Dagur - 01.11.1950, Page 8
8
Bagtujr
Miðvikudaginn 1. nóvember 1950
Brefar hafa keypf mikið magn af
frosnum fiskflökum
Greiðlega gengur ná að selja bæði
freðfisk og saltfisk
75 ára afmæli íslenzku byggðarinnar í Kanada
Hinn 12. októbcr sl. voru liðin 75 ár síðan islenzku landnemarnir
stigu íyrst á Iand við Winnipegvatn og stofnuðu þar íslenzku byggð-
ina. Var þessara tímamóta minnzt víða um byggðir íslendinga í
sumar. Myndina hér að ofan gerði Friðrik Sveinsson, bróðir
„Nonna“, en hann var einn himia fyrstu landnema. Teiknaði hann
myndina á tjald, cn tjaldið var síðan ljósmyndað, en nú er það glatað.
Fáum dögum eftir lendinguna fæddist fyrsta íslenzka barnið þar
vestra, á nesi því, er myndin sýnir, í köldu tjaldi.
frá stjórn Samb. ungra Framsóknarmanna
Blaðið Víðir, sem Einar Sig-
urðsson frá Vestmannaeyjum
stýrir, flutti markverðar fregnir
af afurðasölumálum þjóðarinnar
sl. laugardag og greinir þar frá
nýjum sölum á frosnum fiski til
Bretlands.
Með því að hér er um athyglis-
verðar fréttir að ræða, leyfir
Dagur sér að birta hér á eftir
meginmál greinarinnar:
Saltfiskurinn.
Núna er verið að pakka geysi-
miklu magni af saltfiski, um
12.000 lestum, eða tæplega þriðja
hlutanum af ársframjeiðslunni.
Þessi fiskur verður fluttur út í
þessum og næsta mánuði.
Mjög lítið mun vera óselt af
saltfiskframleiðslunni, 1000—2000
lestir af þurrfiski eða fiski, sem
ætlunin er að þurrka. Þennan
fisk má þó telja sama sem seldan.
Þá er óselt eitthvað af úrgangs-
fiski og blautsöltuðum smáfiski,
er hefur að mestu fallið til í
sumar. Annars eru birgðirnar af
saltfiski aldrei nákvæmar, því að
saltfiskurinn léttist við geymslu.
í ár hefur gengið miklu betur
að selja saltfiskinn en í fyrra,
þrátt fyrir miklu meira magn.
Það er alltaf mjög mikilvæy'
begar fyrra árs framleiðsla er
seld, áður en nýja framleiðslan
kemur á markaðinn.
Frosni fiskurinn.
Sveinn Jónsson, framkvæmda-
stjóri frá Sandgerði, hefur, dval-
ið í Englandi undanfarið og unn-
ið að fisksölu. Hefur starf hans
þar borið hinn bezta árangur.
Seldi hann allan frosna fiskinn
frá fyrra ári, að vísu fyrir lágt
verð, en hann er heldur ekki
lengur fyrsta flokks vara. Voru
það um 650 lestir.
Þá seldi Sveinn allan flatfisk-
inn, sem framleiddur hefur verið
í ár, 1400 lestir, og um 500 lestir
af þorskflökum með roði, einnig
frá í ár.
Eins og kunnugt er, er nú verið
að vinna að sölu sr 1000 lestum af
frosnum fiski til Ungverjalands í
skiptum fyrir hveiti, og eru fullar
líkur fyrir því, að úi- þeim við-
skiptum verði. Þá er búið að selja
1650 lestir af fiski til Austurríkis,
og í undirbúningi er að selja 430 í
viðbót .Þá er verið að vinna að
sölu á 1500 lestum af frosnum
flökum til ísrael.
Næstu daga verður farið að
ferma í Dettifoss það, sem eftir er
fiski, sem á að fara til Ameríku.
Væri nú hægt að selja þangað
mun meira fiskmagn.
Tékkar eiga enn ófengnar 800
lestir af flökum, sem þeir hafa
keypt, og fer sá fiskur í nóvem-
ber og desember næstk.
Ef þessar sölur til Ungverja-
lands, ísrael og Austurrikis kom-
ast í kring, eru ekki óseldar nema
um 1000 lestir, af frosna íiskin-
um. Það er langt síðan, að svo
gott ástand hefur verið, livað sölu
á frosna fiskinum snertir, að
hann hafi verið mest allur seldur
í október.
