Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Alikálfar íhaldsins þakka krötunum fyrir sig. Dagu Fimmta síðan: Fjöldaframleiðsla karl- mannafatnaðar hafin í Rvík. Vonandi sést eitt- hvað af afurðum hér. XXXII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 6. júlí 1949 28. tbL Merkir íslendingar í boði ríkis- sfjórnar og Þjóðræknisfélagsins Dr. Vilhjálmur Stefánsson og Guðm. Grímsson dómari komu íiingað til lands sl. fimmtudag Yæntanlegir hingað til bæjarins nú í vikulokin Dr. Vilhjálmur Stefánsson land- könnuður og Guðmundur Gríms- son dómari' og frúr þeirra, komu hingað til lands frá Bandaríkjun- um á fimmtudaginn var, í boði fíkisstjórnarinnar og Þjóðrækn- isfélagsins. Gestirnir munu dvelja hér á landi í boði þessara aðila í hálfan mánuð, sumpart í Rvík og ná- grenni, en auk þess er ákveðið að fara í hringferð með Esju þann 5. júlí austur um land hingað til Akureyrar ,en þaðan landleiðina til Reykjavíkur. Fjórða skipti, sem Vilhjálmur kemur til Islands. Þetta er í fjórða sinn, að Vil- hjálmur Stefánsson kemur til íslands. — Fyrst kom hann sumarið 1904 og kynnti sér rit og bækur í Landsbókasafninu. Sumarið eftir kom hann aftur og ferðaðist um landið og gróf þá upp dys í Borgarfirði, m. a. 86 hauskúpur, sem fluttar voru til Ameríku og vöktu mikla athygli fyrir það, að engar tennur í þeim voru skemmdar. Þriðja skiptið, 1936, kom hann á vegum Pan American Aerlines, til að athuga möguleika á flugsamgöngum um ísland. Vinnur að alfræðiorðabók um Norðurhöf. Síðan 1935 hefir Vilhjálmur unnið að alfræðiorðabók um Norðurhöf, á vegum ameríska hersins. Bókin verður mjög stór, um 5 milljón orð og mun vera 12 sinnum stæi'ri en stærstabók,sem Vilhjálmur hefir áður gefið út. Fyrsta bindið mun koma út 1950 og það síðasta 1955, Auk hans vinna 10 manns að samningu bókarinnar, þ. á. m. Evelyn Stef- ánsson, kona Vilhjálms. Er talið barst að bókum minnt- ist frú Stefánsson á, að hún hefði séð að bók hennar „Á heimsenda köldum" hefði komið út hér ný- lega, og var hún mjög ánægð yfir því. Vilhjálmur Stefánsson á stórt bókasafn, um 3000 bækur á ís- lenzku og um 1500 bækur um ís- land á erlendum tungum, aðal- lega á ensku. En vegna fjárhags- örðugleika hefir Vilhjálmur þó ekki getað keypt allar bækur um ísland eða íslenzkt efni, sem út hafa komið á þýzku og frönsku o. fl. málum, en allar bækur á enskri tungu um þetta efni hefir hann keypt. Dimitrov dauður - og Tito verra en dauður Guðmundur Grímsson dómari. Guðmundur Grímsson hefir verið dómari í Rugby í Norður- Dakota í 22% ár. Dómarar í Da- kota eru kjörnir og eru kosningar ópólitískar. í fyrsta skipti sem Guðmundur bauð sig fram, var annar maður einnig í kjöri. Guð- i mundur vann kösninguna og síð- an hefir hann alltaf verið einn í kjöri. í Norður-Dakota býr mikið af Norðurlandabúum Þjóðverjum og Rússum. Guðmundur hefir komið áður til íslands og var hér síðast á Þjóðhátíðinni 1930. Búizt er við, að þessir ágætu gestir komi með hraðferð Esju austur fyrir land og hingað til bæjarins nú í vikulokin .En 11. þ. mán. halda þeii' héðan landveg