Dagur - 31.08.1949, Page 8
Bagub
Miðvikudaginn 31. ágiist 1949
VinnubrÖgðin við haínarmannvirkitt
þykkja þær og búið að kaupa
mikið efni erlendis frá, miðað
við þessar framkvæmdir. Þegar
svo á til að taka dettur botninn
úr öllum áætlunum, þær eru
ekki framkvæmanlegar, og þá
er í skyndingu samin ný áætlun
og hún samþykkt á aukabæjar-
stjórnarfundi eftir 1—2 daga
viðræður við forráðamenn
Vitamálaskrifstofunnar.
> if • 4 á m
Slælega á málum haldið.
Vonlegt er að bæjarmenn séu
undrandi yfir þessum vinnu-
brögðum öllum og tortryggnir um
ágæti hinna nýju áætlana. Sýnt
er, að Vitamálaskrifstofan, sem
tók að sér yfirumsjón með stækk-
un bryggjunnar, hefir unnið mjög
slælega að málinu og áætlanir
hennar og teikningar hafa ekki
verið nægilega undirbúnar. —
Ekki verður því þó um kennt, að
tíma hafi skort til rannsókna, þar
sem málið hefir legi í salti mánuð
eftir mánuð. Sýnt er ennfremur,
að bæjaryfirvöldin hafa sofið á
málinu, hvorki unnið nægilega
að því, að málið væri ekki saltað
á skrifstofu í Reykjavík, né gætt
þéss að teikningar og áætlanir
væru framkvæmanlegar, áður en
efni er pantað og lagt í annan
kostnað. Ber þetta vissulega ekki
fagurt vitni árvekni ráðsmanna
bæjarfélagsins um velferðarmál
þess og hagsmunamál, þótt að-
kallandi séu, eins og endurbætur
hafnarbryggjunnar.
Hin nýja áætlun.
Hér skal enginn dómur á það
lagður, hvort hin nýja áætlun sé
betri eða lakari en hin fyrri. Má
og vel vera, að ekki sé óheppileg
lausn á bryggjumálum bæjarins,
að byggja fyrirhugað bólverk
austan Strandgötu. En málið ber
þannig að, að ekki er nema von-
legt að menn séu tortryggnir og
óttist að undirbúningur sé sem
fyrr ærið losaralegur. í fundar-
gerð bæjarstjórnarinnar frá sl.
fimmtudegi segir svo um mál
þetta:
„Vitamálastjóri leggur til, að haftt
verði við að breikka Torfunefs
bryggjuna, en járnþil sett suðaustan
á hana. Verður [já mikið bryggju-
efni afgangs, og leggur vitamála-
stjóri til, að það verði notað til þess
að gera nýtt bólverk við Strandgötu
vestan til. Á bak við bólverkið verði
fyllt upp með því efni, sem grafa
þyrfti upp framari við það.
Astæður fyrir breytingartillögu
þessari eru einkum þær, að á þenii-
an hátt fæst aukið viðlegúpláss fyrir
skip, auk þess telja verkfræðingar
vitamálanna sjávarbotninn sunnan
við Torfunefsbryggjuna svo lélegan,
að vafasamt sé, að bryggjan verði
algerlega trygg, ef hún er breikkuð
eins og ráðgert hefir verið.
Eftir mjög ýtarlegar umræður og
athuganir, samþykkti nefndin sam-
hljóða tillögu vitamálastjóra.
Nefndin fer fram á við vitamála-
stjóra, að áætlun um legu og gerð
hins fyrirhugaða hafnarbakka sunn-
an Strandgötu verði hraðað sem
unnt er, svo að hægt verði að byrja
á þeim framkvæmdum í næsta mán-
uði, ennfremur að hanti leiti sam-
þykkis skipulagsnefndar fyrir þessu
skipulagi hafnarinnar.
Ennfremur fer nefndin þess á leit
við vitamálastjóra, að hann leiti
eftir leigu á uppmokstursskipi nteð
sanddælu."
Ekki er ennþá fullkomlega frá
því gengið, hvar hinn fyrirhugaði
haínarbakki skuli standa, en talað
er um ca. 100 m suður af Strand-
götu. Þá er gert ráð íyrir, að önnur
gata verði sunnan við Strandgötu
og einnig verði nægilegt pláss fyrir
rúmgott hafnarhús.
