Dagur - 26.07.1950, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Miðvikudagmn 26. júlí 1950
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheirata:
Erlingur Davíðsson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sírai 1I6G
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Gjaldeyrisöflun
og gjaldeyriseyðsla
í GÆR VAR verið að selja erlendar kartöflur
hér í gær, eftir langvarandi kartöfluleysi. Þessi
kartöfluskortur hefur náð til alls landsins. Langt
er um liðið síðan íslenzkar kartöflur gengu til
þurrðar. Og sennilega verður enn kartöfluskortur
í landinu áður en íslenzk uppskera kemur á mark-
aðinn á komandi hausti. Daglega má heyra síldar-
skipin íslenzku útvarpa „kostlistum" sínum til
stöðva í landi. Skipin biðja um íslenzkt smjör. Það
er ekki til. Þau biðja um dilkakjöt. Það fæst
heldur ekki alls staðar og mun víðast gengið til
þurrðar. Þannig mætti lengur telja dæmin. Land-
búnaðarafurðirnar skortir hér nú orðið, sumar
verulegan hluta ársins, aðrar allt árið, eins og t. d.
smjörið. Á sama tíma og þetta gei'izt, gengur' fólk
atvinnulaust í stór hópum af því að efni skortir til
að framleiða gosdrykki, súkkulaði og ýmsan ann-
an svokallaðan innlendan iðnað,- Þessi dæmi sýna
okkur í einu vetfangi, hvernig högum þjóðarinnar
er komið: Of fátt fólk vinnur við framléiðslu mat-
væla í landinu sjálfu, en of margt við framleiðslu
ýmiss konar varnings, sem kallað er að búinn sé
til hér, enda þótt hráefnin séu erlend. Fólk gengur
atvinnulaust vegna þess að gjaldeyi'ir fæst ekki .til
kaupa á þessum erlendu hráefnum á sama tíma
og erlendum gjaldeyri er varið til kaupa á mát-
vælum, sem hægur vandi er að framleiða í land-
inu sjálfu. Þannig er þjóðarbúskap okkar fslend-
inga nú háttað að þessu leyti og ætti það að vera
umhugsunar- og áhyggjuefni allra þjóðhollra
mánna. Dæmin eru mjög nærtæk. Um þessar
mundir fá Norðmenn uppgripa síldveiði hér fyrir
Noi'ðurlandi, en allir vita, hvernig vertíð íslenzka
síldveiðiflotans hefur gengið til þessa. Eru Norð-
menn þó í engu fremri okkur í fiskveiðum. En
þeiri-a skip eru búin reknetum. Þeir gerðu góða
vertíð hingað til lands í fyn'a. Útgerðarmenn hér
segja aftur á móti, að ekki þýði að tala um rek-
netaveiði hér. Engir menn séu fáanlegir á rek-
netaskip. Hvei'su mikill gjaldeyrir fer þar í súg-
inn?
i
f FYRIR NOKKRUM ARUM hóf Jón H. Þor-
bergsson á Laxamýri að rita greinaflokk hér í
blaðið, sem hann nefndi „Gróandi jörð“. í gi-ein-
um þessum benti hann á þá staðreynd, að þjóðar-
búskap íslendinga væri þannig farið, að of fátt
fólk starfaði við framleiðsluna en of margt við
ýmiss konar óábyrg störf, sem hann nefndi svo, þ.
e. alls konar skrifstofuvinnu, ýmsan „iðnað“ o. s.
frv. Jafnframt benti hann á, að sú tíð mundi renna
upp, að verulegur skortur yrði á helztu fram-
leiðsluvörum landbúnaðarins. Ýmsir töldu það
fjarstæðu á þeim tíma, að skortur yrði hér á
dilkakjöti til dæmis. En þetta er nú komið á dag-
inn. Kartöfluskorturinn er orðinn landlægur og
fleiri landbúnaðarafurðir skortir í þéttbýlinu, t.
