Dagur - 06.09.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 06.09.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 6. september 1950 Fiamleiðsluskýrslur eru lítið lesnar á íslandi Það Kefur verið fróðlegt að hlýða á samtöl síldarskipanna í sumar, enda þótt ‘pað hafi ekki alltaf verið skemmtilegt Viku eftir viku hafa skipin verið á flökti hér fyrir Norðurlandi, stundum fyrir austan, stundum hér á Grímseyjarsundi, oft í þoku og illviðri en sjaldan við verulega veiði. Þetta er lakasta síldarárið ' af síldarleysisárunum sex, það votta sfldarskipstjórarnir, enda bera veiðiskýrslurnar það með sér. Ufsaveiðin nú síðustu vikurnar hefur komið að nokkru gagni og sum skip, sem lítið höfðu aflað. hafa bætt hag Sinn nokkuð með ufsaveiði. En einnig hún er stop- ul og ekki til frambúðar, enda éru skipin nú flest að búa sig til heimferðar og mörg þegar farin. Ný kurteisi. Áður fyrr þótti skömm að því að kasta á ufst, en nú þykir það sjálfsögð kurteisi, sagði einn síldarskipstjórinn nú á dögunum. Þessi orð sýna vel hi(5 breytta viðhorf, sem orðið er á síldarmið- unum. Áður fyrr létu síldveiði- skipin ufsann eiga sig, nú er bar- ist um hverja ufsatorfu. í>essi nýja „kurteisi" gagnvart ufsan- um, sem síldarskipstjórinn talaði um^ er ekki sprottin af neinni fordild, heldur af nauðsyn, þeirri nauðsyn, að það er ekki hægt að halda úti stórum veiðiflota mán- úð eftir mánuð og ár eftir ár, án ess að flotinn dragi véruleg verð- mæti að landi. Þau sjónarmið; að unnt sé að draga milljónatugi úr hafinu með herpinótinni á nokkrum vikum, hafa enn einu sinni sett svip á sumarútgerð lándsmanna, sjötta árið í röð, hlýtur að vekja menn til um- hugsunar um þau sannindi, að það er þörf á hinni „nýju kurt- éisi“ víðar en á ufsaveiðunum hér fyrir noiðan. Það er hægt að afla margs konar verðmæta úr haf- inu hér umhverfis enda þótt þar sé ekki eins fljóttekinn gróði og á síldarmiðunUm, þegar síldin veður. Hér um árið var uppgripa þorskafli við Norðausturland. Aðeins fáir bátar og smáir stund- uðu þá veiði. En á sama tíma voru tugir eða hundruð síldar- skipa í vonlausri síldarleit á sömu miðum. Hér var þörf „nýrrar kurteisi“,. þ. e. þörf á því að snúa sér að þorskinum, eins og síldarsjómennirnir nú hafa snú- ið sér að ufsaveiðunum. Vafalít- ið hefði mikill hluti síldyeiði- flotans getað aflað mikillá verð- mæta í sumar ef allra augu hefðu ekki einblínt á herpinótina. Sum- ir sunnl. bátanna, er hér voru í sumar, fóru beint frá arðvæn- legum lúðuveiðum fyrir sunn- an land til síldveiðanna hér. Lúðuveiðarnar gáfu dollara í gjaldeyrissjóð þjóðarinnar og munu hafá skilað góðum ai'ði til útgei'ðarmanna og sjómanna. Það er augljóst, að það er þörf nýs viðhoi-fs til framleiðslunnar við sjávai-síðuna yfir sumarmánuð- ina. Þjóðin hefur ekki efni á því að tapa í síldai'happdrættinu ár eftir ár. Hún þai'fnast þess, að hinn stói'i vélbátafloti dragi björg í búi yfir sumai-mánuðina. Auð- séð er, að nýtt skipulag' þarf á þessi mál. Fyi'ir síldarvértíðina á þessu sumri lét ríkisstjórnin boð út ganga, að skip skyldu^skrá sig til véiðanna og þyrfti leyfi til þess að stunda þær. Ymsir skildu þetta svó, að ætluriin væi’i að tak- mai'ka þátttökuna og beina hin- um hlutá flotans að öðrum við- fangsefnum. Þetta varð þó ekki. Ski'áningin mun aðeins hafa ver- ið formsatriði. Það kemur mjög. til álita, hvoi’t ekki eigi að láta þessa skráningu