Dagur - 31.08.1949, Síða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 31. ágúst 1949
HVERFLYND ER VERÖLDIN
Saga eftir Charles Morgan
m
y
%
%
33. DAGUR.
(Framhald).
„En María er vissulega nógu
sterk til þess að taka á sig alla
ábyrgðina, eða finnst þér það
ekki?“
„Já, en er þetta ekki spurning,
sem þú ættir heldur að leggja
fyrir sjálfan þig. Það þarf hug-
rekki til þess að taka á sig áhættu
í sambandi við líf ann'arra manna.
Meira hugrekki en ef um manns
eigið líf væri að tefla. Til þess
þarf liugrekki — ekki orð meira.“
Dyrnar opnuðust og María
kom inn.
„Engin bréf?“ spurði hún.
„Engin til þín“, svaraði Julian
og rétti henni kaffik’önnuna um
leið og hún settist hjá þeim. Og
svo bætti hann við, hægt og stilli-
lega:
„En þetta kom, þú ættir að
skoða það.“
Hún leit á myndina, og fyrst
í stað var engin svipbrigði að sjá
á andliti hennar. En svo komu
rauðir dílar í vangana ,en aðeins
stutta stund.
„Hann var foringi í Húsara-
herfylkinu,“ sagði Julian, eins og
til skýringar. „Hann var brezkur
foringi. Líttu á myndina."
María lagði myndina frá sér og
lagði hendur í kjöltu sér.
„Julian,“ sagði hún, og geðs-
hræringin leyndi sér ekki lengur.
„Vesalings Julian minn,“ hélt
hún áfram. „Ertu nú fyrst að
uppgötva þetta?“
„Nei, María. Ég hefði átt að
vera búinn að segja bér frá því
fyrir langa löngu.“
Hún leit upp og horfði í augu
hans. „Kæri vinur,“ sagði hún.
„Það er langt síðan ég vissi það.“
Það fór öðruvísi en Sturgess
bjóst við með kvöldverðarboðið
hjá þeim Julian. Frú Muriven
sendi að vísu boð um að hún
gæti ekki komið, en það fylgdi
með, að Valería mundi koma ein.
í fyrstu gladdi það hann mjög að
fá þessar fréttir, því að hann var
farinn að reyna að sætta sig við
að hann mundi aldrei sjá hana
aftur. En þessi gleði þvarr við
nánari umhugsun. Hún mundi
koma, hugsaði hann, eins hugs-
andi og bréf hennar gaf til kynna.
Hún var þannig skapi farin, að
henni mundi aldrei koma til hug-
ar annað en haga sér alveg eins
og venjulega gagnvart kunningj-
um sínum, láta sem ekkert hefði
skeð og kveðja hann með vin-
semd og kurteisi. Hún mundi
gera allt sem hún gæti til þess að
særa hann ekki og til þess að
halda upp hugrekki sínu og jafn-
vægi á skapsmunum.
Þegar Valería kom, sátu þau
úti á verandanum og drukku
sherry meðan beðið var eftir því
að' maturinn væri tilbúinn. Allt
virtist leika í'lyndi. Allir voru
eðlilegir og kátir og ekki bar á
neinum erfiðleikum á yfirborð-
inu. Þau töluðu fyrst um frú
Muriven og heilsu hennar, en því
næst um fyrirhugaða ferð Valeríu
til Suður-Afríku og það, hvernig
henni mundi lítast á sig þar.
„Hvernig hefir þú hugsað þér
það?“ spurði Julian. „Eg á við
heimilið, sem þú ert að heim-
sækja. Hefurðu gert þér hug-
mynd um útlit hússins, herbergj-
anna o .s. frv.?“ Og síðan snerist
talið um það, hvort menn gætu
gert sér hugmynd um fjarlæga
staði af lýsingunni einni saman.
Sturgess játaði, að oft þegar
hann læsi skáldsögu, gerði hann
sér sínar eigin hugmyndir um út-
lit staða, enda þótt hann tæki
lýsingu höfundarins sem góða og
gilda vöru. „Eg hefi ekki gaman
að lesa aðra höfunda en þá, sem
skilja svolítið rúm eftir fyrir
mann seigið ímyndunarafl,“ sagði
hann. „Ef draugasöguhöfundur
segði, að draugurinn hefði verið
sjö fet og þrír þumlungar á hæcS,
og umvafinn hvítu áklæði, mundi
eg missa allan áhuga á sögunnii“
, Allt þetta tal' var léttf eins og
.énginn þyrði að brjóta upp á
rleinu alvarlegu af ótta við að
erfiðari' viðfangsefni kæmust á
dagskrá.
En ekki var brotið upp á alvar-
legri efnum og brátt voru þau
sezt að börðum. Þegar kvöldverð-
inum var lokið, gengu þau út í
garðinn.
Þegar þau voru sezt þar, var
Sturgess hljóður og hugsandi.
