Dagur - 15.02.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 15.02.1950, Blaðsíða 4
DAGUR Miðvikudaginn 15- febrúar 1950 D AGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa l Hafnarstræti. 87 — Simi 166 Blaðið kemur rit A hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júli. RRENTVERK OPDS JBJÖRNSSONAR H.F. r, I miðjum straum ÖLL SÓLARMERKI benda nú til þess, að ís- lenzka þjóðin í heild verði nú, fimm árum eftir styrjaldarlokin, að byrjá.að feta slóð þá, sem ýms- ar aðrar Evrópuþjóðir lögðu á fljótlega að stríð- inu loknu og virðist hafa skilað þeim flestum í sæmilega örugga, efnahagsléga höfn. Þetta er slóð endurreisnarinnar. eftir glundroða og eyðilegg- ingar styrjaldarinnar. Að vísu má segja, að nokkur viðleitni í þessa átt hafi átt sér stað hér á undan- förnum árum. Nokkrum hluta hinna miklu, er- lendu innstæðna landsmanna var varið til kaupa framleiðslutækja. En þess var ekki gætt að halda fjármálakerfi þjóðarinnar á réttum kili. Dýrtíðar- stefnan og togstreitan um fleiri og sífellt minnk- andi krónur fékk að þróast hér nær óhindruö og þar með var stefnt til þess efnahagslega öngþveit- is, sem nú ríkir. Ekki skorti þó á að bent væri á hætturnar, sem þetta andvaraleysi óg gáleysi í fjármálum, hlyti að hafa í för með sér. Framsókn- arflokkurinn vildi leggja meginkapp. á það 1944, er Sjálfstæðisflokkurinn hljóp til og gerði samn- inginn við kommúnista, að framleiðslunni væri búinn öruggur fjárhagsgrundvöllur. Aðeins með þeim hætti, gæti þjóðin notið til fulls þeirra fram- leiðslutækja, sem ætlunin var að kaupa til lands- ips. En þetta sjónarmið Framsóknarflokksins varð undir, og „nýsköpunar“stjórnin qg aÍ.lir; hprmar fjárglæfrar settist við stýrið. í kosningabaráttunni .1946, héldu Framsóknarmenn því fram í blöðum sínum og á mannfundum, að stjómarstefnan hlyti að leiða til gengisfellingar. En á þau rök vildi þjóðin ekki hlýða. Með þátttöku í stjórninni 1947— 1949 vildu Framsóknarmenn reyna að forða því að þessi yrði endirinn á endurreisninni, en þótt sam- ið væri við hina lýðræðisflokkanna um breytta stjórnarstefnu, varð sú raunin á, að þeir skriðu ævinlega saman þegar á hólminn kom og héldu dauðahaldi í dýrtíðarstefnuna, sem enn fékk að þróast í skjóli þessara flokka. Og nú verða örlögin ekki lengur umflúin. Þótt tillögur þær, er flokk- arnir ræða nú — og verða e. t. v. opinberar áður en þessar línur koma fyrir almenningssjónir — hafi ekki verið kunngerðar, virðist það álit manna úr öllum flokkum, að gengisfelling standi fyrir dyr- um. Þarf þá ekki lengur að deila um það, hvorir höfðu rétt fyrir sér á „nýsköpunar“árunum, Fram- sóknarmenn eða andstæðingar þeirra. EN FJÁRREIÐUM þjóðarbúsins verður ekki haldið á réttum kili með því að fárast sífellt um orðinn hlut. Þjóðih þarf að læra af reynslunni og sjá í réttu ljósi kenningar þeirra manna, sem sögðu henni að „bjart“ væri framundan í atvinnu málum og fjármálum eftir að augljóst var að öllu var stefnt hraðbyri í strand, og byggðu skýjaborgir úr. 800 milljón króna