Dagur - 01.03.1950, Síða 4

Dagur - 01.03.1950, Síða 4
Miðvikudaginn 1. marz 1950 D AGUR DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Biaðið kemuT út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRÉNTVERK ODDS BJORNSSONAR H.F. Gengislækkun í bæjardyrunum endurbætur á frumvarpinu reiðir af. ENDA ÞÓTT samþykkt yrði frumvarp um raunhæfar dýrtíð- araðgerðir, sem þjóðin mætti sæmilega við una eins og taflstaða hennar er í dag, er augljóst, að á mjög miklu veltur, hvernig framkvæmd málsins færi úr hendi ríkisstjórnar og hverjir þar fjalla um málin. Ljóst er nú orðið, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur metið það mikils, að hans menn hefðu flesta meginþræðina í hendi sér og mun hafa slitnað upp úr samn- ingaumleitunum flokkanna á þeim forsendum. Sýnir þessi af- staða furðulegt ábyrgðarleysi og meira tillit til sérhagsmuna hópa og einstaklinga en ætla mátti að óreyndu að jafnvel Sjálfstæðis- flokkurinn treysti sér til á slíkum tímum, er nauðsyn á samheldni og heiðarlegum vinnubrögðum dylst engum þjóðféíagsþegn. Framsóknarmenn hafa nú flutt vantraust á núverandi ríkisstjórn með þvi að þeir treysta henni ekki til þess að framkvæma raunhæfar dýrtíðaraðgerðir þannig, að hag almennings sé þar gætt sem skyldi. Verður sú tillaga rædd í þingi í dag í áheyrn alþjóðar. Mun sú umræða væntanlega verða til þess að skýra málin og afstöðu flokkanna og er þess full þörf. ’ í KOSNINGUNUM sumarið 1946 heldu Fram- sóknarmenn því fram í blöðum sínum og á mann- fundum, að áframhald stjórnarstefnunnar hlyti að leiða til gengisfellingar. Andstæðingarnir höfðu svörin við þessum ábendingum jafnan á reiðum höndum: „Hrunsöngur“, „barlómsvæl“ hétu þær á máli „Morgunblaðsins11 og „íslendings". Fram- undan var „birta“ og „blómi“ og áframhaldandi „nýsköpun“. Nú hefur reynzlan fellt sinn dóm um réttmæti þessara ábendinga. í sl. viku flutti Sjálfstæðisflokkurinn frumvarp um stórkostlega gengislækkun íslenzku krónunnar og margvísleg- ar aðrar hallærisráðstafanir. Afleiðing stjórnar- stefnu undanfarinna ára hefur því orðið gengis- felling eins og Framsóknarmenn sögðu fyrir. Um það þarf ekki að deila lengur. ÞEGAR ÞETTA er ritað hafa aðalatriði stjórn- arfrumvarpsins, sem byggt er á tiíiögum hagfrseð- inganna Benjamíns Eiríkssonar og Ólafs Björns- sonar, verið birt í útvarpi, en frumvarpið sjálft hefur ekki borizt hingað norður mfeð því að póst- samgöngur eru strjálar og óáreiðánlegar á þessum árstíma. Er ekki auðvelt að átta sig til hlýtar á einstökum atriðum frumvarpsins af- einni eða- tveimur útvarpsþulum. Menn þurfa að lesa frum- varpið og greinargerðina fyrir því tíl þess að skilja hverja afleiðingu einstök atriði þess munu hafa í framkvæmdinni. Nokkur atriði liggja þó ljós fyrii við fyrstu athugun: Gengisfellingin er miklu stór- kostlegri en menn hafði yfirleitt órað fyrir. Doll- arinn á að kosta röskar 16 krónur og sterlings- pundið 45 krónur. Hlýtur verðhækkun erlends varnings því að verða meirí en búizt var við, einn- ig vegna þess, að ekki virðist gert ráð fyrir eins mikilli niðurfellingu tolla og sumir höfðu ætlað, til þess að forða