Dagur - 01.11.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 01.11.1950, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 1. nóvember 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgrciðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjaltjdagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Heimsókn fjárveitinganefndar og Fj iárhagsráðs í SÍÐASTL. VIKU bar hér að garði gesti, sem bæjarmenn veittu nokkra athygli, enda slíkt stór- menni sjaldséð hér norður undir heimskautsbaug í embættiserindum. Sem einstaklingar hefur gesti þessa áður borið að garði hér, en þegar þeir birt- ast sem nokkurs konar handhafar ríkisvaldsins minna þeir helzt á sumar fuglategundir, sem endr- um og eins hrekjast norður yfir höf hingað til þessa kalda lands, ef þrálátir, suðlægir vindar blása, þótt heimkynni þeirra séu við sólbjartari strendur. Þykir þá jafnan skemmtileg nýjung í náttúrunni að sjá þá prýða dal og hól, og svo fór og hér í þetta sinn, að bæjarmönnum þótti nokkur nýlunda og skemmtun að sjá ráðsmenn ríkis- valdsins spóka sig á götunum hér og þeysa um bæinn í gljáfægðum bifreiðum. Það er þó sannast sagna, að þessi heimsókn hafi ekki aðeins orðið bæjarmönnum nokkurt augnayndi, heldur gera þeir sér líka von um að af henni hljótist nokkurt gagn. Það er gamalkunn reynsla úr mannkyns- sögunni, að yfirreiðir keisara og kjörfursta um fjarlægar skattlendur hafi orðið til þess að skýra málefni þeirra og milda sjónarmiðin. Vafalaust hefði íslandi farnast betur á fyrri öldum, ef ein- valdir Danakonungar hefðu tekið sig upp suður á flatneskjunni og haldið út til íslands. Hefði þá e. t v. orðið meira um „snæri“ til fiskidráttar á ýms- um útkjálkum og minna um utanstefnur. Þarf því ekki að bendla það við óraunsæi eða óhóflega bjartsýni, þótt sagt sé, að bæjarmenn hér vænti þess að sjá bregða fyrir einhverri mildi í augum fjárveitingar- og fjárfestingarvaldsins, er það rennir sjónum næst norður yfir hálendið, ÞAÐ ER ÞVf síður en svo, að ástæða sé til að vanmeta eða vanþakka þessa heimsókn. Hér eru á döfinni margs konar framkvæmdir, sem ýmist njóta ríkisframlags samkvæmt lögum, eða eru háðar vilja og skilningi fjárfestingarvaldsins Hér standa mörg stórhýsi hálfgerð og þokast lítið áfram fyrir skort á fé eða fjárfestingarleyfum eða efni. Aðrar framkvæmdir eru brýn nauðsyn, en óséð hvort heppilegt er að bæta þeim í hóp þeirra verka, sem hálfnuð eru eða tæplega það, meðan ekki verður séð fyrir að nægilegt fjármagn og nógu mörg leyfi ríkisnefndanna fáist til þess að Ijúka þeim í náinni framtíð. Fjárveitinganefnd og Fjórhagsráð óku hér í milli dráttarbrautar, sem er ólokið, hálfgerðs íþróttavallar, ófullgerðrar sundlaugar, hálflokins heimavistarhúss, og spítala, sem enn á langt í land að komast í notkun. Þá litu gestirnir yfir hafnarframkvæmdir bæjarins og hlýddu á skýrslur um fyrirhugaðar endurbætur á þeim. Og loks munu þeir ekki hafa komizt hjá því að sjá hólfgerðar byggingar, sem lítið þokast áfram, á vegum stofnana og einstaklinga. í öllum þeim hálfgerðu mannvirkjum, sem hér standa, er geymt mikið fé. En það kemur ekki að notum heldur liggur þar ár eftir ár. Útdeiling fjármagns