suðui' til Reykjavíkur aftur. Eftir það ráða gestirnir ferðum sínum algerlega sjálfir, en líklegt er, að þeir fljúgi til Norðurlanda og dveljist þar nokkrar vikur, en munu koma aftur við hér á landi á heimleið sinni til Bandaríkj- anna. hefur ákveSIS, a8 Laxár- virkjunin fái þriðjung arshall-lánsins Áburðarverksmiðja ríkisins og Sogs- virkjimin fá hinn hintann Þau velta nú óðum af stalli hin fyrri átrúnaðargoð kommúnista í Balkanlöndunum og raunar víðar í Austur-Evrópu. Dimitrof er dá- inn, á sjúkrahúsi í nánd við Moskvu, en Tito marskálkur er enn lifandi við beztu lieilsu — og svo undarlega bregður við, að kommúnistum þykja hin síðari tíðindin stórum verri hinum fyrri, og fer svo jafnan, þegar allt geng ur niður á við og norður á bóginn. Fyrir bæjarstjórnarfundi, er baldinn var í gær, lá fundargerð raf- veitustjórnar bæjarins frá 27. f. mán., en á þeim fundi mætti Bjami Ásgeirsson atvinnumálaráðherra og skýrði hann frá því, að ákvörð- un hefði verið tekin í ríkissíjórninni um það, að fé það, er ríkið fengi sem Marshall-Ián yrði fyrst og fremst látið ganga til virkjunar Sogs- ins, Laxár og hinnar væntanlegu áburðarverksmiðju ríkisins, og „yrði þessum framkvæmdum gert jafnt undir höfði með þau fjár- framlög,“ eins og þetta er orðað í fundargerð rafveitustjórnar, og ber væntanlega að skilja það svo, að fyrirtæki þessi fái sinn þriðj- unginn hvert af lánsfé bessu. Ráðherrann gat þess hins vegar í þessu sambandi, að ekki væri enn unnt að ákveða hversu mikill hluti framkvæmdakostnaðar yrði lagður fram af Marshallfé, en af- ganginn yi'ðu aðilar að fram- kvæmdunum, ríkið, Reykjavík og Akureyri, að leggja fram af inn- lendu fé. Nefnd hefði verið skip- uð til að gera áætlun um útveg- un innlends fjár, í henni ættu sæti Stefáni Islandi heilsað með fögn- uði og hrifningu Troðfullt hús eftirvæntingar- fullra aðdáenda Stefáns Islandi óperusöngvara, heilsaði lista- manninum með vaxandi fögnuði og hrifningu, er hann hélt fyrstu söngskemmtun sína í Nýja-Bíó hér í bænum í fyrrakvöld. — Við hljóðfærið var Fritz Weisshappel. — Annar kafli söngskrárinhar var sex smálög eftir íslenzka höf- unda, en annars flutti söngvarinn aðallega óperulög eftir erlend tónskáld. Hin milda, en þó vold- uga rödd Stefáns, sem þarflaust er annars að lýsa fyrir söngelsk- um íslendingum, fór yfirleitt og langvíðast á sínurrí beztu kostum að þessu sinni, þótt dálítilli hæsi brygði fyrir í raddblænum á stöku stað, en þó hvergi svo, að verulega skyggði á heildarsvip- inn, sem var með mildum ágæt- um, enda var söngvaranum þakk- að með dynjandi lófataki og fögr- um blómagjöfum. Rétt er að geta þess, að það gerðist til tíðinda á söngskemmt- un þessarri, og ungbarnsgrátur og óvitahjal truflaði oft hina djúpu Sauðlausf verður næsfa ár milli Héraðsvafna og varnargirðinga í Eyjafirði Fjárskipti eru nú ákveðin af öllum, er hlut eiga að máli, á svæðinu frá Héraðsvötnum að varnargirðingum í Eyjafirði. — Kom fram- kvæmdanefnd fjárskiptanna saman á fund á Akureyri 27. f. ni., ásamt framkvæmdastjóra Sauðfjárveikivarna ríkisins, Sæmundi