Dagur - 07.09.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 07.09.1949, Blaðsíða 8
8 Bagur Miðvikudaginn 7. september 1949 Bændafélag Suður-Þingeyinga stofnað um mánaðamótin 150 bændur og húsfreyjur gengu í félagið á stofnfundinum Sunnudaginn 28. ágúst var al- mennur. bændafundur fyrir Suð- ur-ÞingeyjarsýsIu haldinn ' að Fosshóli. Þar mættu um 150 bændur og húsfreyjur viðs vegar að úr héraðinu. Þeir mynduðu með sér fóiag er nefnist „Bændafólag Suður-Þing- eyinga". í félagið geta gengið afl- ir þeir, er landbúnað stunda, kaplar og konur ,er náð hafa lög- aldri, svo og trúnaðarmenn fyrir félög bænda. festi félagið sér hljóðar 3. grein Á fundinum samþykktir og þeirra svo: „Tilgangur félagsins er hefja til vegs á ný bændastéttina í landinu með því: AÐ hlúa sem bezt að þeim þjóðfélagsmenningarrafi, sem horfnar kynslóðir hafa eftir sig látið, AÐ efla vald bænda í þjóðfé- laginu, AÐ auka skilning alþjóðar á þeirri miklu nauðsyn, að bænda- stéttin, sem vinnur að ræktun og framleiðslustörfum, fái fulla og verðskuldaða viðurkenningu, AÐ standa vörð um hagsmuni bænda á hver jum tíma.“ Félagið kaus sér fimm manna stjórn og hlutu þar sæti: Jón Sig- urðsson, Yztafelli, (formaður), Jónas Baldursson, Lundarbi*ekku, (ritari), Þrándur Indriðason, Að- albóli, (féhirðir), Baldur Bald- vinsson, Ofeigsstöðum, og Jón Haraldsson á Einarsstöðum. Það er ætlún stofnenda, að fé- lagið verði samtök áhugamanna um viðreisn búnaðar, hvar sem þeir standa í stjórnmálaflokkum. Það er von stofnenda að lík félög rísi í fleiri kjördæmum og vinni saman. Félagið vill ekki styðja stjórnmálaflokka né hafa menn í kjöri. Hins vegar mun það láta sig þjóðmálin miklu skipta, og reyna að hafa áhrif á almenningsálitið. Eftir að félagsreglur höfðu ver- ið samþykktar, og stjórn kjörin, hófust umræður um þjóðmál. Hér fara á eftir nokkrar tillögur er samþykki náðu og sýna hvert fé- lagið stefnir. „Aðalfundur Bændaíélags Suð- ur-Þingeyinga lýsir eindregnu fylgi við grundvallarstefnuna í stjórnarskrártillögum Fjórðungs- þinga Norðlendinga og Austfirð- inga. Hann gerir þá kröfu til frambjóðenda allra flokka, að þeir beiti áhrifum.sínum til þess að tafarlaust verði gengið að því að setja stjórnarskrá á sérstöku stjórnlagaþingi, er til þess eins verður kjörið.“ Svofelldar tillögur voru enn- fremur samþykktar; „Fundurinn skorar á væntan- legan þingmann kjördæmisins að beita sér fyrir því: 1. Að gagngerðar og róttækar ráðstafanir verði gerðar til að fækka ríkislaunuðum nefndum og gera allan ríkisreksturinn ein- faldari og kostnaðarminni. 2. Að laun opinberra starfs- manna verði miðuð við meðal- tekjur framleiðenda. 3. Að séð sé fyrir því að land- búnaðurinn fái sinn fulla skerf af því fjármagni, sem ríkisvaldið hefir yfir að ráða til atvinnufram- kvæmda á hverjum tíma. 4. Fundurinn telur að finna verði réttan fjárhagsgrundvöll fyrir þjóðarbúið, svo að styrkir til framleiðslu og niðurgreiðslur geti faílið niður. 