og fjárfestingarleyfa hefur fram til þessa verið með þeim vísdómslega hætti, að ekki hefur reynzt unnt að vinna af kappi við neina framkvæmdina til þess að ljúka henni og koma henni í gagn, held- ur hefur hver þeirra hlotið sinn afmælda skammt, sem hvergi nærri hefur dugað til þess að koma þeim í þá þjónustu sem ætlun- in er að þessar byggingar veiti Þess er að vænta, að nefndar- mennirnir hafi gert sér ljóst, hversu óskynsamlega er þarna að verki verið, er þeir litu öll hin hálfgerðu mannvirki hér, og að sú sýn hafi orkað þannig á þá, að þeir hafi ásett sér að vinna þann- ig að þessum málum framvegis, að unnt reynist að ljúka sem allra fyrst einhverju mannvirkj- anna og koma því í notkun og svo koll af kolli, unz öllum þessum framkvæmdum er giftusamlega lokið. Frá sjónarhóli bæjarins í heild er það vafalaust og mun ekki verða um deilt hér, að bráðust nauðsyn er að ljúka við byggingu spítalans og leysa þannig sár vandræði, ekki aðeins bæjar- og héraðsmanna, heldur miklu stærra landsvæðis. Á liðnum ár- um hafa læknar og áhugamenn leitt rök að því, að skortur sjúkrahúsa í landinu er tilfinn- anlegur og til vansæmdar fyrir þjóðina. Samt bregður svo við, að spítalinn hér, sem á að geta leyst vandræði mikils landshluta og skapað nýtt viðhorf í spítala- málum þjóðarinnar í heild, kemst lítið áfram í áttiha til þess að verða fullbúinn fyrir fjárskort, ó sama tíma og fjárframlögum er peðrað í margvíslegar aðrar framkvæmdir, sem heldur ekki komast í notkun í bráðina. í þessu efni er þörf breytingar. Vissulega er þörf á að ljúka öll- um þeim framkvæmdum, sem hér eru hafnar, og ráðast í nýjar. En nauðsynin að ljúka spítala- byggingunni er ríkust og ber tví- mælalaust að leggja kapp á það en snúa sér því næst að þeim öðrum verkefnum, sem bíða fjár og leyfa. Ef heimsókn fjárveit- ingavaldsins hingað norður hefur orðið til þess að skerpa skilning á þessu atriði, hefur hina suð- rænu gesti ekki til einskis blásið hér norður yfir fjöll. FOKDREIFAR Hótelmálin og ísl. ÝMSIR HÉLDU, í síðustu viku, að hótelmálin hefðu orðið bana- biti íslendings, en þetta var mesti misskilningur. Seint í vik- unni birtist blaðið með enn stærri hótelskammti en áður. Var allt meginmál blaðsins undirlagt í þriðja sinn í röð. Hefur annan eins hvalreka ekki borið á fjörur þessa virðulega stjórnarmálgagns í mörg ár. í stað þess að hótel- málin stæðu föst í hálsi blaðsins, virðast þau ætla að verða sú nær- ing, sem heldur líftórunni við langt fram á vetur. Er gott til þess að vita, að ísl. hefur fengið handhægt efni til að moða úr. Hitt er svo eftir að vita, hvort lesend- ur blaðsins þrífast lengi á svo einhæfri fæðu. AUÐSÉÐ ER NÚ að tilsjónar- menn blaðsins sjá, að þeir hafa orðið að athlægi fyrir að sjá helj- arstóran ballón, þar sem aðeins var lítil sápukúla. En svona verða örlög blaðs, sem er í sífelldri leit að hinu minnsta tilefni til þess að þjóna húsbændum sínum með pólitískum ái'ásum á stofnun, sem blaðið á þó ekkert sökótt við. í allri hinni löngu hótelritsmíð eru engin rök og engar upplýsingar, sem hnekkja einu orði af því, sem hér var sagt um verðlag veitinga í landinu, veitingaskattinn og