Dagur - 26.07.1950, Side 6
6
D AGUR
Mi'ðvikudaginn 26. júlí 1950
Ylðburðarríkur dagur
Saga eftir Helen Howe.
5*1
3. DAGUR.
(Framhald).
„Og meðan eg man, þú manst
eftir því, að það er alls ekki víst
að eg geti farið með þér út á land
um helgina," sagði Eric.
„Nei, Eric,“ sagði Faith, og það
var ofurlítil ásökun í röddinni.
„En eg var búinn að vara þig
við því. Þú veizt að Muccia á að
syngja í útvarpið og ef hann vill
að eg verði viðstaddinyer ómögu
legt að komast hjá því.“
Faith leit á mann sinn og and-
varpaði. Borðið var í milli þeirra.
Hún minntist þess, er hún sá
Erie fyrst. Þá hafði hún horft á
hann yfir skrifborðið í skrifstofu
hans. Hún hafði þá strax hugsað
með sjálfri sér, að þessum manni
væri óhætt að treysta, og ekki
mundi unnt að fara í kringum
hann. Hún hafði ekki breytt;
i
þessari skoðun sinni í 10 ára
sambúð. Hún leit á mann sinn.'
Svipbragð hans bar vott um ró-j
lyndi, festu og karlmennsku,-
Hann var grannvaxinri og henni
fannst hann hafa grennst síðustu
mánuðina. Hann leit ekki eins vel
út nú og áður og það voru dökkir
baugar undir augunum. Hann
var ljósbláeygur og henni hafði
alltaf fundizt að lesa mætti hug-
arástand hans allt í augunum.
Stundum var blái liturinn mild-
ur og daufur, en hann gat líka
orðið skýr, nær því heiðblár og
minnt sterklega á norrænan upp-
runa hans.
Nú varð svipur hans mildur og
hann sagði: „Eg skal reyna að
vera laus. Eg get sagt honum að
við eigum brúðkaupsafmæli og
hann getur þá varla lagt hald á
mig. En ,það er ekki víst að það
takizt og bezt að vera við því bú-
inn.“
Þau stóðu bæði upp frá borð-
inu. Eric leit ástúðlega á konu
sína. Hann var ánægður. En hug-
ur hans hvarflaði brátt til hvers-
dagslegra hluta. „Viltu senda
búrnu fötin mín til klæðskerans?
Það þarf að gera við vasana.“
„Eg skal sjá um það, góði,“
sagði hún. Hún ætlaði að ganga
burt, en hann tók utan um axlir
hennar og stöðvaði hana. Hann
þrýsti henni að sér og kyssti
hana. „Faith,“ sagði hann. „Þú ert
dásamleg eiginkona og eg elska
þig af öllu hjarta. Eg er ónýtur
við að láta þig finna það og segja
þér það, en eg elska þig samt og
eg elska líf okkar eins og það er
nú. Eg vildi að það gæti alltaf
verið svona. Eg kæri mig ekkert
um að þessi tími líði, ekki ein
mínúta af honum.“
„Þú mátt ekki segja þetta, Eric,
því að lífið verður því dásam-
íegra, sem lengra líður.“
Hann horfði aðdáunaraugum á
hana, ,og kyssti hana aftur.
Faith sneri aftur til svefnher-
bergisins, þegar hann var farinn.
Hún horfði undrunaraugum á
skelina, sem hann hafði gefið
henni. Það var svo líkt Eric að
hafa lagt sig í líma til þess að ná
í einmitt þessa tegund í safnið
hennar, dýrmætustu gjöfina, sem
hann gat gefið henni.
í 10 ára hjónabandi hafði hann
alltaf verið þannig. Ekkert var
svo smálegt, sem henni við kom,
að hann hefði ekki tíma til þess
að sinna því af alúð, og ekkert
erfiði of mikið til þess að hann
tæki það á sínar herðar hennar
vegna. Henni fannst hún ætti
ekki orð til að lýsa því nógsam-
lega, hversu góður og hugsunar-
samur eignmaður hann væri..
