Dagur - 15.06.1949, Blaðsíða 7

Dagur - 15.06.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 15. júní 1949 DAGUB 7 Irætfislán Þann 15. júní hefst'að nýjn almenn sala skuldabréfa í B- flokki Happdrættisláns ríkissjóðs. Vegna margra fyrirspurna skal tekið fram, að öll A-flokks bréf eru seld. Þar sem meira en tveir þriðju hlutar skuldabréfa B-flokks eru þegar seld, verða bréfin nú aðeins til sölu hjá bönkum, sparisjóðum, póstafgreiðslum, skrifstofum bæjarfógeta og sýslumanna og í skrifstofu ríkisbréfhirðis í Reykjavík. Óski aðrir umboðsmenn Happdrættislánsins eftir að fá bréf til sölu, geta þeir snúið sér til viðkomandi sýslumanns eða bæjarfógeta eða beint til ráðuneytisins. Færri bréf en 25 verða þó ekki af- greidd frá ráðuneytinu. í happdrætti B flokks er eftir að draga 29 sinnum um sam- tals 13.369 vinninga. Þar af eru eru 29 vinningar 75.000 krón- ur hver, 29 vinningar 40.000 krónur hver, 29 vinningar 15.000 krónur hver og 87 vinningar 10.000 krónur hver. Um þessa og fjölmarga aðra vinninga fær fólk að keppa, án þess að leggja nokkurt fé í lrættu, því að bréfin eru að fullu endurgreidd, að lánstímanum loknum. Athugið sérstaklega, að vinningar eru undanþegnir öllum opinberum gjöldum, öðrum en eignarskatti. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru öruggur sparisjóður og geta að auki f'ært yður liáar fjárupphæðir, algjörlega áhættu- laust. Með kaupum þeirra stuðlið þér um leið að nauðsynlegri fjáröflun til ýmissa framkvæmda, sem mikilsverðar eru fyrir hag þjóðarinnar. Dregið verður næst 15. julí. Fjármálaráðuneytið, 10. júní 1949. Hetíublússur á drengi Ötiföt á drengi, margar stcerðir. Braims verzlun Páll Sigurgeirsson. Auglýsið í Begi iíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«iiiíiiiiiiiiiiiiiiIi ll.lllllllllllllllll,, TILKYNNING Samkvæmt samþykkt bæjarráðs, hefur garðyrkjuráðu- naut bæjarins verið heimilað að hata menn á vegum bæjarins við aðgerðir á lóðum. Leggur bærinn 20% á vinnuna fyrir umsjón, verkstjórn, orlofsfé, tryggingum og verkfærum. Þetta tilkynnist þeim, sem sótt liafa eða ætla að sækja um viðgerð á lóðum til ráðunautsins. iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiii Garðyrkjuráðunautur. .riiin 11111111111111 iinii iiiiiiiiiiiiiiiiii iii n Minni n iii iii ii 111111111111111 UR BÆ OG BYGGÐ Rún.: □ 59496157 — KIRKJAN. Messað á Akureyri sunnud. 19. júní kl. 5 e. h. (F. J. R.). Hjónaband. Sæmundur Osk- arsson sölumaður og Eyvor Holm gift 11. júní. (F. J. R.). Skógræktarfélag Eyfirðinga gerir ráð fyrir að byrja útplöntun með sjálfboðavinnu í næstu viku. Verða farnar vinnuferðir þriðju- dag, fimmtudag og laugardag kl. 5,15 og 7,30 e. h. E. t. v. einnig kl. 2 e. h. á laugardögum. Farið verður frá Hótel KEA. Hver ferð verður nánar auglýst í Blómabúð KEA, Bókaverzl. Axels og víðar. Sjálfboðaliðar gefi sig fram í Blómabúð KEA eða hjá Þorsteini Þorsteinssyni á skrifst. Sjúkra- samlagsins. Skólamyndir. Börn úr 6. og 7. bekk barnaskólans, sem ætla að fá myndir, eru beðin að panta þær sem fyrst á ljósmyndastofu Edvards Sigurgeirssonar. Barnaleikvellirnir. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs hafa þessar konur verið ráðnar til þess að veita barnaleikvöllum bæjarins forstöðu í sumar: Elísabet Eiríks- dóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Aðalheiður Björgvinsdóttir. Ekki varð samkomulag um þessar ráðningar í bæjarráðinu. Verkamannaskýlið. Jónas Hal'l- grímsson verkamaður hefir verið ráðinn til þéss að háfa á hendi vörzlu og hreingerningar á Verkamannaskýlinu við höfnina. Amtsbókasafnið verðui' opið í sumar einu sinni í viku frá 15. þ. m., á miðvikudögum kl, 4—7 síð- degis. Iljálpræðisherinn. Föstud. kl. 8.30 e. h.: Kveðju- og hjálpræðis- samkoma. Kapteinn og frú Allan Sandström. — Sunnud. kl. 2 e. h.: Sunnudagáskóli. — Allir vel- komnir! Hjónaefni. Um síðustu helgi opinberuuðu trúlofun sína ung- frú Gréta Randversdóttir, skrif- stofumær, og Benjamín Jósefs- son, húsgagnasmiður. Frá Ferðafélagi Akureyrar. — Um næstu helgi er ákveðin skemmtiferð til Skagafjarðar. — Formaður ferðanefndar, Þ. Þor- steinsson, gefur nánari upplýs- ingar og selur farmiða næstk. fimmtudag. — Orlofsferð til Suð- urlands er ákveðin 2.—10. júlí næstk. Samkvæmt á áætlun fé- lagsins verður farið víða um og komið á marga merka staði. — Væntanlegir þátttakendur þurfa að panta far hjá Þ. Þorsteinssyni, helzt viku áður en ferðin hefst og farmiðar verða seldir fimmtuag- inn 30. þ. m., bæði á Ferðaskrif- stofu ríkisins og hjá Þorsteini Þorsteinssyni. Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal: 4. júní ungfrú Jónína V. Davíðsdóttir frá Möðruvöllum og Jósteinn Konráðsson, .véla- virki, Akureyri. — 10. júní ung- frú Susanne Mikkelsen og Alfred Kristensen, Fagraskógi. Uppboð Laugardaginn 25. þ. m. verðurjopinbert uppboð liáld- ið í Miklagarði í Saurbæjar- hreppi, á búslóð Kjartans Olafssonar. Meðal annarra uppboðs- niuna verður: Rakstrarvél, snúningsvél (ónotuð), mjólk- urdunkar, kerrur og reijn. Uppboðið hefst kl. 1 e. li. Söluskilmálar birtir á staðn- um. Saurbæjarhreppi, 14/6 1949. Href)f)stjórinn. Herbergi til leigu í Skólastig 5. 17. jú ní verða MJÓLKURBÚÐIRNAR lokaðar allan daginn. Handsápa hollenzk j i Stangasápa, ísl. j [ Blantsápa, ísl. Þvottaduft Vilco þvottalögur [ = (sem ekki er \ i skammtaður) i Þvottablámi Þvottabretti [ Þvottasnúrur. i Vöraliásið hJL \ Mjólkursamlagið. f • iiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiimiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiii,,. \ Útgerðarmenn! [ [ Sjómenn! [ | Vírkörfur I nýkomnar. Vöruliúsið h.f. | Bókhald Tveir vanir bókhaldarar geta tekið að sér bókhald fyrir fyrirtæki og einstakl- inga. — Nánari upplýsingar á afgreiðslu blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.