Dagur


Dagur - 24.11.1950, Qupperneq 4

Dagur - 24.11.1950, Qupperneq 4
4 D A G U R Föstudaginn 24. nóvember 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júli. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. r /v/N/Ny-sAv/NA- ^ Samsærið gegn frelsinu MENNIRNIR, sem skýrðu okkur frá því í sum- ar, að hinir blóðþyrstu og grimmdarfullu Suður- Kóreumenn hefðu ráðist með her manns á frið- elskandi bræður sína norðan landamerkjanna, er hinir síðarnefndu voru alls óviðbúnir og í óða önn að undirrita friðarávarpið, taka svo til orða í blaði sínu hér sl. föstudag: „Fyrir því eru tak- mörk, hversu lengi er hægt að blekkja almenning og ljúga að honum.“ Þessi játning mun hafa komið lesendum Kominform-blaðsins algerlega á óvart, því að vissulega hefur málgaggnið ekki borið hin minnstu merki þessa hugarástands að undan- förnu og raunar ekki síðan fyrir þá tíð, er menn lásu þau stórtíðindi í blaðinu hér um árið, að Finnar hefðu ráðizt með hervaldi á hin friðelsk- andi Sovétríki, sem þá neyddust til að verja hend- ur sínar, þótt seinþreytt væru til vandræða. Eigi að síður ber að fagna því, ef hér er um hugarfars- breytingu að ræða, og rétttrúnaðarmennirnir, sem skrifa í Verkamanninn, hafa nú loksins komizt að raun um það, að lygi og blekkingar og að leggja sannfæringuna ævinlega og alltaf á vogarskál Kominform, áður en pundið í henni er skráð, er ekki sú íþrótt, sem bezt gengur í íslenzka alþýðu, enda leggst nú reynslan sjálf með fullum þunga á kommúnistaflokkinn, sem er á sífelldu undan- haldi um gjörvöll hin vestrænu menningarlönd, enda þótt segja megi að hann haldi í hprfinu í sumum Afríkunýlendum og meðal frumstæðra Asíuþjóða. Hins vegar liggur enn sem komið er ekkert annað fyrir til sönnunar hugarfarsbreyt- ingunni en þessi yfirlýsing og verða þau orð ekki þyngri talin en svo, að ekki verður fullur trúnað- ur lagður á iðrunina fyrr en lesendum gefst að lesa í næstu tölublöðum að mest öll sú fræðsla, sem blaðið hefur ástundað hin síðari ár, svo sem um upphaf finnsk-rússneska stríðsins, Kóreu- stríðsins, eðli heimsstyrjaldarinnar síðari o. s. frv., hafi verið einn samfelldur lygaþvættingur, soðinn saman til hagræðis fyrir erlenda ofbeldis- og yfir- gangsstefnu, sem í framkvæmd hefur reynzt hættuleg fyrir friðinn í heiminum og hefur þegar lagt að velli margar smáþjóðir, er áður nutu frels- is, en þjást nú af ófrelsi og kúgun, sbr. Eystra- saltsþjóðirnar og margar fleiri. Þessari játningu ætti þá líka að fylgja sú yfirlýsingu, að öll þessi starfsemi hafi hér haft það takmark að búa í haginn fyrir erlenda íhlutun um málefni íslenzku þjóðarinnar og hafi því í reyndinni verið henni hættuleg og verði það meðan nokkur maður hér heima játast undir blóðstokkin tákn hinna er- lendu einræðisherra. Þegar Kominform-agent- arnir hafa birt yfirlýsingar um þessi efni, verður Ijóst að þeir hafa öðlaet skilning á því, að „fyrir því eru takmörk, hvað lengi er hægt að blekkja almenning og ljúga að honum“, eins og þeir orða hugsunina í blaði sínu á föstudaginn, en fyrr ekki. Munu lesendur gefa því gaum, hvort þessi játning hefur í þetta sinn komið frá hjartanu og geymir lýsingu nokkurrar lífsreynslu, eða hvort hér er aðeins hin venjulega augnaþjónusta við sannleik- ann á ferðinni. ÞAÐ ER EKKI laust við að almenningur hér um slóðir hafi kímt að skinhelgi Kominform- agentanna, er þeir hafa þótzt haldnir hneykslun á því, að hér í blaðinu hefur því jafnan verið haldið fram, að starfsemi kommúnistaflokksins væri þjóðhættuleg og vissulega væri hin ríkasta ástæða til að óttast um framtíð þjóðarinnar ef þessi hópur fjarstýrðra sam- særismanna fengi nokkru sinni aðstöðu til þess að ná tangar- haldi á fjöreggi þjóðarinnar og henda því í milli sín að vild.