Dagur - 15.06.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 15.06.1949, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 15. júní 1949 Biskupinn í Austur-Þýzkalandi ákærir kommúnista fyrir nazisma Hirðisbréf lesið í þýzkum kirkjum lun hvítasunnu Biskup evangelísku kirkjunnar í Austur-Þýzkalandi og hinum rússneska hluta Berlínar, Otto Dibelius, hefir með hirðisbréfi, í til- efni hvítasunnuhátíðarinnar, ákært yfirvöldin í rússneska hernáms- hlutanum í Þýzkalandi fyrir að hafa endurlífgað Gestapo-aðferðirn- ar um meðferð á föngum, fyrir að hafa torveldað mjög að hægt væri að halda guðsþjónustur í kirkjunum og fyrir að bera ábyrgð á því, að tugir búsunda Þjóðverja hafi horfið. Bréfið er hvassasta árás, sem til þessa hefir komið fram frá kirkj- unni í Þýzkalandi á pólitík Rússa í landinu. 1 bréfinu segir, að með stofnun K-5-deildar hinnar svo- kölluðu fólkslögreglu hafi Ge- stapo-aðferðirnar frá Hitlers- tímanum aftur séð dagsins ljós. Deild þessi annast um njósnir, um hagi einstaklinga og söfnun ákærugagna á hendur þeim, næt- urheimsóknir lögreglunnar og hvarf borgaranna, pyntingar á föngum eftir hánazistískum að- ferðum, ógnanir á hendur ætt- ingjum og fjölskyldum hinna handteknu og algjört réttarleysi þeirra, sem í fangabúðum sitja. Allt þetta þekkja Þjóðverjar áður frá hinum 12 ríkisstjórnarárum Hitlers. f bréfinu segir svo: Meira en nokkuð annað nú óttumst við þó það, að yfirbragð þess ríkis, sem verið er skapa og nú er að verða til í kringum okkur, líkist svo mjög því ríki, sem við, með guðs hjálp, reyndum að berjast gegn á tímum nazismans: Þar er valdið sett ofar réttinum og þar er fjandskapur gegn kristinni trú. — Biskupinn neitar því í bréfinu að kristnir menn séu ofsóttir í Aust- ur-Þýzkalandi, en bætir svo við: Það er staðreynd, að kirkjum í mörgum bæjum sé gert erfitt að starfa vegna alls konar reglna, sem hin veraldlegu yfirvöld setja. Hann segir, að hann og aðrir kirkjuleiðtogar hafi nú þagað í fjögur ár af því að hið opinbera líf landsins var á ábyrgð her- námsveldanna og af því að aðrar þjóðir liðu svo mikið fyrir verk Þjóðverja á styrjaldartímanum. En nú er ætlunin að ábyrgðin á lífinu í Þýzkalandi færist smátt og smátt yfir á hendur Þjóðverja sjálfra. Tími er því til kominn að kirkjan tali um það, sem áður var þagað um. í bréfinu segir, en enda þótt guðsþjónustur séu ekki bannaðar í Austur-Þýzkalandi, sé víða næsta ómögulegt að koma þeim við, því að yfirvöldin skipi mönn- um að vinna á sunnudögum mjög víða. Þar við bætist, segir biskup- inn, að þúsundir ungra manna og kvenna, hverfa gjörsamlega og enginn veit hvað af þeim verður. Hann segir ennfremur, að kosn- ing fulltrúa á hið svokallaða þjóðarþing, sem kommúnistar beittu sér fyrir, hafi farið fram eftir beztu nazistískum fyrir- myndum. Setur alþjóða heilbrigðismálaþing Alcide de Gasperi, forsætisráð- herra ítalíu, setti nú í vikunni al- þjóða heilbrigðismálaþing á veg- um Sameinuðu þjóðanna, sem haldið er í Róm. Þingið mun f jalla um saintök þjóðanna í baráttunni gegn sjúkdómunum, svo sem berklaveiki, malaríu o. s. frv. Merkilegir fónieikar á vegum r \ Eftir nokkurt hlé á störfum, er þess nú að