Dagur - 15.02.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 15.02.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 15. febrúar 1950 D AGUR 7 Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur hjálp og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, SIGTRYGGS SIGURÐSSONAR, trésmiðs. Anna Lýðsdóttir og synir. ........ ............... 111111(11 n iiiiiu im iii n || m i'i iii 11| |||||||l|||||||l Bolludagurinn | er á mánudaginn liemur. í Eins og undanfarin ár bjóðum vér yður beztu boll- | unlar. — Höfum þessar tegundir: 70 aura bollur: Rjómabollur Punchbollur 60 aura bollur: Berlinarbollur 40 aura bollur: Rúsínubollur Krembollur Glassúrbollur | ÚTSÖLUR: Verzlun Jóhanns Ragúelssonar, Verzl- | unin Brynja, Verzlun Björns Grímssonar og I í verzlunin Glerá, Glerárþorpi. | Sendum ekki heim, en brauðbúðin í Strandgötu og f | útibúin verða opnuð kl. 7 f. h. f Virðingarfyllst Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. | I Sími 74. ;(fuimiiimiiiiiiiiiiiiiMiii«iiiiniMiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiimiMiiiiimimuiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiMiiiiiiimiiiii7 ••IMllMMIIMMIIimillllllllllllMIIIIIIIIIIIIMIIItllllllMIMIIMIHIHIIIIMipMIIMIIIMIMIfllMMIIIIIIIIIMIIMMIIIIIIIIIIIIIIIII^ | ÚTVEGUM GEGN LEYFUM | | frá Hollandi: 1 Litla rafmagnsmótora, frá 0.3—1 f f h.a., 3. fasa, snúningshraði 1000, i i 1500 eða 3000 snúningar á mínútu. { Allar nánari upplýsingar í Véla- f i deild, sími 7080. f Samband ísl. samvinnufélaga | • "IIIIIIIIIMMMIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMMMMIIMIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIMIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMÍ FUNDARBOÐ Hið nýkjörna Iðnráð Akureyrar er hérmeð kvatt saman að Hótel Norðurland sunnudaginn 19. þ. m., kl. 2 e. h. FulltrúaV leggi frarn kjörbréf sín á fundinum. SIGURÐUR HANNESSON, fulltrúi Trésmiðafélags Akureyrar; ^####### TILKYNNING til smjörframleiðenda Smjörmótin, stimplarnir og smjörumbúð- irnar eru komin. Gjörið svo. vel áð vitja þeirra, sem fyrst, í Kjötbúð vora. Kaupfélag Eyfirðinga. AUGLÝSIÐ í DEGI - „Alþýðumaðurinn“ á flótta ... (Framhald af 2. síðu). geti arður, sem úthlutað er fé- lagsmönnum, aldrei orðið tekju- eða útsvarsskyldur. Hefði blaðið mátt minna á þessa staðreynd fyrir kosningarnar, en það var ekki gert, enda þá erfiðari eftir- léikurinn að lofa kjósendum því, að bæjarstjórnin á Akureyri tæki upp skattaálögur eftir eigin geð- þótta. En um leið og blaðið gi'íp- ur flóttann frá tvöfalda skattin- um, blæs það upp reykskýi einu miklu, með því að fimbulfamba heilmikið um það, að það sé ekki félagsmannaarðurinn, sem það vilji skattleggja, heldur „verzlun- argróði, sem enginn arður er greiddur af, ef hann aðeins telzt fenginn af skiptum við félags- menn.