Dagur - 13.04.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 13.04.1950, Blaðsíða 6
6 D AGUR Fimmtudaginn 13. apríl 1930 LÁTTU HJARTAÐ RÁDA! Saga eftir Sarah-Elizabeth Rodger 19. DAGUR. Isskápur (Framhald). Alison þóttist viss um, að Rush væri svo mbikill gentlemaður, að óhætt mundi að treýsta því, að hann hagaði sér vel kvöldið fyrir brúðkaup hennar. Eina áhættan í þessu sambandi var, að hún sjálf yrði að þola sársauka, en hún þóttist einnig viss um að geta haft fullt vald á tilfinningum sín- um. Hvað sem á dyndi, mátti Terry ekki sjá að nokkurt samband væri í milli hennar og Rush leng- ur. Hún bjó sig því undir kvöld- veizluna í rólegu skapi og ánægð yfir nýja kjólnum, sem Jane frænka hafði raunverulega heimtað að hún Iegði sér til fyrir þetta tækifæri. Þegar Terry kom að sækja hana, fann hún, að hún varð að gæta sín. Hún las þegar aðdáun hans í augum hans. Það var hann, sem var fullur gleði og 'eftirvænt- ingar, en ekki hún. „Eg er búinn að fá bílinn,“ hrópaði hann, um leið og hann kom inn. „Hann stendur í bílskúr skammt héðan, fullur af benzíni og nýsmurður!“ Hann var búirin að fá lánaðan bíl til afnota í brúðkaupsferð þeirra um helgina. Líklegast var, að eigandi bílsins þekkti Terry sáralítið. En menn tréystu Terry þegar við hin fyrstu kynni. „Það er ljómandi gott,“ sagði hún. „En veiztu nú hvað eigand- inn heitir og hvar hann býr, svo að þú getir skilað bílnum aftur á mánudaginn?" „Auðvitað,“ svaraði harin bros- andi. „En því ekki að nota hann í kvöld í staðinn fyrir leigubíl?“ „Það eru sérstakar ástæður fyrir því. Eg vil hafa bílinn ósnertan á morgun!“ Þau hlógu bæði, en Alison var snortin. Jane frænka hafði þá haft rétt fyrir sér. Terrý var róm- antískur. Terry hafði mælt sér mót við svaramanninn inni í borginni og þau tóku hann þar upp í bílinn. Alison sá hann nú í fyrsta sinn og hún heilsaði honum eilítið undr- andi er Terry hafði kynnt þau. Jane frænka hafði vitað, hver maðurinn var, því að Terry hafði orðið að gefa upp nafn hans og heimdsfang vegna blaðatilkynn- inga, sem hún var að undirbúa vegna brúðkaupsins. Og Jane hafði nefnt hann, en Alison hafði ekki tekið eftir því. Maðurinn var énginn annar en Ward Anson, sonur kunnasta og áthafnasam- asta bökáútgéfandá lándsins, og fyrrverandi hermaður. Terry hafði aðeins sagt, að hann væri „kunningi sinn á blaðaskrifstof- unni“. Alison horfði á útitekið, hraust- legt andlit unga mannsins og minntist þess, að hann hafði ekki óskað að neinni sérstakri stúlku yrði boðið í kvöldveizluna. Jenny var ekki komin, og þá 'ekki heldur sú, sem átti að vera dama Ánsons þetta kvöld. Alison velti því fyrir sér, hvernig Anson mundi falla við hana ef henni svipaði eitthvað til frænku henn- ar. Rush, Jenny og daman, komu seint. Jenny afsakaði það og sagði að þau hefðu verið í teboði og alls ekki getað sloppið fyrr. Loksins hefði Rush getað komið þeim af stað. „Og hann var orðinn ösku- vondur. Ef þú vissir bara, hvað hann var orðin vondur. En við Celía vissum ekkert, hvað tíman- um leið.“ Jenny hló kæruleysis- lega. Alison minntist þess nú, að hún hafði kynnzt Celíu Debevois í september. Hún var Ijóshærð, fremur litlaus, og frá henni gat Jenny ekki óttast neina sam- keppni. Á þessu augnabliki horfði hún ráðaleysislega á andlitin umhverfis. „Það hlýtur að hafa verið gam- an í þessu teboði,“ sagði Alison þurrlega. „Eigum við að fá cock- tail áður en við förum inn í sal- inn?“ „Þær eru búnar að drekka nóg,“ svaraði Rush, og það leyndi sér ekki að hann var gramur. „Við hin getum fengið okkur glas við borðið. Það var leitt að þið skylduð þurfa að bíða svona lengi eftir okkur.“ Alison leit varla á hann. „Það kom ekki að sök,“ sagði hún vin- gjarnlega. „Við höfum um margt að tala. Svaramaðurinn og brúð- urin höfðu ekki sést fyrr.“ „Það sýnir bara hvað eg er sniðugur,“ sagði Terry hlæjandi. „Eg var sem sé hræddur um að henni mundi lítast betur áWard en mig.