Hún hefði ekki getað sagt, hvaða
dag það var, sem hún lærði að
elska hann eins heitt og hún gerði
gerði nú. Fyrir hjónaband þeirra
hefði hann e. t. v. sagt: „Húni
elskaði mig af því að eg hafði
geqgið 'í gegnutn margar hættur
og lifqð.þae).; af og eg elskaði hana
af því að hún skildi mig.“ Og
breytti - það nokkru, þótt þessar
hættur hefðu ekki .verið líkam-
legar?.Hún sá örin, sem stríðið
hafði skilið eftir .Þau voru þar
fyrir hana til þess að gæta þeirra,
að sárin tækju sig ekki upp. En
það tjóaði ekki að einblína á for-
tíðina. Hún átti sjálf fortíð, ekki
ósvipaða þeirri, sem Eric hafði
lifað, aðeins stigsmunur, ekki
eðlismunur. Hún hafði líka geng-
ið í gegnum hættur — hættur sál-
arlífsins — og þær höfðu líka
skilið eftir sár, sem hún hélt á
tímabili að aldrei mundu gróa.
Hún leit í kringum sig í svefn-
herberginu og var ánægð með
það, sem hún sá. Þama voru
margir hlutir þeirra beggja og
báru þess yott, að samkomulagið
var gott. Hvort um sig átti ljós-
myndir, sem geymdu kærar
minningar. Þarna var mynd af
Klöru, er hún var lítið barn og
þarna önnur af móður hennar
sálugu. Og myndir af gamla hús-
inu í Maple Street í Freetown. Á
borði Erics var Ijósmynd í silfur-
umgerð. Þegar hún skoðaði
myndina af föður hans, óskaði
hún þess jafnan, að hún hefði
þekkt hann. Alexander Millet
var enn nafn, sem var þekkt í
listamannaheiminum. Heimurinn
í dag þekkti ekki nema nokkrar
ófullkomnar hljómplötur, sem
hann hafði sungið inn á, en samt
ljómaði listamannssál hans í
söngnum. Millet eldri hafði far-
izt í járnbrautarslysi í Frakk-
landi fyrir mörgum árum, er Eric
var lítill drengur. Augu hennar
hurfu frá myndinni, til myndar,
sem hékk ofan við borðið.
Það var mynd af Cherry, hún,
var hlæjandi og kátína skein úr
augum hennar. Þessi mynd vakti
mesta athygli í þerberginu. Það
555555555555555555555555555555555555555555g
ÍÞRÓTTIR
Og
UTILIF
$5555555555555555555555555555555555
JÚLÍ-MÓT
í frjálsuni íþróttum fór fram á í-
þróttavelli Þórs, laugard. 14. og
sunnud. 15. júlí s. 1.
Úrslit í ýmsiun greinum:
100 melra hlauþ:
1. Baldur Jónsson, Þór .. 11.8sek.
2. Hreiðar Jóns., KA .. 12.7 - ’
3. Höskuldur Karlss., KA 12.7 —
Baldur vann hlaupið með mikl-
um yfirburðum. Hann cr nú lang-:
be/.ti spretthlaupari hér á Akureyri.;
4Q0 metra hlaup:
1. Hermann Sigtr.s., ICA 55.9 sek.
2. Óðinn Árnas., KA .. 56.0 —
3. Baldur Jónss., Þór .. 56.3 —
Hermann vann lilaupið á tíma,
jrar sem þeir hlupu ekki saman í
riðli hann og Óðinn. Hann er liarð-
ur hlaupari, sem áreiðanlega lætur
að sér kveða síðar.
1500 metra hlaup:
1. Óðinn Árnas., KA 4 m. 33.0 sek.
2. Einar Gunnl.s., Þór 4 — 36.6 —
3. Kristinn Bergs., Þór 4— 43.5 —
Óðinn vann hlaupið örugglega.
var svo líkt Eric að halda upp á
gamla vináttu. Cherry hafði gefið
honum teikninguna, sem auglýs-
ingamyndir hennar voru gerðar
eftir, myndina, sem oft gat að líta
á auglýsingastöðum í stórborg-
unum báðum megin Atlantzhafs-
ins. Faith hafði stundum hugsað
til þess, hvað kunningjarnir
mundu halda, er þeir kæmu inn
í herbergið og litu þessa mynd
þar. — Hún hafði von-
að, að þeir mundu hugsa sem
svo, að þetta væri vinargjöf
þakkláts listamanns til þess
manns, sem hefði af miklum
ágætum séð um hina veraldlegu
hlið glæsilegs listamannsferils.
