Dagur - 15.03.1950, Síða 8

Dagur - 15.03.1950, Síða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 15. marz 1950 Breytingar á by!g]u!engdum margra útvarpsstölva I dag Reykjavíkurstöðiíi óbreytt í dag ganga í gildi ákvæði al- þjóðaútvarpsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn árið 1948 uin breytingar á bylgjulengdum ým- issa útvarpsstöðva. Er mn all- verulegar breytingar að ræða á öldulengd margra þeirra útvarps- stöðva, sem hér heyrast bezt og fer hér á eftir yfirlit yfir hina nýju öldulengd nokkurra þeirra. Reykjavík mun útvarpa áfram á langbylgjum á 1648 metrum eins og verið hefur. ísland und- irritaði ekki samþykktir Káup- mannahafnarráðstefnunnar, áðal- lega vegna þess að sænskri út- varpsstöð var úthlutað sömu bylgjulengd og Reýkjavík. Nýjar býlgjulengdir. Samkvæmt frásögn brezka út- varpsblaðsins „Radio Times“ eru bylgjulengdir þessar: Langbylgj- ur: 1935 metrar, Brasow í Rúm- eníu, 150 kw. stöð. 1829 metrar Allouis í Frakklandi, 450 kw. stöð. 1734 metrar Moskva I, 500 kw. stöð. 1648 rrjetrar, Reykjavík, 100 kw. stöð. 1571 metri Motala Sví- þjóð, 200 kw. stöð. 1500 metrar Light Programme brezka útvarps ins, 400 kw. stöð. 1376 metrar Oslo, 200 kw. stöð. 1322 metrar Warsjá I Póllandi, 200 kw. stöð. 1224 metrar Kalundborg, 150 kw. stöð. 1103 metrar Tékkóslóvakía, 200 kw. stöð. Miðbylgjur. Á miðbylgjunum má nefna þessar stöðvar: 539 metrar Hel- sinki, 100 kw., 530 Athlone ír- landi, 100 kw., 514 Vínarborg, 120 kw., 506 Sundsvall Svíþjóð, 150 kw., 498 Lyons Frakkland, 150 kw., 484 Briissel, 150 kw., 470 Prag I, 150 kw., 464 Thir pro- granime brezka útvarpsins, 445 Marseilles, 100 kw., 434 North Home Service brezka útvarpsins, 150 kw., 402 Hilversum Holland, 120 kw., 388 Stokkhólmur, 150 kw., 371 Scottish Home Service brezka útvarpsins, 150 kw., 355 Rómaborg, 150 kw., 348 París I, 150 kw., 334 Mílanó, 150 kw., 330 London, 150 kw., 324 Briissél II, 150 kw., 318 Tolouse Frakkl., 100 kw., 309 Þýzkaland (brezka her- námssv.), 303 Þýzkaland (amer- íska hernámssv.), 298 Hilversum U, 288 Þýzkaland (rússneska hernámssv.), 280 París II, 247 Light programme brezka út- varpsins, 194 Thir programme brezka útvarpsins. Merk handiðnaðarsýning í Kaup- mannahöfn s næsfa mánuði Norræn samkeppni í sambandi við sýningnna Iðnaðarmannaféálagið í Kaup- mannahöfn gengst fyrir iðnaðar- sýningu í Forum í Kaupmanna- höhi dagana 14.—30. apríl næstk. Friðrik Danakonungur verður verndari sýhmgarinnar. Danska sendiráðið hér hefur látið blaðinu í té eftirfarandi upplýsingar um þessa sýningu: Markmið sýningarinnar er að sýna þýðingii hándiðiiáðarins fyrir þjóðfélagið í heild og fyrir einstak- linga, ásamt möguleikana til að framleiða lyrsta flokks vörur. í þessu sambandi má geta þess, að handiðnáðuririn er þriðja stærstá atvinnugrein Danmerkur með árs- framleiðslu á stærð við stóriðnað- iriri. I sambandi við sýningu þessa mun verða haldin norræn sam- keppni, þar sem ungt fólk í mörg- uiri iðngreinum (bæði meistarar og svcinar) mun keppa um á ákveðnu verksviði og tíma að inna af hendi sem falegastan og béztán haridiðn- að. - Að minnsta kosti 10 iðngreinar rriúuu taka þátt í sýningunni, ög fléstar munu sýna ffá starfandi verkstæðum, hvcrnig vorur þeirra verða til, og mun þetta gefa sýning- unni skemmtilegan og fjörugan héildarsvip. Þar sem sýningin auk þess verður sú stærsta al' þessari tegund, sem til þessa liéfir verið haldin á Norðurlöndum, og sú stærsta handiðnaðarsýning í hcild, sem haldin liefir verið í Danmörku, í heiian mannsaldur, áiítur nefndin, að sýningin muni geta talizt til stór- virburða. 