Dagur - 11.10.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 11.10.1950, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. október 1950 44. tbl. Blaktir yfir Kóreu Þetta er fáni Samcinuðu ])jóðanna. Undir merkjum hans berj- ast hermenn lýðræðisþjóðanna í Kóreu. Grunnflöturinn er ljós- blár, en merki Sameinuðu þjóðanna, í miðjunni, er hvítt. Undirbúningi við nýju Laxár- 50 menn starfa að sprengingum og vegargerðum Ástandi í fóðurbirgðamálum Norðurlands hefur stórversnað síðustu daga Vetur genginn í garð, en mikil hey úti - Hætt við að mikil verðmæti eyðileggist í kartöflugörðunum Undirbúningsvinnu þeirri, sem liófst við Laxárorkuverið síðla sumars, er bærinn gerði samning við Stoð h.f. uin framkvæmd verksins, hefur miðað vel áfram. Vinna um þessar mundir 50 manns við sprengingar og vegar- gerðir og annan undirbúning. — Verkfræðingur sá, er stjórnar verkinu er Eyvindur Valdimars- son, en eftirlitsmaður af hálfu bæjarins er Rögnvaldur Rögn- valdsson verkfræðingur. Vatnstum verður byggður. Að mestu er lokið við að sprengja gil fyrir vatnspípu þá, sem koma á úr háum vatnsturni að stöðvarhúsinu. Pípan frá upþistöðunni verður svo víð og hallinn svo mikill, að\iauðsyn er að reisa háan stálturn til þess að taka á móti þrýstingnum. Þá er Minnismerki Stefáns skóiameistara afhjúpað Næstk. sunnudag verður minnismerki það, sem reist hefur verið af Stefáni skóla- meistara á lóð Menntaskólans, afhjúpað með hátíðlegri at- höfn. Ilefst athöfnin kl. 1.30. Öllum er heimill aðgangur. — Skólinn býður af þessu tilefni öllum nemendum Stefáns skólameistara til kaffidrykkju í hátíðasal skólans á sunnu- dagskvöldið k!. 9. — Þess er vænzt að þeir, sem geta sinnt þessu boði, hringi í síma 1078, 1027 eða 1556 og tilkynni þátt- töku sína, í síðasta lagi fyrir föstudagskvöld. verið að sprengja fyrir stöðvar- húsinu. Hefur kvísl árinnar ver- ið stífluð og öllu vatninu veitt í aðra kvísl, meðan það verk stendur yfir. Þá er verið að gera bráðabirgðastíflu ofar við ána til að undirbúa aðalstífluna. Sú stífla kemur nokkuð neðan við stöðvarhúsið gamla, og mun uppistaðan verða allt upp undir það hús. Vegurinn að því fer undir vatn og verður að sprengja nýjan veg í klettana við árbakk- ann að því húsi. Þá er og byrjað að sprengja gil fyrir vatnspípunni frá stíflunni að vatnsturninum. Ennfremur er unnið að vegar- gerð og ýmsum öðrum undirbún- ingi. Virðist verk þetta hafa sótzt vel í sumar. M. s. Snæfell, skip Útgerðar- félags KEA, seldí um 100 smá- lestir af bátafiski frá verstöðvum hér nærlendis í Bremerhaven í Þýzkalandi í lok s. 1. viku, fyrir 44.918 ríkismörk. Er þetta nokkru lakari sala en búist hafði verið við með því að markaður hafði verið góður að undanfömu. Flytur byggingarefni Frá Bremerhaven fór Snæfell til Aalborg í Danmörku og lestar þar sement og síðan til Halmstad Flokksþing Fram- sóknarmanna 17. nóv. næstkomandi Ákveðið hefir verið, að flokks- þing Framsóknarmanna, hið 19. í röðinni, verði haldið í Reykjavík nti í haust, og hefst það hinn 17. nóv. næstkomandi. Á þinginu eiga sæti kjörnir fiilltrúar flokksfélag- anna, 'svo og miðstjórn flokksins. Tólf manna nefnd undirbýr flokks- þingið, en framkvæmdastjóri henn- ar er Þráinn Valdemarsson, erind- rcki flokksins. Flokksfélögin þurfa að hafa tilkynnt fulltrúaval sitt og fulltrúatölu fyrir 10. nóv. n. k. Gert ráð fyrir framlialdsfundi um stjórnarskrár- málið Eins og greint var frá í síðasta blaði, komu saman á fund hér fulltrúar fjórðungssambandanna til þess að ræða stjórnarskrár- málið. Fundinum lauk s. 1. miðviku- dagskvöld. Var ákveðið að full- trúarnir skyldu koma saman til fundar á ný í- Reykjavík í veturr Vestfirðingar höfðu nokkra sér- stöðu á fundinum og verður nú reynt að finna samkomulagsleið. Norðlendingar munu boða til nýs fundar. Nokkrar líkur eru til að áður en sá fundur verður haldinn, verði nýtt samband stofnað fyrir miðhluta Vesturlands, þ. e. Borg- arfjarðar-, Mýra-, Snæfells-, og Dalasýslur, og að fulltrúar frá þessum héruðum mætti á fund- inum. í Svíþjóð og lestar þar timbur. Byg'gingarefni þetta losar skipið mest allt í Seyðisfirði og fer það til að endurbyggja hús og önnur mannvirki, sem skemmdust í skriðuföllunum