Dagur - 15.03.1950, Síða 6

Dagur - 15.03.1950, Síða 6
G D AGUR Miðvikudaginn 15. marz 1950 —-’iw LÁTTU HJARTÁD RÁDA! Saga eftir Sarah-Elizabeth Rodger 15. DAGUR. (Framhald). þá, að ég varð að hitta þig. Eg er búinn að ganga fram og aftur hér úti og reyna að vinna bug á þess- ari tilfinningu, en árangurslaust. Eg skil, að þú kærir þig ekki um slíka heimsókn. Það er eðlilegt. „Þú þarft ekki að afsaka neitt,“ sagði hún. Rags lét ófriðlega og hún hastaði á hann. Rush leit á hundinn og sagði: „Eg vissi ekki að þú ættir hund.“ Nei, auðvitað vissi hann það ekki, hugsaði hún, og henni rann í skap. Hann hafði yfirleitt ekki kært sig um að vita neitt um hana eða hennar hagi. En nú, þegar hann sjálfur þarfnaðist þess að tala við einhvern, kom hann til hennar. „Eg á hann ekki,“ svaraði hún stillilega. „Terry á hann.“ Rush hafði ekkert vitað um Terry fyrr en í kvöld. Hann þekkti hana ekki, eins og hún var nú orðin. Rush gat ekki ráðið það af svip hennar, hvað hún var að hugsa. Hann sagði: „Eg get ekki gifst Jenny. Eg sé alltaf betur og betur, að þaá er ekki hægt:“ ’ .' Alison svaraði ekki. Þetta hafði komið mjög á óvart. Rush hélt áfram. „Þetta varð ekki ljóst fyrir mér fyrr en í kvöld. Eg hef talið henni trú um — og mér sjálfum — að við gætum orðið hamingjusöm. En það er allt misskilningur.“ „Hefurðu sagt henni frá þessu?“ spurði Alison. „Nei. Eg komst aldrei til þess. Hún tók alltaf fram í fyrir mér. Eg kemst ekki nálægt henni með hugsanir mínar — snerti hana að- eins með atlotum." Alison skildi, hvað hann var að fara. Rauður blettur var auk heldur á vörum hans. Þannig mundi Jenny svara aðfinnslum. „Kannske er Jenny hrædd við hugsanir þínar, Rush,“ sagði hún. „Þú hefur séð margt og lifað lengur en hún. Þú verður að gefa henni tíma til þess að vaxa upp og þroskast." Hann sneri þessum orðum hennar þegar að henni sjálfri. „Þarft þú líka að vera þolinmóð og gefa McBride tækifæri til þess að vaxa og þroskast? Heldurðu að þér gangi það betur en mér?“ „Við vorum ekki að tala um Terry og mig,“ sagði hún með nokkrum þykkjuhreim. „Það skiptir engu máli,“ svar- aði hann. „Við erum bæði að hugsa um það sama. Sjáðu nú til, Alison. Eg hef hagað mér heimskulega. Eg játa það fúslega. En raunar hefur aldrei verið nein nema þú. Eg þurfti á þér að halda, en sá það ekki í bili. Nú er eg trúlofaður Jenny, og þú ert bund- in unglingi, sem ekkert getur fyr- ir þig gert. Eg efast meira að segja um, að hann geti séð sóma- samlega fyrir þér. Eftir svo sem ár verður þú orðin afhuga hon- um, en hann verður búinn að koma auga á aðrar stúlkur, á hans aldri eða yngri. ... “ „Þetta er hugarburður,“ sagði hún og gat ekki stillt skap sitt lengur. „Þú ert búinn að drekka / of mikið í kvöld og þar að auki eru taugar þínar ekki í lagi. Þú veizt hreint ekki, hvað þú ert að segja. Eina ástæðán til þess að þú kemur hingað til mín nú er sú, að við vorum eitt sinn vinir og þú hafðir engan til þess að tala við þessa stundina. Þetta er allt og sumt, og þér er óhætt að trúa því.“ „Er þetta í raun og sannleika allt og sumt í þínum augum?“ „Já,“ svaraði hún hiklaust. „Einu sinni var eg ástfanginn af þér — það veizt þú vel. — En það er allt búið nú.