ársútflutningi. Útflutnings- verðmætið náði ekki 300 millj. á sl. ári, enda þótt „nýsköpunin" væri þá öll komin heim í hlað. Það ætti naumast að vera ofraun fyrir landsfólkið að draga réttar ályktanir af þessum staðreyndum og skilja eðlismun ábyrgrar og óábyrgrar stjórnmála stefnu. En þegar það hefur verið gert, skiptir mestu máli að þjóðin standi saman um viðreisnar- ráðstafanirnar og að þær verði framkvæmdar af einurð og drengskap. Til þess að svo megi- verða þarf veruleg lífsvenjubreyting að verða á ýmsum stöðum. Þjóðin vill sætta sig við hverja skynsamlega aðgerð í dýr- tíðarmálunum, enda þótt það kosti nokkrar fórnir, ef öruggt er, að byrðunum verði réttlátlega skipt og þeir beri þyngstu pinkl- ana, sem mest hafa þolið til þess. Fram að þessu hefur verið lítill jarðvegur fyrir slíkar aðgerðir í innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur verið staðið látlaust á verði um hagsmuni auðstéttar- innar nú um langa hríð. Nægir í því sambandi að minna.á, að hver tillaga um endui-skipulagning verzlunarinnar hefur fengið þær móttökur í þeim herbúðum, að engu er líkara en komið hafi verið við hjarta flokksins, enda má og til sanns vegar færa, að hjarta hans sé einmitt verzlunin og gróðamöguleikar heildsala og kaupmangara. Þá þarf og að hrekja þá villukenningu á undan- hald, að hag launþega sé bezt borgið með sífelldum kauphækk- unum, án þess að jafnframt sé tekið tillit til þess hver kaup- máttur peninganna er og hvernig er komið hag undirstöðuatvinnu- veganna. Ef. gengisfelling dynur nú yfii', komast verkamenn og aðrir launþegar ekki hjá því að 'hugleiða, hver hagur þeim hefur raunverulega verið að „kjara- bótastefnu“ þeirri, sem vinstri flokkarnir svöriefndu hafa rekið undanfarin ár. Menn sjá þá að 'líklegast er, að launastéttirnar stæðu nú. miklu betur að vígi, ef dýrtíðarstefnunni hefði ekki ver- ið gefinn laus taumurinn hér fyrr á árum og færri en raun varð á- hefðu trúað því að „nýsköpunin“ mundi gera alla ríka fyrirhafnar- lítið. ÞJÓÐIN STENDUR nú á vega- mótum. Nú er tilgangslaust að tala lengur um „blóma“ í at- vinnulífinu eða 800 milljón króna útflutningsverðmæti blátt áfram af því að enginn trúir slíkum blekkingum lengur. Róttækar dýrtíðarráðstafanir verða ekki lengur umflúnar. Það er reynslan sjálf sem neyðir þjóðarbúið til ;þess að snúa við á eyðslubraut- inni. Það getur verið erfitt að snúa til sama lands í beljandi straum, en það verður þó að.ger- ast ef halda á lífi og limum á stundum. Hyggilegra hefði verið að leggja aldrei út á ófært vað, en leita annarrar leiðar til velmeg- unar. En „nýsköpunar“postularn- ir fóru að eins og Potemkin og töfruðu.fram alls konar, skýja- borgir á hinum flótsbakkanum og tældu þjóðina út í miðjan straum inn. Nú sjá allir, að þeir hafa ver.