vænta, að Tónlistarfé- lag Akureyrar gefi bæjarbúum kost á allmörgum merkilegum hljómleikum nú í sumar. Ymsir ágætir listamenn eru væntanlegir hingað, að því er Stcfán Ágúst Kristjánsson, formaður félagsins, sagði blaðinu í viðtali í gær, er það leitaði frétta hjá honum af starfsemi félagsins. Stefán kvað félagið lítið hafa starfað á sl. vetri vegna veikinda- erfiðleika þeirra, sem hér gengu yfir, en nú á næstunni mun fé- lagið beita sér fyrir allmörgum tónleikum. Er þá fyrst að telja það, að af- ráðið er að cellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson komi hér við á leið sinni frá Danmörk til Bandríkjanna um mánaðamótin ágúst—september og haldi hér hljómleika. Bengtson er nú þegar kominn í röð fremstu eellóleikara heims. Hélt hann tónleika í Dan- mörk eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum nú um mánaða- mótin sl. og hlaut mjög lofsam- lega dóma. Fyrir þremur árum hélt Bengtson hljómleika hér og hlaut mikið lof, en honum mun hafa fax-ið mjög mikið fi-am síðan. Þá er afráðið að þeir Björn Ól- afsson og Ámi Kristjánsson haldi hér hljómleika í surnar .Bjöi'n hefir ekki leikið hér síðan hann kom heim frá Bandaríkjunum úr námsdvölinni hjá Adolf Busch og mun marga fýsa að heyra hverj- um framförum hann hefir tekið. Þá er gert ráð fyrir að frk. Ruth Hermanns haldi kirkju- hljómleika hér með aðstoð Jak. Tryggvasonar kirkjuorganista, en óráðið er hvenær það verður. Frk. Hei'manns er ráðinn kenn- ai-i við Tónlistarskólann hér næsta vetur. Þá er ráðgert að Páll Pálsson organleikari haldi hér orgeltón- leika einhvern tíman í sumar, en nánari ákvörðun ekki tekin. Loks vinnur Tónlistarfélagið nú að því að fá óperusöngvarann Einar Andersen, frá Stokkhólms- óperu, hingað norður, en hann gistir nú Reykjavík. — Þegar blaðið var að fara í pressuna í gæi'kveldi bai'st símskeyti frá honum um að hann mundi koma hingað. Eru hljómleikar hans ákveðnir fimmtudaginn 23. þ. m. Eins og sjá má af þessum upp- lýsingum, er von á allmörgum merkum tónleikum hér í sumar. Þar að auki mun von á óperu- söngvurunum Þorsteini Hannes- syni og Stefáni Islandi hingað í sumar til sjálfstæðs tónleika- halds. Vj? pí»t i'>i. A'íilodw.j Óhagstæft veður spillfi hátíða- höldum sjómanna hér Vélstjórafélag Akureyrar sigraði í róðrarkeppni Sjómenn hér héldu sjómanna- daginn háííðlegan sl. sunnudag. Vegna norðanrigningar og kulda varð að aflýsa smnuni greinum hátíðahaldanna. Fyrir hádegi hlýddu sjómenn messu í kirkj- unni, en upp úr hádeginu hófst kappróður á Pollinum. Kepptu þar margar sveitir um ýmsa verðlaunagripi. Helztu úrslit urðu þessi: Unglingasveitir, 500 m. róður. Keppt um vei'ðlaunabikar, gef- inn af séra Pétri Sigurgeirssyni og frú. Sigurvegari varð sveit Æskulýðsfélags Akureyrarkirkj u á 3 mín. og 1.7 sek. Sveitir kvenna, 400 m. róður: Sigurvegari varð sveit Kvenna- deildar Slysavamafélagsins á 2 mín, 39,2 sek. Hlaut vex'ðlauna- bikar „Sjafnar". Sveitir karla, 500 metrar: Sigurvegari sveit Vélstjói'afé- lags Akui'eyi-ar á 2 mín., 52,4 sek. Hlaut sveitin bikar gefinn af Vél- stjói-afélaginu til þessarar keppni. Veður var mjög óhagstætt til róðranna og er tíminn því ekki eins góður