Dagur - 24.11.1950, Qupperneq 5
Föstudaginn 24. nóvember 1950
D A G U R
5
Frá bókamarkaðinum
Sextugur:
PÉTUR SIGURÐSSON
r
íþróttir f
Senn eru nú liðin tvö ár síðan
að mér barst í hendur hin stór-
fallega og smekklega útgáfa Þor-
leifs Gunnarssonar, bókbands-
meistara og bókaútgefanda í
Beykjavík, af Gullöld fslendinga
eftir Jón heitinn Aðils sagnfræð-
ing. Eg minnist þess vel, að mér
flaug þá í hug, að gaman væri að
fá sams konar útgáfu af hinu
gagnmerka riti BjQrns heitins
Bjarnasonar frá Viðfirði, fþrótt-
ir fornmanna, og mikið mætti
vera, ef Þorleifur vinur minn —
jafn fundvís og hann hefur reynzt
á það, „hvar feitt er á stykkinu"
á sviði bókmenntanna — hefði
ekki þegar slíka útgáfu á prjón-
unum. Og nú hefur tíminn leitt
það í Ijós, að eg hef reynzt furðu
getspakur í þetta sinn, því að víst
eru fþróttir fornmanna á Norð-
urlöndum komnar í alveg sams
konar útgáfu og áður greinir, og
inan á titilblaðinu er þess ein-
mitt getið, að Þorleifur Gunnars-
son hafi átt frumkvæði að útgáf-
unni, þótt síðar hafi Bókfellsút-
gáfan h.f. tekið við henni og gef-
ið bókina út á sínu nafni.
Ekki þykir mér ólíklegt, að
fleirum fari sem mér, að þeim
þyki þessar tvær bækur, er að of-
an getur, náskyldir og sjálfsagðir
förunautar með einhverjum
hætti. Báðar komu þær upphaf-
lega út um svipað leyti, báðar
voru þær verk ungra og gáfaðra
fræðimanna og rithöfunda, sem
miklar vonir voru við bundnar.
Báðar fjölluðu bækurnar um
meginþætti þess menningarskeiðs
þjóðar vorrar, sem glæsilegast
hafði verið og minnisstæðast, og
báðar vöktu þær álíka athygli á
sínum tíma og hafa frá upphafi
verið taldar til hinna mestu
merkisrita, hvor á sínu sviði. Og
bæði hafa ritin óvefengjanlega
haft mikil áhrif og reynzt sí-
streym og frjómögnuð upp-
sprettulind þekkingar og hug-
sjóna þeirri þróttmiklu og minn-
isstæðu kynslóð, sem reis á legg
hér á landi upp úr aldamótunum
síðustu. Og loks höfðu bækurnar
báðar verið uppseldar og harla
torfengnar um alllangt skeið, unz
bætt hefur nú verið úr þeim
vanda með hinum nýju og glæsi-
legu útgáfum, sem áður voru
nefndar.
