Dagur - 19.07.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 19.07.1950, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 19. júlí 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Kredduvísindi kommúnista og friðurinn LANGT ER UM liðið síðan eins ógeðsleg skrif og nú getur daglega að líta í málgögnum komm- únista, hafa séð dagsins ljós á íslandi. Verður að leita allt til ársins 1939 til þess að finna sýnishorn af svipuðu, kommúnistísku hugarfari. Á því ári voru kommúnistablöðin full af vandlætingu yfir árásarhneigð Finna, sem þau sögðu hafa ráðist með her manns á hin friðsömu Ráðstjómarríki. Sögðu kommúnistar Rússum nauðugan einn kost, að hrekja árásarliðið af höndum sér og brjóta finnsku þjóðina undir sig. Sami leikurinn var sett- ur á svið, er Stalin og Hitler skiptu Póllandi með sér og rússneskur her réðst inn í Pólland, að baki hersveita þeirra, er vörðu Pólland fyrir sókn naz- ista. Aðeins nokkrar auðtrúa sálir lögðu nokkurn trúnað á þessa sagnfræði kommúnista. Heimurinn vissi mæta vel, að finnsk-rússneska styrjöldin var rússneskt árásarstríð og innrásin í Pólland er eitt ljótasta dæmis um miskimnarleysi og blygðunar- leysi valdafíkinna einvaldsherra. Kommúnista- sprauturnar hér og annars staðar, sem í þetta sinn bera í skauti sér. Lýðræðisþjóðir heims geta ekki háð árásarstríð. Vesturlandabúar, þing þeirra og ríkisstjómir vilja frið. Það er ekki á valdi neins eins manns á Vesturlöndum að steypa heimin- um út í þriðju heimsstyrjöldina. En öðru máli gegnir fyrir austan járntjald. Valdhafarnir þar þurfa ekki að spyrja neitt þing eða al- menningsálit hvort þeim leyfist aessi árásin eða hin, fremur en Hitler þurfti þess með. Þeir eigá um það við sjálfa sig. Þingin þar austur frá eru einskis megandi hallelújasamkomur, sbr. þegar málamyndaþing Rússlands sam- þykkir fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir allt hið víðlenda ríki og all- an hinn gífurlega herkostnað, á nokkrum klukkustundum. Og al- menningsálitið hafa þessir vald- hafar í hendi sér. Þeir hafa úti- lokað frjálsan fréttaflutning. • — Mánuð eftir mánuð er fólkinu, sem ekkert annað má vita, sagt, að lýðræðisþjóðir Vesturlanda undirbúi styrjöld. Hinar æðis- legu ásakanir rússneskra vald- hafa á hendur vestrænum þjóðum um stríðsundirbúning, eru eitt óhugnanlegasta dæmið um stríðs undirbúning þeirra sjálfra. Það þykir, af augljósum ástæðum, mikil nauðsyn að rækta stríðs- hugarfar með rússnesku þjóðinni og telja henni trú um að hún sé umkringd af blóðþyrstum stríðs- æsingamönnum. Eftir margra ára kennslu í slíkum fræðum, þykir hinum rússnesku valdhöfum nú e. a. v. kominn sá tími, er akur- inn er fullplægður, og óhætt að sá því korninu, sem alþjóða- kommúnisminn og heimsvalda- stefna hans. geymir í sér, en það er sú kenning, að kommúnisminn og kapítalisminn hljóti að heyja útrýmingarstríð í fyllingu tím- ans. Þessi kenning kommúnista er hættulegasti óvinur friðarins og því hættulegri, sem fleiri verða blindir bókstafsþrælar marxistískra kreddukenninga. KOMMÚNISTAR vaða nú um allar jarðir með svokallað Stokk- hólmsávarp upp á vasann. Segj- ast þeir vilja banna notkun kjarnorkuvopna. Það er ósvífni að kalla þetta plagg friðarávarp, því