Þá heiir ekki heldur verið frá
því gengið, hvort hafnarbakkinn
verður suður af svæðinu milli Gler-
árgötu og Norðurgötu eða Lundar-
götu og Grundargötu.
Norðmenn fjórða mesta fiskveiði-
þjóð heimsins
Fimm þjóðir veiddu 30% af heildar fiskaflanum
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
un Sameinuðu þjóðanna hefir
gefið út skýrslu um fiskveiðar
þjóða heimsins á árinu 1948. Er
þar að finna margvíslegan fróð-
leik uth fiskVeiðar hinna ýmsu
þjóða og framleiðslumagn.
í skýrsunni segir m .a. að fyrir
stríðið hafi Japanar verið mesta
fiskveiðaþjóð heimsins, hafi aflað
22% áf öllu fiskmagni, sem á land
kom, næst voru Bandaríkin með
11%, Sovét-Rússland 9,3%, Kina
7.9%, Bretland 6,4%, Kórea
5,6%, Noregur 5,4%, índland, ír-
an og Burma með 5,4%. Þýzka-
land 4,3%, Kanada 3,3%. 1 árslok
1947 voru Japanir farnir að veiða
14% af heildaraflanum og voru
þá aftur orðnir mesta fiskveiða-
þjóðin. Aðrar þjóðir höfðu veiði
sem hér segir: Bandaríkin 12,%,
Rússlgnd 9,3%, Noregur 8,7%,
Bretland 6,4% og Kanada 5,7%.
Veiðimagn Kanada hefir mjög
aukizt, eða úr 3,3% fyrir stríð í
5,7% árið 1948. Þetta stafar m. a.
af því, að nú er veiðimagn Nýja-
fundnalands lagt við.
Mikil aukning fiskveiða
Norðmanna.
Einna athyglisverðast við
skýrsluna er það, að aflamagn
Norðmanna hefir aukizt um 55%,
eða úr 5,6% af heildaraflamagni
heimsins í 8,7%.
Skýrslan skýrir frá því, að á
árinu 1948 hafi 30% af heildar-
aflamagninu (5.500.000 tonn)
komið frá fimm þjóðum: Banda-
ríkjunum, Noregi, Bretlandi, ír-
landi, íslandi og Finnlandi.
í skýrslunni er ekki getið um
hver sé hlutur íslendinga í heild-
araflamagninu, en vitað er, að
miðað við fólksfjölda eru íslend-
ingar mesta fiskveiðaþjóð heims-
ins og veiða mest fiskmagn á íbúa.
Hljómleikar Rögnvald-
ar Sigur jóttssonar
verða á fimmtudaginn
Rögnvaldur Sigurjónsson píanó-
Ieikari mun halda hljómleika hér
fimmtudaginn I. n. m. Ber að fagna
slíkum viðburði. Rögnvaldur hefir
þegar, þó ungur sé, hlotið þau um-
mæli, innan lands og utan, að hann
sé afburða listamaður, skapríkur,
músíkalskur og leikni hans með ó-
líkindum.
Rögnvaldur mun að þessu sinni
leika preludie og fuga í a-moll eftir
Bach-Liszt, sónötu í a-moll eftir
Schubert, en síðari hluti efnisskrár-
innar er eingöngu helgaður Cho-
pin, en á þessu ári eru eitt hundrað
ár liðin frá andláti hans (hann and-
aðist 17. október 1849). Er haris,
svo sem eðlilegt er, minnzt á viðeig-
andi hátt um allári hinri menntaða
heim einmitt um þessar mundir.
Mun Rögnvaldur leika eftir hann
tvær baílödur (í g-moll og F-dúr),
ásamt sex smærri verkum.
Þess er að vænta, að Aktireýring-
ar fjölsæki jiessa hljómleika. Það
er ekki á llverjúm degi, sem þeim
er boðið til slíks hnossgætis. Skal
illa iiðru trúað, en að þeir fylli sal-
inn á fimmtudaginn, og sanni með
því þann almannaróm, að gott sé
músíkmönnum að gista höfuðstað
Norðurlands, enda þótt út af því
hafi stundum brugðið á raunaleg-
an hátt. S. B. -
Félag ungra Framsóknarmanna
í Eyj afj arðarsýslu heldur almenn-
an fund hér í bænum sunnudag-
inn 17. sept. næstk. Fundartími
og dagskrá auglýst síðar.
