Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 8
8 Daguk Mi'ðvikudaginn 6. júlí 1949 Sönguu sólskin og fögnuður í fylgd með Sunnukórnum imi Norðurland Sunnukórinn frá ísafirði koin hingað með Esju á föstudagsmorgun. — Allir kórar bæjarins tóku á móti sönggestunum á bryggjunni. Var Sunnukórnum heilsað með því, að Kan- tötukór Akureyrar söng undir stjóm Björgvins Guðmundssonar, síðan flutti Ármann DalmannS- son kórnuín ávarp, en karlakórar bæjarins Sungu eitt lag sameinaðir undir stjórn Ingimundar Árnasonar. Sunnukórinn svaraði með ávarpi, sem förmaður þeirra, Ólafur Magnússon, flutti, en síðan söng kórinn eitt lag. — Að þessu loknu fóru allir kór- arnir til kaffidrykkju á Hótel KEA. Sunnukórinn liélt fyrsta samsöng sinn í Nýja- Bíó á föstudagskvöldið undir stjórn Jónasar Tómassonar. Húsfyllir var og almenn hrifning. — í byrjun samsöngsins reis Kantötukór. Akureyrar úr sætum sínum á svölum bíósins og söng eitt lag eftir songstjóra Sunnukórsins, Jónas Tómasson. Síðan flutti kórinn söngskrána við mikil fagnaðar- læti. Bárust kórnum og einsöngvurum mikill f jöldi blóma og varð flokkurinn að endurtaka ýms lögin og syngja mörg aukalög. Er söngskránni var lokið, kvaddi Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri sér hljóðs og flutti söngstjóranum og kórnuip þakkir áheyr- enda og bæjarins, en formaður Súnnukórsins þakkaði. Eftir óskum formanns og söngstjóra Sunnukórsins, kom Kantötukór Akureyrar upp á söngsviðið til Sunnukórsins, og sungu kórarhir saman „íslands lag“ eftir Björgvin Guðmundsson, undir stjóm höfundar. — Undirleik fyrir Sunnukórinn annaðist Ragnar II. Ragnars söngkennari. — Sunnukórinn söng hér aftur á laugardaginn kl. 2 og hélt síðan auslur í Vaglaskóg í boði bæjarkóranna. — Á sunnudaginn söng kórinn í Laugaskóla kl. 2 og á Húsavík sama dag kl. 9 um kvöldið. — En kirkjuhljómleika hélt kórinn hér í gærkvöldi. — Héðan mun för hans heitið til Siglufjarðar. Útsvarsskráin komin út Heildarupphæð útsvaranna hærri en nokkru sinni áður Niðurjöfnun útsvara og álagningu skatta hér á Akureyri er ný- lega lokið, og kom útsvarsskráin út sl. fimintudag — heilmikil bók og prentuð í þetta sinn, en ekki aðeins fjölrituð, eins og verið hefir að undanfömu, og frágangur allur betri en áður — hið ytra a. m. k. hvað sem innihaldinu líður, en um það munu auðvitað harla skiptar skoðanir eins og lengstaf áður. — Hér skal getið einstaklinga og stofnana, er bera 10 þús. kr. útsvar og þar yfir, og ennfremur þeirra, er hafa 15 bús. kr. tekjuskatt og þar yfir. Leikför Leikfélags Reykjavíkur: Yolpone hefir hlotið góða dóma Leikurunum fagnað vel á frumsýningunni Einstaklingar: Auðun Auðunarson stýrimaður 15860, Aspar Jón loftskeytamað- ur 13920, Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari 13650, Egill Jó- hannsson skipstjóri 12110, Frið- jón Skarphéðinsson bæjarfógeti 10070, Friðrik Magnússon lög- fræðingur 12180, Gaston Ás- mundss. byggingameistari 12550, Guðmundur