að það fjallar ekki um frið, heldur bann við notkun eins drápstækis. Er svo að sjá sem að- standendum þess þyki það ágæt vinnubrögð, að rússneskir, eld- spúandi skriðdrekar og önnur slík drápstæki geysist yfir frið- söm lönd til að undirbúa komu fagnaðarerindis Lenins og Stalíns. Friðurinn á langt í land meðan slíkar afsakanir fyrir friðrofum þykja einhvers virði, og það þykja sjálfsögð vinnubrögð í víð- lendum ríkjum, að láta þjóðir ná- grannaríkjanna „hoppa þegjandi og hljóðalaust" inn í kommúnis- tískt skipulag með aðstoð skrið- dreka og byssustingja. FOKDREIFAR Kvenfélagið Framtíðiii og Elliheimilið Jónsmessuhátíð kvenfélagsins Framtíðin, er orðin fastur liður í skemmtanalífi bæjarins og tilhlökk- unarefni barna og bæjarbúa almennt. Að þessu sinni var veðurfar ekki hið ákjósanlegasta, og varð félagið að f resta hátíðinni um eina viku' af þeim ástæðum. Ótrúlega vinnu leggja kvenfélagskonur á sig til þess að koma þessari hátíð upp, en bæjarbú- ar virðast einnig hafa skilið, að hér er um málefni að ræða, sem alla varðar, og hafa því stutt félagið við undirbúning, en mest þó með því að fjölmenna á hátíðinni. í ræðu, sem formaður k'venfélagsins, frú Gunnhildur Ryel, flutti, fórust henni m. a. orð á þessa leið: „Eins og ykkur mörgum er kunnugt, þá var Elli- heimilissjóður Akureyrar 40 þúsund kr. í árslok 1939. Sú upphæð var þá lánuð til hins nýja sjúkra- húss til að hraða því máli svo sem unnt var. Þessi upphæð var lánuð til 10 ára, gegn góðum vöxtum. Jafnframt hét kvenfélagið að veita sjúkrahúsinu pann stuðning, sem unnt væri jafn langan tíma, eða 10 ár. Þessi 10 ár eru nú liðin. Þessi Jónsmessuhátíð er hin fyrsta, er við höldum til ágóða fyrir væntan- legt elliheimili hér í bæ, en það er markmið okkar og hefur lengi verið, að koma hér upp fullkomnu elliheimili. Skal það verða sjálfseignarstofnun. Hinu væntanlega elliheimili hefur verið válinn staður ofan við nýja sjúkrahúsið neðan Þórunnarstrætis. Mun bærinn ætla því stóra lóð, svo að hægt verði að gjöra þar aðrar framkvæmdir, sem nauðsynlegár eru við slíka stofnun. Ætlunin er að hafa þar mikla ræktun, og má geta þess, að elliheimilið Grund í Reykjavík hefur haft miklar tekjur af blóma- og grænmetissölu, og auk þess hefur heimilið haft nægar birgðir grænmetis handa vistmönnum sínum. Elliheimilissjóðurinn er nú rúmar 250 þús. krón- ur. Við höfum reynt eftir beztu samvizku að ávaxta höfðu endaskipti á sannleikanum, mynu vel hafa vitað, hvað þær voru að gera. En þjónkunin við föðurland allra kommúnista varð skynseminni yfirsterkari. Kommúnista blöðin hér fögnuðu inn- rásinni í Pólland og birtu langhunda um árásar- hneigð finnsku þjóðarinnar. Þessir atburðir til- heyra sögunni og eru mörgum gleymdir. En það er þess vert að rifja þá upp nú, er menn lesa frá- sagnir kommúnista af styrjöldinni í Kóreu og greinargerðir þeirra fyrir sinni dæmalausu „frið- arsókn“, en friðurinn er kommúnistum nú tamari á tungu en nokkuð annað, jafnframt því sem þeir gleðjast mjög yfir velgengni kommúnistaherjanna í Asíu og ráða sér ekki af fögnuði, er rússneskar vígvélar þessa árásarlýðs vinna hvern sigurinn af öðrum á óviðbúnum þjóðum. Það er eitt gleggsta dæmið um einlægnina í friðarskrafinu, að