því að gengisfellingin yrði tíl mik- illa þyngsla fyrir almenning. Ekki mun gert ráð fyrir því, að kaupgjald lækki beiníínis, og er það ekki bundið, eins og' margir höfðu spáð að gert mundi. Yfirleitt virðist það einkenna frumvarpið, að mjög skorti að gert sé ráð fyrir margvíslegum hliðarráðstöfunum samhliða gengislækkuninni, til þess að forða því að verðhækkun erlenda varn- ingsins lendi á almenningi af fullum þunga, og til þess að haldið verði upp fullri atvinnu í landinu. eins og kunnugt er lögðu Frams.m. megináherzlu á nauðsyn slíkra hliðarráðstafana samfara gengis- lækkun, í tillögum þeim, er þeir lögðu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn óg Alþýðuflokkinn á sl. sumri. Fengust flokkar þessir ekki til þess að samþykkja þær ráðstafanir, né yfirleitt gera raunhæfar dýr- tíðaraðgerðir þá, og leiddi það til haustkosning- anna. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið geng- isfellingu á stefnuskrá sína, en enn skortir á að hann hafi tekið fullt tillit til annarra nauðsynlegra aðgerða. Mun Framsóknarflokkurinn bera fram ýmsar breytingartillögur við stjórnarfrumvarpið til þess að bæta úr ágöllum þess, og auka við það ráðstöfunum, sem miða að heill almennings. l^erð- ur á þessu stigi málsins ekkert sagt um það, hverj- i ar undirtektir þær tillögur fá hjá hinum flokkun- i um, en Framsóknarmenn hafa lýst því yfir, að af- staða þeirra til stjórnarfrumvarpsins í heild muni i | íara eftir því á síðari stigum, hvernig tillögum um FOKDREIFAR Opinn bréfmiði til Jóns í Grófinni viðvíkjandi vesaldardropum. — (Sbr. íslending 9. tbl. þ. á., bls. 2, 3. dálkur). Konráð Vilhjálmsson skrifar blaðinu. EG SÉ, að þú hefur lesið 1., blaðsíðu af nýlegri skáldsögu, „Allt heimsins yndi“, er eg hef síðast þýtt. Þykist þú hafa rekið þig þar á „ískyggilegan sjúkdóm" í sambandi við/neðferð þágufalls, þar sem svo sé til orða tekið í þýðingu minni: ,,og strauk nú vcsáldardropum frá nefinu á sér“. Máður skyldi ætla, að þú værir einhver sérstakur þágufallsspek- jngur — og ennfremur: að þú hefðir aldrei komizt í kýnni við það hvimleiða fyrirbæri, sem kallaðar eru prentvillur. Er það síðara þó ólíklegt, af því að þú ert kunnuguí fslendingi og öðrum syndumspilltum nútíðarblöðum. — :Eg hlýt. strax að hryggja þig rrteð þvi, áð 'þ ú hefur hér slegið vindhögg, því að þetta, sem þú fæst um, er p'rentvilla, sem eg hafði ekki gætt að áður. Getur þú sannfærzt um sannleik þeirra orða, ef þú vildir við tækifæri skreiðast upp úr Grófinni og sjá handritið hjá mér, sem enn er víst. En ekki get eg stillt mig um að bæta því við, að það er engu lík- ara, en að þú hafir viljað veita mér eða áminnztri bók einhverja bakslettu. — Þú segist hafa heyrt talað um að þurrka eða strjúka dropa, en ekki dropum, tár, en ekki tárum. Um það get eg fús- lega fekið undir með þér. En hvernig gat þér þá komið ,í hug, að „viðurkenndur þýðandi og ís- lenzkumaðui'11, eins og þú kemst sjálfur að órði, væri þeim mun málheimskari en þú, að hann hefði fundið upp á slíkrí firru, sem hvorugur okkar hefur áður heyrt? — Eg þekki þig ekkert — nema af mynd þinni, þeirri, er sfendur