veiða meira en oi'ðin.tóm á næsta ári, veita síld- arleyfi þeirn skipum aðeins, er bezt hafa aflað á undanföi'num síldai'leysisái'um, en stefna hin- um. hluta. flotans að*öði'um veið- um. Það er vitaskuld auðvelt að dæma eftir á, en reynslan hefur nú sýnt, að heildaraflinn mundi lítið minni nú þótt aðeins heim- ingur skipanna hefði stundað veiðamar. Hvað tekur við fyrir vélbáta- flotanum? Þegar skipin koma nú að lándi, eftb' "lélegasta síldarárið, er ó- ljóst hvað við tekur fyrir þau. Sunnlenzku skipin stunda síld- veiðar í Faxaflóa nú um skeið og er ágætt. En norðlenzku vél- skipin hafa ekki að neinu að hverfa, er heim kemur. Enda þótt þorskafli muni vera allgóð- ur, er ekki sýnt að skipin geti hafið þá veiði. Hraðfrystihúsin liggja enn með áflann frá vor- vertíðinni og útlit með saltfisk- veikun og saltfisksölu er allt annað en glæsilegt sem stendur. Verðfall á erlendum mörkuðum pg aukinn tilkostnaður hér heima, véldur því, að vafasamt er að 'þoi'skútgerð vélskipanna hér úm slóðir standi undir sér. Sú hætta vofir því yfir, að þegar þessari lélegu síldarvei-tíð lýkur, vei’ði allmörgum vélskipanna lagt við dufl, enda þótt afla sé að fá. Það er fjárhagsástandið hér heima fyi'ir sem veldur því. Á sama tíma og við höldum þannig að okkur höndum, keppast Norðmenn, Færeyingai' og fleiri þjóðir við að moka upp þorski og öðrum fiskitegundum, bæði hér við land og annai's staðar, og verður ekki annað séð en'sú framfeiðsla gef- ist þeim vel, veiti þeim ai'ðvæn- léga atvinnu og þjóðunum er- lendan gjaldeyri. Framleiðsluáætlun? Sannleikurinn er sá, að við þurfum að taka upp „nýja kurt- eisi“ og nýtt: viðhoi'f gagnvart framleiðslunni. Við þui'fum að hætta að einblína á stóru happ- drættin í Hvalfirði og við Noi'ð- ui-lánd, én miða afkomu okkar við hinn smærri en öruggai'i feng, sem skip okkai' geta dregið að ■landi, ef þeim er haldið út til veiða, hvar og hvenær sem tæki- f'æri gefast og aflavon er. Er- lendar þjóðir fylgjast vel með Stjórnin, sem sakar lýðræðisþjóð- irnar uni stríðsæsingar, liefor 25 þús. skriðdreka og 19 þús. flugvélar til- bánar til árása Brezkt blað ræðir tilkynningar kommúnistablað- anna um framleiðsluaukninguna í Rússlandi því, hver framleiðsluafköst eru í einstökum atvinnugi-einum og skilja, að afkoma þjóðái'innar veltur að verulegu leyti á þeim tölum. Kommúnistablöðin hér eru jafnan barmafull af fi-amleiðslu- tölum fi-á Rússlandi. Afköst okkar eigin framleiðslutækja ber að sjaldan á góma og tölur þar að lútaridi eru sjaldan bii'tar. Almenningur fylgist eklci með þeim. Menn tala um kjarabætur og krónur, en ekki um þau Vérð- mæti, sem aflað er. Gera þyrfti framleiðsluáætlun fyrir sjávar- útveginn á hvei-ju ári og vekja áhuga þjóðarinnar fyrir henni og af opinberi'i hálfu þyrfti að hvetja alla þjóðina til þess að stuðla að því, að slík" áætlun næði að standa. Ilér geta margir lagt hönd á plóginn, ef þeir vilja, og stuðlað að því á einn eða annan hátt, að verðmæti séu dregin að landi, hvar sem þau finnast. Auk- in framleiðsla og aukið útflutn- ingsverðmæti ætti að vera á tungu þeii-ra, sem hugsa til ráun- verulegra kjarabóta og betri af- ,komu. í STUTTU MÁLI Danir ætla aö Ieggja- fram allt að 13 millj. kr. til Kóreu- styrjaldarinnar. Ætla þeir að kosta spítalaskip þar eystra í eitt ár. Skipið er danskí, Jut- landia, og er nú unnið að því að útbúa það til austurfarar- innar. Áhöfn öll, læknar