“ f Alþýðumanninum hefur áður verið fárast um það, að um- boðssala KEA með innlendar framleiðsluvörur skyldi ekki vera skattskyld. Er þarna verið að þræða sömu slóðina, þótt með læ- víslegra orðalagi sé. Sannleikur- inn í málinu er auðvitað sá, að KEA endurgreiðir félagsmönn- um sínum allan arð, að frádregnu lögboðnu varasjóðstillagi, en um- boðssala fisks, kjöts, mjólkur o. s. frv., er ekki útsvars- né skatt- skyld lögum samkvæmt, sbr. hæstaréttardóminn um útsvars- greiðslur Sölusambands ísl. fisk- farmieiðenda. Er bæjarstjórnin á Akureyri jafn máttlaus að breyta þeim lögum, sem öðrum, og ekk- ert nema blekking að lofa kjós- endum því fyrir kosningar, að fulltrúar Alþýðuflokksins muni komi því í kring eftir kosningar! Auðskilið er, að krafa Alþýðu- mannsins um aukna skatt- heimtu af samvinnufélögum, verður ekki framkvæmd nema á kostnað almennings, þ. e. með því að rýra endurgreiðslu þá, sem félagsmönnum ber að fá af því fé, er þeir leggja inn til vörukaupa. Með slíkum aðför- um væri stefnt að því að svipta fólkið í landinu aðstöðu til þess að reka samvinnuverzlun á hagkvæmum grundvelli, og það væri raunverulega bein árás á félagsfrclsið í landinu. Það er sérstaklega athyglisvert, að í þessu málgagni hefur aldrei komið fram vottur af áhuga fyrir því að fá stríðsgróðaskattslögun- um frá 1941 breytt þannig, að bæjarfélögin hlytu meiri skerf þeirra skatta, sem stór fyrirtæki greiða, en nú er. Það væri þarf- ara verkefni fyrir Alþýðumann- inn, að hvetja þingmenn Alþýðu- flokksins til að taka það mál upp á arma sína, en gerast liðsmaður gróðavalds og kaupmangara í viðleitni þeirra til þess að rjúfa þá hlíf, sem samvinnufélögin eru fyrir efnahagsafkomu almenn- ings. Stofa til leigu í nýju húsi. Afgr. vísar á. UR BÆ OG BYGGÐ □ Rún.: 59502157 = 2 Messað í kapcllu Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. — P. S. tSunnudaga- skóli Akur- eyrarkirkju getur ekki starfað næstk .sunnudag vegna þess, að það er verið að mála kirkjuna að innan. Æskulýðsfélag Akureyrar- kirkju. — 2. deild (fundur í kapellunni kl. 8.30 e. h. n. k. sunnffdagskvöld. (Myndataka). Fundur í 3. deild næstk. mánu- dagskvöld kl. 8.30 á sama stað. — Á délfldarfundi 1. deildar síðastl. sunnudag flutti Hreiðar Jónsson þáttinn: Ur bæjarlífinu. — Var rætt um billiard-stofuna, og það harmað, að hún skyldi enn hafa verið sett á stofn, því að frá henni myndi stafa óheill fyrir æsku bæjarins, ef ekkert yrði að gert. — Var óskað eftir því, að enginn Æskulýðsfélagi vendi komur sín- ar þangað. Æskulýðskór- inn! Munið söng æfingarnar á sunnudögum kl. 5.30 e. h. og mið- Vikudögum kl. 7.30 e. h. í kapell- unni. Blaðamannaklúbburmn er beð- inn að mæta í kapellunni kl. 8.30 e. h. næstk. föstudag. ' Nú hafa fuglarnir enn lcitað á náðir mannanna. — Munið eftir að gefa þeim. Messur. í Grundarþingapr.kalli: Hólum sunnudaginn 26. febr. kl. 1 e. h. — M.öðruvöllum sunnud. 5. marz kl. 1 e. h. — Grund sunnu daginn 12. marz kl. 1 e. h. SJÓNARIIÆÐ. Sunnudaga- skóli fyrir börn og unglinga kl. 1 og almenn samkoma kl. 5 á sunnu dögum. Allir velkomnir. tK. A.-félagar! Munið gömlu dansana í Sam- komuhúsinu a n n a ð kvöld kl. 8.30 e. h. Guðspekistúkan „Systkinaband- ið“ heldur fund þriðjudaginn 21. þ. m. kl. 8.30 e. h. á venjulegum stað. Fíladclfía. Samkomur verða í Verzlunarmannahúsinu, Gránu- félagsgötu 9. Á miðvikudögum kl. 5.30 e. h.: Saumafundir fyrir ung- ar stúlkur. — Á fimmtudögum kl. 8.30 e. h.: Almennar samkomur. — Á laugardögum kl. 5 30 e. h.: Drengjafundir. — Á sunnudög- um kl. 1.30: Sunnudagaskóli, og kl. 8.30 e. h.: Almennar samkom- ur. — Söngur og hljóðfærasláttur. Verið hjartanlega velkomin. St. Brvnja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 