Þessi flokkur er ber að því að hafa tal- ið grímulaust ofbeldi gagnvart smáþjóðum dásamlega frelsun, málgögn hans hafa hælst um er stórveldi hafa gengið milli bols og höfuðs á varnarlausum smá- ríkjum og þau telja það nú eitt sitt mesta áhugamál, að aðgerðir Sameinuðu þjóðanna til þess að hrinda ofbeldi gegn enn einni smáþjóðinni, fari út um þúfur, og fara ekki dult með. Flokksbræð- ur þessara manna úti um lönd hafa og lýst því fjálglega, að þeir mundu taka fagnandi á móti herjum kommúnista, ef þá bæri að garði þeirra. Sjálfir börðust þeir fyrir því hér heima, að land- ið tæki ekki þátt í samstarfi vest- rænna lýðræðisþjóða og þá menn, sem beittu sér fyrir því, að sú ráðagerð næði ekki fram að ganga og landið hlyti stuðnings þessara ágætu menningarþjóða, úthrópa þeir sem landráðamenn og níðinga. Þannig er öll starf- semi foringjaliðsins og málgagn- anna vígð hinu alþjóðlega sam- særi kommúnismans gegn frelsi þjóðanna og vissulega er rik ástæða að óttast þessa starfsemi fyrir hina minnstu og varnar- lausustu þjóð. Þessi staðreynd er og viðurkennd í utanríkissstefnu landsins, sem hefur miðað að því að treysta öryggi þjóðarinnar í viðsjárverðum heimi og styrkja vináttuböndin við þær þjóðir heims, sem vilja virða frelsi smá- þjóðanna og rétt þegna þeirra til þess að lifa í friði undir því lýð- ræðisskipulagi, sem þeir hafa sjálfir kosið sér. Þessa utanríkis- stefnu styður mjög stór meirihl. þjóðarinnar, sá stóri meirihluti, sem skilur eðli kommúnismans og veit hver hætta er því fólgin fyrir hverja þjóð, að veita þeim, sem trúa á ofbeldið, svigrúm og tækifæri til þess að beita því. — Menn eru minnugir á þau sann- indi, að glatist fi-elsið, verður það ekki endurheimt með skjótum hætti. Engin þjóð má af and- varaleysi eða siklningsleysi veita ofbeldismönnum tækifæri til að granda því. FOKDREIF AR Myndir úr verzlunarástandinu. Blaðinu hefur borizt langt og ýtarlegt bréf frá lesanda, þar sem brugðið er upp nokkrum mynd- um úr verzlunarástandinu. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr bréfinu, en e. t. v. gefst tækifæri til þess'að birta fleiri síðar: „ÞAÐ MA SEGJA, að allt frá aldamótum hafi verzlun lands- manna að mestu verið rekin í þágu almennings. Vörur þær, sem fluttar voru inn, voru jafnan í því ástandi, er almenningur helzt óskaði. Var þó oft þröngt um gjaldeyri. Samt var engin skömmtun, ekkert verðlagseftir- lit, engin innflutningsnefnd og heldur ekki fjárhagsráð. Þá var heldur enginn svartur markaður. Mikið úrval var jafnan af vefnað- arvörum og smávöru allri. En þá var líka lítið af saumastofum, sælgætisgerðum, prjónastofum, leikfangagerðum, íssjoppum, töskugerðum, sultu- og ölgerð- um, raflampagerðum o. fl. Furðulegir búðargluggar. EF VIÐ LÍTUM nú í búðar- gluggana, sjáum við hinar fui'ðu- legustu sýnir, sem þó benda ekki nema að takmörkuðu leyti á gjaldeyrisvandræði Fyrst má nefna hin frægu kvenpils á kr. 295.00 stykkið. í þeim er taft, sem kostaði fyrir nokkrum dögum í KEA kr. 18.50 metrinn. í hvert pils fara 3 metrar af 1.10 m. breiðu tafti, og kostar efnið í pilsið alls kr. 55.50. Þessi pils er svo auðvelt að sauma, að sauma- laun í ákvæðisvinnu eru um kr. 20.00. Virðist þarna vera um lag- legan milliliðagróða að ræða. Þá má sjá kjóla á kr. 480.00. Efnið kostar kr. 140—180. Saumalaun — og innlegg milliliðsins — eru þá um 300 kr. í Reykjavík má sjá kjóla úr sama efni á kr. 800.00. Þá gefur að líta léreftssloppa á kr. 100.00. Efnið í þessa sloppa kostar kr. 42.00 og þaðan af minna. Þá koma köflóttar herra- skyrtur á kr. 56.00. Efnið er mjög lélegt og mun ekki kosta yfir kr. 24.00 í skyrtuna. Saumalaun fyrir skyrturnar munu vera kr. 11.00. Sængurver hafa sést í búðum á kr. 84.00 á sama tíma og metrinn af efninu, sem í verunum var, kostaði kr. 13.00.