og hjúkrunarlið, vcrður danskt. Ameríska strandgæzluskipið ,,East\vind“ komst í sumar svo langt norður á bóginri, að ekki vorri eftir nema 700 km. til Nörðurpólsins. Er þetta lengsta norðurför nokkurs skips, fyrr og síðar. Brezki fjármálaráðherrann, Sir Stafford Cripps, er alvar- lega veikur og mun ekki geta gcgnt starfi sínu um margra mánaða skeið. Eldsneytisráð- herrann, Hugh Gaitskell, fer með embætti fjármálaráð- herra á meðan. Norski útgei'ðarmaðurinn Anders Jahre, en hann er einn stærsti hvalveiðaútgerðarmað- ur veraldar, gaf nú á dögunum 1 milljón króna til vísinda- légra rannsókna við liáskóla í Osló, Kaupmannahöfn og Sví- þjóð. Fénu á einkum að vcrja til læknisfræðilegra rannsókna. Norðmenn hafa undanfarið verið að kynna sér fiskmark- aðinn í Bandaríkjunum með þa'ð fyrir augum að auka þar söluna. Þeir hófu þangað fyrst innflutriirig á frosnum fiski í janúxir 1948 og hafa síðan flutt þangað fram að miðju þessu ári rúmar 2000 lestir, eða tæp- ar 1000 lestir árlega. Þeir ætla sér nú að tvöfalda þennan meðalinnflutning næstu sex mánuðiiia. í FYRRI VIKU fengu lesendur um enn einu sinni upplýsingar Kominfoi'm-blaðsins hér á staðn- um framleiðsluaukningu í Rúss- landi á sl. ái'i. Eins og ævinlega fyrr var hér eingöngu um hlut- fallstölur að í-æða, þ. e. sagt, að tiltekin framleiðslugi-ein hafi far- ið svo og svo mörg prósent fram úr áætlun o. s. frv., en engar upp- lýsandi tölur eru birt'ar. í lok þessai'a gi'eina lætur Kominfoi'm- blaðið jafnan þá athugasemd fljóta með, að þessar tölur sýni, að sífelld framför sé. í löndum þeim, sem kommúnistar í’áða á sama tíma og öllu hraki í vest- rænu lýðræðisríkjrinum. Vita- skuld sanna prósentutölur Vei'ka mannsins ekkei-t í þessa átt og þær gefa heldur enga hugmynd um þá eymd, sem þróast í hverju því ríki, sem lýtur harðvítugri einræðisstjói'n. Nýlega gei'ði brezka stórablaðið Times í Lon- don þessar upplýsingar komm- únistablaðanna um allar jarðir að umtalsefni á éftirtektarverðan hátt og sýna fi'am á, að prósentu- tölur þær, sem kommúnistar gleypa gagm-ýnislaust frá yfir- bbðurum sínum segja lítið um raunverulega framför eðá aftur- för. Vei'ður hér á eftir stiklað á nokkrum atriðum úr þessari Tim- es-grein. TIMES SEGIR: — Rússar birta fréttatilkynningar um framgang fimm-ái'a-áætlunar sinnar á þriggja mánaða fresti, en þessar tilkynningar leyna ævinlega meii’U en þær upplýsa. Fi-am- kvæmdir, sem tilheyra hinum ýmsu í’áðuneytum, ei'u skráðar á þann einfalda hátt að nefna hlut- fallstölur, sem ekki standa í beinu sambandi við neitt annað. Það er til lítils gagris að vita, að Málm- vinnsluráðuneytið t. d. hafi lokið áætlunai-vei'kefni sínu á síðasta ársfjórðungi mec? 104%, þegar enginn, utan stjprriarembættis- mennirnir, vita, hversu mikið þessum iðnaði var ætlað að af- kasta. Litlu fróðlegra er að vita, að framleiðsla jái’ns sé 22% meiri en í fyrra. Enda þótt slíkar upp- lýsingar séu gefriar, þai'f að kafa lengi í fyrri skýrslum til þess að fá þessum upplýsingum bi'eytt í það, sem gagn er að vita, þ. e. hversu mörg tonn voru fi'amleidd. SÍÐASTA SKÝRSLAN af þessu tagi frá Moskva, er með sama sniði og hinar fyi-ri. Enda þótt allt sé þar á sama i’ósamól- inu og fyrr, má þó í-áða það áf henni, að iðnaður Sovétfík'janna sé yfix-Ieitt í vexti. Eftir eyðilegg- ingar stríðsins var núvei-andi fimm ára áætlun hleypt af stokk- unum árið 1946. Takmarkið var