skattgreiðslur þeirra „máttar- stólpa", sem greiðasölu hafa rek- ið hér í bæ og annars staðar. Is- lendingi láðist og að birta nöfn þeirra og fullnægjandi upplýs- ingar um hinn „fullkomna“ skatt, sem blaðið sagði að þær bæru, enda þótt til þess væri mælzt hér í blaðinu. Var svo komið fyrir blaðinu undir helgina síðustu, að það var flúið frá öllum tilraunum til rökræðna og á þann hólm- gönguvöll, að ræða persónulega eiginleika Dagsritstjórans og hið óskemmtilega faríseaeðli hans. Þarna hefur blaðið haslað sér völl, það sér út yfir og ræður við. Má kalla að það hafi þannig bjargast í höfn frá skipbroti hó- telmálanna á því flotholtinu, sem íslenclingsritstjórum hefur oftast verið hendi næst er þeir hafa verið hi-aktir upp á sker algerra rökþrota fyrir tilefnislausar og fruntalegar árásir á kaupfélagið. Telur Dagur rétt, að lofa sjóhrökt um mönnum og illa höldnum að hvílast um stund og lætur út- rætt um þessi mál að sinni. Þegar lygin verður ávani. I SÍÐASTA eintaki Komin- form-blaðsins eru birtar hróka- skammir og svívirðingar um Dag fyrir að hafa skýrt svo frá, að bæjarstjórnin hafi „samþykkt til 2. umræðu nýja gjaldskrá fyrir Rafveitu Akureyrar“. Segja Kominform-piltarnir þessa frá sögn bera með sér að Dagur hafi ekki kynnt sér fundaðboð bæjar stjórnar. Þarna varð ávaninn að ljúga upp á náungann skynsem inni yfirsterkari hjá piltum þess- um, því að hvergi er orð um það í Degi, að bæjarstjórnin hafi „samþykkt11 nefnda gjaldskrá til annarrar umræðu eins og þeir fullyrða, heldur aðeins skýrt frá því réttilega, að hækkunartillag- an hafi komið til fyrri umræðu. Augljóst er því að piltungarnir haf aekki lesið frásögn Dags, en telja sig eigi að síður þess um- komna, að birta langloku um hana í rússneskum heimatrúboðs stíl. Þetta sýnir, eins og svo margt annað, að ekkert mark er takandi á fréttaflutningi Verka- mannsins, sem ekki getur einu sinni farið rétt með einfalda til- vitnun í bæjarblöðin. Merkilegar framkvæmdir. SVO VIRÐIST, sem merkileg- ar framkvæmdir hér í næsta ná- grenni okkar, hafi farið frum lijá möi'gum, og þeir ekki gert sér gvein fyrir mikilvægi þeirra. — Enda hefur verið hljótt um þær í blöðum til J^essa. Á sunnudag- inn \ar vígt nýtt hús í Skjaldar- vík og er það mikil viðbót við elliheimili það, sem Stefán Jóns son kom þar á fót fyrir nokkrum árum og' hefur starfrækt síðan. Annars staðar í þessu blaði er greint frá vígslunni, en Dagur hefur vætt við byggingameistar ann, Adam Magnússon, og feng- ið hjá honum eftirfarandi upplýs- ingar um hið nýja hús: Þessi ný- bygging er tvær hæðir og ris, 270 fermetrar að stærð. Á neðri hæð eru 9 herbergi, hvert fyrir 2 vistmenn, þvottahús, líkherbergi, geymslur og snyrtiherbergi. Við enda hússins er sérstakt ketilhús, byggt yfir 2 miðstöðvarkatla, er annars ætlaður fyrir olíukynd ingu, en hinn kolakyntur. Hita þeir allt clliheimilið, bæði gamla og nýja hluta þess. Á efri hæð eru nokkur herbergi fyrir vist- menn, ein sjúkrastofa, ætluð fyr (Framhald á 7. síðu). Haustþankar og húsráð Þótt sumarið væri lélegt hér nyrðra, tókst mörg- um húsmæðrum að afla mikils af berjum til vetrarins. Ymsar munu þó hafa viljað tína meira og munu