Dagur - 14.12.1949, Blaðsíða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 14. desember 1949
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innhcinua:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166
Blaðið kcmur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
l’RENTVERK ODDS BJORNSSONAR H.F.
Enn segir fáti af stjórninni
ENN ER NÆSTA tíðindalítiS af nýju ríkis-
stjórninni okkar og enda naumast varlegt að gera
róð fyrir stórtíðindum úr þeirri átt í bróðina a. m.
k. Tilkoma stjórnarinnar var með þeim hætti, og
boðskapuí hennar þannig vaxinn, að líkur benda
til þess að hún muni reynast aðgerðarlítil eða að-
gerðarlaus í vandamálum þjóðarinnar og nálgist
því hvergi það hlutverk, sem ríkisstjórn þarf að
gegna á erfiðleikatímum, að hafa forustu um úr-
ræði og úrbætur og dug og þrek til þess að taka
vandasamar og e. t. v. óvinsælar ákvarðanir. Enda
er það sannast sagna, að því var aldrei um Álfta-
nes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar, og engum
skyni bornum manni dettur í hug, að Ólafur
Thors muni ætla sér að feta til baka slóðina, sem
hann skálmaði svo drýgindalega í fylgd með
kommúnistum hér á árunum.
FÁÐU MÉR AFTUR HERSKARANA mína,
Varus, sagði rómverski keisarinn forðum, en þeir
herskarar voru þá gengnir fyrir ætternisstapann
Þjóðin mun heldur ekki fá aftur í hendur gjald-
eyrismilljónimar, sem sólundað var hér fyrr á
árum, þótt íhaldið sé nú sest við stjórnartaumana.
Hún getur virt þær fyrir sér, þar sem þær eru
geymdar í milljónahöllum höfuðstaðarins, og hún
getur hugsað til þess allsnægtatímabils, sem ríkti
hér skamma hríð, meðan verið var að koma
gjaldeyrissjóðunum í lóg og búa til nýja milljón
era hér í þessu kotríki. En þótt lærdómsríkt sé að
líta til fortíðarinnar, leysir það ekki vandann nú.
Urræði framtíðarinnar — hið máttuga „penna
strik“ — er það, sem máli skiptir. Hvernig verður
„pennanum" beitt, og hvenær? Um það spyr
þjóðin, en fær ékki svar.
ÞEGAR HINN NÝSKIPAÐI forsætisráðherra
kom fram fyrir Alþingi á dögunum, ræddi hann
að vísu um erfiðleika þá, sem þjóðin á nú við að
stríða, en hann gaf enga vísbendingu um það.
hvernig stjómin ætlaði sér að snúast við þeim og
hverjar ráðstafanir hún hefði á prjónunum til þess
að standa undir því ábyrgðarmikla hlutverki, sem
íorsetinn fékk henni í hendur. En það hlutverk
var, að hans dómi, alveg óvenjulega erfitt og þýð-
ingarmikið og ekki mátti dragast lengur en íil sl.
mánaðamóta, að hafizt væri handa um björgunar
starfið. Nú er senn miður desember, en ekki verð-
ur enn vart nokkurrar viðleitni af þeirra hálfu
sem töldu sig færa um að gegna þessu hlutverki,
til þess að hefja björgunarstarfið. Og enginn boð
skapur um það, hvernig því verði hagað, hefir
verið birtur þjóðinni. Það segir enn fátt af stjórn-
inni og hennar úrræðum. „Pennastrikið“ máttuga,
er enn ókomið. Samt situr sá maðurinn á forsæt-
isráðherrastóli, sem lýsti því yfir eitt sinn, að með
því leynivopni mætti bjarga efnahag þjóðarinnar
ef dýrtíðin færi að gerast of nærgöngul við hann.
