Dagur - 21.01.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 21.01.1950, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Akureyri, laugardaginn 21. janúar 1950 5. tbL Illa beittur öngull lugvalíarmál bæjarins þýðgngarmikið úriausnarefni Þannig hugsar erlendur skopteiknari (Bimrose í Portland-Oregon- hm) sér tilraunit- Rússa til þess að fá Vesturþýzka ríkið til þess að gína við hugmyndimii um „sameinað Þýzkaland“ fyrir forgöngu kommúnista. Agnið er að vísu lostætt, en samt er öngullinn 'ekki nægilega vel beittur. — Tilgangurinn er auðsær: að gera allt Þýzkaland að Icppríki Rússa með tilstyrk heimakommúnista. 39 íbúðarhús fultbyggð hér á árinu 1949 Þar að auki margar stórbyggingar í smíðum I skýrslu byggingarfulltrúa kaupstaðarins um byggingafram- kvæmdir hér í bænum á árinu 1949, segir, að á árinu hafi vcrið byggð og tekin til afnota 39 íbúð- arhús með 54 íbúðum. Þar að auki eitt verzlunarhús, 3 verk- smiðjuhús, 12 viðbyggingar og breytingar á eldri húsum, 3 geymsluhús. Þá voru 25 íbúðar- hús komin undir þak um áramót. í þessum húsum eru 29 íbúðir, 24 önnur íbúðarhús eru í smíð- um og í þeim verða 33 íbúðir. Stórbyggingar. Á árinu 1949 var þar að auki unnið við þessar stórbygginga- framkvæmdir: Sjúkrahúsinu, slökkvistöð bæjarins, heimavist- arliúsi M. A., sundlaugarbygg. ingu. Þá var og unnið að hinum miklu byggingaframkvæmdum á Gefjun, nýbyggingu verksmiðj- unnar og byggingu ullarþvotta- stöðvar. Uppselt á söngskemmt- un Geysismanna í gær Kunnir söngvarar úr Geysi höfðu söngskemmtun í Nýja-Bíó í gærkveldi, svo sem auglýst var í síðasta blaði Dags. Um miðjan, dag í gær var uppselt á söng- skemmtunina og hefur því verið ákveðið að endurtaka hana á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. í Nýja-Bíó. Söngmennirnir eru: Guðmundur Gunnarsson, Henn- ing Kondrup, Hermann Stefóns- son, Jóhann Guðmundsson, Jó- hann Ogmundsson, Kristinn Þor- steinsson og Sverrir Pálsson. — Árni Ingimundarson leikur undir á píanó. — Á söngskránni eru 21 Skrítin lögvísindi Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn á Akureyri látast vera ákveðnir í því, að framfylgja útburðarheimild húsalcigulaganna. Virðast þeir álíta að húsaleigunefnd hcfði átt að fylgjast með því hverjir flytja í bæinn og láta bera þá út. Lög um húsaleigu taka þó skýrt fram, að mál út af brot- um á þeim skuli farið með sem opinber mál. Er því auð- sætt, að það er löggæzlan fyrst og fremst, sem fylgjast á með því, að lögin séu eklii brotin, svo og borgararnir, sem hafa rétt til að kæra til bæjarfóget- ans, ef þeir vita um brot á þessum lögum. Annars má telja það veru- lega óskammfeilni af sumiim „Iistamönnum“ Sjálfstæðisfl. á Akureyri, að berjast fyrir þessu stefnuskráratriði, vit- andi það, að þeir sjálfir hafa brotið húsaleigulögin, er þeir fluttu í bæinn. Má telja víst, að þeir sýni sjálfir þá lög- lilýðni, að taka saman pjönkur sínar og flytja úr bænum. Að óreyndu verður því vart trú- að, að þeir vilji beita hörku gagnvart öðrum, sem brotið hafa lögin, en sleppa sjálfir við óþægindin. Eða vilja þeir einungis beita óvinsælum Iagaákvæðum gagnvart Fram- sóknarmöimum? Flugmálaráðherra nýsköpimarstjórnarinnar og sérfræðingar hans svikust um að framkvæma nauðsynlegar rannsöknir hér S'kriður komst á málið á síðastliðnu ári — bæjar- stjórnin þarf að halda málinu vakandi og ýta á eftir framkvæmdum Eins og kunnug er létu setulið Bandamanna, sem hér dvöldu á stríðsárunum gera flugvöllinn á Melgerðismelum. Flugvöllur þessi er enn í dag eini lendingarstaður stærri farþegaflugvéla í innan- landsflugi hér í Eyjafirði. Lélegur afli Iijá togunmum Veiðar togaraflotans hafa geng- ið seinlega að undanförnu vegna aflabrests á miðunum og sífelldra ógæfta. Akureyrartogararnir þrír hafa verið að veiðum á Halamið- um að undanförnu og hefur afli verið tregur. Togarar Útgerðar- félagsins, „Kaldbakur" og „Sval- bakur“, voru væntanlegir hingað í gær og mun annað skipið sigla með afla þeirra beggja. Jörundur er að veiðum á Halamiðum og hefur afli verið