Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 2

Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 2
2 ÐAGUR Miðvikudaginn 6. júlí 1949 Afsfaða sfjórnarflokkanna til kommúnisfa í öllum löndum vestan járn- tjaldsins er gengi kommúnista á hraðri niðurleið. Við nýafstaðnar kosningar í Belgíu hafa þeir tap- að helmingi þeirra þingsæta, er þeir áður höfðu. Þetta er vel skiljanlegt. Lýðræðissinnaðir menn sjá æ betur, að stefna kommúnista í öllum löndum er í því fólgin að þjóna skilyi'ðislaust og í fullkominni blindni heims- yfirráðastefnu valdhafanna í Moskva, lúta þeirra vilja í öllu, þó að það komi í bága við hags- muni og velferð þeirra eigin þjóða. Þjónar Stalins hér á landi eru ekki eftirbátar annarra sam- herja sinna um þrotlausa hlýðni og þrælslega undirgefni gagnvart fyrirskipunum frá Moskva. Það sýnir m. a. hamslaus barátta þeirra gegn þátttöku íslendinga í Atlantshafsbandalaginu og aðstoð þeirri til þrautpíndra þjóða, sem kennd er við Marshall. -k Forvígismenn Sjálfstæðisfl. ganga þess ekki duldir, að yfir- gnæfandi meiri hluti íslenzku þjóðarinnar er með öllu andvígur hinni óþjóðhollu stefnu komm- únista og baráttuaðferðum þeirra. Þess vegna leggja þeir nú mikla áherzlu á að láta líta svo út, að þeir séu sjálfkjöinir til að berjast gegn kommúnistaflokknum hér á landi og kveða hann niður. Þess vegna er Morgunblaðið dagsdag- lega látið flytja háværar og stór- yrtar skammagreinar um komm- únista, sem ætlast er til að sýni barúttuhug Sjálfstæðisflokksins til þessara þjóna Stalins. „Sendið mig í málmagný móti þessum fjanda“ er undirtónninn í skammagreinum aðalmálgagns Sjálfstæðisflokksins um komm- únista. Andstæðingar kommúnista, hvar í flokki sem eru, harma það að vísu ekki, að Mbl. segi komm- únistum rækilega til syndanna í dálkum sínum. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert. Þó er enn þyngra á metunum, að Mbl. og Sjálfstæðismenn yfirleitt sýni andúð sína gegn kommúnistum í verki, en ekki aðeins í orðum, en á þetta hefir mjög skort á und- anförnum árum og gerir enn. — Skal þetta nú rökstutt hér á eftir. * Þann 20. febr. 1942 farast Mbl. svo orð um kommúnista: .„Kommúnistum er það ljóst ckki síður en öðrum, að því meiri sem dýrtíð verður í landinu, því erfiðara verður björgunarstarfið, og cf ekkert er aðgert er alls- hcrjarhrun óumflýjanlegt. En það er einmitt það, sem kommún- istar sækjast eftir, því að þá er von til þess, að jarðvegur fáist fyrir undirróðurs- og byltinga- starf þeirra.“ Þessi ummæli Mbl. er ótvíræð'- ur vitnisburður um það, að leið- togai- Sjálfstæðisflokksins vissu í ársbyrjun 1942, að tilgangur kommúnista var að koma á alls- herjarhruni hér á landi. Forvíg- ismenn Alþýðuflokksins sáu þetta einnig. Um þessar mundir gaf Mbl. kommúnistum þann vitnisburð, að þeir væru „gersneyddir allri ábyrgðartilfinningu og ættu eng- an tilverurétt.“ í þingræðu 1942 lýsti Ólafur Thors hinu ægilega ástandi, er vaxandi dýrtíð myndi skapa. Að því loknu sagði. hann: „En kommúnistar vilja þetta. Þeir skilja það hvað í vændum er, ef þjóðin æðir áfram í gullleit og gróðavímu á feigðarbraut vax- andi dýrtíðar. Þeir sjá hrunið, sem þá bíður Islendinga, verð- leysi peninganna, afnám eignar- réttar, upplausn sjálfs þjóðskipu- Iagsins“. Um sömu mundir kallar Ólafur Thors kommúnista „þjóna erlends k.