því að vissulega var það Eric, sem
hafði lyft Cherry til frægðar, flutt
hana úr óperettum og léttum
söngleikjum, upp á hljómleika-
pall stærstu hljómleikahúsa stór-
borganna. En kunningjarnir voru
þögulir, ‘ og þögnin gat boðað
margt. Ef þeir hefðu aðeins sagt:
„Ljómandi er þetta skemmtileg
teikning,“ eða: „Mikið er nú
Cherry Slate dásamleg söng-
kona,“ eða eitthvað þess háttar,
hefði allt verið miklu skemmti-
legra. En flestir litu á myndiná,
en sögðu ekkert, nema Mona
Stevens, sem hafði sagt: „Herra
minn trúr, Faith, eg trúi því varla
að þú þurfir að þola þetta.“
En nú voru svo mörg ár liðin
og Faith gat nú sagt við sjálfa .sig,
í fullri hreinskilni, að þetta skpiti
ekki neinu máli lengur. Myndin
var orðin hluti af Eric — alveg
eins og myndin af föður hans.
Hún hafði alltaf verið þarna.
(Framhald).
Ritstjóri: TÓMAS ÁRNASON.
Einar fylgdi honum samt eftir þar
til eftir voru 2—300 metrar a£
hlaupinu. Það þarf að brýna það
fyrir þeim að hlaupa hraðar af
stað og halda yfirleitt uppi meiri
hraða í hlaupinu. Þá næst örugg-
lega mun betri tími."
100 melra hlaup kvenna:
1. Guðrún Georgsd., Þór 13.6 sek.
2. Ásdís Karlsd., KA .... 15.1 —
Langstökk:
1. Baldur Jónss., Þór .... 6.03 m.
2. Hreiðar Jónsson, KA 5.48 —
3. Haraldur Ólafss., Þór 5.46 —
Árangurinn er slæmur. Baldur
ætti að geta stokkið mun lengra
með æfingu.
Hástökk:
1. Eggert Steinsen KA .... 1.63 m.
2. Jón S. Arnþórss., KA .. 1.58 —
3. Baldur Jónsson, Þór .. 1.58 —
Árangurinn er ekki góður og ber
vott um íitla æfingu. Eggert á að
geta stokkið 1.80 m.
Slarigarstökk:
l. Jón Steinbergss., KA .. 2.85 m.
2.1-Iermann Sigtryggss., KA 2.58 —
3. Valgarður Sigurðss., Þór 2.58 —
Jón er greinilega beztur, en vant-
ar léttleika í stökkið. Árangurinn
er lakur.
Kúluvarþ:
1. Guðm. Örn Árnas., KA 12.20 m.
2. Baldur Jónsson, Þór .. 12.17 —
3. Hörður Jörundss., KA 11.04 —
Keppnin var mjög hörð og hríf-
andi. Baldur náði sínu lengsta kasti
í seinustu umferð, og átti eftir það
lengsta kast. Guðmundi tókst svo
að varpa 3 sentim. lengra i sein-
asta kásti. Hann er rtljög efnilegur
kúluvarpári, sterkur og mjúkur.
Hann vantar áberandi meiri hraða
í atrennuna. .Baldur er mjög fjað-
urmagnaður og gegnum þjálfaður.
Kringlukast:
1. Hörður Jörundsson, KA 35.59 m.
2. Óskar Eiríkss., KA .. 3,4.56 —
3.1’álmi Páhpas., Þór .. 33.63 —
Hörður er skemmtilegur kastari,
snöggur og mjúkur. Hann er auð-
sjáanlega í góðri ælingu, erida viss
og öruggur. Frá Óskari heyrist á-
reiðanlega meira seinna. Hann er
vel byggður og bráð qfnilegur.
Spjótkast:
1. Kristján Kristjánss., Þór 49.57 m.
2. Pálmi Pálmason, Þór . . 47.56 —
3. Axel Kvaran, KA .... 41.69 —
Þeir Kristján og Pálmi voru í
sérflokki, báðir efnilegir kastarar.
Kristján sýnilega betur æfður og
öruggari. Þeir eiga sjálfsagt eftir
að kasta langt yfr 50 metra, ef þeir
æfa vel.