“ . Alison fannst kvöldið fram- . undan vera eins og dimmur veg- ur. Það var auðsséð að Ward An- son mundi ekki verða hrifinn af Celíu. Rush var augsýnilega í vondu skapi og gramur Jenny. Samt mundu þau Terry þurfa að láta sem ekkert væri og . látast skemmta sér konunglega. Þetta mundi verða eins og kvöldveizl- ur, sem Alison mundi vel frá því fyrir stríð. Sterkir drykkir en (Framhald). - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). um vill skrifstofa Sjúkrasamlags Akureyrar taka fram, að inn- heimta vegna Almannatrygging- anna er henni óviðkomandi og fer fram hjá bæjarfógeta, en allar lífeyrisgreiðslur til bæjarbúa fara aftur á móti fram hér á skrifstofu S. A. frá kl. 10—12 og 2—5 virka daga nema laugardaga 10—12. Lífeyrir hvers mánaðar óskast sóttur á tímabilinu frá 20. —30. hvers mánaðar. Innheimta Sjúkrasamlagsiðgjalda fer fram alla virka daga á sama tíma. Vinnutíminn er að sjálfsögðu lengri en opnunartíminn og mun vera ekki styttri en á skrifstofum Akureyrarbæjar. Engar kvartan- ir hafa heldur borizt til skrif- stofu S. A. um að opnunartíminn sé óheppilegur. Skemmtisamkoma Skólabörnin i Glerárþorpi halda ársskemmtun sína n. k. laugardag, í Skálabarg, kl. 8.30. Til skemmtunar verður: f Upplestur, sjónleikir, söngur með gítarundirleik o. £1. Skemmtunin verður endur- tekin á sunnudag kl. 4. Sumarbústaður óskast til leigu, 2—3 mán- uði næstkomandi sumar. — Kaup koma til greina. Uppl. á afgr. blaðsins. til sölu. — Upplýsingar hjá Magnúsi Jónssyni, Skipa- götu 1, og Bilaverkslccðinu Víking. (Frigidaire) til sýnis og sölu í Strandgötu 35, að vestan, í dag kl. 4—6 e. h. Atvinna Jarðrœktarfél. ÖngúIsstaða- lirepps vantar mann, vanan .skurðgröfu, næsta sumar. — Semjið sem fyrst við Garðar Halldórsson, Rifkélsstöðum. Tilboð óskast í bifreiðarn- ar A 337 og A 253. Bifreið- arnar seljast í því ásigkomu- lagi, seni þær eru, og afhend- ast 30. apríl 1950. Bifreiðarn- ar eru til sýnis lrjá undirrituð- um, sem gefa allar nánari upplýsingar, á Akureyri alla virka daga. — Venjulegur rétt- ur áskilinn. Tilboðum sé skilað til und- irritaðra fyri 1. maí 1950. Jón Ólafsson, Ragnar Bollason, Öngulsstaðahreppi. Kvöldvöku heldur A ustf irðingafélagið á Gildaskála KEA, föstudags- kvöldið 21. þ. m., kl. 8i/2. EFNI: Kvilunynd frá Austfjörðum. Frásöguþáttur. Félagsvist. Fjölmennið! Takið spil með! NEFNDIN. Aihuyið! 6 manna bíll Ur endurminningum Hannesar frá Hleiðargarði tFramhaldl. Frá Stefáni Ólafssyni. Stefán ólst upp hjá föður sinum og varð snemma stór og sterkur. sem hann átti kyn til. Mátti segja um hann, að þar rættist hið gamla spakmæli, að fljótt beygist krókur- inn að því er verða á. — Er hann var lítill snáði bjó hann sér til dá- lítinn boga, og tók að skjóta smá örvum og reynaaðhittavisstmark með þeim; er hann stálpaðist betur nægði honum ekki litli boginn, en bjó sér til stóran boga, og hafði nú part úr hvalrifi í sveiginn. Var bogi sá svo sterkur, að þótt Stefán væri þá 12 eða 13 ára, og mikill og rammur að afli eftir aldri, gat hann ekki dregið bogann upp, nema hafa hann við eitthvað hart, sem hann gat spyrnt í.Fyrirörvar hafði hann kindaleggi. Sagði Stef- án, að svo hefði bogi þessi farið hart með, að þegar hann skaut í steina, hefðu leggirnir oft brotnað á 12 faðma færi, — Tók hann nú að æfa sig að skjóta af hinu mesta kappi. Krítaði hann kringlótta bletti á steinana og reyndi að hitta miðpunkt þeirra. Hafði hann æf- ingar þessar nokkuð firá bænum og faldi bogann þar, á milli þess sem hann æfði sig, því að ekki þótti honum ráðlegt að láta karl föður sinn vita um þetta. — Stundum skaut hann lóur og fleiri smáfugla. — Þó fór svo um síðir, að Olafur komst að þessu athæfi hans, og stóð hann að verki, svo að engurn undanbrögðum varð við komið. — Leizt honum ekki sem bezt á, að láta son sinn svo ungan hafa slíkt vopn í höndum, og tók bogann af honum. Sagði hann honum jafn- framt, að þegar búið væri að koma fermingu á hann, skyldi hann gefa honum byssu góða, en svo mun Ol- afur hafa mælt af því, að strákur var latur til lesturs og náms. — Efndi