Eins og kunnugt ér, var bókin
íþróttir fornmanna upphaflega
þýðing og endursögn doktorsrit-
gerðar höfundarins um sama efni,
er tekin var gild og varin við
Hafnarháskóla sumarið 1905 og
gefin út á dönsku og hjá dönsku
forlagi það sama ár. íslenzka út-
gáfan var svo gefin út hér heima
tveimur árum síðar, og var Sig-
urður Kristjánsson kostnaðar-
maður bókarinnar. Svo vinsælt
varð ritið og mikið lesið af alþýðu
manna, að líklegt er, að engin
doktorsritgerð hafi verið meira
letsin á íslandi en þessi, enda er
efni bókarinnar mjög við alþýðu-
skap, framsetningin ljós, skemmti
ornmanna
leg og þróttmikil, en þó sker það
ekki hvað sízt úr um varanlegt
gildi ritsins, að það er ritað á
óvenjufögru, hreinu og svip-
miklu máli. Skiptist bókin í tvo
meginþætti. Fjallar fyrri þáttur-
inn um rækt fornmanna við lík-
amsmenntir, markmið uppeldis
irra og áhrif í æsku og á full-
orðinsárum. En annar þáttur
bókarinnar segir frá einstökum
íþróttum og leikum. Er þar alls
staðar vitnað til fornra bók-
mennta, jafnt skáldskapar sem
sannfræði, frásagnir þeirra rakt-
ar og bornar saman efninu til
stuðnings og skýringar. Ekki
gefst hér færi á að rekja þá frá-
sögn nánar, en harla skemmtileg
er hún og gagnfróðleg, og það
jafnvel þeim, sem lítt eru annars
við íþróttir og íþróttaáhuga
kenndir, hvað þá fyrir íþrótta-
garpana og áhugamennina, sem
vafalaust fýsir mjög að kunna á
því full skil, hvernig þessum
málum var hátta^peð þjóð vorri
á því tímaskeiði, þegar íþróttirn-
ar voru í nánustum tengslum við
menningarlíf þjóðarinnar að öðru
leyti og hvort tveggja reis til þess
blóma og frama, sem mestur hef-
ur orðið í íslenzkri þjóðarsögu.
Hin nýja útgáfa bókarinnar er
forkunnar vönduð og falleg í
alla staði. Nokkrar valdar mynd-
ir fylgja henni, og Þorsteinn
Einarsson íþróttafulltrúi ritar
nokkur niðurlagsorð. En mest
finnst mér þó til um þann bókar-
auka, að bróðursonur höfundar,
Halldór Halldórsson mennta-
skólakennari, ritar afbragðsgóða
og geðfellda æviminning dr.
Björns Bjarnasonar, þessa mikla
og milda gáfumanns, sem brauzt
úr einangrun til æðstu mennta og
námsframa og hóf ævistarfið svo
glæsilega, að það mun endast
h'onum til varanlegrar frægðar og
langlífis í íslenzkri bókmennta-
sögu, þótt harmsöguleg örlög
hirfu hann burt frá störfum og
lífi á bezta aldursskeiði, svo sem
hann lýsir sjálfur í vísunni minn-
isstæðu:
„Heyri ég yfir höfði þyt
af Heljar vængjum þöndum.
Verkin dreymd og vonaglit
verð ég að láta af höndum.“
En íþrótt orðlistar hans og stíl-
snilli mun þó lifa, því að íþróttir
fornmanna munu lifa. Það verk
hans er ekki aðeins draumsjón og
vonaglit, heldur staðreynd, sem
íslenzkar bókmenntir og bóka-
menn verða að taka tillit til og
láta sig nokkru varða í aldir fram.
J. Fr.
Tvær bækur um dulræn efni frá
Iðunnarútgáfunni.
Iðunnarútgáfan í Reykjavík
hefur nýlega sent á markaðinn
tvær nýjar bækur um dulræn
efni: Draumspakir fslendingar
eftil Oscar Clausen og Undra-
miðillinn Daniel Home eftir Jean
Burton, Sigurður Haralz sneri á
íslenzku. — Um þessa bók Oscars
Clausens má segja hið sama sem
um flestar eldri bækur hans, að
þar er um að ræða gamalt vín á
nýjum belgjum að því leyti, að
mest efni bókarinnar hefur áður
birzt í öðrum ritum, og hefur
Clausen aðeins dregið það saman
á einn stað, oft óbreytt, en ann-
ars skrásett það og stílfært að
nýju að meira eða minna leyti.
