Dagur - 13.04.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 13.04.1950, Blaðsíða 8
8 Bagur Fimmtudagiim 13. apríl 1950 Iþróttir Frá Skíðamóti fslands. Skíðamóti íslands á Siglufirði lauk sl. þriðjudag. Framkvæmd mótsins varð mjög erfið og tafin vegna stórhríða og veðurvonzku um skírdagshelgar og páska. Nú var ekki keppt í C-flokki og þátttaka því minni en áður og mótið fyrirferðarminna. Kepp- endur voru þó sæmilega margir í A- og B-flokki. Frá kvenfólk- inu var þó lítil aðsókn til keppni. Hér gefst ekki rúm til að geta margs frá mótinu. Svigmeistari kvenna varð — eins og áður með yfirburðum — Ingibjörg Árnadóttir. Skíðaganga karla — 18 km. — vekur alltaf sérstaka athygli. Nú áttu Þingeyingar þarna afburða- sveit, 3 fyrstu menn: 1. Jón Kristjánsson 68.35 mín. 2. ívar Stefánsson 68.57 mín. 3. Matthías Kristjánss. 71.12 m. Heildartími sveitarinnar 208.04 mín. Keppendur voru 16. — Jóhann Strandamaður varð nr. 4 á 74.52 rriín. í 4x10 km. boðgöngu sigraði sveit ísfirðinga, 2 klst. 34.21 mín. Strandamenn áttu 2. sveit, en Þingeyingar 3. í það skiptið mis- tókst þeim algjörlega að reikna út færið og smyrja skíðin. Það getur verið mesti vandinn og oft- ar það, sem alveg ræður sigri og ósigri. Akureyringar tóku þátt í göngu — aðallega í 17—19 ára aldursflokki, 5 alls. En aðeins einn þeirra komst að marki. Talið er, að þeim hafi alveg mistekist að smyrja. En hitt vitum við líka, að hér var um mjög óvana göngumenn að rseða, sem ekki var líklegt að stæðust harða keppni, þótt efnilegir séu eftir aldri og æfingu þeirri, sem þeir hafa. Sveitarkeppni í svigi unnu ís- firðingar. Sveit Akureyringa var síðust, enda bara Magnús sterkur í þeirri sveit. Hann náði líka beztum tíma í brautinni í þeirri keppni. Birgir Sigurðsson, sem nú virðist ganga næst Magnúsi í svigi af keppendum á Akureyr- armótum, komst ekki vestur fyrr en þessi keppni var um garð gengin. Svigkeppni karla fór fram í vonzku veðri á annan í páskum. Sýndi Magnús þar mikla yfir- burði og varð íslandsmeistari. — Heildartími hans 93.8 sek. 2. í A-fl. Haukur Ó. Sigurðs- son, fsafirði, 99.7 sek. 3. í A-fl. Víðir Finnbogason, Rvík, 107.4 sek. Þar varð Birgir Sigurðsson, Akureyri, 8. af 23 keppendum. I B-fiokki varð Árm. Þórðars., Ólafsfirði, fyrstur á 89 sek. 8. maður í þeim flokki varð Hermann Ingimarsson, Akureyri, á 97.9 sek. Bergur Eiríksson og Halldór Ólafsson voru nr. 10 og 11. Mjög margir „keyrðu sig út úr“ í svigkeppninni. Brunið fór fram á þriðjudag. og u tilíf Auðséð má vera af tímanum að brunbrautin hefur verið mjög stutt, ólíklega 1600 m., eins og gizkað er á. íslandsmeistari Magnús Bryn- jólfsson á 47 sek. 2. Ásgrímur Stefánsson, Siglu- firði, á 48 sek. Síðan eru næstu 4 með 49 sek. I B-fl. varð Herm. Guðjónsson, Rvík, fyrstur, 3 þeir næstu allir með sama tíma. Einn þeirra, Her- mann Ingimarss., Ak. Stökkkeppni fór og fram síðd. á þriðjudag. íslandsmeistari Jónas Ásgeirs- son, Sigluf., m. 225.5 stig. Stökk 48 m. í hvoru stökki. 