hánn loforð þetta vel. — Sneri hann sér til kaupmanns eins á Akureyri, sem hann hafði oft við- skipti við, og bað hann að útvega sér byssu, sem væri með ágætum góð. Kaupmaður þessi hafði þann sið að dvelja liér á sumrum við verzlun sína, en var í Danmörku á vetrum. Tók hann vel í málaleitun Olafs og kvaðst mundi koma með byssuna næsta vor. Stór kaupmað- ur við heit sitt, og fékk Ólafi, er hann kom næsta vor, byssu eina stóra og sterklega; lét hann um mælt, að mjög kæmi sér það á óvart, ef gripur þessi væri ekki með afbrigðum góður. — Þakkaði Ólafur honum vel fyrirgreiðsluna. Þetta vor var Stefán fermdur og gaf þá faðir hans honum þennan góða grip. Var hann glaður við, sem nærri má geta. — Tók hann nú að æfa sig í skotfimi sem mest hann mátti, og notaði til þess allar tómstundir; enda varð árangurinn sá, að mælt var, að aldrei missti hann marks, ef skotmál var sæmi- legt, enda var byssan bæði lang- dræg og harðskeytt. — Þótti Stef- áni svo vænt um hana, að löngum sat hann við að hreinsa hana og þrífa til, og sögðu sumir að jafnvel gerði hann gælur við hana „Gróu“. Ekki veit eg hvort svohefurverið, en má þó vera að satt sé, enda ekk- ert einsdæmi að skotmenn kölluðu byssur sínár einhverjum nöfnum. Bendir og vísa sú. er hér fer á eftir, sem einn sveitungi hans gerði, á það fyllilega, að svo hafi verið. Er vísan auðsjáanlega stæling eftir vísu í Andrarímum. Vísan um Stefán er á þessa leið: Um lönd og sjóinn lofaður, líka nógu harðskeyttur. Stýrir „Gróu“ stórvirkur, Stefán tófu morðvargur. Byssuna átti hann alla æfi og fór með hana til Ameríku, eins og síð- ar verður sagt. Þar skaut hann, að iíka frá því sagt síðar. Er Stefán var orðinn fulltíða maður lagði hann mjög fyrir sig og var þá lagstur í kör, og veröur því er spurðist, sínu síðasta skoti, veiðar á landi; skaut hann rjúpur á vetrum, en endur, helsingja og álft- ir á öðrum tímum. Skaraði hann þar fram úr öðrum mönnum vegna skotfimi sinnar og áhuga fyrir starfinu. Þó urðu refaveiðar hans nafnkunnastar, og gerðu hann víða kunnan, enda má segja, að hann hafi verið réttnefndur snillingur í þeirri grein. Mun hann, eftir því sem mælt var, sjaldan eða máske aldrei hafa beðið ósigur í þeim við- skiptum, en oft mun hann hafa þurft að leggja sig allan frain til að ná þeim árangri, er við slæg og illvíg dýr var að fást, og mjög undr- uðust menn oft þol hans og karl- mennsku, er hann lélega klæddur og stundum matarlaus gekk um •fjöll og firnindi eða lá á grenjum dægrum og sólarhringum saman í vondum veðrum, en slíkt er vissu- lega ekki neinum heiglum hent. Það var þó einkum eitt, er ein- kenndi mann þennan, og margir undruðust stórlega, en gátu þó ekki vefengt, svo var sem hann hefði til að bera einhverja dulargáfu eða skyggni við veiðar sínar, einkum rjúpna- og refaveiðar. Bar mörg- um saman um, sem með honum voru á grenjum, að svo hefði litið út, sem jafnan vissi hann eða sæi á einhvern hátt hvat dýrin, sem hann átti í höggi við, væru á hverj- um tíma, og sagði hvaðan og hve- nær þau mundu nálgast bústað sinn, og reyndist það langoftast rétt. — Kom það og ekki ósjaldan fyrir, að hann tók sig upp frá heimili sínu á vorin og sagði þá að dýr væru komin í afréttir, þótt þeirra hefði ekki orðið vart. Kom þá stundum með skinn af heilum tófufjölskyldum til baka og lá 'þá oft vel á karli. Hið sama va rum rjúpnaveiðar hans. Kom það títt fyrir, að hann gekk beina leið frá heimili sínu og þangað, sem rjúpur voru, þótt aðrir, sem líka voru á veiðum, fyndu engar og færu því fýluför. Má vera að þar hafi hann farið nokkuð eftir jarðlagi og snjóa lögum í hvert sinn. Annars má segja um þessa dulargáfu hans, að slíkt sé ekki neitt einsdæmi um veiðimann. Eru margar sagnir til um mikla sjósóknara og aflaklær, að svo var oft, sem þeir vissuhvar fengs var von, og héldu þangað og mokuðu afla þar upp, þótt aðrir, sem í nágrenni voru, yrðu varla varir og fengju ekki bein úr sjó. (Framháld). '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.