Dagur


Dagur - 01.03.1950, Qupperneq 2

Dagur - 01.03.1950, Qupperneq 2
2 D AGUR Miðvikudagimi 1. marz 1950 Tilraunimar tii stjórnarmyndunar Tóku utanþingsöfl í taumana? Sextugur: MAGNÚS PÉTURSSON, kennari Ábyrg stefna Framsóknarflokks- ins frá fyrstu. Seinustu árin fyrir styrjöldina fór Framsóknarflokkurinn með stjórnarforustu og fjármálastjórn. Þá var tekin upp sú regla að koma á traustum samtökum þingmanna, sem studdu stjórnina við afgreiðslu fjárlaga. Ábyrgðir ríkissjóðs voru takmarkaðar, að- eins þau lög samþykkt um útgjöld úr ríkissjóði, sem ráð var fyrir gert á fjárlögum. Utgjöld fjárlaga voru áætluð sem næst því, sem búast mátti við, og síðan gengið eftir, að sem minnstu væri eytt umfram áætlun, enda kom- ust umframgreiðslur allt niður í 7-8%. Framsóknarflokkurinn varaði sífcllt við dýrtíðarhættunni. í byrjun stríðsins tóku Sjálf- stæðismenn við fjármálunum og hafa haft forystu í þeim efnum síðan. Þá voru teknar upp nýjar reglur við afgreiðslu fjárlaga. — Umframgreiðslur hækkaðar. Ábyrgðir ríkissjóðs fylgdu nærri hverju þingskjali. Fjárlögin voru lögð fyrir þingið þannig, að marga mánuði tók að samþykkja þau. — Þetta gekk svo til, þrátt fyrir uppgangstíma og hagstæð skil- yrði. Sjálfstæðisflokkurinn myndaði stjórn 1942 með hlut- leysi kommúnista og samdi við þá um að hreyfa ekki við dýrtíð- armálunum. Aftur tókust samn- ingar með Sjálfstæðismönnum og kommúnistum 1944, þegar ný- sköpunarstjómin var mynduð, og enn gætti léttúðar af hálfu Sjálf- stæðisflokksins í dýrtíðarmálun- um. Framsóknarflokkurinn gagn- rýndi fjármálastefnuna og taldi stefnt í voða, en á slíka gagnrýni var ekki hlustað. Samstarf lýðræðisflokkanna. Landsmenn tengdu verulegar vonir við það samstarf, sem hófst 1947. Enn fóru Sjálfstæðismenn með fjármálin. Framsóknarflokk- urinn lagði mikla áherzlu á við- nám við dýrtíðinni, enda var það höfuðstefna stjórnarinnar. Þeim mun lengra, sem leið samstarfinu, varð ljósara hið sífellda viljaleysi Sjálfstæðisflokksins til þess að koma á heilbrigðu fjármálalífi í landinu. Var engu líkara en gróðagleraugu veltiáranna sætu enn á nefjum þeirra. Þingrofið og kosningarnar. Framsóknarflokkurinn rauf stjórnarsamvinnuna, vegna þess að stjórnarsáttmálinn var svikinn. Þetta leiddi til þingrofs og kosn- inga. Framsóknarflokkurinn Vann mikið á í kosningunum og hlaut traust þjóðarinnar fyrir af- stöðu sína. Þjóðin sér hættuna framundan. En almenningur krefst þess, að ef byrðar þarf að leggja á til viðreisnar, þá verði það í hlutfalli við efni manna og ástæður. Eftir kosningarnar — hreinar línur. Af eðlilegum ástæðum fól for- seti formanni Framsóknarflokks- ins aS mynda stjórn að kosning- um afloknum. Fékk hann óvenju stuttan frest til athafna. Framsóknarflokkurinn vildi ná samstarfi við Alþýðuflokkinn um stjórnarmyndun. Flokkarnir legðu svo fram sameiginlegar til- lögur til úrbóta. Ef þær yrðu felldar á þingi gengju flokkarnir hlið við hlið til kosninga. Þá hefði verið um þrennt að velja fyrir kjósendur: Kommúnista, íhaldið eða andstæðinga hvort tveggja. Líklegt er, að nægilega mikill hluti þjóðarinnar