- ið blekktir og þjóðin býr sig nú til þess að hverfa aftur til hófsam- .legri lifnaðarhátta og meiri að- gætni í fjármálum. Förin til lands verður erfið, en þegar þangað er náð sæmilega þurruiri fóturri, iverður að halda áfram að leita vaðs, en leita þess með fyrir- hyggju. Samtök en ekki sundr- ung eru bezta vegarnestið í þeirri leit. FOKDREIFAR Úr miklu að, moða. H: J. skrifar blaðinu: „KOSNINGAHRYNAN er liðin hjá, og er það vel. — Hrynur eru alítaf óhugnanlegar, hvort sem það nú eru hvítasunnuhrynur eða leinhverjar aðrar enn verri. — Kyrrð og rólyndi er aftur að fær- ast yfir bæinn. Hnotabit milli ■manna út af kosningunum, bæði á götum og í heimahúsum, er að mestu dottið niður. — „Nafla- strengirnir“ víst komnir í sitt gamla lag o. s. frv. — Og fólkið hlakkar til að lifa næstu fjögur árin, því að þá á að gera svo mik- ið til heilla og blessunar fyrir þennan bæ. — Þó helmingurinn af fallegu loforðunum gleymistj er samt mikið eftir, því að úr svo miklu er að moða.“ Birtan og ylurinn. „ÞEGAR HUGSUN manna er ;svo komin á þetta stig, er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, að fará að velta því fyrir sér, á hverju væri svo nauðsynlegast að.byrja. ’Fi'á mínum sjónarhól séð, finnst ;mér veltan ekki þurfa að verða svo löng eða erfið.— Það er raf- magnið, og aftur rafmagnið. — Við þráum öll birtuna og ylinn — þráum meira ljós. — Við gleðj- umst við hækkandi sól, og fögn- um því að hver dagur sem líður •færir okkur nær sól og sumri og meiri birtu. Þess vegna hrökkv- um við í kút, þegar rafljósin deyja snögglega, eins og oft hefur komio fyrir að undanfömu. Ein- hver ömurleiki og minnimáttar- kennd grípur okkur, og líðanin verður ekki sem ákjósanlegust. — Þetta ástand þarf- og á að breyt- ast sem allra fyrst. og nokkur fpng eru til. Málið má ekki tefjast af þvargi og þrasi, svo sem því, að féð sem á þarf að halda, sé fengið Ihjá Jóni í Móhúsum, en ékki hjá Páli í Pestarkoti o. s. frv.“. Eldur í Austurfjöllum! „OKKUR ER SAGT að málið sé ágóðum rekspöl, og er það vel. iRafveitan ætli að hefja undir- búningsvinnu í vor o. s. frv. En það er dálítið um aðra hlið á þessu máli, sem eg vildi ræða ör lítið; — Mér hefur jafnan sýnzt síðan eg fór að veita framkvæmd þessari athygli, að allverulegur skuggi grúfi yfir henni. — Það eru eldarnir á Austurfjöllum. „Eldar á Austurfjöllum?“ munu máskt einhverjir segja, og reka upp stór augu. — Hvað koma þeir Laxárvii-kjuninni við? Ekki eru eldfjöll þar.“ Við búuni á Eldlandi. TIL AÐ SVARA þessum mönn um í stuttu máli vil eg tilfæra .kafla úr riti Markúsar Loftsson- ar „um jarðelda á íslandif‘. Hann segir svo orðrétt: „Árið 1729, þ. 30. janúar, kom upp ógnarlegur eldur. af: hinum stóra eldhver, sem er í Leir hnjúk (við Mývatn). Tók sa eldur eina framrás. og rann sem vatrl yfir næstliggjandi svæði.“ Og ennfremur segir Markús: „Þettá eldflóð hljóp í sjálft Mývatn og þurrkaði það með öllu. — Stóð það í.ljósum loga nokkra daga. Var hann svo hár að sjá, að hann tók upp yfir hæstu fjöll. — Þá þornaði upp áin sem rennur til norðurs úr Mývatni.