yfii' dálkum þínum í ís- lendingi, og þykir mér hún ekki auðveld til rannsóknar. EG SKAL taka það fram, að eg hef ekki tekið eftir, að }dú eða héraðsmenn þínir væru öðrum brotlegri um ranga notkun þágu- falls. Aftur á móti hef eg orðið þess var, að þeir hafa löngum verið næsta breyskir um ranga meðferð þolfalls, sem virðist þó sízt vandameiri. Auglýsist það bezt á því, hvernig þeir hafa leik- ið, bæði í ræðu og riti, ýms falleg bæjarnöfn í héraðinu, er þau koma fyrir í þolfalli- Eg veit, að þú kannast við „Vallni", „Hlaði“ (eða jafnvel ,,Hlaðni“) og „Upsi“ (eða þá „Ufsi“, — allt í þolfalli). — En ef þú ert sannur málhreins- unarmaðúr, hefði þér verið sæmra að vanda um slíkt, en að finna þér til eina prentvillu í bók sem annars er sæmilega vönduð að frágangi. Eyddu ekki tíma til að elta málvillur mínar, ef þér er annt um að lækna þágufallssýki eða aðra málgalla. Jæja, — vertu svo sæll og bróð- urlegast kvaddur, Jón minn! Ég óska þér allra þrifa með þágu- fallslækningar þínar. Ráðþægur röksnillingur. í SfÐASTA pistli mínum hér benti eg Kominform-p.iItunum á það, hvernig heritast væri fyrir þá að rðkræða bæjarsfjófakjörið hér, sém og önnur ágreiningsefni við Dag. Væri aðferðin einfald lega sú, að halda áfram áð nota ameríska heiðursmerkið sem sönnunargagn í hverju máli og láta það aldrei úr hendi sleppa enda mundu bæjarmenn kannast við háralagið á Kominform-mál- gagninu þótt það brygði fyrir sig dálítið torskilinni röksemda færslu á stundum. Piltarnir virð ast hafa lagt sér þessar ráðlegg ingar vel á hjarta, og í föstudags- útgáfu Verkamannsins er veru- legur skammtur blaðsins helgað- ur heiðursmerkinu. Sannast og þar, að ráðleggirig Dags ætlar að duga þeim jafnvel enn betur en ætla mátti, með því að merkilegra lesefni er ekki að finna í blaðinu Verður vonandi áframhald ; þeirri viðleitni Kominform-pilt anna, að taka ekki önnur efni til meðferðar en þau, sem þeir ráða sómasamlega við. Erfitt færi á bíó. Egill Jóhannsson skipstjóri skrifar blaðinu 27. þ m.: „EG FÓR í Skjaldborgarbíó gærkvöldi. Út af fyrir sig er það ekki í frásögur færandi þó að farið sé í bíó á sunnudagskvöldi því að það gera svo margir, en þessi bíóferð rnín var að því leyti frábrugðin öðrum mínum bíó ferðum, að minnstu munaði að eg beinbrotnaði þegar eg ætlaði að ganga upp útitröppui' þessa bíó húss. — Tröppurnar upp að úti dyrum hússins voru sem sé fullar af gleráhlum klaka, svo að marin- brodda hefði þurft á fæturna til þess að vera nokkurn veginn ör- uggur um líf og limi, og sýnilega hafði engin tilarun verið gerð til að hreinsa þessar tröppur, þrátt fyrir góðviðri undanfarinna daga. Það hlýtur að vera óumdeilan- leg skylda að hafa opinbér sam- komuhús það aðgengileg að hægt sé að nálgast þau án þess að eiga á hættu limlestingu vegna hirðu- leysis eða trassaskapar og alveg óskiljanlegt að þetta skuli eiga sér stað hjá ráðamönnum þeirrar stofnunar, sem alveg sérstaklega virðist bera velferð almennings fyrir brjósti.