hefði stutt um- bótaöflin. En Alþýðuflokkinn brast því miður gæfu til þessa verks á því stigi. Stjórnarmyndun Ólafs Thors — hin þriðja. Þá myndaði Ólafur sína þriðju ríkisstjórn á sama áratugnum. — Álíta margir, að heildsalar Reykjavíkur hafi knúið Sjálf- stæðisflokkinn til þess að taka völdin til þess_að ráða yfir verzl- unarmálunum um'hríð. Svo var og þýðingarmikið fyrir flokkinn að hafa völdin yfir bæjarstjórn- arkosningarnar. Fyrst heildsalar og Sjálfstæðisflokkurinn — síðar alþjóðarheill. Fyrsta verk þeirrar stjórnar var að slá á frest öllum aðgerðum og forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi, að stjórnin væri stefnulaus. Sjálfstæðisflokkurinn viðurkenn - ir að lokum nauðsyn á úrbótum. Eftir nokkra setu í valdastólum og eftir að nokkrir ráðamenn Sjálfstæðisflokksins höfðu varið jólafríi sínu til rannsókna á fjár- málaástandinu varð þeim ljóst, að dýrtíðin yrði ekki stöðvuð með einu pennastriki. Eins og kunn- ugt er var Benjamín Eiríksson, hagfræðingur, starfsmaður Al- þjóðabankans, fenginn til að gera álitsgerð um fjármálaástandið á sl. vori. Niðurstaða Benjamíns var þá sú, að ekki mætti dragast deginum lengur að hefjast handa um raunhæfa lausn vandamál- anna. Þeirri niðurstöðu Benjamíns var dauflega tekið af Sjálfstæðis- flokknum, og þegar Framsóknar- flokkurinn krafðist aðgerða á sl. sumri var þeirri kröfu ekki sinnt. Nú, þegar Sjálfstæðisflokknum er ljóst, hversu alvarlegt ástandið er orðið, fá þeir Benjamín til að gera tillögur til úrbóta. Það eru því þessar tillögur, en ekki „penna- strik“ formanns Sjálfstæðisflokks ins, sem einhvers er að vænta af. Undarleg brcytni Sjálfstæðis- flokksins. Nokkrum hluta Sjálfstæðis- flokksins var það ljóst, að minni- hlutastjórn Ólafs Thors var þess ekki megnug að tryggja framgang tillagna, sem e. t. v. yrðu til bóta, en yllu deilum. Þess vegna vildu margir Sjálfstæðismenn koma á víðtækari stjórnarsamvinnu. — Framsóknarflokknum var ljóst, að samvinnu yrði ekki náð við jafnaðarmenn á þessu stigi. Þeir höfðu sagt of mikið, t. d. um gengislækkun. Þess vegna vildi flokkurinn sýna fulia ábyrgð á þingi og ganga í stjórn með Sjálf- stæðisflokknum á algerum jafn- réttisgrundvelli. Sjálfstæðisflokknum hefur þingrofsréttinn. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn situr í stjórn getur hann rofið þing. Framsóknarflokknum var því ljóst, að ef farið væri að semja um stjórn, gæti það tekið langan tíma, e. t. v. nokkra mánuði (sbr. 1947). Sjálfstæðisflokknum væri því fært að rjúfa þing einhvern tíma á hagstæðu augnabliki samninganna. Þess vegna var það orðið samkomulag milli flokk- anna að frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins, að mynduð yrði stjórn, án stjórnarsáttmála og eingöngu skipt verkum milli flokkanna á fyrsta stigi. Var samkomulagi alllangt komið og grundvöllur lagður. Sjálfstæðisflokkurinn ósam- kvæmur sjálfum sér. Framsóknarflokksþingmenn fundu til hinnár þinglegu ábyrgð- ar sinnar eins og jafnan áður og töldu skyldu sína gagnvart þjóð- inni að stuðla að viðreisn. Þess vegna ætluðu þeir