gat það ekki þegar til kom. Wy-
burton og Frewer komu í þessu
inn í herbergið.
(Framhald).
ÍÞRÓIIIR
Tveir dagar — nóttinni sleppt.
Á skammri stundu skipast veð-
ur í lofti. Það mætti þó ætla að
okkar sólríki (bak við skýin)
júnímánuður byði eitthvað betra
en hinir í þessu efni. En það virð-
ist fráleitt nú. Sé um stöðuglyndi
að ræða, virðist það heldur halda
við taum drunga, bleytu og
nepju. Sl. laugardagur var þó
undantekning: sólskin og blíða,
jafnvel sunnangola um tíma, en
kvöldið stillt og unaðslegt, a. m.
k. hér við Eyjafjörð.
Þann dag var fólkið úti, og
margur fékk sólbruna á nef og
vanga, nýjan lífsþrótt með hlýju
vorlofti í lungum og gleði í hug
við það, sem sjá mátti og heyra —
úti.
Úti um Eyrar og uppi um
brekkur gaf að líta fólk — marg-
víslega klætt og í breytilegum
stellingum — með kvíslar leik-
andi við mold og — klaka, eða
með kartöflur í höndum, varlega
meðhöndlaðar, því að spírumar
eru orðnar allt of langar. En hvað
um það, fyrst sumarhlýjan og
júníbirtan hafa nú loks náð völd-
um, ber engu að kvíða. Það er
gaman að vinna í dag!
Og á íþróttavöllunum er líka
líf — og litir búninganna jafnvel
enn sterkari. Mc Crae og Mikson
„draga að“ eins og „stjörnur" að
kvikmynd. Því er nú betur — og
mætti þó vera enn, þetur, því að
þeirra leiðsögn er unglingunum
gott að hlíta, — miklu fremur en
margra „stjarnanna“ í bíó!
En í dag er það margt sem
dregur frá. Uppi við Húsmæðra-
skóla er þröng bíla og mann-
fjöldi á ferð, miklu fleira en
„tengdasynirnir“! í dag eru þar
allir velkomnir að sjá og lofa
handaverkin þeirra verðandi
húsmæðranna, og smakka hjá
þeim kaffið og kökurnar. Og svo
býður Laugaland upp á það sama.
Það er líka kappleikur — og allir
í dómnefnd sem nenna!
En innan við „brýr“ eru svo
„hestar og reiðmenn", happ-
drættis-Brúnn, skeiðis-Rauður
og „baralátast“-Geysir, sem
„plataði“ rauðu hryssuna, dóm-
nefndina og flesta áhorfendur!
Og Eðvarð stóð uppi á háum
trönum og kvikmyndaði allt,
jafnvel tímaverðina og taglið á
aðalsigurvegaranum. Sá brúni
notaði það eins og skrúfu, sigraði
víst á því, svo að sjálfsagt var að
mynda það. Myndasmiðnum hef-
ur e. t. v. sýnizt tímaverðimir
með „lausa skrúfu“ líka! — En
hvað um það, — margt fólk,
fallegir hestar, fáir knapar duttu
af baki og fáir áhorfenda reiðir —
sólskin og vorhlýja í golunni
innan úr fannaríkum Garðsár-
dalnum — útilíf í lagi!
En fram undir miðnætti var
stórstreymt milli Laugalands og
Húsmæðraskólans. Síðan er
nokkurt hlé — enginn veit hvað
gerist, en við vöknum í nýrri ver-
öld á sunnudagsmorguninn. —
Þetta er Sjómannadagurinn —
hvarvetna (nema e. t. v. í „Heið-
arseli“ og ,Langadal‘) hátíðisdag-
ur, sem lifir og deyr með veðrinu.
OG ÚTILÍF
„Hvar er blærinn, sem þaut í
gær“, hvar er sólin sem vermdi?
Það er norðankaldi og rigning
frá dimmu og köldu skýjaþykkni
þegar við lítum út. Má það nú
minna vera en sjómennimir okk-
ar fái — þenna sinn eigin dag, ef
þeir þá eru í landi, — að vera
lausir við bleytuna og kuldann
(þ. e. a. s. af regni og sjó)? En
hverju ráðum við, — jafnvel
veðurstofan sjálf?
Það var þó nokkur söfnuður á
Torfunefsbryggjunni kl. 2—4. í
hlé við skúri, skip, menn og ým-
islegt dót, sem Fegrunarfélagið á
ekkert í, var skriðið og skolfið.
Það er þó reynt að fylgjast með
kappróðrinum, hrópað hvetjandi,
— ekki sízt ef fórnað hefur verið
í veðbankann meðan hvítklæddu
ræðararnir biðu merkis um at-
lögu þarna suður við duflið. Víst
fá sigurvegararnir, konur og
karlar, (þeir sem tapa eitthvað
líka) hróp og hrós, en allt er þetta
dauft og erfitt. Og fólkinu fækk-
ar óðum, fyrr en til úrslita kem-
ur.
Við sundlaugina, eftir kl. 4, er
þó enn færra fólk. Sundmenn-
irnir aðeins 3%! Þeir eru svo sem
engir aukvisar og hljóta auðvitað
1., 2. og 3. verðlaun, enda hver
öðrum betri sundmenn: Jón Við-
ar, Baldvin og Páll! En hvort þeir
hafa allir séð sjó — ja? Boð-
hlaupið og reiptogið ■ verður að
bíða betri daga og útivistinni er
lokið í bráð.
