Dagur - 15.11.1950, Síða 5

Dagur - 15.11.1950, Síða 5
Miðvikudaginn 15. nóv. 1950 D A G U R BÓKAMARKAÐ Fögur er foldin j kaldhyggjumaður á ferð, þó að slíkt va?ri hin mesta fjarstæða, er Ræður og crindi eftir dr. Rögnvald Pétursson. — Bókaútgáfa Menningar- sjóðs, Reykjavík 1950. Það var álit sumra manna og Pessl heyrði eg þess ósjaldan getið, anc^ meðan eg þekkti minna til, að dr. Rögnvaldur Pétursson mundi vera lítill trúmaður. Og satt er það, að ekki bar hann hversdags- lega á sér yfirskyn guðhræðsl- unnar, og komið gat það fyrir, að hann væri nokkuð gráglettinn, ef hann komst í kast við hræsni og hégóma. En ekki þurfti lengi að kynnast honum til að komast að annarri niðurstöðu. Það gat eng- um dulizt, sem heyrði mál hans, að þar var óvenju traustur og mikill alvörumaður í stólnum, og þannig var frá ræðum hans gengið, að þær voru í senn gagnhugsaðar og svo fallega sett ar fram, að unun var á að hlýða. Það var hér sem oftar, að menn kunna eigi að greina hinn skíra málm frá hvellandi bjöllu sýndar guðrækninnar. Einmitt þeir, sem hafa boðskap að flytja, eru öðr um næmari fyrir tómahljóði yfir- borðsháttarins, sem er utanað læstur og iðulega styðst eigi við annað en hefð og vana. Miklir trúmenn flytja eigi annað en það, sem sannfæring býður og lífs reynsla, hugsun þeirra og vit, hefir gert að hluta af þeim sj álf- um. Aðeins með því móti hefur boðskapurinn gildi fyrir aðra, syo mikið eða lítið, sem sá per- sónuleiki hefur ,er bak við hana stendur. Dr. Rögnvaldur var bæði fjöl þættur gáfumaður, en þó um leið frábærlega heilsteyptur og ógleymanlegur vinum sínum. Bak við kuldahjúpinn, sem hann stundum brá yfir sig, var hlý og ástúðleg sál, drenglynd og dug- mikil, hrifnæm og víðsýn. Hann var í senn íhaldssamur og fram sækinn, vildi varðveita í langtum ríkara mæli en menn gerðu sér almennt ljóst, allt, sem hann fann gott í helgum ritningum fortíðar- innar og dró þá föngin víða að, ekki sízt úr lífsreynslu og spak- mælum síns eigin kynstofns. En hinu vildi hann hispurslaust varpa fyrir borð, er honum þótti bera vitni um tímabundinn skiln- ing, og eigi framar eiga erindi til nútíma kynslóðarinnar og vera til fyrirtafar í sannleiksskrúði mannkynsins. Hann vildi prófa allt og halda því, sem gott er. Að vísu var hann skapmaður nokkur og kappsamur, ef í það fór. En vel kunni hann þá stjóm á geði sínu og undir niðri var hann allra manna sáttfúsastur og samvinnuliprastur, svo fremi að það kostaði engan afslátt á sann- færingu hans. Hugsjónin var hon um allt, og það var aldrei lát á, að hann boðaði það eitt, er hann hugði sannast. Hitt mun hann hafa tekið sér nær en menn ætl- uðu, ef slíkir hlutir þurftu að kosta persónulega óvild eða tor- tryggni manna á meðal, því að víðskyggni og þjóðholli skildi reyndar hin ýmsu sjónarmið og hafði ríka samúð með lífsbaráttu alls hins íslenzka þjóðarbrots vestan hafs.Heyrðieg engan mann kveðja á jafn áhrifa- mikinn hátt þá, sem uppgáfust í baráttunni, og kom þar til greina hin víðtæka þekking hans á högum fólksins og hin ríka sam- úð með örlögum þess. Stafaði því tortryggnin gegn honum öllu meir af misskilningi á trúarboð- skap hans, en hinu, að eigi kynnu menn að meta mannkosti hans. Nú hefir dr. Þorkell Jóhann esson valið úr ræðum hans og erindum í allmikla bók, sem Menningarsjóður hefur gefið út. Þessi bók hefur hlotið fallegt nafn: Fögur er foldin, og er hún 404 bls. að stærð í postillubroti og hin vandaðasta að öllum frá- gangi. Fegurst af öllu er þó sjálft innihald bókarinnar, en það er boðskapur, sem á erindi til allra, hver lína þrungin af spaklegri og drenglyndri hugsun. Mun enginn hugsandi maður sjá eftir að kaupa þessa bók og lesa oft. Hún flytur heilsusamlegan boðskap, ekki mærð eða orðagjálfur, heldur leiðsögu manns, sem var óvenju fjölmenntaður, hafði hlotið víð tæka lífsreynslu, sá vítt of ver- öld hverja, og var, sökum vits muni sinna og mannkosta, fædd- ur foringi í andlegum efnum. — Boðskapurinn