99,96% kjörsókn - jafnt í Síberíu sem Moskvu! Kosriingar til æðsta ráðs Sovct- ríkjanna fórn fram um sl. helgi. Gátu iaridsmenn valið rilri að ,,kjósa“ frambjóðendur þá, sem rík- isvaldið stillti upp, eða skila auðu. AðeinS einri frambjóðandi var í hverju kjördæmi. Moskvaútvarpið segir að kjfirsóknin um allt laridið hafi verið 99.96%; jafnt í strjálbýl- um héruðum Síberíu sem í þcttbýl- um stórborgum. Þó hafi 100% greitt atkvæði í kjördæmi Stalíns sjálfs í Moskvu og allir kosið hánnl Þeísar töiur sýna nógu greinilega, hvers konar „kosnirigáf" liér er um ræða. lonaðarmaður hciðraður Olafur Hvanndal prentmynda- gerðarmeistari, sem nú dvelur hér í bænum, átti 71 árs afmæli í gær. , Blaðamannafélag íslands hefur nýlega heiðrað hann með veglegu samsæti. Hvanndal er brautryðjandi í prentmyndagerð hér á landi. Ungmennafélagslireyfmgm aftur í sókn Fallin í ónáð Erlend blöð telja fullvíst að rúm- enski utanríkisráðherrann, Ana Pauker, sé fallin í óánð í Moskvu. hefur verið mjög hljótt um hana nú lengi. í einu blaði var greint frá því, að það hefði orðið henni að falli að hafa drukkið eftirmið- dagste hjá brczka sendiherranum og hefði slíkt þótt óleyíileg um- gegni við vestræna stríðsæsinga- irienn! StangarVeiöimenn stofna félag Stangveiðimenn hér um slóðir hafa myndað með sér félags — Stangveiðifélagið „Straumar". — Var það stofnað sl. sunnudag. Um 30 stangveiðimenn gerðust stofn- félagar. Tilgangur félagsins er m. a. að bæta aðstöðu félagsmanna til stangveiði í ám og vötnum, vinna gegn ómenningarlegum og ólöglegum veiðiaðferðum og stuðla að fiskirækt í ám og vötn- um. Stjórn félagsins skipa: Hauk- ur Snorrason, formaður, Þórður V. Sveinsson, gjaldkeri, og Tómas Steingrímsson, ritari. 29. þing U. M. S. E. var haldið á Laugalandi í Eyjafirði dagana 4. og 5. marz, í hinum nýja barna- skóla Ongulsstaðahrepps. Var það eins og mörg hin fyrri þing sambandsins hin virðulegasta samkoma, þar sem rædd voru hin fjölþættu verkefni þessara fé- lagasamtaka. Kom það greinilega í ljós að ungmennafélögin við Eyjafjörð, allt frá Ólafsfirði til Eyjafjarðar- dala, vinna öll að margvíslegum menningarmálum og báru árs- skýrslur hinna einstöku félaga það greinilega með sér ásamt þinginu sjálfu, að ungmennafé- lögin eru í sókn og er það gleði- efni öllum hugsandi mönnum. — Má t. d. í því sambandi benda á að U. M. S. E. ætlar að ráða til sín fastan íþróttakennara, sem jafn- hliða íþróttakennslunni vinni að ýmsum félagsmálum sambandsins og félaga þess. 44 fulltrúar hinna ýmsu félaga áttu rétt til þingsetu og mættu flestir þrátt fyrir veðurvonzku. Fæðissölu annaðist húsmæðra- skólinn. Eiga báðir skólarnir á Laugalandi þakkir skyldar fyrir aðbúnað allan og vinsamlega hjálp til að þingið yrði sem ánægjulegast. Á þinginu voru fluttar nær 100 ræður og tóku meira en helming- ur fulltrúanna til máls. í þinglok sátu fulltrúar boð Ársólar. Fóru þar fram ræðuhöld og þingslit. Þar söng og einn þingfulltrúinn nokkur lög. Textinn var á flest- um óþekktri tungu. Þá var full- trúunum boðið á skemmtisam- komu að Þverá, er Ársól og Ár- roðinn í Öngulsstaðahreppi efndu tiL Stjóm Ungmennasambands Eyjafjarðar var öll endurkosin, en hana skipa: Hjalti Haraldsson, héraðsstjóri, Erlingur Davíðsson, ritari, Guðmundur Benediktsson, gjaldkeri, og meðstjórnendur þeir Guðmundur Sigurgeirsson og Snorri Kristjánsson. Aflasala ,.Svalbaks“ Togarinn „Svalbakur" seldi afla sinn í Fleetwood sl. fimnitudag fyrir 8.258 sterlingspund. Var markaður- inii þá lakari en verið hafði um skeið að undanförnu. Kaldbakur átti að selja í gær, en ekki hafði borizt iregn uni aflasöluna er blaðið fór í pressuna. Svalbakur er korninn hingað aftur úr llretlandsförinni. -Nýja ríkisstjórhin Síldargangaii við Noreg í vetur Vár árgangur 1943-1944 f viðtali við Bergens Tidende nú fyrir skömmu, upplýsir Finn Devold, starfsmaðui' hafrann- sóknarstofnunar norska ríkisins, að hinar miklu síldargöngur við Noregsstrendur nú í vetur hafi verið síld af árgöngunum 1943 og 1944. Þessi 6—7 ára gamla síld verður allt að 30 cm. stór. Síldar- merkingar Norðmanna virðast sanna, segir Devold, að stórsíldin og vorsíldin sé sama tegundin. Færeyingar með Bretum á salífiskveiðum Fishing News í Aberdeen skýr- ir frá því, að togaraeigendur í Hull hafi mikinn áhuga fyrir að endurvekja saltfiskútflutning frá Hull, en fyrir stríð var borgin mikil saltfiskútflutningsmiðstöð. Nýlega er togarinn „Howard“ farinn til veiða í Norðurhöfum, segir blaðið, og hyggst salta afl- anri um borð. Færeyskir sjómenn hafa verið ráðnir á togarann. — Gert er ráð fyrir að skipið fái 200 lestir af saltfiski í veiðiförinni. (Framhald af 1. síðu). herra lýstu þeir Stefán Jóh. Stef- ánsson og Einar Olgeirsson yfir andstöðu flokka sinna við ríkis- stjómina. Hvorúgur benti á neiri úrræði önnur en þau, sem ríkis- stjórnin hefur á stefnuskrá sinrii, og hvorugur neitaði því, að riauð- syn bæri til að gera róttækar ráðstafanir vegna atvinnuveg- anna. Breytingarnar á gengisfell- ingarfrumvarpinu. Breytingar þær, sem stjórnar- flokkarnir hafa komið sér sam- an um að gera á gengisfellingar- fi'umvarpinu snerta ekki gengis- lækkunina sjálfa. Mun hún ráð- gerð hin sama og frv. ákveður. — Helzta breytingin snertir eigna- skattinn. Er ákveðið að leggja hann á allar eignir, en ekki að- eins á fasteignir, sbr. frv., og að- eiris á einstaklinga en ekki á fé- lög. Verður eignum félaga skipt niður á einstaklinga eftir eign þeirra í þeim. Eignaskatturinn verður stighækkandi, í stað þess að frv. gerði ráð fyrir einum skatti aðeins, og verður hann nú 25% af eignum umfram 1% millj. króna. Eignaskattui'inn skv. eignauppgjörslögunum frá 1947, j gengur inn í þennari skatt. Tekj- urnar af skattinum eiga að skipt- ast þannig: 10 millj. gangi til upp- bótar á sparifé, en það sem um- fram er, skiptist til helminga: a) til byggingasjóðs verkamanna og samvinnubyggingafélaga og bygg ingasjóðs Búnaðarbankans. b) til greiðslu á skuldum ríkissjóðs. í frv. fyrrv. stjórnar var gert ráð fyrir að allur skatturinn færi til skuldagreiðslu. Gengishagnaður' bankanna verður eign ríkisins og verður honum skipt þannig til bráða- birgða: 1/3 til byggingasjóðs Búnaðarbankaris, 1/3 til bygg- ingasjóðs verkamanna og það, sem eftir er, verði lánað Rækt- unarsjóði til 20 ára. Þetta framlag til byggingasjóða verði endur- greitt er þeir fá sinn hlut af eignaskattinum, og verði sú end- urgreiðsla látin ganga til þess að greiða skuldir ríkissjéðs. Um ýms atriði frumvarpsins, sem ekki er fullt samkomulag um, var ekki samið, heldur mun hvor flokkurinn um sig sætta sig við þá afgreiðslu, sem Alþingi veitir þeim atriðum. Svo er t. d. um ákvæðin um fasteignamat, hvort þáð skuli fimmfalda eða meira, viðskiptamálin o. fl. Nokkrar fleiri breytingar á frv. munu ráðgerðar, en blaðið hafði ekki fullnægjandi upplýsingar um þær í gær.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.