“ , „En Leii-hnjúkur er orðinn kaldur fyrir löngu,“ munu menn segja. — Væri vel ef svo væri. En eldarnir miklu á Mývatnsör- æfurn og Dyngjufjöllum á árijn- úm 1874—1875 sýna, að þá hefur (Framhald á 5. síðu). Hakkaður fiskur er handhægur PYLSUGERÐ KEA hefur tekið upp þá nýbreytni að selja hakkaðan fisk, og ei' það nýmæli, sem hús- ffeyjur munu fagna. Fiskurinn er aðeins hakkaður einu sinni og ekkert er sett saman við hann, svo að hverri konu er í sjálfsvald sett að blanda farsið eða nota hinn hakkaða fisk á hvern þann hátt, sem henni dettur í hug eða hentar í það og það skiptið. Með þessu móti er húsfreyjan laus við að taka fram hakkavélina, ef hún þá er til í.eldhúsinu, sem er vafasamt, því að hakkavélar hafa ekki verið á markaðnum, lengi. Langi hana því til að breyta til og gera einhvei-s konar bollur eða búðing úr fiski, er hægt að nota þennan.hakkaða fisk þótt hann sé aðeins einhakkaður, því að hann er vel hakkaður og algerlega tægjulaus. Sumar konur hakka aldrei fisk í bollur, heldur skafa hann, og mér er sagt, að með því móti megi gera ágætis fiskfars, En þær, sem helzt vilja fiskinn hakkaðan, geta nú losnað við þá fyrirhöfn, án þess þó að þurfa að kaupa lagað fisk- fars. Allt, sem miðar að því að létta undir með hús- mæðrum, er spor í rétta átt og því gleðiefni öllum, þyí að sannarlega munu nægileg verkefni og störf samt, sem húsmæðurnar þurfa að leysa af, hendi. MYSUOSTUR ENDURBÆTTUR. Nú er góður mysuostur á boðstólnum og er sjálf- sagt að hann sé sem oftast á kvöldborðinu, ef þess eru tök. Mystuostinn má drýgja mikið og bæta með því að sjóða hann upp og er það gert á þann hátt, að osturinn er. settur í pott og svolítið af mjólk eða rjpma og sykri sett saman við. östúrinn er. látinn sjóða og jafnast og er hrært vel í á meðan. Ostur- inn er svo settur í.skál, sem bezt er að hafa hann í að jafnaði og stífnar hann nokkuð við að kólna. Bezt 'er að hann sé ekkFþykkari en svo, að gott sé að smyrja með honum. GOTT RÁÐ. Þegar handsápan er að verða uppeydd og er orðin mjög þunn, er ráðlegt að taka næstu sápu í notkun ^og klístra þunnu sápunni utan á þá heilu. Við það festist þunna sápan og samlagast þeirri heilu fljót- lega. Þannig fer ekkert til spillis. SOÐIN HRfSGRJÓN. ! Soðin hrísgrjón eru góð með ýmsum kjötréttum, einnig út í súpur, bæði kraftsúpur og sætar súpur. Hrísgrjónin eru þá soðin á. eftirfarandi hátt: 200 gr. hrísgrjón (20 sléttar matskeiðar). 3 dl. vatn. 1 teskeið salt. Vatnið-og saltið er látið sjóða. Grjónin þvegin og sett saman við. Ofan á grjónin er lagt stykki og hlemmurinn þai' ofan á. Ofan á hlemminn er lagð- ur einhver þungur hlutur svo að engin gufa komist burt. Grjónin eru nú soðin við hægan hita í 12 mín. Potturinn tekinn af eldinum og látinn standa lok- aður í aðrar 12 mín. Grjónin má einnig sjóða á annan hátt, en það tekur. lengri tíma. Úr soðnum hrísgrjónum er hægt að gera hrísgrjónarönd, sem bera mó með ýmsum réttum, og líka nota sem sjálfstæðan rétt með góðri sósu. Kökumót er skolað með köldu vatni, grjónin sett þar í, og er þeim þjappað vel saman með mat- skeið. Þá er mótið sett inn í ofn og látið vera þar ca. 5 mín. Grjónunum er hvolft á fat, en áður en •það er gert þarf að losa þau vel frá mótinu með hníf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.