Þá tvo mánuði, sem eftir eru af
árinu, verður lítið framleitt,
nema ef farið verður að frysta
karfa, en sé ætlunin að gera það
í stórum stíl, er hætt við veru-
legum umbúðaskorti. Það er lík-
legt, að allt, sem framleitt verðui
af karfa í haust, fari til Ameríku.
Nýja framleiðslan kemur ekki
neitt sem heitir á markaðinn fyrr
en í febrúar, jafnvel ekki fyrr en
í febrúarlok.
Ættland og erfðir
heitir bók, sem nýlega er kom-
in út. Höfundur er hinn kunni
Vestur-íslendingur, dr. Richard
Beck. í bók þessari, sem er hin
merkilegasta, er safn af ritgerð-
um um ýmis íslenzk efni, m. a.
um mörg íslenzk skáld og verk
þeirra. Þeir, sem áhuga hafa á
íslenzkum bókmenntum að fornu
og nýju, munu hafa ánægju af
lestri þessarar bókar.
Verulegt atvinnuleysi
yfirvoíandi, segir
Verkamannafélagið
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi frá Verkamannafélagi
Akureyrarkaupstaðar.
Dagana 18. til 26. þ. m. fór fram
atvinnuleysiskönnun í Verka-
mannafélagi Akureyrarkaupstað-
ar. Á skrifstofu félagsins mættu
til skráningar 141 verkamaður,
auk þess aflaði stjórn félagsins
upplýsinga um þá verkamenn,
sem ekki mættu til skráningar,
með aðstoð trúnaðarmanna sinna
á vinnustöðum. Niðurstaða könn-
unar þessar varð sem hér segir:
í fastri atvinnu vetrarlangt eru
138 verlcamenn.
í stopulli atvinnu vetrarlangt
61 verkamaður.
í meiri eða minni atvinnu nú,
en verða atvinnulausir í nóv.
84 verkamenn.
Atvinnulausir eru nú
44 verkamenn.
Af öðrum félagsmönnum verka-
mannafélagsins eru 12 við nám í
skólum, óvinnufyrir vegna aldurs
eða veikinda 34, fjarverandi eða
vantar upplýsingar um 24 menn.
Þá vill stjórn Verkamannafé-
lagsins taka fram að allmargir fé-
lagsmenn annara stéttarfélaga,
einkum úr Sjómannafélagi
Akureyrar, stunda verkamanna-
vinnu hér í bænum og verður því
tala þeirra atvinnulausu eða at-
vinnulitlu verkamanna allmiklu
hærri en innanfélagskönnunin
ber með sér. í því sambandi hef-
ir skrifstofa verkalýðsfélaganna
gefið þær upplýsingar að 25—30
félagar sjómannafélagsins séu nú
atvinnulausir, en um 50 hafi ó-
trygga atvinnu. Að athuguðu
máli má því fullyrða að tala at-
vinnulausra verkamanna og sjó-
manna muni um mánaðarmót
nóv.—des. verða um 150—180,
nema til komi óvæntar atvinnu-
framkvæmdir eða sérstakar ráð-
stafanir verði gerðar til úrbóta.
Gyðingar koma
heim
eftir dr. juris Björn Þórðarson,
er nýkomin út á vegum Norðra.
Er þetta fróðleg og skemmtileg
frásögn um baráttu Gyðinga fyrir
þjóðarheimili og um stofnun
ísraelsríkis. Margar myndir
prýða bókina.
Mikil hey hafa náðst
í sunnanáttinni
Undanfarna daga hefur verið
sunnanátt og hlýviðri hér um
slóðir og góður þurrkur. Bændur
hafa náð inn miklu af heyjum,
þótt seint sé orðið, og hefur út-
litið í fóðurbirgðamálum óþurrka
svæðanna batnað verulega. — Sl.
sunnudag mátti sjá kýr á beit g
túnum á sumum bæjum, og í
fyrri viku stóð bóndi við slátt í
héraðinu. Fjallvegir eru auðir og
ágætir yfirferðar. Er t. d. ágætt
færi til Húsavíkur,
Svo sem tilkynnt hcfur verið í
blöðum flokksins er ákveðið, að
9. flokksþing Framsóknarmanna
hefjist í Keykjavík föstudaginn
17. nóvember næskomandi.
Þá hefur stjórn Sambands
ungra Framsóknarmanna ákveð-
ið að halda aðalfund stjórnar S.
U. F. í sambandi við flokksþingið.
Sú ákvörðun er tekin með það
fyrir augum, að stjórnarfulltrúar,
sem að sjálfsögðu eiga að mæta á
aðalfundinum, geti einnig verið
fulltrúar á flokksþinginu, en fé-
lög ungra Framsóknarmanna
eiga samkv. flokkslögunum rétt
til að senda fulltrúa á flokksþing,
einn fyrir hverja þrjá tugi félags-
bundinna manna og brot.