Kúluvarp kvenna:
1. Anna Sveinbjörnsd., KA 9.80 m.'
2. Gíslína Óskarsd., Þór .. 8.85 —
Því miður var kúlan ekki lögleg
og þess vegna ekki hægt að stað-
festa árangur Önnu sem íslenzkt
met.
Mót þetta sýnir, að margir efni-
legir íþróttamenn eru til hér í .bæn-
um. Þá virðast félögin vera nokkuð
svipuð að styrjtleika, en það gerir
keppnina skemmtilegri.
ERÍBA sá um mótið. Áhorfendur
voru fáir.
Meistaramótið 19., 20. og 21.
ágúst.
Það er nú ákveðið, að meistara-
mót Akureyrar í frjálsum íþróttum
fari fram um helgfna 20. ágúst. Að
vísu er ekki endanlega ákveðin
niðurröðun greina. Það má því
vera, að undanrásir byrji eittlivað
á föstudag. Frjálsíþróttaráð í B A
mun sjá um mótið og er þegar
byrjað undirbúning.
Akureyringar til keppni.
Drengjameistaramót íslands ler
frarn um næstu helgi í Vestmanna-
eyjum. Héðan fara 12 drengir til
kqppni. Er það vissulega vottur vax-
aridi getu í frjálsum íþróttum.
. Handknattleiksmót Islands í
kvennaflokki hófst í Engidal við
Hafnarfjörð s. 1. sunnudag. Sam-
einað lið frá KA og Þór tekur þátt
í mótinu. Þegar til fréttist seinast
höfðu Akureyrarstúlkurnar sigrað
KR með 8 íriörkum gegn 3. Vekur
það vissulega vonir um góða
lrammistöðu.
Þór keppir á Eiðum.
íþróttafélagið Þór fer keppnis-
ferð austur að Eiðum unt verzluriar-
mannahelgina. Verður keppt í
frjálsum íþróttum og knattspyrnu.
Ulrich Jonath.
Nýlega kom hér til Akureyrar
á vegum knattspyrnufélags Akur-
eyrar ungur Þjóðverji, Jonath að
nafni, til þess að kenna frjálsar í-
þróttir. Hann er frá borginni
Hamm, sem er á brezka liernáms-
sv’æðinu og telur um 60 þús. íbúa.
Þótt Jonath sé nú aðeins 24 ára að
aldri var hann á vígstöðvunum í
Rússlancli, -Póllandi, Belgíu, I'rakk-
landi og Luxemburg og tók alls
staðar þátt í bardögum. Hann særð-
ist í jan. 1944 og.var á sjúkrahúsi,
þegar stríðinu lauk.
Eftir stríðið vann liann hálft ár
hjá brezka hernum. Árið 1947 inn-
ritaðist liann í íþróttaháskólann i
Ivöln og lauk prófi þaðan í apríl
s. 1.
Prófessor Diem, sem er kunnur í-
þróttafrömúður, var kennari hans,
og telur Jonath einn af sínum beztu
nemcndum.
Er líklegt, að hann verði kennari
við íþróttaháskóiann í frjálsum í-
"þróttum og handknattleik, scin
hann hefur sérstaklega lagt stund á.
Hamm er mjög skemmd eftir
stríðið. Svo einkennilega vildi þó
til, að lieimili Jonaths er eina hús-
ið, sem sténdur uppi við þá götu.
Þó féll sprengja niður um þakið án
þess að springa.
jíþróttaferill Jonaths er mjög
glæsilegur. 14 ára gamall varð liann
meistari V-Þýzkal. í þríþr. drengja.
Hljóp þá þegar 100 metra á 11.6
sek. og stökk 6.30 í langstökki. Tæp-
lega 17 úra varð hann liermaður
og lagði því íþróttir á hilluna um
stund. Svo byrjaði hann æfingar
aftur 1947. íþróttafélagið í Hamm
á næst beztu boðhlaupssveitina í
Þýzkalandi. Hefur luin hlaupið
4X100 m. á 42.0 sek. (Pesch 10.4,
Iýremer 10.5, Jonath 10.7 og ýmsir
á 10.9 og 11.0).
Þá er Joriath mjög góður tug-
þrautarmaður. (400 m. 49.6, 1500
m. 4:30 mín., langsh 6.98 m., há-
(Framhald á 7. síðu).;