“ ÞRIFOTUR Litlir kollar eða stólar, hvort heldur þeir eru ji'ífættir eða fjórfættir, eru afar þægilegir, hvar sem er. Ýmis heimilisverk segja sérfræðingar að við eigum að sitja við, því að við eyðum óþarflega mikilli orku í það að standa, auk verksins sjálfs, t. d. við að straua. Hefur þú reynt að straua sitjandi? Nú eru framleiddir sér- stakir stólar, sem hús- móðurinni er ætlað að vinna við, og eru þeir || þannig gérðir að hægt er lækka þá og hækka, og setan er hreyfanleg, þannig, að hægt er að snúa sér við á stólnum, svipað og þekkist á skrifstofustólum. Slíkir stólar eru að sjálfsögðu það bezta af þessu tagi, en þó getur þrífótur, eins og hér sést á myndinni, verið til mikils gagns og léttis. Eg hef heyrt konur segja, að þær geti ekki hugsað sér að sitja við eldhúsverk, sér finnist það letilegt og ómyndarlegt. Það ér von að sumum finnist svo, þar sem hitt, sem sé að standa við öll verk í eld- húsi, er það sem við höfum séð frá upphafi og vanist. En ef það er rétt. að hægt sé að vinna mörg verk í eldhúsinu eins vel og fljótt sitjandi, hvers vegna ættuð við þá að standa öllum stundum, þótt for- mæðui' okkar hafi gert svo? Að sjálfsögðu verða alltaf einhver verk, sem ekki er hægt að vinna sitj- andi. En getur ekki verið, að fótaþreyta og veiklun, sem svo algeng er meðal roskinna kvenná, stafi að einhverju leyti af of miklum stöðum? Að minnsta kosti væri ekki úr vegi að athuga. þennan stól- möguleika í eldhúsinu og tylla sér við hin ýmsu störf eftir því, sem við verður komið. P. LA BRANDADE DE MORUE. (Franskur réttur úr saltfiski). Þessi réttui' er sagður vera vinsæll um allt Frakk- land, en han ner upprunninn frá Nimes. 1 pund þurrkaður saltfiskuiv — % bolli matarolía. — V2 bolli mjólk. — Safi úr einni sítrónu. — Hvítur pipar. — Múskat á hnífsoddi. — Hvítlaukur. Saltfiskurinn er látinn liggja í bleyti í 12 klst. Roð tekið af og fiskurin nskoi'inn í nokkra bita, settur í pott með köldu vatni, og suðan látin koma upp. Þá er fiskurinn strax tekinn af eldinúm og vatninu hellt af honum. Nú eru öll bein fjarlægð og roð og fiskurinn aftur Settur í pott yfir mjög lítinn hita, og er mikilvægt að svo sé. Þá er hrært saman við með trésleif, fyrst 1 matskeið af heitri olíu, sem laukurinn hefur verið verið marinn út í, síðah mat- skeið af heitri mjólk og svo koll af kolli, þar til olían og mjólkin hafa verið notuð til fulls. Þá á þessi stappa að vera þykk, mjúk og hvítleit. Kryddið lát- ið saman við, þ. e. pipar, múskat, sítrónusafi og svo- lítið salt, ef það er nauðsynlegt. Með þessum rétti, sem almennt er víst kallaður Brandade í Frakklandi, eru bornar franskbrauðs- sneiðar, sem steiktar hafa verið í smjöri. GOTT RÁÐ. Skartgripir vilja óhreinkast, eins og flest annað. Bezta ráð til þess að hreinsa þá, er að leggja þá í bleyti í blöndu af salmíakspíritus og vatni (1 hluti saímiaksp. á móti 5 hlutum af köldu vatni). Þetta á aðallega við víravirkisskartgripi. Meðan silfrið ligg- ur í vatninu er það hreinsað með stífum pensli. Gullhringa með dýrum steinum er bezt að hreinsa á þann hátt, að leggja þá í svipaða blöndu og láta sjóða augnablik. Þetta er talið betra heldur en að bursta steinana, vegna þess að hætt er við því að þeir losni, ef svo er gert.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.