nokkr- um dögum áður en hin vel undirbúna árás Norð- ur-Kóreumanna hófst, höfðu kommúnistafor- sprakkar þar skráð nöfn þúsunda manna í borgum landsins undir kominform-friðarávarp það, sem kennt er við Stokkhólm. I stjórnarherbúðum kommúnistaliðsins höfðu menn skipt með sér verk um. Sumir sáu um flutning vígvéla og herliðs til landamæra nágrannans, en aðrir gengu fyrir hvers manns dyr með „friðarávarp" Kominform upp á vasann og föluðu undirskriftir. Kommúnistablöð- in hér segja okkur nú, að undirskriftirnar sýni friðarvilja árásarmannanna og séu miklu sterkara sönnunargagn um hugarástand þeirra, en morð- tólin, sem tóku að spúa eldi og dauða yfir sam- landa kommúnistanna áður en blekið á undir- skriftunum var þurrt orðið. Raunverulega er það móðgun við allt hugsandi fólk, að láta slíkan þvætting frá sér fara, en í slíkt fen eru kommún- istaleiðtogamir fallnir. Þeirra æðsta skylda er að verja allar gerðir rússnesku valdhafanna, hversu fráleitar sem þær kunna að sýnast í hugum allra skyni borinna manna. HORFUR í ALÞJÓÐAMALUM eru ófriðvæn- legar um þessar mimdir og enginn héma megin járntjaldsins veit ,hvað næstu mánuðir kunna að Fiskimenn og fisksala í bænum. Borgari skrifar blaðinu: „ÞAÐ VAR EINN þennan dá- samlegu morgna, sem okkur hafa gefist svo margir, frá því júní- kuldunum lauk, að eg fór ofan í bæ, að fá mér í soðið. Sól skein í heiði og lognlæstur sær, hins fagra Eyjafjarðar og Akureyrar- polls, vöktu mér að dáun og gleði. Örlítill andblær hreyfði aðeins lauf reyniviðarins og bar ilm hans að vitum mínum. Allt var kyrrt og hljótt. Hið enda- lausa, þreytandi bílaþvarg var ekki hafið. Gangstéttimar máttu heita auðar. Æskulýðshóparnir sem svo mikið nota þær á kvöldin, sáust nú ekki. Það var aðeins slæðingur af eldra fólki í leit að einhverju í hádegismat- inn, sem sást á götunum. — Tveir fisksalar höfðu tekið sér stöðu neðan við Nýju kjötbúðina og höfðu þar á boðstólum ýsu og steinbít frá Dalvík. Flestir stað- næmdust hjá þeim og gerðu kaup sín þar, þótti víst of mikil fyrir- höfn að ganga ofan að skipa- kvínni og sjá hvað þriðji fisksal- inn, sem stóð þar hjá kerru sinni, hefði að þjóða. Eg þóttist vita að þar mundi vera einn þeirra fáu manna í Akureyrarbæ, sem einir af öllum bæjarbúum — 6 til 7 þúsund manns — hafa enn fram- tak og dugnað til að sækja góð- fiski um langa vegu í greipar Ægis gamla yzt í Eyjafjarðarál, eða jafnvel norður fyrir Gjögra, og sem heldur vilja taka á sig þá áhættu og erfiði, sem því er sam- fara að sækja á fjarlæg mið, heldur en að heimta vinnu af öðrum. Eg gekk til þeirra. Þeir voru þreytulegir, höfðu auðsjá- anlega lagt meira á sig en margir hinna ungu og hraustu manna, sem hafa framfæri sitt að mestu úr bæjarsjóði, oftast fyrir óarð- bæra vinnu og stundum lítt nauðsynlega. Afli hafði verið all- góður hjá sjómönnunum, mest ýsa, og fiskurinn leit betur út og var stinnari en sá fiskur, sem bú- ið er flytja langa leið og þvæla á vigtir og bíla. Eg keypti af þeim það, sem eg þarfnaðist og hélt svo leiðar minnar. SKÖMMU fyrir hádegið, varð mér reikað inn með kvínni. Fólk hafði þá að mestu gert innkaup sín. Sjómennirnir voru á sama stað og enginn lagði leið sína til þeirra. Af forvitni gekk