5. Aíi hvers konar verzlunar- hömlum verði aflétt, svo og toll- um af heimilisvélum og vörum, sem miða til aukinnar fram- leiðslu." Stofnfundur félags F ramsóknarkvenna Danir kenna Ceylon- búum fiskveiðar Ríkisstjórnin í Ceylon hefir mikinn áhuga fyrir að auka fisk- veiðar landsins og nota til þess nýtízku skip og veiðarfæri. Hefir hún samið við danska útgerð- armenn í Esbjerg um að senda tvo Esbjérgkúttera til Ceylon til þess að kanna fiskimið og reyna veið- arfæri. Kútterar þessir leggja af stað frá Danmörku nú í þessum mánuði. Stundar framhaldsnám í Bretlandi Olafur Sigurðsson læknir hér í bæ er nýlega lagður af stað til Bretlands, þar sem hann mun stunda framhaldsném um eins og hálf sárs skeið við British Post Graduate School óf Medecine. — Læknisstörfum hans hér gegna til næstkómandi áramóta læknarnir Árni Guðmundsson, Jón Geirs- son, Pétur Jónsson og Stefán Guðnason. morgun Áhugakonur hér í bænum hafa nú ákveðið að efla fylgi Fram- sóknarflokksins á félagssvæðinu. Auk þess, sem félagið fylgir stefnu Framsóknarflokksins í landsmálum mun það einnig stuðla almennt að velgengni framfaramála. Mikill áhugi er ríkjandi um félagsstofnunina og hafa þegar mjög margar konur ákveðið að gerast stofnfélagar. Er þetta mjög ánægjulegur vott- ur um aukna starfsemi og áhrif. Þetta er og hvatning og fordæmi fyrir aðrar konur að hefjast nú handa um slíkar félagsstofnanir víðs vegar um landið. Stofnfundurinn verður haldinn að Gildaskála KEA fimmtudag- ipn 8. sept. kl. 9 e. h. Er hér með skorað á allar frjálslyndar fram- farakonur að gerast stofnfélagar. Sérstaklega er ástæða til að hvetja þær konur, sem ekki hefir verið haft samband við, að mæta á fundinum. Með því að gerast félagar er unnið að auknum áhrifum heilbrigðra framfaraafla í landinu svo og auknu félagslífi bæjarins. Aðeins 3-4 skip af síldveiðiflot- anum bera sig fjárhagslega — segir kunnur útgerðarmaður Mörg skip hætt veiðum - lítil veiði síðustu daga Síldarvertíðinni í sumar cr nú senn að ljúka og eru 30—40 skip þegar hætt veiðum og önnur um það bil að hætta. Vafasamt er að reynt verði að halda skipum úti marga daga énn. Lítil veiði hefir verið síðustu dagana, nokkur skip hafa fengið smáslatta á austursvæðinu, en ekki hefir það verið teljandi veiði. Aðeins örfá skip bera sig. Utkoma útgerðarmnar á þess- ari síldarvertíð er hin hörmuleg- asta og ekki mun útkomin hjá síldarvex-ksmið j unum tel j andi betri. T. d. hafa verksmiðjumar á vestui'svæðinu nær því enga síld fengið í sumar og flestar hinar verksmiðjurnar mikils til of lítið magn til þess að vinnslan væri ax-ðvænleg. í viðtali við Vísi nú á dögunum, lét hinn kunni út- gerðarmaður Oskar Halldórsson svo ummælt, að einungis 3—4 skip mundu bera sig fjái'hagslega eftir þessa síldarvertíð, en tap væri á öllum hinum, á sumum mjög mikið tap. Alls stunduðu Kunimr danskur fuglateiknari myndir úr íslenzku fuglalífi symr Hinn þekkti danski fuglamálari FALKE BANG opnar málverka- sýningu í Hótel KEA nú um helgina. Myndir hans vei'ða aðallega fi'á Mývatni og frá Vestfjöiðum, en á þessum stöðum hefir hann aðal- lega dvalið í sumar og stúderað fuglalífið. — Falke Bang er þekktur í Danmörku fyrir fugla- myndir sínar og hefir hlotið þar mikið lof fyrir hæfileika sinn til að sýna hið séi'kennilega í hi’eyf- ingum og lífi fuglanna. Hann hef- ir tekið þátt í hinum stói'u, ár- legu listsýningum í Danmöi'ku og einnig sýnt rnyndir sínar í Sví- þjóð og Noi'egi. Hann hefir einn- ig teiknað myndir í mjög mai'gar bækur fyrir danska útgefendur á undanförnum 10 árum og eru flestar þeirra að meira eða minna leyti um