er fyrst og fremst þessi: Vertu maður, sannur, drenglyndur og æðrulaus í hverri raun og þá mun guð hjálpa þér. Þó maðurinn falli í baráttunni fyrir sannleikanum, er það eng- inn ósigur, ef hann fellur áfram! hugsast gat. Það var að vísu jafnan áhrifa- mikið að hlusta á dr. Rögnvald Pétursson í ræðutsól. En þegar ræðurnar eru prentaðar,' sést þó bezt hvílíkt snilldarverk þær eru margar hverjar, eigi aðeins að mannviti, heldur einnig að gerð. Jafnframt því sem þær eru nungnar af spaklegri hugsun, auðugar að líkingum og dæmum, sem sótt eru hvaðanæva í bók- menntir fornar og nýjar, hvílir yfir þeim trúarleg alvara og ljóð- ræn fegurð, sem grípur hugann fastatökum. Ýmsir halda, að ræðugerð sé skrifstofuverk, sem hvorki þurfi listatök né verulega hugsun. Og satt kann það að vera, að allt of margar kirkjuræður eru þannig samdar. En sannleikurinn er sá að snjöll ræða er miklu meira listaverk en miðlungs skáldsaga og kostar stórum meiri andlega orku, kunnáttu og vitsmuni. Snjallar ræður eru því góðar bókmenntir. Eg er ekki í neinum vafa um það, að margar prédikanir í þessu ræðusafni eru með því allra bezta, sem gert hefur verið þeirri grein í íslenzkum bók- Passíusálmarnir í nýrri útgáfu Nýlega bárust mér í hendur Pessíusálmarnir í nýrri og ný- stárlegri útgáfu. Þá minntist eg þess og vil votta það, að margar af mínum dýrmætustu endur- mínningum bernsku- og ungl- ingsáranna eru bundnar við þessa bók. Það var þá, þegar hvert mannsbarn á heimilinu átti sína Passíusálmana, þessa dýrmætu bók, sem margir ,eða flestir, litu á sem helgan dóm, og báðu um að láta fylgja sér í gröfina. Og svo kom fastan með, þann hátíð- lega sið, að hver maður söng á sína sálma, einn sálm á undan og eftir hugvekjunni, svo að allt heimilisfólkið sameinaðist þannig í söngkór á hverjum degi á há- tíðlegri stund, sem snerti barns- hugann djúpt í þeirri fullvissu að þetta væri ofar og æðra hinu hversdagslega lífi. Og það Var líka svo. Hin sameiginlega guð- ræknisstund heimilisins hafði án alls efa djúptæk áhrif á heimilis- lífið og þjóðlífið allt. Þess vegna er sárt' til þess að vita, að slíkar stundir séu horfnar úr lífi heim- ilanna. En í slíkri mynd, sem við eldra fólkið minnumst þeirra koma þær ekki aftur. En út- varpið gæti máske endurvakið menntum og munu sumar þessar jþær . nýrri mynd) og betur við heimilanna hæfi en klukkustund> ar langar útvarpsmessur. En það er önnur saga. Það er vel farið, að þessi bók var gefin út. Allir þekktu og við- urkenndu hinn ágæta íslending, manninn, sem framar öðru unni íslenzkum menningarerfðum og barðist með eldlegum áhuga fyrir viðhaldi þeirra meðal landa sinna í dreifingunni vestan hafs. En prestinn þekktu færri, hinn bjart- sýna og dugmikla brautryðjanda frjálsrar hugsunar í trúarefnum meðal þessa fólks. Meðan hann var prestur Unitarasafnaðarins í Winnipeg, var sá söfnuður aldrei fjölmennur og næsta mjög horn- augum litinn af hleypidómum þeirra, sem hugðu, að hér væri eintóm vantrú á ferðinni og nið- urrif á helgum trúarsannindum. Slíkur hefur löngum verið skiln- ingurinn á því, þegar vikið hefui' verið af fjárgötum vanans og fjallað um trúarbrögðin á frum- legri og sjaldgæfari hátt en al- gengt er. Lá við að Únitaranafnið væri talið með smánarheitum um skeið, og þá myndaðist sú þjóð- saga, að hér væri vantrúaður ræður verða sígildar. „Fögur er foldin“ er því bók, sem á erindi til allra hugsandi manna, ungra sem gamalla. Þess- ar ræður munu menn um langan aldur geta lesið sér til sálubótar. Þær eru gæddar þeirri kynngi hugans og því lífi samúðar og skilnings á örlagabaráttu stríð- andi lýða, að þær munu finna hljómgrunn í sálum allra sann- leikselskandi manna. Þær eru göfgandi, hvatning til manndóms og dáða. Og þegar eg nú hef þessa bók hér á skrifborðinu fyrir framan mig ,er hún mér ekki sízt kær fyrir það, að í henni er sem eg endurheimti vin, er eg hef lengi saknað og sem mér fannst allt of snemma hverfa út yfir