hafa ætlað sér það, hefði ekki haustið og vet- urinn gengið jafn snemma í garð og raun varð á. I byrjun október var þegar allt þakið í snjó hér norð- ur frá, og öll hugsun um ber og berjatínslu þai' með úr sögunni. En nú hefur „vorað“ aftur, snjóa leyst og góða veðrið, sem við þráðum í sumar, haldið inn- reið sína. Varla getum við vænzt þess, að slík veð- ursæld haldist lengi á þessum tíma árs, en sannar- lega ber okkur að þakka hvern góðviðrisdag, sem styttir fyrir okkur hinn langa og dimma vetur, er fer í hönd. Nú í vikunni var mér boðið í stutta ferð út úr bænum. Það var yndislegt að aka norður með Eyja- firðinum í glampandi sól. Litir náttúrunnar eru sjaldan fegurri en á haustin. Úti í Kræklingahlíð- inni fórum við úr bílnum og röltum um lyngigróna móa og melabörð. Þarna fundum við raunar óskemmd krækiber og tíndum upp í okkur um stund, eins og börn á sumardegi. Krækiberin hafa að vísu breytt um bragð eftir frostin, en þau eru góð ennþá og óskemmd. Þau eru nokkuð meyrari en að sumrinu og sennilega seintínd, en eflaust er hægt að tína mikið af þeim ennþá. — Það var skemmtilegt að koma heim berjablár einn af síð- ustu dögum októbermánaðar. Góður eftirréttur. Þegar eg er farin að skrifa um ber, man eg eftir samtali sem eg átti við húsfreyju eina á dögunum. „Eg var að ljúka við að borða og mér líður svo dæmalaust vel, að eg mátti til með að hringja í þig og segja þér, hvað eg borðaði í eftirrétt.“ Þannig byrjaði samtalið, og þar sem eg er alltaf þakklát fyrir góð ráð handa kvennadálkinum, tók eg hús- freyjunni og húsráðinu feginsamlega og sendi það hérmeð áleiðis til þeirra, er vilja reyna: Skyr er sett í skál, og mjólk látin standa á því um stund (í stað mjólkur má nota undanrennu). Síðan er þetta hrært vel, þar til það er kekkjalaust og þunnt eins og súpa. Út í súpuna eru hrærð sykruð bláber eða aðalbláber. Ekki á að þurfa að sæta súpuna, og magn berjanna fer eftir smekk hvers og eins. Þetta er ágætur eftirréttur, fljótgerður og hollur og til- valinn á heimilum, sem búa vel með ber. Eg þakka húsfreyjunni, sem ráðið gaf, og vona að það verði mörgum að gagni. GEYMSLA A LAUK. Hinn langþráði laukur hefur nýlega verið í verzl- unum bæjarins. Laukui'inn var stinnur og fallegur og í stærra lagi, svo að skammturinn vai'ð fáir laukar en fallegir. Þegar svo er, skiptir miklu máli, að vel takist með geymsluna á lauknum, en það vill oft ganga skrykkjótt, eins og flestar húsmæður kannast við. Gullin regla er að láta laukana aldrei liggja saman eða snertast. Þeir, sem hafa kalda og góða geymslu, geta því oft geymt lauk tímunum saman, með því að láta hann liggja á borði og hafa nokkurt bil á milli laukanna. Annað ágætt ráð er að geyma laukana í silkisokk eða nylonsokk. Það er gert á þann hátt, að fyrst setur maður einn lauk niður.í sokkinn, hnýtir síðan upp á sokkinn eða bindui' um hann með bandspotta rétt ofan við lauk- inn, þá setur maður næsta lauk ofan í sokkinn, bindur um og svo koll af kolli. Þegar sokkurinn er svo til fullur á þcnnan hátt, er hann hengdur upp. Laukurinn geymist bezt á köldum, þurrum og dimmum stað. Puclla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.