d. alls konar grænmeti, meira að segja yfir sum-
armánuðina. Það virðist augljóst, að á þessu verð-
urf ekki breyting nema með breyttu viðhorfi
þjóðarinnar til framleiðslunnax'. Möguleikarnir til
þess að framleiða landbúnaðarafurðir hér á landi
eru mjög miklir, en þeir eru ekki nýttir nema að
takmörkuðu leyti. Fólkið er of fátt, fjármagnið of
lítið. Sveitir íslands eiga mögxileika til þess að sjá
DÚsundum manna farborða og
framleiða mikið magn af mai-gs
konai' afui'ðum. En íslendingar
hafa enga möguleika til þess að
halda áfram sókn sinni til menn-
ingarlífs, meðan sú stefna er ráð-
andi, að fjái-festingin sé að veru-
legu leyti bundin við mesta þétt-
býlið og það þykir hin mesta
nauðsyn fyrir þjóðarbúskapinn
að foi'ða atvinnuleysi þar með
xví að flytja inn hi-áefni til súkku
laði- og sælgætisgerðar og til
annai's slíks „iðnaðar“, eða það
er nauðsyn að vei-ja gjaldeyri til
kaupa á kartöflum, smjöri og
öðrum matvælum, sem auðvelt er
að framleiða hér á landi í stórum
stfl.
ÍSLENDINGAR þurfa að hefja
sókn til þess að auka útflutnings-
verðmæti landsmanna. Og jafn-
lramt þeirri sókn, þarf að vinna
að því öllum ái'um, að spara
gjaldeyri til kaups á vamingi,
sem unnt er að framleiða hér
heima, eins og hvers konar land-
búnaðai-afurðir. Landsmenn eiga
ekki að krefjast þess af gjald-
eyrisyfirvöldunum, að þau sjái
fyrir nægum kartöflum í landinu.
Þeir eiga að líta í eiginn barm og
hefja kartöflurækt sjálfir. Þeir
eiga ekki að heimta erlent smjör,
heldur aukið fjármagn til land-
búnaðarins til þess að auka smjör
framleiðsluna og gera landbú-
skap að eftirsóttri atvinnugrein.
Landsmenn eiga ekki að horfa
aðgerðarlaust á það ár eftir ár, að
Noi'ðmenn og aðrar erlendar
þjóðir ausi upp síldinni við strend
ur landsins á sama tíma og lítið
aflast á íslenzk skip. Þeir eiga að
hefja veiðar í stórum stíl með
þeim veiðarfærum, sem þessar
erlendu þjóðir nota og tryggja
þannig afkomu þjóðarbúsins bet-
ur en nú er gert og gei-a gjaldeyr-
isöflunina öruggari. En til þess
að þessi stefna sigri, þarf mikill
hluti þjóðarinnar að líta öðrum
augum á framleiðsluna en nú er
gert. Baráttan á ekki að standa
um það, að herja út gjaldeyrir til
kaupa á einhvei'ri vöru, heldur að
íramleiða vöru, sem gefur þjóð-
inni gjaldeyri eða foi'ðar ónauð-
synlegri eyðslu hans.
FOKDREIFAR
Mitt hjartans mál.
Jón Austfjörð ski-ifar blaðinu:
„Mér er ekki grunlaust um, að
ýmsar yngri mæður vorra daga
gefi því lítinn gauin, hvers virði
það er að signa yfir hvílu bai-ns-
ins, þegar það er sofnað á kvöldin
og lesa eitthvert gott orð yfir því,
er það fer til leiks á morgnana.
Sú var tíðin, að mæður gættu
þess vel, að þessi siður gleymdist
ekki í uppeldinu. Óteljandi dæmi
hafa sannað gildi hans.
Eg minnist á þetta vegna þess,
að þegar eg var lítið bam, þá
kenndi mamma mín mér Guðsoi'ð,
m. a. á þennan hátt. Þegar eg var
háttaður, þá signdi hún mig og
bað bæn með mér, oftast Faðir
vor. Á morgnana, er eg var
klæddur, þá signdi hún mig
sömuleiðis og bað með mér þessa
bæn:
Nú er eg klæddur og kominn á
ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól.
í Guðsóttanum gefðu mér
að ganga í dag, svo lflri þér.
Brýndi hún fyrir mér að þetta
skyldi eg gera alltaf, ef eg ætti
eitthvert líf fyrir höndum. — Þá
bón hennar hef eg líka reynt að
uppfylla af fremtsa megni. Og
hefur þessi siður orðið mér til
mikillar blessunar.