ENDA ÞÓTT ÚTLITIÐ í efnahagsmálum
landsins væri ekki of glæsilegt, er Alþingi var
kvatt saman, má þó fullyrða, að það sé öllu lakara
nú. Dýrtíðin heldur áfram að vaxa jafnt og þétt,
Neytendur rekast nær daglega á einhverja vöru
tegund, en þeim er nauðsyn að fá, sem hefir
hækkað verulega í verði síðustu vikurnar eða síð
ustu dagana. Afkoma launþeganna fer versnandi.
dýrtíðin er farin að gera drjúgum
betur en gleypa allar „kjarabæt-
urnar“, sem mest hefir verið
státað af á undanförnum árum.
Þannig hefir orðið endirinn á
íeifri „dreifingu stríðsgróðans",
sem nýsköpunarpostularnir pré-
dikuðu hæst um hér um árið. Það
er augljóst mál, að hin aukna
dýrtíð og lakari afkoma launa-
stéttanna hlýtur að leiða til nýrr-
ar kaupgjaldsskrúfu og enn auk-
ins framleiðslukostnaðar, ef ekki
verður undinn bráður bugur að
íví að afstýra slíkri þróun með
)ví að auka kaupmátt pening-
anna í'stað þess að fjölga krón-
unum. Framsóknarmenn fluttu í
sumar ýmsar tillögur, er að þessu
miða. Sjálfstæðisflokkurinn barð
ist gegn þeim og er þeim andvíg-
ur enn í dag. En flokkurinn hefir
tekið að sér að leiða þjóðina á
þessum erfiðu tímum og gegna
forustuhlutverki. Það er skylda
hans að greina frá því, hver úr-
ræði hann hefir upp á að bjóða.
Hverjar tillögur hefir Sjálfstæð-
isfiokkurinn og nýja ríkisstjórn-
in til lausnar á aðkallandi vanda-
málum? Hvernig er hið mjög um
talaða „pennastrik“? Þjóðin bíð-
ur svarsins. Naumast munu
landsmenn una því, að algjör
þögn um þessi mál ríki á hæstu
stöðum til langframa.
FOKDREIFAR
Bærinn setur upp jólasvip.
UM sl. helgi gerði bærinn heið-
arlega tilraun til þess að setja
upp jólaandlitið, sem okkur hef-
ur oft virzt bjart og hlýtt, en það
fór fyrir honum eins og leikara,
sem aldrei kemst almennilega inn
í rulluna, jólasvipui'inn varð á-
kaflega dauflegur í þetta sinn. Á
bak við andlitsfarðann grillti í
gamalkunna ásjónu ljósaleysis
og vöruskorts. Ljósin voru að
vísu komin aftur eftir myrkra-
tímann í sl. viku, en dauf voru
þau á stundum, enda naumast
hægt að segja að maður sakni
þess verulega að ljósadýrðin, sem
upplýsir vöruskortinn í búðar-
gluggunum sé langt frá því að
standa 220 volt; 110 mun vera
nær lagi og hæfir raunar betur
því, sem til sýnis er. Það hlýtur
að hafa verið erfitt starf og sál-
ardrepandi fyrir verzlunarfólk
þessa bæjar, að útbúa jólaútstill-
ingar í ár. Oft hefir vöruúrval
verið fátæklegt á þessu landi, en
aldrei fátæklegar en nú í augum
þeirrar kynslóðar, sem enn er á
léttásta skeiði. Hin opinbera
skipulagning á verzlunar- og
gjaldeyrismálum okkar eru búin
að koma verzluninni í það horf,
að naumast mun hægt að finna
þann mann, sem hefur ánægju af
því að koma í búð og reyna að
velja sér vöru við sitt hæfi, svo
að ekki sé nú tglað um þá
áriægju, sem lítil, vel og smekk-
lega valin jólagjöf getur veitt,
bæði gefanda og þiggjanda. í
verzlunum er ekki annað að finna
lengur en gráan hversdagsleik
ann og meira að segja er hann
vandfundinn á stundum, a. m. k.