1. í B-fl. Guðm. Árnas., Siglu- firði, 213.7 stig. Stökk 46 m. í báð- um stökkum. í aldurflokki 17—19 ára. 1. Sveinn Jakobss., Siglufirði, stökk 46 og 45.5 m. 2. Herm. Ingimarss., Ak., stökk 41 og 41.5 m. í bruni kvenna varð Ingibjörg Árnadóttir hlutskörpust. Þrcfaldir íslandsmeistarar verða því Ingibjörg Ámadóttir, svig og brun — tvíkeppni. Magnús Bryn- jólfsson í Alpakeppni, þ. e. tví- keppni í svigi og bruni. Jónas Ásgeirsson varð íslandsmeistari í norrænni tvíkeppni, þ. e. göngu og stökki. Að þessu sinni verður þetta að nægja, en ástæða er til að ræða síðar um margt fleira í þessu móti, um þátttöku Akureyringa, um val skíðamanna á erlend mót í vetur, samkv. áröngrum í þessu móti o. fl. Skíðafólk í Bakkaseli. Hópur skíðafólks úr íþróttafél. Þór, 30 manns, fór inn í Bakkasel um skírdagshelgarnar. Farið var í stórum vörubíl frá Akureyri kl. 8.30 á miðvikudagskvöldið. Gerði fólkið sér von um að komast með honum alla leið í Bakkasel, þótt vitað væri að snjóað hefði inni í dalnum síðustu dagana og bíl- ferðir erfiðar. En þegar til kom, varð fólkið að ganga frá Engi- mýri, 10—12 km. leið, í Bakkasel. Var náttmyrkur á, hæg norðan- átt með hríðarmuggu og mjiig þungt skíðafæri. Margir í hópn- um höfðu mikið að bera, svefn- poka og bakpoka, og sóttist ferð- in seint. Skömmu fyrir kl. 1 um nóttina náði hópurinn að Gloppu. Var ráðgert að fá að liggja þar í heyhlöðu, unz færi að birta. En í Gloppu fannst engin heyhlaða og húsrými ekki mikið. Héldu því flestir áfram ferðinni, aðeins 6 settust að í Gloppu og nutu beztu gestrisni hjá húsráðendum. Aðal- hópui-inn kom í Bakkasel um og úr kl. 3 um nóttina, þreyttur og þyrstur en fékk hinar ágætustu viðtökur. Á skírdag var fegursta veður vestra og fólkið þá á skíðum, en í báðum hlíðum dalsins við Bakkasel eru beztu skíðabrekkur, hvort sem er fyrir brun eða svig, Umferðakemisla í bandarískum framhaWsskólum Meira um nú en 500.000 nemendur í 8000 bandarískum íramhaldsskólum verða að læra að aka biireið í skólun- á þessu ári, og sækja sérstök námskeið i umferðareglum. Myndin er frá slíkum skóla. Kennari er að láta nemanda aka bifreið inn í bílskúr (afmarkaður með súlum) Tveggja daga stór- hríð um páshana Á annan í páskum brá hér til norðanáttár með snjókomu og var iðulaus stórhríð hér um slóðir þann dag og fram á þriðjudag, en í gær birti upp með sólskini og blíðviðri. Vegir hafa mjög spillzt í þessu mgarði, en naumast mun það verða langvinnt, svo áliðið, sem nú er orðið. Nýtt kvikmynda- hús tekið til starfa Á páskadagskvöld buðu for- göngumenn nýs kvikmyndahúss hér í bænu mgestum á frumsýn- ingu að þýzku stórmyndinni Ro- bert Koch. Kvikmyndahúsið nefnist Norðurlands-bíó s.f., og er til húsa að Hótel Norðurlandi, í stóra samkomusalnum þar. Tek- ur húsið um 300 manns í sæti. — Ottó Schiöth bauð gestina vel- komna í nafni forráðamanna bíósins og skýrði frá því að bíóið mundi kappkosta að sýna góðar myndir. Þýzka myndin Robert Koch fjallar um ævistarf þýzka vísindamannsins, sem fann berkla sýkilinn og fleiri sýkla fyrstur manna. Emil Jannikgs leikur að- alhlutverkið. Myndin er stórvel gerð og ein hin athyglisverðasta kvikmynd, sem hér hefur lengi sést. Norðurlands-bíó fer því vel af stað. en gönguleiðir ágætar á láglendi, upp á heiði eða til háfjalla. Á föstudag var norðan leriju- veður og ekki vært úti á skíðum framan