hinn mikla hafsjó dauðans. Hér lifir andi hans sterkur og þróttmikill og flytur enn sinn bjartsýna og drengilega boðskap. Þannig lifir sérhver fleyg hugsun, þó að duft- ið hverfi aftur til jarðarinnar. Eg ætla bókinni stað í hillunni hjá Jóni Vídalín og Haraldi Ní- elssyni. Svo ólíkir sem þessir menn voru um ýmsar skoðanir, voru þeir þó hvor öðrum líkir um andlegan skörungsskap, djarfa hugsun og ást á sannleikanum. Bcnjamín Kristjánsson. Því miðtir er hætt við að Pass- íusálmarnir séu að týnast unga fólkinu. Öll börn fá þó að sjálf- sögðu að heyra þá nefnda, ef ekki heima, þá í skólunum. — Jafnan gei'ði eg mér það að reglu að koma með sálmana á föstunni í kristindómsstundirnar, og lét börnin líka koma með sálmana annað hvort sína eigin, eða þá sálma, sem til voru á heimilinu hjá hinni eldri kynslóð, og varð þessi venja m. a. til þess, að mörg börn eignuðust sálmana. Og oft hef eg grennslast um Passíu- sálmana í skólunum norðanlands og fundið það, að enn eiga þeir sterk ítök í hugum fólksins og að varla er það heimili til, sem ekki á sálmana, þótt mikið skorti nú á að hvert mannsbarn eigi þá mundi auðga unga fólkið meir en sumt hið fánýta fræðslustagl lítilsverðra hluta, sem allt of miklum tíma er varið til. Þessi nýja útgáfa af Passíu- sálmunum er nýstárleg að því leyti, að aftan við sjálfa sálmana er samantekinn og prentaður svonefndur orðalykill, þ. e., að öllum orðum Passíusálmanna, sem tekin eru sem höfuðorð, er raðað eftir stafrofsröð. Undir hverju orði eru síðan tilfærðir peir staðir í Passíusálmunum, íar sem orðið kemur fyrir, þann- ig, að tekin er upp sú ljóðlína, sem það stendur £....,“ segir í formálanum, sem Björn Magn- ússon prófessor hefir ritað, en hann hefur tekið saman orðalyk- ilinn. Mun þetta algerð nýjung hér, og eru því Passíusálmarnir hin fyrsta bók, sem þannig er hér gefin út, og er sá viðburður merkur, og sálmunum maklegur. Er þessi útgáfa sálmanna því fremri öðrum fyrir þá, sem kynnast vilja efni sálmanna og orðfæri rækilega, og því hand- hæg til notkunar í skólum. í þessu nýja sniði eru Passíu- sálmarnir nú gefnir út af Snæ- birni Jónssyni bóksala í Rvík, og er útgáfan helguð minningu for- eldra hans, en þau voru alla æfi í Saurbæjarprestakalli á Hval- fjarðarströnd, þar sem sr. Hall- grímur Pétursson þjónaði og' orti sálmana. Virðist útgáfan vönduð að öllum frágangi og virðuleg og útgefandanum til mikils sóma. Er þess að vænta að sem allra flestir vilji eignast þá. Sn. S. TIL SOLU eru á verkstæði Jóns Sig- urjónssonar Glerárgötu 3B notaður en mjög vandaðar borðstofumubl- ur, svo sem 1 borð, 6 stólar, buffet og tauskáp- ur o. fl. eins og fyrir hálfri öld. En það á hvert mannsbarn íslandi að eiga Pessíusálmana slíkur helgur bókmenntagim steinn sem þeir eru. Foreldrar eiga að gefa börnum sínum þá, segja þeim ögn frá höfundi þeirra, geta þess að ættfeður og mæður þeirra hefðu sungið þá á ári hverju í tvær aldir, og kenna þeim svo eitt og eitt af fegurstu versunúm. Ofan á það eiga svó skólarnir að byggja. Ekki aðeins barnaskólarnir. Framhaldsskól- unum veitti ekki af að freista þess að sækja á djúpmið Passíu- sálmanna, til hinnar líkingar- auðugu og sígildu lífsápeki og björtu og heitu trúar á sigurmátt sannleikans og réttlætisins. Það Dagur fagur prýðir veröld alla heitir síðasta bókin eftir Jón Bjömsson, höfund „Mattur jarð- ar“. Bók þessi er yfir 300 blaðsíður að stærð og að mörgu leyti merk skáldsaga. Höfundur tekur til meðferðar mörg vandamál líð- andi stundar, og frásögnin er spennandi. Grunntónn bókarinnar er óbif- andi trú á landið, hina gróandi jörð, og hlutverk þeirra manna og kvenna, sem hafa valið hér það hlutskipti að berjast hinni góðu baráttu í sveitum landsins. Mótorhjóla-skúr, tiffæranlegur, úr nýju efni, til sölu. Afgr. vísar á. Akureyringar! — Nú er kom- inn timi ti lað gcfa fuglunum. — Látið þá ckki líða skort í vetrarhörkunum! —

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.