Dagur - 11.10.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 11.10.1950, Blaðsíða 8
8 Bagujr Miðvikudaginn 11. október 1950 Norðmenn fengu góða síldveiði við Jan Mayen í september Síldin feitari en fslandssíld, segja heimkomnir skipstjórar Smíði hafskipabryggju á Sval- barðseyri er langf komið Kartöfluuppskeran á Svalbarðsströnd 5.oöO“6.ooo tunnur Norsku síldarrannsóknarskipin, sem voru undan Norðausturlandi í sumar, fundu mikla síldargengd í norðausturhafinu og við Jan Mayen er líða fór á síldarvertíð- ina hér. Allmörg norsk skip færðu sig þá liéðan norðaustur eftir, en önnur lögðu af stað að heiman. • Hinn 20. sept. s. 1. komu fyrstu skipin til Noregs frá Jan Mayen veiðisvæðinu, og birti Norges Handels- og Sjöfartstidende við- tal við skipstjórann á mótorkútter „Buland“, sem fyrstur varð heim. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni, sem síldveiði er stunduð við strönd Jan Mayen. Bendir margt til þess, að þar hafi verið síld sú, er búist var við hér upp að norð- urströnd íslands í sumar, og hafi hún aldrei farið mikið vestar en til Jan Mayen, vegna kaldra straumveggja í hafinu. Er þetta álit fiskifræðinganna á rannsókn- arskipinu „G. O. Sars“, sem leið- beindi norska flotanum til Jan Mayen. Ágæt veiði. Skipstjórinn á „Buland“ segir í viðtalinu, að norsku skipin við ísland hafi engu haft að tapa, en allt að vinna, við að hlýta bendingum rannsóknarskipsins og halda til Jan Mayen. Skipin höfðu reknet, og fengu strax á- gæta veiði. T. d. fékk „Buland" 100 tunnur fyrstu nóttina, og fyllti skipið sig á fáum dögum. Bezta við Jan Mayen síldina, segir þessi skipstjóri, er, að hún er miklu feitari en íslandssíldin og er ljóst, að þetta er síld, sem hefur haldið sig á þéssum slóðum allt sumarið. Við létum reka bæði langt og skammt undan landi, og alls stað- ar var góð veiði. Annars héldum við okkur mest undan norð-aust- ur-horni eyjarinnar. Annað skip fann miklar síldartorfur með bergmálsmælum sínum kvart- mílu undan landi. Strax þrjár mílur undan landi er komið á 600 til 1000 metra dýpi. Betra veður en á íslandi Þessi skipstjóri telur auðvelt að gera ágæta höfn á Jan Mayen. Auðvelt að liggja í hléi við eyj- unauna, af hvaða átt sem blés, en þar að auki er allstórt stöðu- vatn við ströndina, og aðeins 50— 60 metra breitt rif, sem aðskilur það frá hafinu. Þessi rif telur skipstjórinn auðvelt að grafa sundur, og þá tekur við 1.5 km. opið svæði með 50—60 metra dýpi. Ströndin er lítið sem ekk- ert merkt og því erfitt að athafna sig grunnt við landið, en veðrið var miklu betra þarna en á ís- landi. Þótt við værum seint á ferð þarna, var veður jafnan ágætt. Þessi skipstjóri segist tengja miklar vonir við þessi nýjustu norsku fiskimið, eins og hann orðar það. 320 nemendur í MA í vetur Menntaskólinn á Akureyri var settur sl. fimmtudag og ávarpaði Þórarinn Björnsson skólameist- ari nemendur, kennara og gesti við það tækifæri og skýrði frá tilhögun skólastarfsins. í vetur verða 320 nemendur í skólanum. Vonir