af. Var því lagt af stað heim fyrr en ella, kl. 2—3. Var gengið í batnandi veðri út í Engi- mýri til móts við bíl er flutti fólkið heim — til Ak. kl. 7. — Fólkið var mjög glatt yfir ferðinni og ánægt, þótt erfiðari yrði en búizt var við. Norðmenn kjósa Sieldur hækkað vöruverð en skeíjalausa skatta Verð nauðsyiijavara í Noregi hefur hækkað mikið, án tilsvarandi launauppbóta Samkvæmt fregnum frá Nor- egi hefur ríkisstjórn Noregs nú komizt að samkomulagi við aðra lýðræðisflokka í landinu og verkalýðssamtökin uin að minnka nokkuð niðurgreiðslur á ýmsum vörutegundum, án þess að sam- svarandi kauphækkanir verði. Vegna gengislækkunar norsku krónunnar í haust miðað við doll- ar, hafa vörur verið að hækka töluvert undanfarna mánuði, og hefði norska ríkið þá orðið að grípa til miklu meiri niður- greiðslu en verið hefur til að halda verðlagi í skefjum. Til þess að það hefði verið hægt, hefði svo aftur þurft að leggja á mjög aukna skatta til að mæta niður- greiðslunum. Voru niðurgreiðsl- urnar þá orðnar svo miklar, að norska stjórnin taldi komið í full- komið óefni, svo að ekki væri fært að halda áfram á þeirri braut. I Leitaði norska stjórnin þá samninga við alla lýðræðis- flokkanna í þinginu og verka- •lýðssamtökin um lausn málsins, og með samþykki þessara aðila verður vöruverð nú hækkað í Noregi á ýmsum matvörum, seni greiddar liafa verið niður, án þess að samsvarandi kaup- hækkun eða launauppbót verði greidd. Hafa verkalýðssam- tökin fallizt á að hækka ekki kaup af þessum sökum, og þar með viðurkennt að hækkað vöruverð sé skárra en of- þennsla niðurgreiðsluleiðarinn- ar og skefjalausir skattar til að mæta henni. Niðurfelling ríkisuppbóta. Niðurgreiðslur ríkisins minnka mjög á mörgum vörutegundum og falla niður á sumum. Laun- þegasamtökin hafa fallizt á þessa varðhækkun án tilsvarandi launa bóta eins og aðrar stéttir til þess að komast hjá afleiðingum vax- andi erfiðleika. Stjórnin sendi nýl. einnig út orðsendingu þess efnis, að allir legðust á eitt um að bæta vinnuafköstin og auka framleiðsluna. Skattaaukning hefði orðið 450 milljónir. Vegna verðhækkananna hefði orðið að auka niðurgreiðslur rík- isins úr 600 millj. í 1050 millj., því að verðhækkunin vegna gengisfallsins er talin nema um 450 milljónum og sú skattaaukn- ing var talin óbærileg. Verð- hækkunin nemur á sumum vör- um 50—100% og er á smjörlíki, korni, brauði, klæðnaði, skófatn- aði, veiðarfærum, kartöflum og áburði. Ráðgert er að endurskoð- un vísitölu fari fram í haust og verði þá umreiknaður fram- færslukostnaður. Hækkun nokkurra vara. Meðal annars hafa þessar mat- vörur hækkað sem hér segir: Smjörlíki úr 1 kr. í kr. 2.25, en væri án niðurgreirislu kr. 2.60. Kaffi úr 4.05 í kr. 8.00, en væri án niðurgreiðslu kr. 11.80. Smjör úr kr. 6.20 í kr. 7.35, en væri án nið- urgreiðslu kr. 9.75. Vefnaðarvara og skófatnaður hækkar einnig nokkuð í verði, en óvíst er enn, hve mikil sú hækkun verðui*. Sæmilegur afli togbátanna Togbátarnir, sem stunda veið- ar héðan og frá verstöðvunum hér við Eyjafjörð öfluðu sæmilega fyrir páskana. Aflinn er saltaður og lagður á frystihús.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.