þegar maður gengur búð úr búð
í leit að þokkalegum sokkum eða
skyrtu. Hversdagslegasti og
nauðsynlegasti klæðnaður virð
ist vera orðinn lúxus í þessu
landi, sem kostar auk fjármun-
anna; m. a. að raða sér í biðröð
löngu fyrir birtingu, án þess þó
að hafa nokkra vissu fyrir því að
fá í aðra hönd annað og meira en
hroll og skjálfta og tilheyrandi
kvef.
Hinn óttalegi leyndardómur.
ÞAÐ ER leyndardómur, sem
leikmönnum gengur illa að skilja,
hvernig hinni opinberu skipu-
lagningu hefir tekizt að skapa
þetta ástand hér, í kjölfar sjálfr-
ar „nýsköpunarinnar“ og þeirrar
staðreyndar að heildargjaldeyr-
istekjur þjóðarinnar eru nú
margfalt meiri en þær voru fyrir
stríð; við óðum ekki í axlir í lúx-
us í þá daga hér norður á hjara
veraldar, en við gátum þó lifað
sómasamlegu og manneskjulegu
lífi og fætt okkur og klætt. Er
það hægt nú, þrátt fyrir „kjara-
bætur“, ,,nýsköpun“ og hvað þau
nú öll heita nýyrði hinna „æfðu
stjórnmálamanna“, sem drýgst
hafa reynst til atkvæðaveiða á
undanförnu árum? Það þarf ekki
nema líta í verzlanir landsins nú
fyrir þessi jól til þess að fá svarið
við þessari spurningu, ef menn
hafa ekki fyrir löngu tekið svarið
út á sínum eigin skrokk. Leik
mönnum virðist undarlegt að
gjaldeyrisskortur sé orsök þessað
hér er nú minna um nauðsynja-
varning í verzlunum en í ná-
grannalöndunum, enda þótt sum
þau lönd týndu fjármunum sín-
um og framleiðslutækjum að
verulegu leyti í ægilegri styrjöld.
Þeim virðist sumum hverjum a.
m. k. að hinn óttalegi leyndar-
dómur sé frekar í hinni „opin-
beru skipulagningu", í ranglátri
og' heimskulegri stjórn verzlun
armálanna en í lítilli gjaldeyris-
öflun þjóðarinnar. Það er aug-
ljóst, að við svo búið má ekki
standa. Það er ekki hægt til
lengdar, að halda áfram að fram-
lengja skömmtunarseðla, sem
ekkert fæst út á, ekki hægt að
halda þjóðinni áfram í viðjum
þessa gráa og drungalega skorts
brýnna nauðsynja á sama tíma og
alls kyns ónauðsynlegur varn-
ingur blasir við augum hvar
vetna. Þjóðin hlýtur að sjá og
skilja, að hin opinbera skipu
lagning gjaldeyris- og innflutn-
ingsmálanna hefir stórlega mis-
tekizt og leitt öngþveiti yfir þjóð-
arbúið. Það má því ekki dragast
lengur að gera verulega bragar
bót á þessum málum og hefja
hana með því að afnema það fyr
irkomulag á stjórn þessara mála
sem nú ríkir ,og notið hefir ást-
ríkrar umönnunar sumra ráða
manna Sjálfstæðisflokksins fram
að þessu.
Grár hestur,
dekkri á fótum, 7—8 vetra
er í óskilum í Hrafnagils
hreppi. Markið er: Fjöður
aftan hægra. Hesturinn er
haltur og þolir ekki úti
göngu. Gel i eigandi sig ekki
fram innan lögboðins tíma
verður hesturinn seldur
sem annað óskilafé.
Hrepjistjóri.
KÖKU
FORMAR
margar tegundir
Járn og glervörudeild.