standa til að 28 herbergi nýja heimavistarhússins verði fullbúin um nýjár, en þangað til er notast við gömlu heimavistina. Sjötíu ár eru nú liðin síðan fyrst var settur skóli að Möðruvöllum og minntist skólameistari þess í ræðu sinni, hver breyting er á orðin síðan um hagi skólans og aðstöðu nemenda. Smvslmál dæmd j O í Reykjavík Nýlega eru fallnir dómar í Reykjavík yfir skipverjum á ýmsum millilandaskipum, sem sekir hafa reynst um smygl. — Helztu atriði eru þetta: Detti- foss, upptæk ýmiss konar bús- áhöld og hálsbindi. Tveir skip- verjar sektaðir, annar um 7000 kr., hinn 750 kr. Gullfoss: áfengi, tyggigúmmí, 1800 varalitir. Dóm- ur ekki fallinn. Lagarfoss: áfengi, vindlingar, úrarmbönd, skrautvörur, 600 pör sokkar, 2 skipverjar, sektir 10 þús. kr. og 4500 kr. Tröllafoss: Lindar- pennar, blýantar, kúlupennar, tyggigúmmí, nylonsokkar, 2 skip verjar, sektir 5000 og 4000 kr. Dettifoss: 755 hálsbindi, vaxdúk- ar o. fl., 1 skipverji, sekt 6000 kr. Hvassafell: áfengi, vindlingar, tyggigúmmí, 5 skipverjar, sektir 1000—5000 kr. Bárðdælir kaupa hey i Eyjafirði Bárðdælskir bændur hafa fest kaup á nokkru af heyjum hér í Eyjafirði. Fóru nokkrir bílar fulliestaðir af stað héðan um helgina, en erfiðlega gekk að komast austur yfir Vaðlaheiði vegna snjókomunnar. Fór einn bíllinn út af vegjnum vestan meg- in í heiðinni og varð að fá hjálp héðan til þess að draga hann upp á veginn. Jarðbönn eru sögð í Bárðardal og víðar í Þingeyjar- sýslu og verða bændur að taka fé í hús mun fyrr en venja er, enda þótt heyfengur sé víðast hvar langt undir meðallagi. Sjómanns á Vopnafirði saknað Á sunnudagskvöldið hvarf mað- ur á árabát undan Vopnafirði og hefur ekki til hans spurzt síðan, þrátt fyrir leit á skipum og flug- vélum. Maður þessi var á trillu- bátnum Hörpu frá fsafii'ði, sem gerður er út frá Vopnafirði. Hafði trillubáturinn farið Svalbarðsstrandarhreppur er að láta gera hafskipabryggju á Svalbarðseyri og er smíði þessa mannvirkis langt komið. Ei' áætlað að um mánaðarvinna sé eftir unz hægt verðui' að taka hryggjuna í notkun. Bryggja þessi er til þess gerð, að milli- landaskipin og strandferðaskipin geti lagzt að henni. 3000 tunna kartöflugeymsla Þá er hú að ljúka byggingu 3000 tunna kartöflugeymslu, sem Kaupfélag Svalbarðseyrar er að láta byggja. Er aðeins eftir að koma fyrir kæli- og blásturs- tækjum í geymslunni og mun því verða lokið bráðlega. Mót- taka kartaflna er þegar hafin. Á- ætlað er að uppskera bænda á Svalbarðsströnd nemi 5000—6000 tunnum í ár. Á mánudaginn var uppskeru ekki lokið og talið að Alþingi var sett i gær Alþingi var sett í gær og munu þingfundir hefjast í dag. Mikil og vandasöm störf bíða þessa þings. Ljóslækningastofa Rauðakrossins hefur starf Ljóslækningastofa Rauða krossins í Halnarstræti 100 tók til starfa síðastl. mánudag, og er þar rúm fyrir biirn og fullorðna, sem vilja fá ljósbiið. Læknar benda í þessu sambandi á, að eftir þetta sólarlitla sumar er börnum sérstök þörf á ljósbiiðum, svo og