úgunarvalds“, sem hafi „löngun til að láta illt af sér leiða“, og séu ekki svaraverðir. Af slíkum hreystiyrðum úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins um ska.ðsemi kommúnista er nægur forði, þó að hér verði ekki fleira tilgreint. En öll reyndust stóryrðin aðeins „orð, orð innan- tóm“. Verkin gengu í þveröfuga átt við órðagjálfrið. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins tóku ásamt Alþýðuflokksforingjum höndum saman við kommúnista um að leiða yfir þjóðina bölvun dýrtíð- arinnai',. sem Ólafur Thors og Mbl. höfðu verið svo margmál um áður. * Samstarf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins við kommún- ista endaði með skelfingu eins og kunnugt er. Erlendi gjaldéyririnn var þrotinn, ríkissjóðurinn févana og aðalatvinnuvegirnir reknir með tapi. Sjálfstæðisflokkurinn ber aðalábyrgðina á þessu ástandi. Hann vildi óðfús hníga í faðm hinna rauðu til stjórnar- myndunar, að því er Gisli Sveins- son hefir frá skýrt. Hann hjálpaði kommúnistum til aukinna áhrifa í verkalýðsfélögum og Alþýðu- sambandinu og hlóð þannig undir þá á ýmsan hátt. Það er því Sjálf- stæðisflokkurinn, sem um árabil ól kommúnistasnákinn við brjóst sér og efldi hann til áhrifa í því apgnamiði að láta hann lyfta sér til æðstu valda til hagsældar auð- kóngum og braskaralýð höfuð- staðarins ,en til niðurdreps fyrir farmleiðsluna og atvinnulífið í landinu. Þenna sapnleika mega kjósendur ekki láta sér úr minni líða þegar kemur að næstu kosn- ingum. Sjálfstæðismenn áfellast komm- únista harðlega fyrir ofbeldistil- raunina gegn Alþingi, þegar sam- þykkt var þátttaka íslands í Atl- antshafsbandalaginu. Þetta athæfi kommúnista fordæma allir rétt- sýnir menn. Þó hafa kommúnist- ar eina afsökun, þó að þeir muni ekki hafa brugðið henni fyrir sig. Þeir höfðu fyrirmynd frá Sjálf- stæðisflokknum. Sú fyrirmynd fólst í skrílvikunni 1931, sem Sjálfstæðisflokkurinn efndi til, og var svo æðiskennd að óttast var um líf nokkurra. fyrirliða Fram- sóknarfl. í Reykjavík. Þjóðin fordæmdi aðfarir Sjálfstæðis- flokksins 1931, og hún fordæmir skrílslæti kommúnista 1949. * Þegar litið er á afstöðu núver- andi stjórnarflokka til kommún- ista á undanförnum árum, kemur það í ljós, að annan sprettinn hafa Sjálfstæðismenn legið í illdeilum við þá, en hinn sprettinn í inni- legum, pólitískum faðmlögum. Alþýðuflokkurinn hefir tekið þátt í hvorutveggja. Nú stendur yfir illindatímabil. En sagan get- ur endurtekið sig. Mbl. hefir áður ausið kommúnista skömmum og svívirðingum, stimplað þá leigu- þræla erlendrar kúgunar og skaðræðisgripi á innlendum vett- vangi, alveg eins og nú, og síðan í skyndi sætzt við þá fullum sátt- um. Svo var það 1942, þegar Sjálfstæðismenn settust að völd- um í skjóli kommúnista og Al- þýðuflokksins, og þó einkum 1944, þegar tveir af núverandi stjórnarflokkum gengu í flat- sængina með kommúnistum. Að vísu losnaði þá fjórði hluti Sjálf- stæðisflokksins í bili úr tengslum við hann af þessum sökum, svo ofbauð