Eins og að undanförnu er starf-
andi nefnd, sem annast undir-
búning flokksþingsins í samráði
við formann flokksfélaganna. —
Framkvæmdastj. nefndarinnar
er Þráinn Valdimarsson, veitir
hann allar nánari upplýsingar
varðandi þinghaldið og aðalfund-
inn. Sérstök athygli skal vakin á
því, að þátttökutilkynningar
þurfa að berast skrifstofu Fram-
sóknarflokksins fyrir 10. nóvem-
ber næstkomandi.
Það eru að sjálfsögðu ýmsir
erfiðleikar í sambandi við fund-
arsókn um langa vegu og mis-
jafna á þessum tíma árs. Taldi
stjórn S. U. F. sér skylt að taka
tillit til þess við ákvörðun aðal-
fundarins.
Stjórn S. U. F. vill vekja at-
hygli ungra Framsóknarmanna
á því að þeir geta í
ríkari mæli en nokkru sinni áð-
ur, látið til sín talca um afgreiðslu
mála á flokksþinginu. Ástæðan
til þess er eðlileg sú, að á tíma-
bilinu frá því að síðasta flokks-
þing var háð og til þessa dags,
hafa hundraða tugir æskumanna
og kvenna skipað sér í raðir
samtakanna víðs vegar um land-
ið. Þetta æskufólk hefur litið svo
á, að nú væri þörf á að styrkja
og styðja þá stjómmálastefnu,
sem væri til heilla fyrir land og
lýð. Innan raða ungra Framsókn-
armanna hefur þetta fólk ákveðið
að vinna sitt pólitíska starf. Þar
fann það hugsjónir, þar fann það
þróttmeiri stjórnmálastefnu,
meiri einlægni og meira raunsæi
en hjá öðrum stjórnmálaflokkum.
Þess vegna kaus þetta fólk að
vinna að lausn alvarlegra þjóð-
félagsvandamála á grundvelli
þeirrar stefnu, er Framsóknar-
flokkurinn hefur barizt fyrir frá
öndverðu.
Stjórn S. U. F. heitir því á for-
menn félganna í hinum ýmsu
héruðum að sjá um, að félögin
sendi fulla tölu fulltrúa til þings.
Stjórn S. U. F. er þess fullviss, að
félagsmenn, sem á annað borð
hafa einhverja möguleika til að
víkja frá stöz-fum sínum láti
ekkert aftra því, að þeir leggi sitt
fram til þess að þátttaka ungra
manna í flokksþinginu og aðal-
fundinum verði með sem mestum
glæsibrag.
Það er vert að gera sér ljóst, að
þessa flokksþings bíða meiri
vandamál en oftast áður. Það er
því vissulega mikils um vert, að
hver og einn gæti félagsskyldu
sinnar, að hver og einn vinni öt-
ullega að því, að samtök ungra
Framsóknarmanna sendi til þings
svo marga fulltrúa, sem framast
er réttur til.
SEXTÍU OG FIMM ÁRA
varð 29. þ. m. frú Jóhanna Sig-
urðardóttir, Brekkugötu 7 hér í
bæ. Hún er Eyfirðingur að ætt,
en hefur dvalið hér í bæ síðan
1911. Árið 1912 giftist hún Sveini
Sigurjónssyni bæjarfulltrúa og
kaupmanni. Eignuðust þau hjón
tvær dætur, sem báðar eru giftar
og búsettar hér í bæ. Auk þess
ólu þau upp dreng og kostuðu til
náms. Er hann nú verkfræðingur
í Kaupmannahöfn. Frú Jóhanna
missti mann sinn 1928. Hún er af
öllum, sem til þekkja, talin mikil-
hæf kona og merk, hefur hún
jafnan stýrt heimili sínu af rausn
og myndarskap og eins eftir að
hún missti mann sinn. Nú hin
síðari ár hefur hún haft á hendi
brauð- og mjólkursölu fyrir KEA
Framsóknarfélag Ákureyrar
Félagsfundur næstkomandi mánudag, kl. 9 e. h.,
að Hótel Kea.
DAGSKRÁ:
Kosning fulltrúa á 9. flokksþing
Framsóknari lokksins.
Stjórnarskrármál ið.
« Frummælandi: Tómas Árnason.
Onnur mál.
Fjölmennið á fyrsta fund vetrarins!
STJÓRNIN.