Það rann upp fyrir honum, að
þetta var raunverulega kvéðju-
stundin. Innan klukkustundar
mundi Valería grípa handtöskuna
sína, standa upp, þakka fy'rir
skemmtilegt kvöld og halda heim.
Og þá væri það búið.
En samt var enn klukkutími
eða svo til stefnu.
Hann horfði á ungu stúlkuna,
greypti mynd hennar í huga sér.
Hann vissi, að þá mynd mundi
hann oft þurfa að skoða á næstu
árum.
Valería braut allt í einu upp á
því að fara að tala um John, bróð-
ur sinn, og um Hegrann, rétt eins
og þeir hefðu verið tveir menn,
en ekki einn og sami maðurinn.
Sturgess tók ekki eftir því að
samtalið var komið út á hálan ís,
fyrr en hann sá svip hinna. En þ:
varð hann líka áhyggjufullur og
órólegur. Honum fannst það sárt
og niðurlægjandi að vita, að hún
skyldi ekki vita sannleikann í
málinu, heldur sitja þarna og
tala um þessi mál við þau, sem
allt vissu, en gátu samt ekki sagt
henni það.
María greip fram í fyrir henni.
Julian reyndi að breyta um um-
ræðuefni, en árangurslaust.
(Fi-amhald).
UNGA FOLKIÐ-
(Framhald af 2. síðu).
NYSKOPUN
'.IIIII lllllll 11111111111111III111111111IIIII1111111IIIIIIIIIMIHII |
{ SKJALDBORGAR f
BÍÓ
flokkurinn ekki. Hann krefst full-
komins athafnafrelsis einstaklings-
ins, sem hcfur í fiir með sér, að auð-
mennirnir geta notað fjármagn sitt
einungis með tilliti til gróðavona
þeirra sjálfra og án minnsta tillits
til hagsihuna meðbræðra sinna eða
þjóðarheildarinnar.
Flokkurinn krcfst frelsis í verzl-
unar- og innflutnings-málum. Ekki
er það frelsi til handa neytendum
til þess að kaupa þær vörur, sem
mest þörf er á, með sem lægstu
verði, heldur frclsi til handa verzl-
unarmönnum til þess að kaupa og
selja þá vöru, sem þcim þykir
mestur hagur í, án tillits til nota-
gildis vörunnar. Ennfremur krefst
Sjálfstæðisflokkurinn frelsis frá há-
um skattgreiðslum og hefur m .a.
nú nýlega hafið baráttu gegn til-
lögu Framsóknarmanna um stór-
eignaskatt, sem lagður verði á í eitt
skipti fyrir öll, sbr. danska stór-
eignaskattinn. Mcð þessu á að
meina ríkissjóði að fá fé til nyt-
samra framkvæmda, eða neyða
hann til þess að taka það þar, sem
verr kemur við almenning. Þá á
og að viðhalda misréttinu í þjóðfé-
laginu með því að gefa fámennum
hópi manna tækifæri til auðsöfn-
unar og óhófs, meðan aðrir þcgnar
þjóðfélagsins, sem stunda mun
nytsamari störf en margir hinir
ríku, búa við þröngan kost.
En kjarni Sjálfstæðisflokksins, —
peningavaldið. — veit, að. erfitt
muni flokknum nppdráttar, ef hið
sanna eðli haiis komi vel í ljós.
Því nefna þeir stundum flokkinn
„flokk allra stétta“ og „stétt með
stétt" er eitt af kjörorðum Sjálf-
stæðismanna. Vissulega er sú hug-
sjón fögur, að stétt vinni með stétt,
en slíkt er því aðeins framkvæman-
legt, að hver stétt meti aðra að verð-
leikum og unni henni jafnréttis við
sig. Slíku er því miður ekki fyrir
að fara hjá stétt stórgróðamanna.
S.
- LAU8T og FAST
(Framh. af 2. síðu).
mannsins alvarlegar en annað,
sem í því blaði stendur.
LÉLEGT KOSNINGAFLESK?
Morgunblaðið hefir nú um
sinn látið niður falla herförina
gegn kaupfélögunum í sam-
bandi við skattamálin. Líklega
telur blaðið málið ekki heppi-
legt kosningaflesk. Ofsóknir
gegn samvinnuhreyfingunni
eiga víðar fylgi að fagna en
meðal íslenzkra gróðabralls-
manna. í Bandarikjunum var
nýlega upplýst, að ýms stór
fyrirtæki lögðu fram 500 þús-
und dollara í áróðursherferð
til þess að hefta vöxt sam-
vinnuhreyfingarinnar í land-
inu. Þetta upplýstist vegna
þess ,að ýms ólögleg áróðurs-
meðöl voru notuð. Fimm
hundruð þúsund dalir eru
álitlegur skildingur, en samt
er eftirtekjan talin hafa verið
rýr. Ekki er vitað hvað áróð-
ursherferð þeirra Morgxm-
blaðsmanna hefir kostað, en
ódýr hefir hún naumast verið.
Athugandi er fyrir almenning
hér, að fé til slíkrar starfsemi
er tekið beint úr vösum neyt-
cndanna í gegnum verzlunar-
skipulagið.