Eg efast ekki um, að þessi at-
höfn er í jafn miklu gildi nú, eins
og hún var meðal minna sam-
ferðamanna. Þess vegna vil eg
biðja yður, elskulegu mæður, að
hafa þennan fagra trúarsið um
hönd við uppeldi bai-na yðar. —
Allir tímar eru alvarlegir, ekki
sízt þeir, sem vér lifum nú á. —
Engin móðir má vanrækja það
bezta, sem hún getur gefið barni
sínu í vegarnesti út í lífið.“
Hvað fá Akureyringar fyrir
vegaféð?
UM ÞESSAR MUNDIR munu
margir Akureyringar hugleiða
með sjálfum sér, hvað þeir fái
fyrir þær hundruð þúsunda
króna, sem bæjai'stjórnin ver ár-
lega til viðhalds gatna hér í bæn-
um. Þetta rifjast upp fyrir mönn-
um af því tilefni, að göturnar eru
alveg óvenjulega illar yfirferðar.
Svo er nú komið, að verulegur
hluti þeirra gatnaspotta, sem
malbikaðir hafa verið með ærn-
um kostnaði á undanförnum ár-
um, eru að verða ónýtir. Má þar
t. d. nefna megin hluta Hafnar-
strætis, sem er aðalumferðargata
bæjarins. Þessi götuspotti er nú
svo holóttur, að til vandræða
hoi'fir. Sést nú glöggt að það var
réttmæt ábending, sem gerð var
hér í blaðinu á sl. vetri. Var þar
bent á, að ef bærinn léti ekki
hreinsa snjó og klaka af malbik-
uðu götunum, væri óhjákvæmi-
legt að bifreiðir færu sömu slóð-
ina á götunni, og afleiðingin
mundi verða sú í vor, að djúpar
rásir mynduðust í götuna. Mundi
dýrara að malbika götuna á ný en
hreinsa snjóinn og klakann. Nú
sést hver sannleikur þetta er.
Rekja má slóðir bifreiðanna í
malbikinu. Keðjui'nar á bílunum
eyða slitlaginu. Síðan myndast
holur og rásir. Þannig útlítandi
umferðagata eyðir hjólbörðum
meii-a en góðu hófi gegnir og er
auk þess sannkallaður farartálmi.
— Verkvísindameistarar bæjar-
ins héldu því fram á sl. vetri, að
hentara væi'i fyrir bæinn að láta
eyðileggja malbikið með þessum
hætti, en kosta hreinsun klakans
af götunum. Væru þeir sjálfum
sér samkvæmir, ættu þeir að hafa
hafizt handa um viðgerðir á þess-
um vegum fyrir löngu. En engin
hreyfing sést í þá átt. Þessi stjórn
á vegamálum bæjarins virðist
benda til þess, að því fé, sem ár-
lega er tekið af bæjarmönnum til
þess að halda gatnakei'finu í
sæmilegu lagi, sé ekki vel og
skynsamlega varið, og sumt af
því fari forgörðum fyi'ir heimsku
lega ráðsmennsku þeirra, sem
þama ættu að vera vel á vei'ði.
Þá má benda á, að sumar götur,
t. d. Kaupangsstræti, eru svo ill-
ar yfirferðar ár eftir ár, að þær
munu vafalaust eyðileggja bif-
reiðagúmmí fyrir verulegar
fúlgur á ári hverju, til tjóns fyrir
bifreiðaeigendur og þjóðfélagið í
heild.
Er nú nægilegt vatn?
A ÞESSUM ÁRSTÍMA er oft-
ast nægilegt vatn i þeim bæjar-
hveríum, sem verða mest fyrir
barðinu á vatnsskortinum á vet-
urna og vorin. Sorgir vetrarins
eru gleymdar og menn hafa ekki
(Framhald á 5. síðu).