rýr. Verðlag á brezka fisk- markaðinum hækkar Sölur togaranna ó brezka mark- aðinum nú síðustu daga benda til þess að markaðurinn sé nú aftur kominn í samt lag eftir verðfallið, sem varð í desember. Selja tog- ararnir nú sem næst fyrir há- marksverð. lag eftir kunn innlend og erlend tónskáld, einsöngvar og tví- söngvar. Fyrir löngu var augljóst, að hann er ófullnægjandi margra hluta vegna. Ymsar ráðagerðir hafa því verið uppi um nýjan flugvöll, en það mál komst þó ekki á rekspöl fyrr en skipt hafði verið um forustu í flugmála- stjórninni í tíð fyrrv. ríkisstjórn- ar og flugráð tók til starfa. Fram til þess tíma var lítið sem ekkert gert í flugvallamólum bæjar og héraðs. Lítið viðhald. Þegar árið 1945 var tekið að benda á þá staðreynd hér í blað- inu, að Melgerðisflugvelli væri illa við haldið og ræki að því, að völlurinn yrði ónothæfur nema stefnubreyting yrði hjá flug- málastjórninni. En mest allt það fé, sem flugmálastjórnin íslenzka hafði yfir að ráða á þeim tíma, fór tíl Reykjavíkurflugvallar, en ekkert teljandi var gert fyrir flugvallarmálin úti á landi. — Snemma á árinu 1946 lagði Dag- ur nokkrar spurningar um þessi mál fyrir þáverandi flugmála- stjóra, Erling Ellingsen. í svörum hans, sem birtust hér í blaðinu hinn 14. marz 1946, telur flug- málastjóri að Melgerðisflugvöll- ur sé ekki framtíðarflugvöllur fyrir bæinn og komi einkum þrír aðrir staðir til greina til flugvall- arbyggingar: Þveráreyrar, hólm- ar í Eyjafjarðará, norðan brúa, og Kollugerðis- og Mýrarlóns- land. í þessu viðtali var því yfir- lýst, að þessi mál, og ákvörðun um framtíðarflugvöll á Akureyri, yrðu afgreidd í sambandi við væntanlega yfirtöku Melgerðis- fdlugvallar frá Bandaríkjunum, þ. e. vorið 1946. Eíndir urðu engar. í reyndinni urðu engar efndir á þessu fyrirheiti. Þær athuganir, sem á þessum árum fóru fram á flugvallarmálum hér, voru gerð- ar fyrir atbeina Flugfélags Is- lands ,en flugmálastjórnin virtist aldrei hafa neinn áhuga fyrir því, að ákveða framtíðarlausn. Eyjafjarðarárhólmar álitlegastir. Eftir að nýskipan á flugmálum var gerð, með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar 1947, var aftur farið að sinna þessu máli og árið 1948 var það álit sérfróðra manna, eft- ir að athuganir höfðu verið gerð- ar hér, að Eyjafjarðarárhólmar væru álitlegasti staðurinn fyrir flugvöll. Á sl. sumri dvöldu héi verkfi'æðingar á vegum flugráðs til þess að rannsaka jarðveg og aðrar aðstæður til flugvallar- byggingar í Eyjafjarðarárhólm- um. Enda þótt skýrsla þeirra hafi ekki verið birt, er vitað, að þeim leizt vel á staðinn og töldu vel gerlega að koma þar upp góðuro. flugvelli án þess að kostnaður yrði óbærilegur. Leitað til bæjarstjórnarinnar. Á sl. ári sneri flugráð sér tii. bæjarstjórnarinnar hér og leitaði. samninga við hana um land fyrir flugvöllinn í Eyjafjarðarárhólm- um. Bæjarstjórnin iók málaleit- aninni vel og taldi sig fúsa til þess að lata landið af hendi endur- gjaldslaust, og hét jafnframt sam- vinnu um flutning háspennulírtu af svæðinu, eftir því sem unnt væri. Enda þótt flugmálastjórn ný- sköpunarstjórnarinnar, og þeir flokkar, sem báru ábyrgð á henni, væri sofandi í þessu máli og gerðu ekkert til þess að koma þvi á rekspöl, má þó kalla að flug- vallarrnálið hafi ekki verið flokksmál hér innan bæjarstjórn- arinnar. Þegar til bæjarstjórnar- innar hefur verið leitað, hefur hún brugðist vel við og lagt mál- inu lið. Nú er augljóst, að þessi afstaða er ekki nægileg. Halde. (Framhald á 7. síðu). Tveir nýir læknar til starfa í bænum Tveir nýir læknar eru komnir til bæjarins til starfa hér. Eru það þeir Bjarni Rafnar, sem hef- ur lækningastofu í verzlunar- húsi KEA, þar sem áður var Ól- ur Sigurðss. læknir, og Þórodd- ur Jónasson frá Grænavatni, sem. opnar lækningastofu, þar sem áð- ur var Jón Geirsson læknir nú um næstk. mánaðamót. Forustugreinin: Afstaða bæjarblaðanna til framkvæmdamálanna. Fimnttasíðan: Minnzt aldarártíðar danska skáldsins Öehlenschláger.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.