Er raunar ekkert sérstakt að
þessum vinnubrögðum að finna,
ef þess væri alls staðar gætt að
geta heimilda — þ. á. m. prent-
aðra bóka — sæmilega glöggt og
greiðlega. í riti þessu segir ann-
ars frá hartnær þrjátíu draum-
spökum íslendingum, körlum og
konum, og er sumt það fólk enn
á lífi, en þó fleira horfið til ann-
arrar tilveru og nýrra drauma-
landa. Sumir þessara manna eru
þegar þjóðkunnir fyrir drauma
sína, en aðrir eru lítt eða ekki
kunnir áður að því að vera gædd-
ir þessum sérstaka hæfileika. —
Fjöldi drauma eru raktir í bók-
inni og eru þeir yfirleitt hinir at-
hyglisverðustu, enda sízt að efa,
að ýmsum þeim mönnum, sem
hneigðir eru fyrir dulræn efni,
eða hafa á þeim áhuga, mun
þykja allgóður fengur að þess-
ari bók, en hún er annars mjög
með sama sniði á sínu sviði og
bókin Skyggnir íslendingar var
að sínu leyti, enda eftir sama höf-
und og gefin út af sama forlagi,
en þá bók kannast margir við,
síðan hún kom út í fyrravetur,
og geta því gert sér allglögga
hugmynd um hina nýju bók af
hinni fyrri. Og nú lofar forlagið
enn einni bók í þessum flokki
Clausens íslenzkar dulsagnir, þar
sem hermt verður frá ýmiss kon-
ar annarri dulrænni reynslu
landsmanna en skyggni þeirra og
berdreymi.
—o---
Flestir þeir, sem eitthvað hafa
lesið um spiritismann, eða kynnt
sér sögu sálarrannsóknanna frá
upphafi, munu kannast mæta vel
við miðilinn Daníel D. Home og
þau furðulegu fyrirbrigði, sem
gerðust í sambandi við hann. Er
óhætt að fullyrða, að hann sé
framarlega í flokki allra merki-
legustu og furðulegustu miðla,
sem uppi hafa verið í heiminum
frá öndverðu. Æfi hans hefur
einnig að öðru leyti verið sérlega
frásagnaverð -og undarlegt æfin-
týri að kalla, en hann fór víða um
lönd og var eftirsóttur gestur við
hirðir konunga og keisara, hvað
þá heldur á óæðri stöðum. Fræg-
ir og færir vísindamenn höfðu
hann sjálfan og fyrirbrigði hans
til athugunar og rannsókna, en
allt kom fyrir ekki að því leyti,
að fyrirbrigði þau, sem gerðust í
sambandi við hann og á miðils-
fundum hans, eru enn óskýrð
með „náttúrlegum“ hætti og jafn
mikið furðuefni enn þann dag í
dag sem þau voru í upphafi.
X bók þeirri, sem áður getur að
út sé komin í íslenzkri þýðingu,
segir frá æfiferli Home’s, miðils-
starfi hans í mörgum þjóðlöndum
og fyrirbrigðum þeim, sem þar
gerðust og annars staðar í návist
Pétur Sigurðsson erindreki og I
ritstjóri Einingar verður sextug-
ur 27. þ. m., þótt hann líti ekki út
fyrir að vera meir en fimmtugur.
Svo unglegur er þessi fjölhæfi
gáfumaður og mikli áhugamaður
og starfsmaður.
Pétur er fæddur og uppalinn í
Skagafirði, en hleypti ungur
heimdraganum og fór til Noregs
og lærði þar margt, m. a. hús-
gagnasmíði. Fékk hann brátt
áhuga á andlegum og siðlegum
málefnum, og hefur um hálf-
an fjórða áratug ritað og rætt um
efni vestanhafs og austan af
óvenjulegum áhuga og orku,
flutt aragrúa af erindum víðs
vegar, ritað fjölda blaðagreina og
gefið út bækur og marga ritlinga.
Og í öllu er sama uppistaðan, hin
andlegu og siðrænu efni og við-
horf.
Pétur Sigurðsson er fjölmennt-
aður og velmenntaður maður,
hann hafi aldrei gengið
skólaveg. Hann er lifandi dæmi
pess hversu fáránlegt er að halda
og trúa því, að enginn sé
menntaður nema sá, sem hefir
setið árum saman á skólabekk.