að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum, þar sem önnur sund væru lokuð. En allt í einu, þegar nærri var lokið myndun stjórnar á grund- velli, sem Sjálfstæðismenn áttu sjálfir frumkvæði að, lýstu þeir skyndilega yfir, að þeir gætu ekki myndað stjórn, nema sérstakur stjói-narsáttmáli væri gerður. Utanþingsöfl sennilega að verki. Slíkt ábyrgðarleysi og fálm eins og komið hefur fx-am hjá Sjáflstæðisflokknum er vart skýranlegt, nema á þá leið að óþekkt öfl utan þingsins hafi gripið í taumana. Það er lögð mikil vinna í að rannsaka fjár- málaástandið. Það er og vitað, að mjög skiptar skoðanir eru innan þingsins um lausn. Hví dirfist þá stærsti flokkur þingsins að kasta tillögum inn á þing, sem eiga að leysa vandann, án þess að reyna að tryggja þeim framgang? Meðan að heildsalar og auð- klíkur Reykjavíkur ríða þing- flokki Sjálfstæðisflokksins við einteyming, er ekki von á góðu. Sófasett, 2 stúlar og sófi, úlskornir og póler- aðir armar.>' Bólstruð húsgögn h.f. Hafnarstrceti SS — Sími !91 Síðastl. sunnudag, 26. febrúar, varð Magnús Pétursson, kennari, sextugur. Og af því tilefni langar mig til að minnast hans með ör- fáum orðum. Magnús Pétursson er Borgfirð- ingur, fæddur í Geirshlíð 26. fe- brúar 1890, afkomandi styrkra boi’gfirzkra stofna og 6. maður frá Skúla fógeta. Fyrstu 12 árin var hann í fóstri utan foreldrahúsa, en síðan dvaldi hann hjá móður sinni fram um tvítugsaldur, en þá sótti hann Hvítárbakkaskóla Sig- urðar Þói’ólfssonar, sem var reistur með lýðháskólasniði og reyndist mörgu ungmenninu heilladrjúgur. Þá var M. P. einn- ig nemandi á Hvanneyri í eldri deild einn vetur, en gerðist svo kennari við Hvítárbakkaskólann í 6 ár, einkum í leikfimi, því að þá nánjsgrein hafði hann séi’stak- lega kjörið sér og fengið þar furðu haldgóða fræðslu árið, sem hann var á Hvanneyri, hjá ung- um leikfimiskennai’a, sem Hall- dór skólastjóri hafði náð í að skólanum. Hjá honum fengu nokkrir eldrideildarnemendur séi’staka tíma og tilsögn í að út- búa svonefnda tímaseðla, svo að þeir gætu kennt leikfimi. Síðar sótti svo M. P. námskeið til að auka hæfni sína og á einu slíku námskeiði hittumst við Magnús í fyi’sta sinn, báðir nemendur. Það var í Reykjavík 1924, hanrx 34 ára en eg 40, og elzti maður nám- skeiðsins. Þá kom Magnús frá Akureyri, en þangað hafði hann flutzt 1919. En heima í Boi’gar- firði hafði hann tekið mikinn þátt í margs konar félagslífi unga fólksins þar, verið í stjórn ung- mennafélags, eflt bókasafn sveitar sinnar, kennt sund og leikfimi o. fl. Og á Akureyri byrjaði hann strax á að kenna leikfimi og tók jafnframt börn heim til kennslu. En haustið 1924, eftir námskeiðið í Reykjavík, var hann ráðinn leikfimiskennari við barnaskól- ann hér og hafði það starf á hendi, við hin örðugustu skilyrði, til 1939, en þá var svo komið, að handiðjukennsla di’engja, sem Magnús hafði líka haft á hendi síðan 1926, var orðin svo um- fangsmikil, að hún var ærið og nóg starf fyrir einn mann, og hef- ur hann haft hana alla á hendi síðan. Magnús Pétursson hefur því verið starfsmaður barnaskól- ans meir en hálfan þriðja tug ára, og