. 1
Geymsla á rabbarbara
Kona, sem kallar sig „fáfróð“ og ýmsar fleiri, hafa
spurt kvennadálkinn í'áða um það, hvemig bezt sé
að geyma sultu úr rabarbara og geyma hann á ann-
an hátt. Fjölmargar leiðir eru til, sem flestar kon-
ur þekkja og í matreiðslubókum má finna ýmsar
aðferðir. Sulta er bezt og geymist einnig lengst, ef
í henni er mikill sykur. Mörgum finnst sultan bragð
betri sé notaður kandís í stað strásykurs. En þegar
sykurskammturinn leyfir ekki að gera nema örlítið
af sultu með miklum sykx-i, t. d. helmingur sykur á
móti helming af rabax’bara, sem er mjög góð sulta,
xá verðum við að fara aðrar leiðir til þess að geyma
rabarbarann, því að óneitanlega getur verið gott að
eiga hann heima vetrai'mánuðina í grauta og ann-
að. Ódýrasta og fljótlegasta aðferðin, sem ég hef
heyi't getið um, er að geyma rabarbarann í vatni.
Nokkrar húsmæður hafa sagt mér, að þannig hafi
xeim tekizt að geyma rabarbarann mánuðum sam-
an og að hann hafi verið bragðgóður og óskemmdur
að þeim tíma liðnum. Það þarf engan sykur, en
rabarbarinn geymist samt.
Aðferðin.
Aðferðin getur vai'la vei'ið einfaldari. Rabai'bar-
inn, sem á að vera nýupptekinn er þveginn og skor-
inn í bita. Bitarnir eru látanir í krukkur eða flösk-
ur, kalt vatn látið renna ofan í ílátið, þar til það er
fullt og síðan er lokað með þéttu loki. Séu notaðar
flöskur, er lakkað yfir tappana. Krukkur með
skrúfuðu loki og gúmmfliring ei-u einnig ágætar.
Þannig segjast nokkrar húsmæður, sem eg hef
spurt ráða, hafa geymt rabarbarann allan veturinn.
Vatnið soðið.
í danskri bók um niðursuðu er þessi aðferð einn-
ig nefnd, en þar er sagt, að vatnið eigi að vera soðið,
en ekki hellt á bitana, fyrr en það er oi’ðið kalt.
Tekið er sérstaklega fram, að krukkumar eigi að
geyma á dimmum, þurrum og köldum stað. Þessa
bita má nota í grauta og einnig gera úr þeim sultu
síðar á vetrinum, eða jafnóðxxm og á þarf að halda.
Áríðandi er að rabai'barinn sé óskemmdur og ekki
trénaður, þegar hann er lagður í vatn.
Rabarbarinn saxaður.
í bók sinni, „Grænmeti og ber alt áx’ið“, telur
Helga Sigui'ðardóttir, að ein hin bezta aðfex’ð til
geymbslu á rabarbara sé eftirfarandi:
Rabarbarinn, sem er nýupptekinn, óskemmdur
og ekki trénaður, er hi-einsaður og þveginn vel úr
köldu vatni. Leggirnir eru þerraðir með soðnum
línklút. Það má ekki flysja leggina. Söxunarvél er
soðin í sódavatni, þvegin og þerruð. Bezt er að
vélin sé glei'uð. Rabai'barinn er saxaður, einn og
einn leggur er settur í vélina í einu. Þetta er erfitt
verk, sem þó borgar sig, því að ég álít að þessi að-
ferð sé ein hin bezta til geymslu á rabarbara. Benzo
súrt natron er hrært út í 2 matsk. af heitu vatni (2
gr. benzosúrt natron eða 114 gr. benzosýx-a er not-
að í 5 kg. af rabarbai-a). Upplausninni er hrært vel
saman við saxaða rabarbaraxm, honum síðan ausið
í könnur og hellt á flöskur. Lakkað yfir tappana. Sé
skrúfað lok á flöskunum, nægir það. Geymist á
köldum stað.
Þannig segist fi-k. Helga hafa geymt rabarbara í
2 ár, og hafi hann þá verið sem nýr. Hún telur ekki
nauðsynlegt að nota hin kemísku efni, en að það sé
tryggai-a. Segir hún, að saxaðan rabai'bara megi
nota í allan mat á venjulegan hátt. Einnig má gera
úr honum ágætis mauk, og er það gert jafnóðum
sem nota á, og má þá nota helmingi minni sykur en
í það mauk, se má að geyma.
Þær, sem ekki hafa grammavog, geta mælt benzo-
súra natronið í teskeiðum, þannig:
Benzosúrt natron 2 gr. = 1 stór teskeið.
Benzosýra 1 gr. = 1 stór teskeið.
Meii-a um niðui'suðu síðar.
Puella.