Sársaukalausar barnsfæðingar
Getur barnsfæðing verið sársaukalaus? Allir vita
að læknar hjálpa mæðrunum á síðustu augnablik-
unum með því að gefa þeim deyfilyf, en áður en að
3ví kemur, hafa þær tekið út miklar þjáningar. Nú
hefir ungur danskur læknir, Brendstrup að nafni,
gert tilraunir með nýja aðferð, sem miðar að því að
gera fæðingar sársaukalausar, án þess að notuð séu
deyfilyf. Leyndardómurinn er fólginn í því að
kenna konunum að „slappa af“ á réttan hátt er
fæðingarhríðirnar byrja. Þessi aðferð er sögð hafa
heppnast sérlega vel, að því er dönsk blöð herma.
Mæðurnar, sem reynt hafa, hafa fætt „med et smil
paa læben“, segir Pólitíkin! Fæðingarnar voru
stundum erfiðar, en þær voru samt sársaukalausar.
Konur óttast barnsburð.
1 viðtali við Pólitíkina, segir þessi danski læknir
meðal annars:
„Þessi aðferð var fyrst notuð af enska lækninum
Dick Reed, og nú í seinni tíð er hún einnig notuð
á nokkrum amerískum fæðingarstofnúnum. Reed
hafði lengi furðað sig á því, hversu misjafnlega
auðveldlega heilbrigðum, normal konum gekk að
fæða. Sumar konur tóku út miklar þjáningar, en
aðrar fæddu án þess að leggja mikið á sig. Hann
komst að þeirri niðurstöðu að þær konur, sem
tóku út miklar þjáningar, fengu þær vegna þess að
vöðvarnir störfuðu ekki á réttan hátt.. Ef konan
getur lært að „slappa af“, getur hún líka fætt sárs-
aukalaust. Þetta segir læknirínn að gildi um 95%
heilbrigðra kvenna.
Það er eðlilegt, að kona, sem er með fæðingar-
hríðir, herpi vöðvana saman. Hún gerir það af ótta.
Frá því að konan var 13—14 ára gömul, hefir hún
jafnan heyrt að mikill sársauki sé samfara barna-
fæðingum, og það er því eðlilegt að konan sé hrædd
þegar að því kemur að hún er sjálf að fæða. Lækn-
ar vita nú ,að sársauki er óþarfur, en fæstar konur
vita það og ótti þeirra er eðlilegur. Á þremur til
fjórum vikum má kenna konum hina réttu „af-
slöppun“. Einnig er nauðsynlegt, að kunnáttunaað-
ur í þessari grein sé til staðar við fæðinguna. Hann
leiðbeinir konunni og róar hana, þegar fæðingar-
hríðirnar byrja.
Læknirinn segir ennfremur frá því í þessu við-
tali, að enski læknirinn Reed hafi skrifað bók um
þessi mál og þessi bók sé nú að koma út í danskri
þýðingu. Hvetur hann lækna, ljósmæður og mæð-
ur til þess að kynna sér efni hennar.
BÖRN OG SKÓFATNAÐUR.
Ensk blöð greina frá áhyggjum lækna þar í
landi út af fótum og fótalagi ungu kynslóðarinnar
í Bretlandi. Ber verulega á því, að fætur barna og
unglinga séu ekki rétt lagaðir og telja læknarnir að
þetta muni há þeim verulega, er þau vaxa upp.
Skýrlngin á þessu fyrirbrigði er sú, að á stríðsár-
unum skorti mjög hentugan barnaskófatnað. í
barnmörgum fjölskyldum urðu yngri börnin að
notast við skó þeirra eldri jafnótt og þau uxu upp
úr þeim. Þessir skór voru þá e. t .v. orðnir skakkir
og skældir og áttu ekki við fótlag yngri systkin-
anna. Afleiðingin er svo afmyndun fótarins að
meira eða minna leyti. Þessar fregnir frá Englandi
minna á hversu þýðingarmikið er að eiga völ á
hentugum barnaskófatnaði og gæta þess, að skóm-
ir hæfi barninu. Þetta er atriði, sem almenningur
ætti að gefa gaum.