fullorðnu fólki. Nánari upplýsingar unt starf lj<7s- lækingastofunnar má fá þar daglega og hjá forráðamönnum Rauða krossins. Ferðafélag Akur- eyrar byrjar vetrar starfsemina F. F. A. hefur vetrarstarf sitt með skemmti- og fræðslukvöldi fyrir félaga og gesti að Hótel KEA n.k. laugardagskvöld kl. 8.30. Kvöld- ið hefst með sameiginlegri kaffi- drykkju. Þá verður sagt frá starfsemi F. F. A. í sumar, sýnd- ar skuggamyndir frá Hvanna- lindum og Vatnajökulsleiðangr- inum, gamanþáttur og dans. — Þess er vænzt að félagar fjöl- menni og taki með sér gesti. draga línu og haft árabátinn meðferðis. Var einn skipverji skilinn eftir í írabátnum við grunnenda línunnar, en trillan hóf að draga hana dýpra. Er drætti var nær lokið kom upp endi línunnar og hafði hún slitn- að, en árabáturinn var horfinn. bændur ættu enn 1000 tunn- ur í görðunum. Er hætta á að eitthvað af því eyðileggist ef nú gerir frost, en enn er allt talið óskemmt. Eitthvað mun enn úti af heyj- um á Svalbai'ðsströnd og þess munu dæmi að bændur hafi ekki náð að slá það, sem þeir ætluðu. Húsfyllir á fyrstu F ramsóknar vistinni Húsfyllir var á fyrstu Fram- sóknarvistinni, sem Framsókn- arfélögin héldu að Hótel KEA sl. laugardagskvöld. Var spilað við öll borð í stóra veitingasalnum á hótelinu, í anddyrinu og Rotary- salnum. Marteinn Sigurðsson, formaður Framsóknarfélags Ak- ureyrar, ávarpaði gestina, en því næst hófst spilamennskan og stjórnaði Þorleifur Þorleifsson henni af alkunnri röggsemi. Þeg- ar lokið var að spila, sýndi Ed- vard Sigurgeirsson skemmtilega kvikmynd, sem tekin var af síð- ustu Framsóknarvistinni í fyrra vetur. Sáu fjölmargir gestir sjálfa sig þar á tjaldinu og varð að þessu hin bezta skemmtun. Síðan var dansað í stóra veitingasaln- um nýju dansarnir, en í Gilda- skálanum gömlu dansarnir. — Framsóknarfélögin hyggjast efna til margra slíkra skemmtana í vetur. Bæjarstjórafund- ur kemur væetan- lega í stað kaup- staðaráðstefnu Yestmamieyinga Á þingi sveitafélagasambands- ins, sem haldið var í Reykjavík í sumar, var ákveðið að bæjar- stjórar kaupstaðanna um land allt kæmu saman til viðræðu- fundar um sameiginleg hags- munamál á komandi vetri. Mun þessi fundur sennilega koma í stað kaupstaðaráðstefnu þeirrar, sem bæjarstjórn Vest- mannaeyja boðaði til fyrir skemmstu og áður er greint frá hér í blaðinu. Hafa nokkrar bæj- arstjómir þegar svarað’ boði Vestmannaeyinga á þá lund, að þeir telji fyrirhugaðan bæjar- stjórafund nægilegan og því ekki ástæða til að svo stöddu að efna til ráðstefnu, sem þeirrar, er Vestmannaeyingar höfðu hugsað sér. Aðalbækistöðvar Mac Arthurs í Tokío Myndin er frá aðalbækistöðvum yfirmanns lierstyrks S. Þ. í Tokío. Sést Mac Arthur yfirhershöfðingi veita móttöku fána Sam- einuðu þjóðanna, e rTrygve Lie framkvæmdastjóri sendi honum. Fáninn, sem blaktir yfir höfði Mac Arthurs á myndinni er liinn sami og blakti yfir bækistöðvum sáttasemjara S. Þ. í Palestínu- deilunni. að j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.