“ „Og nú ertu yfir þig hrifin af McBride, tuttugu og þriggja ára gömlum 'snáða — eða þú beldur það sjálf. En eg segi þér satt, að þú ert það ekki í raun og veru. Eg.held áðibandið. milli .okkar sé erih' til, éf VeT ef !að gáð. i; hvert sinn, sem eg sá í augu þér í kvöld, sannfærðist eg um þetta.“ (Framhald). - Byggðasafn eða reynslubú? (Framhald af 5. síðu). búrekstrar og til búskaparþátta, sem óvenjulegir eru hér, en Ey- firðingar gætu vel verið þekktir fyrir að hafa forgöngu um hér á landi. Menningarframtak. Á tillögustigi málsins er erfitt að slá föstu með hverju móti skuli hrinda framkvæmdum af stokk- um. Um það þarf að ræða og gera sér glögga grein fyrir hvaða mark á að setja. En umfram allt ber að miða við þau verkefni, sem að- kallandi eru. Og svo þarf auðvit- að að lyfta Grettistakinu þannig, að það votti menningu þeirra, sem að standa og efli hana í framtíð- inni. Ef hugmynd um byggðasafn á margar rætur og djúpar, sé eg ekkert því til fyrirstöðu að hún sé sameinuð öðru framtaki og stærra. En framlagi því, sem gert er ráð fyrir að bændurnir leggi af mörkum, hver af sínu mjólk- urmagfti, á auðvitað að verja til þess að styðja annað framtak og miklu stærra en byggðasafnið. — Um það hef eg annars að segja, sem persónulegt sjónarmið, að telja má nokkurt álitamál hvort offra ber fjármunum til þess að byggja yfir gamla muni á meira en svo sem fjórum stöðum í Ríiskinns-áburður Skókrít Leðurfeiti Gull-lakk Gúmmílím Hælhlífar. Skóbúð KEA Nýkomið: G Ú M M f ofan á stígvél. Skóbúð KEA Kakomjólk Grænmeíissúpa Baunasúpa Tómatsafi Tómatmauk. Nýlenduvurudeildin. og útibd • < ! Seljum tóma Eplakassa Hentugii' undir útsæði. Nýlenduvörudeild og útibú. Harmonika Nýleg pianó-harmonika til sýnis og sölu frá kl. 1 til 4 hjá Guðna Friðrikssyni, Lundargötu 2. landinu. Að hver landsfjórðung- ur hafi sitt safn þjóðminja, held eg samrýmist betur fjárhagslegri getu þjóðar okkar ef gera skal það úr garði sómasamlega og halda opnu almenningi til fróð- leiks og ánægju. Hitt veit .eg knýjandi nauðsyn landbúnaði Eyjafjarðar að efna til búmenningarstöðvar í miðju héraði, til eflingar virkum starfs- greinum, til úrlausnar ýmissum viðfangsefnum og til fyrirmynd- ar þeim, sem hafa tilhneigingu til að dragast aftur úr. Samtíðin mundi gagn af slíku hljóta og framtíðin þó ennþá fremur. Og menningarvottur mundi það tal- inn svo sem annars staðar er raun á. íþróttir Á skíðum. Tvær undanfarnar vikur hefur verið allmikið um skíðaferðir frá Akureyri. Hópar skólafólks hafa dvalið í skálum sínum, M. A. í Útgarði og G. A. í Ásgarði. Nær bænum hefur svo verið strjáling- ur skíðafólks daglega. Fyrra laugardag fóru hópar frá K. A. og Þór upp í fjall til úti- legu yfir helgina. Síðari hluta dagsins var suðvestan éljagangur og undir rökkrið gerði blindstór- hríð í 2—3 tíma. Nokkrir, sem á undan fóru, komust í áfangastað: 5 K. A.-menn upp í Ásgarð og 7 frá Þór upp í Skíðastaði. Þrír K. A.-menn fóru síðar, en urðu að snúa við á miðri leið. Hópur frá Þór, 12 manns, komst inn á Gler- árdal ,en treystist ekki að hitta á Skíðastaði í kófinu, en sneri við niður með ánni og komst í bæinn um kl. 8. — Um miðnættið var stillt og bjart og fóru þá þrír pilt- ar upp í Skíðastaði, þar sem óvíst var um afdrif þeirra, er fyrst fóru. Um kl. 2 á sunnud. kom allt fólkið til baka, reyndar glatt í skapi yfir ferðinni, bæði konur og karlar, þótt öðruvísi færi en ætlað var. Um síðustu helgi var aftur hóp- ur Þórsfélaga á