náinn samverkamaður minn í 17 ár. Og alveg tvímælalaust einn af þeim, er skólinn mátti sízt án vera. Því að hvort tveggja var, að kennslugreinar hans voru hinar hagnýtu og höfðu fremur flestu mesta uppeldislegt gildi fyrir all- an þorra nemendanna, og svo var maðurinn, sem með þær fór, gæddur orkufjöri, frjórri hugsun og víðfaðma skilningi á mannleg- um vanmætti lítils manns, sem langar þó til að verða stór. Eg þekkti aldrei nokkurn dreng öll þessi ár, sem ekki var hændur að Magnúsi Péturssyni. Enda var það jafnan almannarómur, að honum yrði mikið ágengt og allt, sem hann fór með vitnaði um listfengi hans og frábæra alúð og dug. Og Magnús mældi sjaldnast nokkra kennslustund í mínútum, nema þegar stuiídaskráin rak á eftir. Hann var óralangt frá allri aktaskrift, og er enn og mun verða, því að áhugi hans á starf- inu og gildi þess fyrir hina smáu þegna, er honum í blóð borinn. Hann gengur því heils hugar til starfa, glaður og reifur, hressi- legur og ljúfmannlegur í senn, og hverjum manni röskari og við- bragðsskjótari .Og þessa alls vegna var hann og er ágætur starfsmaður og ánægjulegur sam- verkamaður. Þegar eg nú lít um öxl til starfsmannahópsins við barna- skólann frá 1930, en sá hópur eld- ist nú óðum, þá verður M. P. of- arlega í huganum, óþreytandi og tillögugóður, því að mörgu þurfti þá að kippa í lag og á mörgu nýju að byrja. Og eg vil líka við þetta tækifæri minnast annars manns, er nýlega varð sextugur, en það er Steinþór Jóhannsson, kennari, einn hinn ágætasti og traustasti starfsmaður, sem barnaskólinn má margt þakka. Og vitanlega mætti fleiri slíka telja. En það finnst mér nú að einkum hafi einkennt þennan hóp, er áhuginn á starfinu, starfsgleðin og þegn- skapurinn, sem aldrei brást. Magnús Pétursson er mikill bókavinur og á nú ágætt bóka- safn. Hann er prýðis' greindur maður, skáldmæltur og stálfróð- ur í ísl. sögu og bókmenntum og les þegar tómstuund gefst, því að iðjulaus er hann ekki og getur ekki verið. Og veifiskati er hann enginn, en fast mótaður í lífs- venjum og lífsviðhorfi, og dreng- skaparmaður hinn mesti. Kvæntur er Magnús Pétursson Guðrúnu Bjarnadóttur frá 111- ugastöðum í Húnavatnssýslu, hinni beztu konu, og eiga þau 6 uppkomin og vel-uppalin börn, og hin mannvænlegustu. Hefur heimili þeirra hjóna reynst þeim hollur heimareitur og góður gróðurreitur. Og blessuð séu og veri slík heimili. Snorri Sigfússon. Konungur konunganna, hin merkilega kvikmynd um líf og starf Ki’ists, verður enn sýnd hér í dag kl. 5 e. h. í Nýja-Bíó fyrjr nemendur M. A. og G. A. og al- menn sýning verður í Nýja-Bíó næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Mynd- in er sýnd á vegum templara. — Laxárvirkjun (Frámhald af 1. síðu). verkfræðingsins er gert ráð fyrir að hægt verði að byrja bygginga- vinnu af fullum krafti á komandi vori, ætti þá að vera hægt að taka við túrbínunni vorið 1951 og raf- álanum um sumarið sama ár, og virkjunin þá að vera fullgerð um áramótin 1951—1952. Barnavagn til sölu í Skipagötu 5„ 1. hæð. Andrés Guðmu > i d sso 11.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.