Baráttan við malaríuna
Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefir beitt sér fyrir
herferð gegn malaríunni, sem er ein hin mesta plága í suðlægum
löndum. Notað er nýtt eiturlyf, sem grandar moskítóflugunni, sem
sýkina ber. — Myridin sýnir starfsmenn WHO að starfi nálægt
Ankara í Tyrklandi.
Verklegt nám fyrir pilta úr sveitum
í Handíðaskólanum
Hefst 1. október næstkomandi
Síðastliðin siö ár hefir Handiðaskólinn árlega haldið uppi fjöl-
breyttri, verklegri kennslu fyrir efnilega, lagtæka pilta úr sveitum
landsins. Sökum þröngra húsakynna hefir að jafnaði eigi verið hségt
að veita viðtöku nema 4—5 piltum til bessa náms.
Eins og að undanförnu verður
þessari kennslu haldið uppi n.k.
vetur. Hefst kennslan 1. okt. og
lýkur í lok aprílmánaðar. Eru
piltarnir við nám að heita má all-
an daginn, eða frá kl. 8 að morgni
fram til 5—6 síðdegis. Megin-
áherzla er lögð á trésmíði. Á und-
anfömum árum hafa flestir þess-
ara pilta smíðað sér marga góða
og vandaða gripi, einkum bús-
hluti og húsgögn. Frá því er skól-
inn hóf göngu sína fyrir 10 árum
hefir í þessari kennsludeild skól-
ans mikil rækt verið á það lögð,
að finna hentuga, einfalda en
fagra gerð húsgagna, er vel henti
á íslenzkum sveitabýlum. Fyrir
tveimur árum gaf skólirin út
teikningar. Eru það nákvæmar
vinnuteikningar með öllum mál-
um af þessum húsgögnum: Legu-
bekkur, armstólar, dagstofustólar,
skatthol, tvö borð og bókaskápur.
Er gert ráð fyrir því, að lagvirkn-
ir menn, sem hafa sæmilega að-
stöðu til smíða, geti sjálfir smíðað
húsgögn þessi eftir teikningun-
um. Teikningarnar eru á fimm
blöðum og kostuðu alls kr. 12,50.
Teikningarnar munu nú fást
keyptar á Teiknistofu landbúnað-
arins. Á landbúnaðarsýningunni
í Reykjavík árið 1947 voru sýnd
dagstofuhúsgögn, sem piltar
smíðadeildarinnar höfðu smíðað
eftir þessum teikningum og vöktu
þau mikla athygli sýningargesta.
Hallgrímur bóndi Thorlacius á
Oxnafelli í Eyjafirði keypti hús-
gögnin.
Auk almennra trésmiða fá pilt-
arnir kennslu í vinnuteiknun,
rennismíði, tréskurði, bókbandi
og járnsmíði.
Innritunargjald í deild þessa er
kl. 150.00, en öll kennslari er nem-
endunum að kostnaðarlausu. —
Nemendur greiða efniskostnað,
enda er það, sem þeir gera, eign
þeirra að námi loknu.
Með umsóknum, er senda ber
skrifstofu Handíðaskólans hið
fyrsta, verða að fylgja sem ítar-
legastar upplýsingar um umsækj-
endur svo og umsagnir dómbærra
manna um hæfni umsækjanda til
smíðanáms.
Með þessari starfsemi, sem
gefið hefir mjög góða raun, stefn-
ir skólinn að því, að veita dug-
miklum, högum piltum, er í
hyggju hafa að staðfestast í sveit-
um landsins, sem gagngerasta
þekkingu í þeim undirstöðuatrið-
um smíða, sem sérhverjum bónda
eru nauðsynleg; ennfremur að
kenna þeim nytsama iðju eins og
bókband. Framan af vetri mun
einn af færustu skrautmálurum
Norðmanna, Kristian Kildal,
kenna „rósamálun" í Handíða-
skólanum. Ef í hópi nemendanna í
smíðadeil dskólans verða einn eða
fleiri listfengir piltar, sem hneigð
og hæfileika hafa til rósamálunar,
mun þeim einnig verða gefinn
kostur á námi hjá Kildal. Rósa-
málun, t. d. á kistum, kistlum,
lokrekkjum o. fl. tíðkaðist all-
mjög hér á landi áður fyrr. Væri
ánægjulegt ,ef Handíðaskólanum
nú tækist að vekja aftur til lífsins
þessa fögru, íslenzku alþýðulist
og stuðla með því að fegrun ís-
lenzkra heimila í sveit.