Dagur - 15.11.1950, Page 6

Dagur - 15.11.1950, Page 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 15. nóv. 1950 Viðburðarríkur dagur . Saga eftir Helen Howe. J 15. DAGUR. (Fi-amhald). Þegar Klara hvarf í mann- þröngina, rann upp fyrir Faith í skærara ljósi en fyrr, hvað það var, sem hún hafði raunverulega samþykkt í samtali sínu við Monu. Ráð hinnar kaldrifjuðu heimskonu voru eins og svört rák á hvítum feldi, borið saman við góðleikann í fari Klöru. Hún skildi ekkert í sjálfri sér að hafa látið Monu leiða sig svo afvega, að hún skyldi láta sér til hugar koma að taka málinu svo létt. Hafði hún gersamlega gleymt þeim siðfræðihugmyndum, sem hún hafði alizt upp við? Hún sá í huga sér, hvað hún átti að gera og segja. Hún heyrði sjálfa sig segja við Eric, er heim kæmi: „Þetta er til einskis, Eric. Eg hef hugsað málið og tekið mína ákvörðun. Hún er óbrety- anleg. Þú hefur beðið mig um meira en nokk’ur kona getur orð- ið við.“ Faith gekk út á götuna, náði sér í leigubíl og ók til klúbbsins. Henni var innanþrjósts eins og hún væri að leggja upp í langa ferð. —o— Þegar til klúbbsins kom, hitti hún frú Eyck í anddyrinu. Gamla frúin sat þar og beið. „Þú lítur ljómandi vel út, Faith mín elskuleg," sagði hún. „Þú ert alltaf svó ungleg.... Sedlmark hlýtur að koma á hverri stundu.“ Faith horfði á vinkonu sína og hugsaði með sjálfri sér, að hún væri góð kona og vel hugsandi og það væri andleg upplyfting að vera í návist hennar á érfiðleika- tímum. Mona mátti halda því fram, að hún væri leiðinleg skrafskjóða. Það breytti málinu ekki vitund. Klara mundi aldrei ségja neitt slíkt um hana, heídur taka eftir því fyrst og fremst, að frú van Eyck var góðleg og virðu- leg. „Komdu og sittu hérna hjá mér,“ sagði frúin. „Hvernig líður Eric. Eg var einmitt að hugsa um hann á sunnudagskvöldið. Eg hlustaði þá á svo ljómandi út- varpskonsert hjá Cherry Slate.“ Þarna byrjar það, hugsaði Faith. En hún sagði aðeins: „Já, Eric sagði mér að hún ætti að syngja í Detroit.“ - „Hlustaðirðu ekki? Það var dásamlegur söngur!“ „Nei, það fór einhvern veginn fram hjá mér. Eg man ekki eftir útvarpinu nema endrum og eins.“ Fr'úin hló við. „Já ,en þú hlýt- ur þó að muna eftir öðrum eins listamanni og Cherry Slate er. Jæja, samt er það nú svoná, .að ef sonur okkar hefði ekki verið heima þetta kvöld, hefði þetta líka farið fram hjá okkur. Og þá hefði eg heldur ekki vitað, að hún er mikill vinur Erics. Hann sagði okkur einmitt frá svo skemmti- legu kvöldi á stríðsárunum. Þeir Eric fóru inn á skemmtistað fyrir hei-menn og þó hittist svo á, að Cherry Slate var einmitt að skemmta með söng. Allt í einu sá hún hvar Eric sat á fremsta bekk og hún kallaði hann upp á senuna og faðmaði hann að sér, en allir í húsinu hrópuðu af fögnuði. Þú veizt þetta náttúrlega allt saman, Eric hefur sagt þér frá því?