Skíðastöðum. — Veður var þá bjart og fagurt, en færi hart og óslétt. Nokkrir — þ. á- m. ein stúlka — gengu á Súlur. • Skátar eru fleiri og færri um' helgar í Fálkafelli sínu. Þessar fjallaferðir hafa mikið til síns ágætis, en jafnan skyldi um það hugsað að forustan sé ákveðin og góð, gætt reglusemi í háttum og jafnað niður á alla störfum, skyldum og leik. Hópar unglinga þyrftu og að hafa með sér einhvern, sem leiðbeint gæti og hjálpað byrjendum á skíðun- um. Skíðakennsla kemur sjaldan að betra gagni en einmitt í svona hópum. Hefur oft áður verið betur fyrir því séð en nú og þyrfti þar að bæta úr. Hér hefur verið mjög lítið um skíðakennslu í vetur. Akureyringar eru ekki líklegir að verða framarlega í fylkingum skíðamanna á næstu árum, ef svona heldur áfram. Sumir vilja þó e. t. v. telja, að göngukeppnin sl. sunnud. bendi til annars. Fór þá fram keppni í skíðagöngu — Akureyrarmót — nýbreytni, sem er ánægjuleg út af fyrir sig, en bara of erfið byrjun miðað við þá æfingu, sem fengin var. Þátttakan var sæmileg, 6 í eldri fl. — 20—32 ára — og 8 í þeir yngri — 17—19 ára. — Leið- in er talin ca. 14 km. (ágizkun) og frekar erfið — mishæðótt og færi hart. „En allir komu þeir aftur“, sem betur fór og sumir vissulega á góðum tíma miðað við--ja, þá, sem seinni voru a. m. k.! Og áreiðanlega má gera ráð fyrir, að þarna séu framtíðar-göngumenn á labbi, ef þeir bara legðu sig fram og æfðu skynsamlega. Guðm. Guðmundsson, serii þarna náði langbeztum tíma, er nú reyndar kallaður „Guðm. 2.“ hér ennþá, en hann virðist hafa margt það til að bera, að hann Og útilíf muni með nokkrum rétti geta kallast Guðm. 1. áður en langt líður. Ymsa fletiri mætti nefna sem efnilega — en við bíðum næstu göngu með það. Keppendur voru langflestir frá K. A„ eða 9, 4 frá M. A„ 1 frá Þór, enginn frá G. A. Úrslit urðu sem hér segir: Eldri flokkur: 1. Bergur Eiríksson, K. A„ 54.02 mín. 2. Friðrik Guðmundsson, K. A„ 54.08 mín. 3. Einar Einarsson, K. A„ 58.40 mín. Yngri flokkur: 1. Guðmundur Guðmundsson, K. A„ 52.36 mín. 2. Ólafur Einai’sson, M. A„ 55.24 mín. 3. Haukur Jakobsson, K. A„ 55.31 mín. Fjögurra manna sveitakeppni í báðum fl. vann A-sveit K. A. og þar með Göngubikar Akureyrar 1950, sem vinnst til eignar. Bikar- inn er gefinn af Einari Kristjáns- syni framkvæmdastj. í sveitinni voru: • Guðm. Guðmundsson, Bergur Eiríksson, Friðrik Guðmundsson, Haukur Jakobsson. Tími.syeitarinngy 3,16.17 mín. Sveit MV. Al' .Vár ,2-. á 235.33 fníri. Veður var ágætt, og að lokum allmargir áhorfendur. Skautafél. Akureyrar kom á innanfélagsmóti síðastl. sunnudag. Tókst það vel og náð- ust betri árangrar bæði á 500 og 1500 m. en á sjálfu íslandsmótinu í Reykjavík nú fyrir skemmstu. Verður nánar frá þessu skýrt í næsta blaði. Síðari fundur þings f. B. A. verður í félags- heimilinu í kvöld og hefst kl. 8.20. Fulltrúar! Munið að koma stundvíslega! Vil kaupa góðan BÁT, með eða án vélar, ca. 16—20 fet. Afgr. vísar á. MISGRIP Mánudaginn 6. þ. m. var tekin í misgripum kven- skóhlíf, merkt Þ. H„ fram- an við dyrnar á ljóslækn- ingastofunni í Hafnarstræti 101 (yfir verzl. Amaro), og önnur hærri skilin eftir í staðinn. Leiðréttingu á misgripum þessum getur hlutaðeigandi fengið í Helga-magra-stræti 51, uppi. Lítið herbergi óskast. — Upplýsingar í síma 502.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.