20. febr. (bolludaginn). Venjuleg fundar- störf. — Inntaka o. fl. — Eftir fund vei'ður bollukoffi, söngur, upplestur, ræður og dans. Fjöl- mennið. FRÁ STARFINU í kristniboðs- húsinu Zion næstu viku. Sunnud. kl. 10.30 f. h. sunnudagaskólinn; kl. 2 drengjafundur (eldri deild); klukkan 8.30 e. h.: Almenn samkoma, séra Jóhann Hlíðar talar. Þriðjudag kl. 5.30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikud. kl. 8.30 biblíujcstur og bænastund Fimmtudag kl. 8.30 fundur fyrir ungar stúlkur. Laugardag kl. 5.30 drengjafundur (yngri deild). I. O. O. F. = 1312178F2 = Minningarspjöld nýja sjúkra- hússins og Elliheimilissjóðs Ak- ureyrar fást í Bókabúð Axels. Tímatal fslendings. íslendingur var á dögunum farinn að tala um tíðarfarið „það sem af er Góu.“ í tilefni af þessu sendi lesandi blað- inu eftirfarandi stöku: Þorrafingur, freðinn stingur, fannabyngur hækkar nú. Orða slyngur ,,íslendingur“ oflof syngur Góu frú! Hjálpræðisherinn, Strandg. 19B. Fimmtud. 16. febr. kl. 8.30 e. h.: Norsk Forening. — Föstud. kl. 8.30 e .h.: Kvikmynd. — Sunnud. kl. 11 f. h.: Helgunarsamkoma. Kl. 2 e. h.: Sunnudagaskóli. Kl. 8.30 e. h.: Hjálpræðissamkoma. — Mánudag kl. 4: Heimilasamband- ið. Kl. 8.30: Æskulýðssamkoma. Verið hjartanlega velkomin á herinn. Stúdentar! Munið þorrablótið á laugardaginn .Tilkynnið þátttöku nú þegar til ritara Stúdentafé- lagsins. fkviknun. Síðastl. fimmtudag, um hádegi, varð þess vart, að eld- ur logaði í þaki Prentverks Odds Björnssonar. Var slökkviliðið þegar kvatt á vettvang. Allmikill eldur var í þurru torfi, sem er undir pappalögn á þakinu. Tókst fljótlega að slökkva eldinn, en talsverðar skemmdir urðu á þak- inu. Ekkert skemmdist inni í sjálfri prentsmiðjunni. Eldsupp- tök eru ókunn. Níræð varð í gær Freyja Þor- steinsdóttir, Dalvík. Saumá- og bókbandsnámskeið Heimilisiðnaðargélagsins byrja föstudaginn 17. þ. m. Sími 488 eða 364. Áttræður varð í gær Axel Schiöth bakarameistari. Munið aðalfund Náttúrulækn- ingafélags Akureyi'ar næstkom- andi sunnudag kl. 3.30 í Tún- götu 2. Látin er hér í bænum hús- freyjan Sigríður Sigurðardótíir, móðir Marteins Sigurðssonar fyrrv. bæjarfulltrúa og þeirra systkina. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju næstk. laug- ardag. Árshátíð Framsóknarfélaganna hér, sem halda átti sl. laugaidag, var frestað vegna andláts móður Marteins Sigurðssonar, form. Framsóknarfélags Akureyrar. — Verður árshátíðin haldin síðar og nánar auglýst bráðlega, hvenær það verður. Héraðsdómslögmaður. Síðastl. föstudag lauk Tómas Árnason lögfr. héraðsdómslögmannsprpfi við bæjarþing Akui'eyrar. Próf þetta veitir rétt til munnlegs mál- flutnings fyrir héraðsdómi. Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur aðalfund i kirkjukapell- unni, föstudaginn 17. febrúar, kl. 5 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. Konur, fjölmenni. Áhcit á Akureyrarkirkju. Kr. 100.00 frá N. N., afhent af séra Pétri Sigurgeirssyni, og kr. 100.00 frá konu. Þakkir .Á. R. Akureyringar! Nú er ykkur boðið að koma næstk. laugar- dagskvöld kl. 8.30 í Sjónarhæð. Ungt fólk heldur þar samkomu með söng og hljóðfæraslætti, stuttum ræðum eða vitnisburð- um. Allir velkomnir, gamlir sem ungir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.