Karl Pétursson sjúkrahússlæknir 11440, Helgi Skúlason augnlæknir 17320 Indriði Helgason rafvirkjameist- ari 17980, Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri 10420, Jakob Karlsson afgreiðslumaður 21560, Jóhann Guðmundsson sjómaður 12500, Jónas Þorsteinsson stýri- maður 14000, Kristinn Guð- mundsson skattstjóri 10840, Kristján Jónsson bakarameistari 22710, Kristján Kristjánsson bif- reiðaeigandi 17480, Páll Sigur- geirsson kaupmaður 12340, Stefán G. Reykjalín byggingameistari 10200, Sigurður O. Björnsson prentsmiðjustjóri 11200, Sæ- S. R. byrjar síldarmót- töku á morgun Enn er ekki vitað endanlega um þátttþáttöku í síldveiðunum, en í gær höfðu um 100 skip gert lönd- unarsamninga við Síldarverksm. ríkisins. Búast má við að nokkru fleiri skip bætist í hópinn, áður en síldarmóttaka hefst. mundur Auðunarson skipstjóri 33250, Valgarður Stefánsson kaupmaður 24710, Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri 11510, Þór Sverfir skipstjóri 10930. Stofnanir: Amaro klæðagerð h.f. 41320, Bifreiðastöð Akureyrar h.f. 31390, Bókaforlag Þorst. M. Jónssonar 19390, BSA-verkstæði h.f. 18940, Byggingavöruverzlun Akureyrar h.f. 13360, Kaffibrennsla Akur- eyrar h.f. 18590, Kaupfélag Ey- firðinga 101540, Nýja kjötbúðin h.f. 11160, Olíuverzlun íslands h.f. 19000, Prentverk Odds Björns- sonar h.f. 19570, Samband ísl. samvinnufélaga 84180, Skóverk- smiðja J. S. Kvaran h.f. 10960, Smjörlíkisgerð Akureyrar h.f. 29050, Stefnir bifreiðastöð s.f. 10270, Steinsteypuverkstæði Ak- ureyrar s.f. 22200, Sælgætissalan s.f. 10080, Útgerðarfélag Akur- eyringa h.f. 27240, Útgerðarfélag KEA h.f. 15210, Valhöll h.f. 11460, Verzlun Eyjafjörður h.f. 13350. Skattar. Skatta yfir 15,000 kr. hafa þessir: Kaupfélag Eyfirðinga 292,606, Sæmundur Auðunarson, skipstjóri, 61,906, Amaro, klæða- gerð, 25,744, Steinsteypuverkst. Akureyrar s.f. 21,660, Valgarður Stefánsson, heildsali, 21,216, Skömmtunarreitir, sem halda gildi sínu til næstu mánaðamóta Ákveðið hefir verið, að ýmsir skömmtunarreitir á þeim tveimur skömmtunarseðlum, sem gefnir hafa verið út fyrri hluta þessa árs, haldi gildi sínu til næstu áramóta. Af fyrsta skömmtunarseðli þessa árs eru það vefnaðarvöru- reitirnir 1—400, skómiðarnir 1—5 og skammtarnir 2—3 (sokkamið- ar). Af öðrum skömmtunarseðli þessa árs halda gildi sínu vefnað- arvörureitirnir 401—1000 og sokkamiðarnir 1—2. Auk þessa gildir yfirfataseðill- inn til septemberloka eins og áð- ur hefir verið skýrt frá. Fólki er bent á að geyma vand- lega skammta 8—11 af öðrum skömmtunarseðli þessa árs, ef til þess kæmi, að þeir yrðu látnir taka gildi síðar. —■ Stefán Islandi (Framhald af 1. síðu). ætti slíkt aldrei að líðast átölu- laust. En ekki verður þó sagt, að þeir (að vísu örfáu) áheyrendur, er leyfðu sér að vera að skrjáfa í sælgætispokum, meðan á söngn- um stóð að þessu sinni, taki að- standendum hins saklausa barn- vesalings stórum fram um smekkvísina, félagsþroskann og tillitssemina