Friðrikssyni. Voru þar rædd og ákveðin ýríiis undirbúnings- og framkvæmdaatriði fiárskÍDtanna. Ákveðið er, að áðurnefnt svæði verði sauðlaust í eitt ár, þ. e., að ekki verði leýfður innflutningur á nýjum sauðfjárstofni fyrr en þögn, er annars ríkti meðal áheyrenda í húsinu, og lá meira að segja við, að áhrif eins fegursta og voldugasta lagsins, Addio eftir Tosti, færu algerlega forgörðum af þeim sökum. Auðvitað verður óvitanum sjálfum ekki um þetta kennt, en furðulega er það fólk skapi farið, sem lætur það hvarfla að sér að taka brjóstmylkinga, eða því sem næst, með sér á slíka mannfundi, og eiga auðvitað á hættu að spilla með því listrænni nautn og skemmtun mörg hundr- uð manna. Víst mun slíkt fólk fremur skorta eitthvað annað dýrmætra, félagslegra eigin- legleika en kjarkinn — svo að ekki sé sagt óskammfeilnina—og (Framhaid á 8. síðu). haustið 1950. — Þó getur verið um að ræða, að Saurbæjarhrepp- ur fái leyfi til lambakaupa á næsta hausti, finnist engin sjúk- dómstilfelli þar við niðurskurð- inn á hausti komanda. Svæði þau, er sauðlaus eru í eitt ár, fá tvö- faldan uppeldisstyrk, en séu lömb flutt inn sama haust, aðeins ein- faldan. Þá verður einnig slátrun að hefjast mun fyrr á svæði, sem lömb fær sama haust. Þá var samþykkt áskorun til frarn- leiðsluráðs landbúnaðarins, að blutast til um, að fjárskiptasvæð- ið fái hina fyllstu aðstöðu til sum- arslátrunar og að reynt verði að h'yggja jöfnuð í því efni. Mörg önnur fyrirmæli voru rædd og samþykkt, og verður fundargerðin í heild send næstu daga oddvitum og bæjarstjórnum í hinum ýmsu hreppum og bæjar- félögum, ér hlut eiga að þessu máli. Steingrímur Jónssow, rafveitu- stjóri, Ásgeir Ásgeirsson, banka- stjóri, og Vilhjálmur Þór, for- stjóri. Nefnd þessi sæti nú á rök- stólum. Verða þetta að teljast góð tíðindi og hafa málefni raforku- vers okkar Akureyringa og nær- sveitamanna þar með hlotið við- unandi og sanngjarna afgi'eiðslu af ríkisvaldsins hálfu að þessu leyti. Er þess því vicsulega að vænta, að fullur skriður komist nú innan skamms á þessar bráð- nauðsynlegu og aðkallandi fram- kvæmdir. Rétt er að getá þess í þessu sambandi, að samkvæmt upplýs- ingum efnahagssamvinnustofn- unarinnar í Washington (ECA) hefir ísland fengið 7,5 millj. doll- ara af Marshallfé á síðustu 14 mánuðum, þar af í maímánuði innkaupaheimild fyrir 1,2 mill- jónum dollara. Af heildar-inn- kaupaheimildinni, $ 7,5 millj., er $ 2,3 millj. varið fyrir matvæli, en af innkaupaheimildirini • fyrir maímánuð, $ 1,2 millj., fara um 700 þús. dollarar fyrir íúargs kon- ar vélrfr og tæki, en 500 þús. doll- arar fyrir iðnaðarvörur ýmisleg- ar. Olíufélagið fii. liyggst reisa nýja eftiiiits- og þvottastöð fyrir bifreiðar Fyrir bæjarráðsfundi, er hald- inn var 30. f. mán. lá erindi frá Olíufélaginu h.f., þar sem farið er fram á leyfi til þess að byggja þvottastöð fyrir bifreiðar og bíla- eftirlitsstöð sunnan Strandgötu, vestan núverandi þvottastöðvar. — Bæjarráð ákvað að vísa erind- inu til umsagnar bæjarverkfræð- ings.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.