Því ertu svona kaldlyndur,
kæri júní?
"i'
Breytingar á handkn.leiksreglum.
Það telst ekki auðvelt að dæma
hraðan handknattleik og fá dóm-
arar þar ósjaldan ákúrur. Slíkt er
þó oftast óverðugt, því að í mikl-
um hraða verður aldrei mögulegt
fyrir dómara að sjá allt nákvæm-
lega, en hann verður samt að gefa
úrskurð og það strax. Þegar svo
þar viS bætist, að reglurnar eru
ekki samhljóða, t. d. í Rvík og
Akureyri, svo sem fyrir kemur,
þá er dómarans starf ekki létt.
En breytingar á lögunum auglýs-
ast ekki nógu fljótt og almennt,
og í öðru lagi er sama regla ekki
túlkuð eins af öllum dómurum.
í Þjóðviljanum, 10. maí sl., er
grein um þetta efni. Einn af fram-
kvæmdastjórum íþróttamála í
Rvík, Sigurður Magnússon, sem
hefir verið á ýtarlegu dómara-
námskeiði í K.höfn, skýrir þar
frá hvernig einstök atriði í regl-
unum eru túlkuð, og bendir á
önnur, sem ekki hafa tíðkast hér.
Þaf sem búast má við að Rvik-
ingar fylgi þessum bendingum og
framundan muni leikar milli Ak-
ureyringa og Rvíkinga, þykir rétt
að benda á þetta hér og með
bessaleyfi birta viss atriði úr
nefndri grein. Sigurður segir:
„Hafði eg mjög gott af nám-
skeiðinu og komst að raun um að
við höfum túlkað ýmislegt rangt.
Tvígrip eða þótt grip mistakist,
knöttur missist en sé gripinn á
lofti aftur skal ekki stöðva leik.
Hreint tvígrip er það þegar mað-
ur heldur knettinum og kastar
honum án þess að missa vald yfir
honum og grípur hann aftur. Við
aukakast hefir þess verið krafizt
að sá sem kastar standi í fremri
fót. Túlkunin er nú að sama er í
hvorn fótinn er staðið, aðeins ef
annar fóturinn er kyrr. Ef knött-
ur liggur á gólfi og leikmaður
hefir komið hendi á hann, hefir
mótherji rétt til að taka hann ef
hann getur, á sama hátt og knött
í annarri hendi.
Ovissa hefir verið um það hvort
gera mætti mark beint úr horni.
Á velli, sem er minni en 16 m. á
breidd, má ekki gera mark úr
horni.
í aukakasti verður mótherji að
standa 3 m. frá kastmanni. Sé
hann hins vegar nær og grípur
knöttinn má ekki stöðva leik. Það
er dómarinn, sem á að sjá um að
leikmaðurinn sé hæfilega langt
burtu.
Vítakast verður að framkvæm-
ast innan 3 sekúnda eftir að dóm-
ari hefir gefið mei'ki. Annars
verður dæmt aukakast gegn því
liði sem átti vítakastið.
Ný ákvæði.
Við aukakast hvar sem er á
vellinum verða allir sóknarmenn
að vera fyrir utan aukakastlínu
mótherjanna. Við markaval getur
sá er vinnur hlutkesti valið um
mark eða óskað að byrja leik, og
á þá hinn markaval. Sé fyrri hálf-
leikur stöðvaður og dómari telji
hann búinn, en síðar sannast að
tíminn var of stuttur, verður að
leika þann tíma sem vanleikinn
var, áður en síðari hálfleikur
hefst. Þegar úrslit fást ekki eftir
reglulega leiklengd, er leiknum
framlengt eftir 3 mín. hlé og nýtt
markaval og leiktími nú 2x51/2
mín. fyrir 1. aldursflokk en 2x3!/;
mín. fyrir alla aðra flokka. Ekk-
ert hlé er á milli þessara hálf-
leika. Fáist ekki úrslit að heldur
þá er haldið áfram til loka þess
hálfléiks sem úrslit náðust.“
—o—
„Theodór í markinu11 heitir ný
vinsæl söngvísa í Þýzkalandi. —
Hún segir frá viðburði í nýlega
afstöðnum knattspyrnukappleik í
Þýzkalandi. Markmaður, sem hét
Theodór, hafði svo lítið að gera í
leiknum, að hann var farinn að
halla sér upp að marksúlunni og
naga ofan í sig Wienarpylsu. En
skyndilega kom andstæðingur
með knöttinn á mikilli ferð og
skaut, T. stökk upp, greip eftir
knettinum, en missti af og steypt-
ist á höfuðið til jarðar. Og þar lá
hann ósjálfbjarga, vegna þess að
pylsubiti hafði hrokkið ofan í
hann og stóð í honum. Theodór
var í skyndi fluttur í sjúkrahús,
og tókst lækni að ná bitanum og
bjarga markmanninum. En hvar,
sem hann sézt síðan, er hann
minntur á atburðinn og gaman-
vísan, „Theodór í markinu“, hef-
ir jafnvel verið sungin í útvarp
nokkrum sinnum.
* — Já, það getur markt skeð í
knattspyrnu, og skjótt getur
sóknin hverfst í vöm, og sigur í
ósigur. Þar má enginn bíða og
dotta. Wienai-pylsur og tyggi-
gúmmí getur vel orðið fleirum
en Theodór að hættulegu fóta-
kefli og erfiðum bita í hálsi!
J. J.