eg þang- að. Þeir stóðu þar vonsviknir og leiðir yfir miklum hluta afla síns óseldum. Daginn eftir gekk eg aftur ofan á bj-yggj u. Enn voru sjómennim- ir við bát sinn og enn áttu þeir eftir óselt af afla sínum. Eg komst að því, að þeir höfðu neyðst til að selija einni fiskbúðinni af afla sínum og nú keppti fisksalinn við þá með þeirra eigin fiski! EG HEF EKKI getað varizt því, að þessi atvik hafa sótt á hugann og orðið mér umhugsun- arefni. Hvað er að gerast hér? Eru' Akureyringar virkilega að neyða þessa víkinga, sem vilja heimta skatt af Ægi konungi, til að gefast upp í hinni lofsverðu sjálfsbjargarviðleitni sinni — leggja árar í bát — hætta að færa góða björg í bú Akureyrarbæjar, en bætist í þann allt of stóra hóp, sem þarf að sækja lífsuppeldi sitt til bæjarins? Almenningur með því að láta þá ekki sitja fyrir fiskkaupum sínum þá dagana, sem þeir hafa á boðstólum nýjan og góðan fisk. Ráðamenn bæjar- ins með því að gera ekkert þeim til hagsbóta. Mér hefur oft dottlð í hug og fundist það vera tæplega minnk- unarlaust fyrir Akureyrarbúa að afla ekki sjálfir nægilegs fiskjar til neyzlu í bænum, heldur (Framhald á 5. síðu). það fé, er gefið hefur verið. En á meðan við unnum að f járöflun fyrir sjúkrahúsið öfluðum við elliheim- ilissjóðnum engra tekna. En nú er herferðin hafin og það verður hyergi hikað og ekkert hlé, fyrr en hið nýja Elliheimili Akureyrar er fullgert.“ Þá ræddi frúin um nafn á stofnun þessari, sem enn væri ekki ákveðið, og óskaði eftir, að uppá- stungur kæmu fram um gott nafn, sem allir gætu orðið ánægðir með. Talaði hún um að heimilið skyldi vera sjálfseignarstofnun og að Akureyringar skyldu jafnan hafa forgangsrétt að dvöl þar .Hvatti hún Akureyringa til að leggja fé í herbergi heim- ilisins, svipað og gert hefur verið með stúdenta- garðinn og Hallveigarstaði. Áætlað er að um 70 vist menn geti dvalið á heimilinu á hverjum tíma, auk starfsfólks. Nokkuð af byggingarkostnaðinum mun koma frá Tryggingarstofnun ríkisins, samkvæmt lögum, og nokkuð mun bærinn leggja fram. Frú Ryel lauk máli sínu með því að hvetja bæjarbúa til að leggja þessu nauðsynjamáli lið og hjálpa til við að hrinda því í framkvæmd. Hún sagði að lokum: „Framtíðarkonur munu ekki liggja á liði sínu, og feginsamlega verður tekið við hvers konar stuðn- ingi, bæði frá félögum og einstaklingum. Við, sem unnum Akureyri, viljum að sérhverjum einstaklingi geti liðið hér vel, en töluvert vantar á, að þeir öldr- uðu hafi svo góða aðbúð sem skyldi. Verum því samtaka um að reisa hið nýja elliheimili sem allra fyrst. Fullvíst er, að með Guðs hjálp, einhug og góðri samvinnu getu mvið náð settu marki.“ Ágóði af Jónsmessuhátíðinni að þessu sinni varð 29 þúsund krónur (nettóhagnaður), en af hátíðinni í fyrra varð nettóhagnaðurinn 42 þúsund. Mun mestu hafa ráðið um mismun þennan, að veður var að þetesu sinni fremur óhagstætt, og svo hitt, að aðrar skemmtanir í bænum voru haldnar þennan dag, og það hefur að sjálfsögðu dregið nokkuð frá. Bæjarbúar ættu að vera samtaka um að styðja kvenfélagið Framtíðina í þessu starfi og stuðla þannig að því, að Akureyri eignist fullkomið elli- heimili sem allra fyrst. P.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.