og stundum áður í þessari keppni. Að róði'inum loknum fór fram þjörgunarsund og stákkasund í sundlaug bæjai’ins, en aðrar í- þróttagreinar og skemmtiatriði, sem fara áttu fram á túnunum sunnan við sundlaugina, féllu niður vegna óhagstæðs veðurs. Atlastöngina fyrir beztu afrek dagsins í sundi og róðri hlaut Páll A. Pálsson, fékk 38 stig. Að þessu sinni voru veitt auka- verðlaun fyrir kappróður, voru það öll bindi sjómannaútgáfunnar til hvers einstaklings þeirrar bátshafnar, sem sigraði í hverjum flokki. Gefandi var Pálmi H. Jónsson, bókaútgefandi. Eyfirðingar héldu Valdemar á Möðru- völlum myndarlegt afmælishóf Valdemar Pálsson hi'eppstjóri á Möðruvöllum í Eyjafii'ði átti 60 ára afmæli sl. laugai'dag. Heim- sótti fjöldi manna afmælisbarnið að Möðruvöllum um daginn, en um kvöldið héldu sveitungar hans honum myndai'legt afmælis- hóf að Saurbæ. Var þar fjöl- menni saman komið. Voi'u Valde- mar þar fluttar þakkir fyrir langa forustu í félagsmálum sveitar- innar og önnur störf í þágu hér- aðsins. Heillaóskir báx’ust víða að. Dagur mun síðar minnast þessa ágæta Eyfirðings i tilefni af þess- um tímamótum. 22 hestar reyndir á kappreiðum Hestamannafélagsins Léttis íslandsmet í 350 metra spretti Laugardaginn 11. júní 1949, kl. 16, efndi Hestamannafélagið Léttir til kappreiða á skeiðvelli sínum vestan Eyjafjarðarár. — 22 hestar höfðu verið tilkynntir til þátttöku, 21 á stökki en 1 á skeiði. Ái-angur varð, sem hér segir: í folahlaupi sigraði Brúnn Stef- áns Sigurðssonai', 4 vetra stóð- hestur, fékk hann I. verðlaun, hljóp 250 metra á 20.8 sek. Annar var Jai'pur Bei'gvins Halldórs- sonar, 5 veti'a. Tími hans var 22.0, í undanrás. Þi'iðji Draumur Pét- ui's Þorvaldssonar, 5 vetra. Tími hans var 22.8, í undani'ás hafði Brúnn 20.4. I 300 metra hlaupi voru reynd- ir 10 hestar og ux'ðu úrslit þau, að beztum tíma náði Hrani Guð- bjai'gar Bi'ynjólfsdóttur, 23.6, og hlaut hann I. verðl. II. verðlaun hlaut Geysir Hjartar Gíslasonar, en Fluga Gunnbjai'nar Arnljóts- soonar hlaut III. vei'ðlaun. Tími beggja var 23.7, en sjónarmunur réð úrslitum við úthlutun verð- launa. f 350 metra spretti sigraði Þyt- ur, 7 veti’a gamall, brúnn að lit, ættaður úr Skagafix-ði, keyptur á kappreiðum á Vallnabökkum sl. sumar. Tími hans hér var 26.3 í úrslitaspretti, en í undani'ás var tími hans 25.6 og er sami tími og íslandsmet. Þytur hlaut I. verð- laun og ennfremur verðlaun fyrir að setja vallai-met, og er það 400 kr. Eigendur hans eru bræðui'nir Svavar og Jóhann Konráðssynir. II. vei'ðlaun hlaut Hrani, brúnn, 8 vetra, eigandi Stefán Steinþói's- son. Tími hans var 27.2 og III. vex-ðlaun Gammur Sveiixs Ein- ai'ssonar, 9 vetra gamall. Tími hans 27.5. Verðlaun fyrir bezta ásetu hlaut Kristinn Óskarsson og er það í fyrsta sinn, sem veitt eru verðlaun fyrir það. Einn hest átti að reyna á skeiði, en það mistókst. Veðbanki var stai'fræktur og var mikið fjör í veðmálunum. — Veður var hið bezta og undu áhorfendur sér ágætlega. Á staðnum fór fram útdráttur í happdrætti félagsins og upp kom nr. 573 og var miðinn á staðnum og hesturinn afhentur handhafa, sem var frú Ólöf Geirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.