fugla. Meðal annars má nefna „Fuglebog" með foi’mála eftir Johannes V. Jensen, Nobels- verðlaunarithöfundinn, aðrar sem heita „Fuglene i dansk Digtning“ og „Fuglereder“ og bókin „Med Kaj Munk paa Jagt“. Falke Bang hefir einnig, það ár, sem hann hefir dvalið hér á landi, teiknað myndir í nokkrar ís- lenzkar bai'nabækui, t. d. „Bernskan", „Hafmeyjan litla“ og „Það er alveg áreiðanlegt" og mai'gir muna einnig eftir penna- teikningum hans af ísl. fuglum og dýrum í dagblöðunum og smá:- greinum um fugla og önnur dýr. Myndir þær, sem sýndar verða hér, -ei’u um 20—30 vatnslita- myndir og flestallar urn fuglalífið, allt frá æðarfuglahreiðrum og hrafnshreiðri í Vigur til straum- andai'innar við Mývatn og fálk- ans, nafna listamannsins. — Það mun án efa verða ómaksins vert að sjá þessa sýningu um íslenzkt fuglalíf, og þar sem sýningin getur einnig haft uppeldislegt gildi, fá börn í fylgd fullorðinna ókeypis aðgang. Þar sem listamaðui'inn hefir þessa fyi’stu sýningu sína á ís- landi hér á Akureyri, eftir áskor- un margra bæjarbúa, ættu bæj- arbúar að sýna að þeir kunni að meta það með því að sækja vel sýninguna þá 4—5 daga, sem hún verður opin. hartnær 200 skip síldveiðar f sumar og má af þessu sjá ,að út- gerð þeirra hefir ekki reynst arð- vænlegt fyrirtæki. Er það óleyst vandamál, hvernig snúast verður við skuldum og ei-fiðleikum út- gerðarinnar í haust. Krossanesvei-ksmiðjan hér hafði í gær tekið á móti samtals 14.612 málum síldai', og er það um 1000 málum meira en vex-ksmiðjan fékk á vertíðinni í fyiTa. - Aðalfundur Stéttarsambandsins (Framhald af 1 síðu). framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl„ skorar fundurinn á stjórn Sambandsins að vinna að því við þing og stjórn, að gerðar- dómsákvæðin verði úr lögun- um numin á næsta þingi og bændur geti einir ákveðið verð á framleiðslu sinni á grundvelli þeirra fullkomnustu skýrslna, sem fáanlegar eru, um fram- leiðslukostnað með hliðsjón af launakjöruin annarra stétta. — Fáist þessi krafa ekki fram- kvæmd skorar fundurinn á stjórn Stéttarsambandsins að vera viðbúin öðrum úrræðum til að knýja frarn rökstuddar kröfur um verð á landbúnaðar- vörum, meðal annars með því að tryggja félagsskapinn enn betur inn á við. Fullti'úar á aðalfundinum héldu flestir heimleiðis fi'á Reykjahlíð á mánudagskvöldið og gistu mai'gir þeirra hér í bænum að- faranótt þriðjudagsins, en héldu áfram för sinni í gær. Vísitala landbúnaðar- afurða hækkar um 2,5% Verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða hefir ákveðið, að verðlags- vísitala landbúnaðarafurða fyr- ir árið 1950 hækki um 2.5% frá því sem nú er. Enn er ekkei't vitað um hvaða áhx'if þessi hækkun hefir á verð- lag einstakra landbúnaðai'afurða eða hvei-nig henni verður jafnað niður á afurðirnar. Fulltrúar framleiðenda höfðu gert tillögur um að niðurstöðu- tölur á gjaldalið yi-ðu kr. 48.758.00 en fulltrúar neytenda, að niður- staðan yrði kr. 38.113.00, en með atkvæðagreiðslu yfirnefndar var ákveðið að niðurstöðutölur gjaldaliðs skyldu vex-a kr. 43.018.00. — Hins vegar var sam- þykkt á tekjulið, að auka kýi'nyt úr 15 þús. kg. í 15360 kg. Þannig, að grundvöllurinn hækkar á gjaldalið bóndans um kg. 1059.00 eða því sem næst 2.5%.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.