við náungann. Óperusöngvarinn endurtekur söngskemmtun sína í kvöld í síð- asta sinn. Kristján Kristinsson, forstjóri, 20,119, Þorsteinn Auðunarson, skipstjóri, 19,972, Jakob Karlsson, afgreiðslumaður, 19,871, Bifreiða- stöð Akureyrar, 18,188, Kristján Jónsson, bakari, 16,031, Helgi Skúlason, augnlæknir, 15,180, Smjörlíkisgerð Akureyrar 15,044. Frumsýning Leikfélags Reykja- víkur á Volpone var fjölsótt og ánægjuleg. Leikararnir skiluðu hlutverkum sínum með mikilli prýði og sumir sem sérstökum ágætum, svo að vafasamt er, hvort jafnbetur hafi verið leikið öðru sinni á leiksviði hér af svo fjölmennum hópi. Leikritið sjálft er raunar ekkert sérstakt lista- verk, þótt það sé eftir Ben gamla Jonson, (sem sennilega hefir ver- ið íslenzkrar ættar og ætti því líklega að réttu lagi að heita rétt- ur og sléttur Benzi Jónsson á okkar máli) þótt honum tækist á sínum tíma að slá meira ryki í augu enskra leikhússgesta en sjálfum Shakespeare, og væri því um skeið haldinnmeirisjónleikja- höf. en hann. En leikurinn er hressilegur og „spennandi“ á köflum ,en mundi þykja grófur og ruddalegur úr hófi fram, ef hann væri t. d. eftir íslenzkan nú- tímahöfund. En miðaldahöfundar gátu brugðið slíkum munnsöfnúði fyrir sig, þegar þannig stóð í bólið þeirra, engu síður en nútíma- menn, en í dauðum munni og framandi fer slíkt auðvitað ætíð betur að öðru jöfnu en i lifandi og nálægum, eins og annar skáld- skapur og andlegheit. Að sýningunni lokinni voru leikararnir og leikstjórinn, Lárus Pálsson, ákaft hylltir með lófataki og blómagjöfum. Formaður L. A., Guðm. Gunnarsson, og Steindór Steindórssonmenntaskólakennari ávörpuðu gestina með velvöldum þakkarorðum, en formaður L. R., Gestur Pálsson, þaltkaði fyrir hönd gestanna. Blaðið hefir ekki átt þess kost að fylgjast með því, sem síðar gerðist í sambandi við leikför þessa, en leikurinn mun þó hafa verið oftar sýndur en í þetta eina sinn, og tilheyrandi veizluhöld farið fram á réttum stöðum og stundum. Elliheimilinu ætlaður staður við Þórunnar- stræti, norðan Búðargils Gamli spítalinn og lóðir hans ekki álitinn hentugur staður íyrir slíka stofnun, svo sem áður liaíði verið ráðgert. Bæjarráð hefir á fundi sínum 30. f. mán. tekið til athugunar bréf frá Kvenfélaginu Framtíðin, þar sem félagið sækir um að því verði ætluð lóð austan Þórunn- arstrætis og norðan Búðargils fyrir væntanlegt elliheimili, þar eð það telur ekki ráðlegt að nota gömlu byggingar sjúkrahússins eða þær lóðir, sem áður var ráð- gert að nota undir elliheimilið. Þá fer kvenfélagið fram á að bærinn heiti félaginu fjárhagslegum stúðningi í stað þess framlags, sem áður var fyrirhugað með af- hendingu gamla sjúkrahússins til félagsins. Bæjarráð leggur til að kvenfé- laginu verði afhent umbeðin lóð samkvæmt nánari útmælingu og að fengnum tillögum skipulags- nefndar ríkisins, en frestað sé að taka ákvörðun um fjárhagslegan stuðning að svo stöddu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.