miklu þar í sum- ar. Nokkuð af timbrinu fer til Lax- árvirkjunarinnar, og verður sennilega losað í Húsavík. Snæfell er væntanlegt heim úr þessari ferð seinni hluta næstu viku. Um s. 1. hclgi lierti norðaustan- garðinn, sem hér hcfur ríkt mest- an liluta hausts, og gerði snjó- komu, sem staðið hefur látlaust síðan. Ilefur kyngt niður snjó hér um Eyjafjörð og héruðin hér austan við, svo að fjallvegir, t. d. Vaðlaheiðarvegur, eru illfærir eða ófærir bifreiðum, hcy hefur fennt og kartöflur í görðum. Hefur vetur gengið í garð miklu fyrr en undanfarin ár og voru menn ekki viðbúnir vetrarkom- unni svo snemma, einkum bænd- ur, sem átt hafa að stríða við sí- fellda óþurrka í allt sumar og höfðu gert sér nokkrar vonir um að ná inn miklum heyum nú síðla hausts ef veður skánuðu eitthvað. Allar þær vonir eru nú að engu orðnar og mikil hey liggja úti, bæði flöt og uppsett, og nást ekki héðan af. Er því auðsætt, að á- standið í fóðurbirgðamálum þeirra héraða, sem við erfiðast tíðarfar hafa búið, er verra en búist var við er sendimenn ríkis- stjórnarinnar voru hér á ferð. Þá var almennt reiknað með því að nokkuð af heyjum, sem úti lágu, mundu nást inn. Sú verður nú ekki raunin á og þar við bætist að vegna fannkomunnar, og bleytuhríð- ar og frosta til skiptis, í fjalla- sveitum Þingeyjarsýslu, og etv. víðar, hefur beit tekið af. Eru komin jarðbönn í Mývatnssveit, sums staðar í Bárðardal og e. t. v. víðar og verða bændurnir að liefja gjafir miklu fyrr en venja er. Er þetta hið mesta áfall, ofan á lítinn heyfeng og' lélegan. Getur svo farið, að enn verði að fækka búfé frá því sem áður var ráðgert, eða gera nýjar bjargráðaráðstaf- anir. Fóðurstkortur í Eyjafirði. Allalvarlegt ástand mun hafa skapast í sumum hreppum Eyja- fjarðarsýslu vegna hinnar skjótu vetrarkomu og verður heyfengur manna mun minni en ráðgert var um það bil er fóðurbirgðir voru athugaðar, er sendimenn land- búnaðarráðuneytisins voru hér á ferð, enda var ekki gert ráð fyrir neinni aðstoð við bændur hér. Mikil hey liggja úti í mörg- um hrcppum. Mun einna mest véra úti í Saurbæjarhreppi. — Þar mun á annað hundrað hestar vera úti á sumum bæj- um, bæði flatt og uppsett, en hætt er við að hvort tveggja verði ónýtt í þessu tíðarfari. Enn er ekki búið að skoða fóð- urbirgðir manna og setja á, en verður því nú hraðað. Víða skortir mjög á að menn hafi náð inn heyjum handa nautpeningi þeim, er þeir ætluðu að setja á. Er talsvert um það þessa dagana að kýr gangi kaupum og sölum. Reyna þeir bændur, sem skortir hey, að selja gripina þeim, sem telja sig geta fóðrað þá, en hey- skapur er víða misjafn í hérað- inu og mun hann yfirleitt vera lakari í innsveitunum en í sveit- unum utar með firðinum. Þó munu heyin víðast hvar vera lé- legra fóður en í meðalári, og nokkur brögð munu að því, að mjólkurnyt hafi minnkað stórum meira en venja er, er peningur er tekinn á gjöf. Mikil verðmæti í görðum. Talsverð brögð munu að því, að þeir, sem mest kartöfluland höfðu undir, hafi ekki náð upp- skerunni fyrir snjóana. Mun ástandið að þessu leyti einna verst á Svalbarðssti önd, þar sem áætlað var í gær, að úti væri 20% upspkerunnar, eða allt að 1000 tunnum. Er hér um mikið verð- mæti að ræða, sem farið getur forgörðum, ef frost herðir. — Á nokkrum öðrum stöðum mun eitthvað af kartöflum enn óupp- tekið, t. d. í Bjarnastaðaflagi í Mývatnssveit, en minni hætta á skemmdum þar vegna jarðhitans. En þótt takist að ná mestum hluta uppskerunnar eða henni allri, er starf við það erfiðara og seinunnara nú, vegna snjóa og bleytu. Nauðsynlegt að hraða skoðunaraðgerðum. Fyrr en skoðun fóðurbirgða hefur farið fram og ósetningur ákveðinn, er ekki unnt að áætla nákvæmlega, hve mikið skortir á að heyfengur sé fyrir hendi til að fóðra allan þann búpening, sem ætlunin var að setja á í vet- ur. Sýnist nauðsynlegt að hraða skoðun, enda hefur nú verið hafizt handa um það. Vel kann svo að fara að sérstakar ráðstaf- anir verði að gera til þess að forða því, að fækka verði búfé verulega frá því, sem áður var ráðgert. "Snæfeir flytur byggingarefni til endurreisnar í Seyiisfiroi Seldi fisk í Þýzkalandi í síðastliðinni viku

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.