honum „kollsteypan". Og hver getur treyst því, að ný „koll- steypa“ verði ekki aftur gerð, þrátt fyrir allar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins ög Alþýðufl. um það, að Sósíalistafl. sé ekki samstarfshæfur lengur? Framsóknarflokkurinn einn hefir aldrei bundizt kommúnist- um til stjórnarsamvinnu. í það eina skipti, er það kom til tals, sneru Framsóknarmenn frá þeirri samstarfstilraun með viðbjóði og lýstu yfir því, að enginn ábyrgur, frjálslyndur lýðræðisflokkur gæti bundið bagga með þeim. Það er því hámark ósvífninnar, þegar blöð Sjálfstæðisflokksins eru við og við að ympra á því, að þjóðinni stafi hætta af löngun Framsóknarmanna til stjórnar- samstarfs með kommúnistum. Það voru ekki Framsóknarmenn, sem gerðu dýrtíðarbandalagið við kommúnista 1944, sem hefir haft svo örlagaþrungnar afleið- ingar. Það var Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn, sem það gerði. Þess vegna er það skylda allra þjóðhollra, frjálslyndra umbóta- manna í landinu að stj’ðja Fram- sóknarflokkinn og veita honum öruggt fylgi . Á þann hátt er bezt unnið á móti skemmdarstarfi kommúnista, enda er þeim ekki eins illa við neitt og frjálslyndan umbótaflokk. komið aftur. Hárgreiðslustofan BYLGJA, •.iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiimMiiiiiMmiiiiimiiiiiiiiiiniiiimiiiiiiiiminiiiiiiiimimi 111111111111111111111111111111 , I Kappreiðar | Hestamannafélagið Léttir efnir til kappreiða á i i skeiðvelli lelagsins sunnudaginn 24. jiilí næstk. i Í kl. 2 e. h. Lokaæfing miðvikudaginn 20. s. m., | i kl. 8 að kvöldi. — Þátttaka tilkynriíst í síðasta i i lagi á lokaæfingunni. i STTÓRNIN immimmmmmmimiMimm HÚS IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI í Efri hæð og hálfur kjallari á Klapparstíg 3 er i i til sölu, ef viðunandi boð fæst. Til sýnis á mánu- i i dag, þriðjudag og miðvikudag, í næstu viku, kl. i | 6—8 e. h. — Tilboð óskast send á Eyrarveg 14 i i fyrir 20. þ. m. s | GÍSLI IvRISTINSSON f • •'inmuiimmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmí MlMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI IIIIIIIIIII11IIIIII11IIIIIIIIIIIII111IIIIIIIII111IIIIIIIIIIIIIIIIIIII ÍTJÖLD | I 2—4 — 6 rnanna i TJALDBOTNAR, BAKPOKAR, HLIÐARTÖSKUR, SNYRTIÁHALDAPOKAR, REIÐHJÓLATÖSKUR, stórar, VEIÐIFLUGUVESKI, o. m. fl. BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F Sími 580. - Pósthólf 125. Tæki og efni til innrömmunar til sölu í Skipagötu 4. Önnurast alla garðvinnu, svo sem: VORVINNU, ÚÐUN, GRISJUN, VIÐHALD HARMSEN & MÖLLER Sími 406. Nófakorkur Jdrn- og gleruörudeild. Gullhrin gur, með steini, hefir tapazt á leið frá kirkjugarðinum, norður Þórunnarstræti, nið- ur Bjarkastíg og Krabba- stíg og norður Oddeyrarg., að Hólabraut 15. — Finn- andi skili ;í lögregluvarð- stofuna gegn fundarlaununt IIIIMIII.Mlllllllllll.IMMMMMIIIMIMI.MIIIIMMl Góður harnavagn til SÖlll í Norðurgötu 47 (uppi). Sjóklæði Útgerðarvörur afls konar. Fjölbreytt úrval. Jdrn- og glervörudeildin. Stálvírar 5/s- %■ 1. 1/4. llA’ uy4, 2, 214 og 2i/2" Benslavír J/4- 5/l0. Ys" Vírmanilla I/2- 1%- 2, 2i/4, 2/2" Járn og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.