að auka stálframleiðsluna í 25,5 millj. tonn á ári, kolaframleiðsl- una í 250 millj. tonn, olíuna í 35 millj. tonn o. s. frV., við lok þessa árs. Eftir að þessum takmörkum væi'i náð, mundi stál- og kola- framléiðsla Rússlands hærri en fi-amleiðsla Bi-eta, en lægri eri framleiðsla Bandaríkjanna. Fyrir um þáð bil ári, kviknaði sú von í Rússlandi, að unnt mundi að ljúka við framkvæihd áætlun- arinnar á undan tímanum, annað tveggja fyrir afmæli Stalíns í desember sl., eða á yfil’standandi sumri. Á síðasta ársfjórðurigi fyrra árs, var tilkynnt, að fram- •leiðsla olíu, ’lcola og stáls, væri meiri en áætlunin gerði ráð fyrir á yfirstandandi ári — síðasta ári hennai'. Samt vii'ðast ýmsar hindranir hafa komið í veg fyrir sigurtillcynningar um fulla fram- kvæmd áætlunarinnar á undan tímanum. Framleiðslan virðist hafa gengið til baka á fyrstu þrem ur mánuðum þessa árs. Márgar iðngreiriár náðu ekki settu marki. Ymis í’áðuneyti voi'U opinber- lega ásökuð fyrir „ónógar ráð- stafanir til þess að mæta hinum ei'fiðu veðui'skilyi'ðum sl. vetui’s í ýmsum iðngreinum.“ . Veturínn hefur alltaf í för með sér aftui'- kipp í framleiðslunni á fyrstu þremur mánuðum ársins, en gera má ráð fyrir að áætlunin hafi í upphafi tekið tillit til þess, er framleiðslutakmörk voru sett. — Augsýnilega hefur verið við mikla erfiðleika að stríða á fyrra helmingi þessa árs, og það var fyi'st er ái'ið var hálfnað, að til- kynnt var að iðnaðurinn væi'i aft- ur kominn á rekspöl. —o— AFDRIFARÍKARA ER, að framförin hefur ekki verið jöfn, heldur gengið í rykkjum. Dráttur sá, sem orðinn er á því að til- kynna að fimm-ára-áætlunin hafi verið framkvæmd, getur vel staf- að af því að ein eða tvær iðn- greinar hafa dregist aftur úr. Þegar Zverev fjármálaráðherra flutti fjárlagaræðu sína í júní sl., gagnrýndi hann byggingaiðnað- inn, byggingaverkfæi'aiðnaðinn, papph's- og timbui'iðnaðinn og xipkkrar aðrar greinar, fyi'ir óhæfilegan kostnað og eyðslu. Blöðin hafa nú í seinni tíð bent á, að vei'ksmiðjur hafi stöðvast végna skoi-ts á stáli, enda þótt stáliðnaðurinn sjálfur sé sagður hafa framkvæmt sína áætlun. Vafalaust er við mai'ga erfið- leika að etja, en slíkar aðfinnslur á opinberum vettvangi er kunn aðferð austur þar til þess að herða agann og það væi’i vissu- lega léttúðugt af vestrænum þjóð um að ímynda sér að Sovét— Rúsland sé ekk'i að eflast, á sinn seinláta og þunglamalega hátt, í megin fi'amleiðslugi'einunum. — Endurreisnin eftir stríðið hefúr verið mjög eftirtektarvei'ð. Lífs- stig fjölda manna, sem haldið var mjög lágu af ásettu ráði, þegar allt kapp var lagt á að efla undir- stöðuatvinnugreinarnar, hefur jafnvel , fai-ið lxækkandi siðan stríðinu lauk. Sá hluti þjóðar- teknanna, sem fer til þess að framleiða rieyzluVöi'ur er ennþá lítill, en þegar efnahagskerfið allt er í útþennslu, verður vöruúrval- ið meii-a. —-o— STÆRSTI ÁRANGURINN af þeirri stefnu Sovétstjórnarinnar, að gei-a ríkið öflugt, er nú augljós VéstrænU þjóðunum. Ríkisstjórn sú, sem kallar aðrar stjórnir stríðsæsingamenn og heimsValda- sinna, heldur uppi 175 hei'fylkj- um (divisjónum) og þar af er einn þriðji hluti búinn vélaher- gögnum, með 25.000 ski’iðdi'eka og um 19.000 flugvélar, þar á með al margar þrýstiloftsflugvélar, þessi liðskostur stendur and- spænis vestrænu lýðræðisríkj- unum, sem afvopnuðust mjög (Framh. á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.