í liaust mttnu fara fram kosning-
ar til Alþingis. Blöðin fylla nú
dálka sína með lofi um sína ágætu
pólitísku leiðtoga, en telja and-
stæðinga sína fágæta glópa og jafn-
vel glæframenn. Otti hinna flokk-
anna þriggja, Sjálfstæðismanna,
jafnaðarmanna og kommúnista, um
að þjóðin vakni til meðvitundar um
þeirra innsta eðli, er svo mikill, að
þeir sameinast nú að nokkru leyti
til þess að reyna að hindra það, að
þjóðin kasti skýlunni frá augunum
og verði sjáandi.
Allir þessir flokkar róa nú á mið-
in með nýsköpunina frægu að beitu
og reyna að þakka sér það, sem skást
gekk, en auðvitað hefir enginn
þeirra komið nálægt því, sem miður
fór, heldur voru það hinir.
Sum blöðin hafa jafnvel gengið
svo langt, að kenna Framsóknar-
flokknum um dýrtíðina, þótt hann
væri í stjórnaraiulstöðu og fengi
engu ráðið, þegar hún hóf innreið
sína fyrir alvöru.
Það sanna í málinu er, að Fram-
sóknarmenn reyndu af öllum mætti
að sporna við dýrtíðinni, því áð
þeir sáu, að stefnt var í voðann, ef
hún væri ekki stöðvuð. En viðvörun
þeirra var að engu höfð. Braskara-
lýður íhaldsins fann þarna pen-
ingalykt og sá sér leik á borði, að
auðgast á kostnað almennings. —
Kommúnistar, sem telja sig mál-
svara alþýðunnar, höfðu ekkert við
það að athuga. Og merkilegt er það,
að í það eina skipti, sem kommún-
istar hafa verið í ríkisstjórn á ís-
landi, liefir þjóðarauðurinn aldrei
verið misskiptari frá því að saga
okkar sem þjóðar hófst. Á þeim
rúmu tveimur árum, er kommún-
istar studclu valdaaðstöðu íslenzka
auðvaldsins, tókst þeim í samein-
ingu að sóa rúmum 1300 milljón-
um króna.
Nýsköpun þeirra var féfrek, sem
von var, þar sem meginhluti þessa
fjár lenti í vösum braskara íhalds-
ins. Einar Olgeirsson, sjálfur for-
maður þingflokks kommúnista,
sagði í útvarpsræðu nú i vetur, að
í Reykjavík einni væru nú meir en
200 milljónerar. En hvenær söfnuðu
þeir þessum auði? Var það ekki í
stjórnartíð kommúnista og með
þeirra hjartans samþykki? 200 mill-
jónerar í Reykjavík einni, og svo á
að telja fólkinu trú um, að mestur
hluti þjóðarteknanna og þjóðar-
auðsins á þessutn árum hafi farið til
nýsköpunar atvinnuveganna. Fyrr
má nú rota en dauðrota.
Segja kommúnistablöðin ekki
líka, að stórfé sé falið í erlendum
bönkum? Á hvaða tíma öðrum
skyldi fé þetta hafa verið lagt inn,
en þegar kommúnistar voru í ríkis-
stjórn með fullri ábyrgð?
Steingr. Bernharðsson.
4-6 kýr
og 100—150 hestar af heyi,
til sölu nú þegar. A. v. á
Pennastokkar
fást í
Járn &: glerv.d.
Ncesta mynd:
Ein kona um borð |
Stórbrotin frönsk kvik- |
mynd. \
Leikstjóri: Maurice
Gleize. i
Bönnuð yngri en 16 ára. I
>iiwiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiMiiiiiiiiiiifiiiiuiiiii«iiiiiimmu«Mw
íbúð,
1—2 herbergi og eldlnis ósk-
ast til leigu nú þegar.
Upplýsingar í sínia 583.
Nýræktartaða
til sölu nú þegar.
Jóliannes Friðriksson
Nesi, Saurbæjarhr.
Sófasett.
Jeg hef verið beðinn að
selja nýtt sófasett.
Kristján Sigtryggsson
HAFNARBÚÐINNI
Skipagötu 4 — Sími 94
.ytatbúil,'
^nfnnrbúðin cr bnú nlltti
Höfum nýjar
KARTÖFLUR
og LAUK
Hafnarbúðin h.f.
Skipagötu 4. Sírni 94.
S A,
sem tók í misgripum hálf-
prjónaða hvíta peysu á afgr.
Hótel KEA, er vinsamlega
beðinn að skila henni strax.
FORD bifreið
5 manna, er til sölu með
tækifærisverði. Upplýsing-
ar í síma 545.
Gott herbergi
fyrir einlileypan til leigu strax
A. v. á
IBUÐ
3 stofur og eldhús til sölu.
Upplýsingar í Gránufélags-
götu 43 (vesturdyr) milli
kl. 12—3 e. h. í dag og á
morgun.