“ „Nei, hann sagði mér ékki svo nákvæmlega frá því,“ svaraði Faith. Hún horfði rannsakandi á frúna. Skyldi hún vita, hvað hún var að gera? Er hún að reyna að sjá, hvernig mér er innanbrjósts, prófa, hvernig mér verður við svona tal? Ef sú er tilætlunin, skaltu sannarlega verða fyrir vonbrigðum, sagði Faith við sjálfa sig. En svo sá hún að gamla frúin hafði sagt þetta allt í sakleysi og einfeldni og hafði enga hugmynd um að hún var að ýfa upp opið sár. Hún mundi miklu heldur vilja þjást sjálf en valda nokkurri lifándi veru sársauka. En það fór samt hrollur um Faith. Þetta er það, sem eg kem til með að búa við ár og síð, ef Eric fær vilja sínum framgengt. Hvar sem eg fer í okkar kunningjahóp, verða hálfkveðnar vísur, dylgjur og nærgöngular spumingar. Hún hrökk upp úr þessum hugleiðingum við að gamla frúin sagði: „Þarna kemur Louis Sedl- mark.“ Hún stóð á fætur og flýtti sér að taka á móti gestinum. Hún benti þeim útvalda hóp, sem átti að sitja til borðs með gestinum, að koma og kynnti þó. Eftir það var sezt til borðs. Nokkur hundruð konur þyrptust ipn í salinn. —o— Faith horfði á manninn, sem átti að tala yfir þeim þennan dag. Henni fannst hún aldrei hafa séð andlit, sem var eins gjörsneytt lífsgleði eins og þetta. Það var ekki aðeins alvarlegt, heldur beinlínis sorgbitið og angurvært. „Eg tala, sem Evrópumaður," sagði hann. „Af því leiðir — og þið afsákið það — að eg tala eins og fullorðinn n.aður við börn. Þegar við tölum við venjulegan Bandaríkjamann — og þá einkum við venjulega ameríska konu — finnst okkur eins og við séum að tala við 14 ára ungling. Eg er hér að ræða um tímabilið fyrir stríð. f dag eru engin börn lengur í. Evrépu.......“ Röddin hrjúf og fremur óvið- felldin, hélt áfram. Hann taldi dæmi- eftir dæmi, las tölur og hlóð upp sönnunargögnum um hvérn svikavefinn öðrum meiri. Faith horfði á ræðumanninn, og allt í einu sá hún hann fyrir sér í sama ljósi og barnið, sem ekki sá nýju fötin keisarans. Maðurinn var ekki í neinu — þetta var trú- laus maður — maður, sem hafði misst trúna á framtíð mannsins og hæfileika hans til þess að gera jörðina að menningarlegum samastað. Faith þekkti uppflosnina af orðum hans, og allt í einu fann hún það, að hún sjálf var að flosna upp og missa trúna. Það var eins ástatt fyrir henni nú og hermanni í no-mans-land. (Framhald). Nýkomnar vörur Þvottasódi kr. 1.15 kilóið Blautsápa frá Sjöfn J úgursmyrsl Nýlenduvörudeildin og útibú. Hrísgrjón Hrísmjöl Flórsykur 'íekex Maríukex Cr. Crackers Piparkökur í pk. og 1. vigt Petit Burre í pk. og 1. vigt Nýlenduvórudeildin og útibú. Margar nýjar tegundir af SÆLGÆTI Flóru konfekt í köss- um (2 stærðir) Nýlenduvörudeild og útibú. Tómir kassar undan Apricosum seljast ódýrt Nýlenduvörudeild og útibú. Kvenfélagið Hlíf irefur ákveðið að hafa vinnu- furid fimVntudaglnn 16. þ. m. í Alþýðuflokkshrisinu, Tún- götu 2 kl. 9 e. h. — Konur eru beðnar að fjölmenna, hafa með sér kaffi og mæta stund- víslega. Nefndin. Innilegar pakkir fyrir alla vinsemd mér sýnda d 65 dra afmceii mínu. Haraldur Þorvaldsson 1111111111111111111111111111111111111111 iii n iii iiiiiiiiiiMiiMiiiiiiiiiiiniiiii iii iii inimii ■1111111111111 Hárgreiðsla Fyrst unr sinn tek ég heinr hárlagningar; einnig I Iref ég kalt permanent og olíupernranent. Jórunn Kristinsdóttir Hafnarstr. 84, 3. Iræð. Gnla bandið er búið til úr bezto fáan- legurn hráefnnm og í nýtízku vélum. Samvinnumenn nota smjörlíki frá samvinnuverksmiðju Norðlenzku ostarnir eru þjóðfrægir 45% og 30% mjólkurostar - fást um land allt Mjólkursamlag KEA íu iiiiiiiiiimiiim.wiiiiimmmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMfii.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.