“ Vandræði húsmæðra. ENN SEGIR LESANDI á þessa leið: „Fleira gefur að líta í búð- argluggunum. Þar eru kventösk- ur (veski). Virðast þær vera að fylla allar búðir og virðast fram- leiðendur hafa næg efni. Kalla má að þær séu að verða óseljan- leg vara. Mikið af alls konar prjónavörum er í öllum búðum, samt geta konur ekki fengið garn til að prjóna barnaföt, en prjóna- skapur var þó aðaltómstunda- vinna kvenþjóðarinnar og hefur verið allt fram að þessu. Sjaldan þýðir að biðja um efni á barna- rúm eða aðrir nauðsynjar barna- fjölskyldna, svo að ekki sé nú nefnt að fá efni í drengjaföt eða í jólakjól. Fóður mun ekki þýða að nefna, enda þótt húsmóðirin vildi sauma á börn sín úr innlendum efnum. Þá er og þess að geta, að ef konan er eitthvað meiri en í meðallagi að vallarsýn, passar ekkert af þessum búðarkjólum á hana og ekki kápunum heldur. Er hennar hagur því ekki góður. Þannig er í dag ástatt með álnavöruna. Hún virðist mest öll ganga til braskara, sem láta sauma. úr henni skipulagslaust, oft mjög smekklausar og ógagn- legar flíkur en rándýrar samt. — Fyrir löngu er kominn tími til að spyrna þarna við fótum og veita heimilunum aftur þann rétt, sem alls konar sjoppur hafa, með til- styrk þeirra, sem stjórnar verzl- unarmálum þjóðarinnar, af þeim tekið nú á síðustu tímum.“ DAGUR Þetta blað kemur út seinna en venja er vegna þess, að ritstjóri blaðsins var fjarver- andi, á flokksþingi Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Bréf og fleira Kvennadálkurinn hefir borizt bréf frá konu úr bænum, og er það skrifað í tilefni af grein, sem birtist hér í dálkinum fyrir nokkru, „Geta gömul lyf verið skaðleg?" Konan segir: „Almenningur er ekki svo vel að sér í lyfjafræði, að hann viti, hve lengi hver tegund lyfja er nothæf. Þar af leiðandi veit maður ekki ípeð vissu, hverju ber að henda, þó að maður vilji henda ónýtum lyfjum en geyma hin. Eina örugga lausn þessa máls finnst mér vera sú, að á hvert glas eða dós sé skrifað, hve lengi not- hæft, og landlæknir gefi apótekum landsins fyrir- mæli um það. Fyrirhöfn við þetta er hverfandi lítil, þar sem álýmdur miði er á öllum glösum og dósum, sem apótekin afgreiða.“ Eg er sammála bréfritaranum um það, að þetta væri lang bezta lausn þessa máls. Hins vegar get- um við haldið okkur við þá reglu að taka ekki lyf lengur, en læknir fyrirskipar eða í samráði við hann, og verði afgangur í glösunum þá að fleygja þeim. Gaman væri að heyra álit lyfjafræðinga á þessu. Leiðrétting í síðasta kvennadálki var rætt lítillega um jóla- kaktusa. Nokkrar línur hafa aflagast og þarfnast leiðréttingar. Talað var um, að nauðsynlegt væri að snúa plötunni reglulega, eftir að fer að sjást í knúppana, þannig að birtan komi sem jafnast á hana. Síðan á að standa: „En það má ekki snúa henni oftar en einu sinni í viku eða þar um bil. Sé henni snúið oftar, vilja knúppárnir losna og detta af og lítið verður úr blóma-dýrðinni, sem við hlökkuðum til að fá.“ Vonandi skilja nú allir við hvað var átt. Gott ráð við flösu Flasa er leiður kvilli, sem margir þjást af. Það er raunar varla hægt að tala um þjáningar í þessu sambandi, en víst er um það, að flasan er mörgum hvimleið, og það er ekki að undra þótt svo sé. Ymis konar lyf við flösu hafa oft verið á markaðnum, en fæts þeirra dugað vel. Gott ráð við flösu er sagt vera að baða hárið af og til upp úr heitri bómolíu eða annarri hreinni olíu. Hárið er gegn-vætt upp úr olíunni, og hár- svörðurinn núinn rækilega. Þá er vafið utan um höfuðið með heitu handklæði og olían látin vera í hárinu minnst hálfa klukkustund, en betra er að hafa hana lengur, helzt yfir nótt. Eftir oliubaðið er hárið þvegið vel úr mörgum vötnum og skolað rækilega. Hárið er talið hafa gott af slíkum olíu- böðum ,jafnvel þótt um enga flösu sé að ræða. Næringarsalt fyrir afskorin blóm Ýmsar kenningar eru til um það, hvað gera beri til þess að halda lífinu sem allra lengst í afskorn- um blómum. Sumir setja sykurmola í vatnið, aðrir koparpening og þar fram eftir götunum. Hér er uppskrift af næringarsalti, sem á að vera sérstak- lega gott til þess arna: 90 gr. sykur. 5 gr. salt 2(4 gr. asperín. 21/2 gr. ferrofosfat. Þessu er öllu blandað vel saman, og er einni teskeið af duftinu blandað saman við einn lítra af vatni. Vatnið á að endurnýja þriðja hvern dag. Á hverj- um degi á að skera neðan af blómslilkunum og skera á ská, þannig að afskorni flöturinn verði sem stærstur. Puclla

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.