Eg hugsa að margur langskóla-
genginn megi vara sig á P. S.,
svo fjölfróður er hann og stál-
fróður, enda stórum víðlesnari en
almennt gerist, jafnvel meðal
hinna „lærðu“. Ber m. a. blað
hans, Einingin, þessá vott. Þar er
gripið á mörgu, og margskyns
efni svo víða aðflutt inn í rök-
ræður um menningarvandamál
samtíðarinnar, að engum heil-
skyggnum lesara getur blandaz.t
hugur um það, að þar heldu'r fjöl-
lesirin og fjölfróður menningar-
maður á penna. í>ess végna ætti
og þyrfti blaðið að vera miklu út-
breiddara en það er. Svo ágætur
lestur er það.
Pétur Sigurðsson er ör og heit-
ur tilfinningamaður, hreinlyndur
drengskaparmaður, sem aldrei
muldrar sannfæringu sína ofan í
bringu. Honum er kristin trú lífs-
skoðun og heilagt alvörumál. Og
hann vill að menn sýni trú sína
í verki. Oll látalæti og hræsni er
Pétri hin mesta andstyggð, enda
er hann sjálfur hreinn og heill í
hans. Þetta er svo furðulegt og
merkilegt efni í sjálfu sér, að
bókinu verður bæði skemmtileg
og fróðleg, þótt enginn sérstakur
snillingsbragur sé annars á frá-
sögninni. En vel og trúlega er
vitnað til heimilda, þar á meðal í
bréf og dagbækur ýmissa stór-
merkra samtíðarmanna miðils-
ins, sem komizt hafa í kynni við
hann, svo sem heimsfrægra rit-
höfunda og viðurkenndra vís-
indamanna. Mun því öllum þeim
mörgu mönnum, sem áhuga hafa
á dulrænum efnum eða sálræn-
um, þykja góður fengur að þess-
ari bók. íslenzka þýðingin mætti
vera betur úr garði gerð og á
liprari íslenzku, þótt hún megi
annars sæmileg kallast.
J. Fr.
hverju máli. Hann hefir t. d. jafn-
an verið albindindismaður á vín
og tóbak, og telur að öllum sé
slíkt affarasælast og er þar hik-
laus í máli, svo sumum finnst um
of. Pétur er skáldmæltur, mælsk-
ur og ritfær vel, fjöi-maður mik-
ill og sífellt brennandi af áhuga
á menningar og framfaramálum,
og er ekkert lát á honum í þeim
efnum, og verður vonandi ekki á
sjöunda tugnum heldur. A. m. k.
er það von allra vina hans, því að
hann má' hiklaust telja í hópi
hinna merkustu og beztu vöku-
manna þjóðarinnar.
Hann er kvæntur Sigríði Torfa-
dóttur frá Flateyri, hinni ágæt-
ustu konu, og eru börn þeirra tvö,
Esra, læknir Skaftfellinga, og
Marja, hjúkrunarkona, gift Finn-
boga Guðmundssyni, útgerðar-
manni.
Sn. S. •
Athugasemd frá stjórn
Dýraverndunarfél.
varðandi dúfurnar
í bænum
Vegna gífurlegrar fjölgunar
dúfna og umkvartana vegna
ágangs þeirra og skemmda hefur
stjórn Dýraverndunarfélags Ak-
ureyrar ákveðið að láta fækka
dúfum á þessu hausti. — Þess
vegna eru dúfnaeigendur beðnir
um að setja sig í samband við
formann félagsins séra Pétur Sig-
urgeirsson og gera grein fyrir
sínum dúfum.
Dýraverndunarfél. er þaíl
kappsmál, að séð sé um, að dúf-
urnar hafi örugg skýli og nægi-
legt fóður, en eins og nú háttar í
bænum, virðist enginn kannast
við dúfurnar og fóðrun þeirra er
mjög stopul. — í mörgum tilfell-
um eru það ekki eigendurnir, sem
sjá um daglegt fóður þeirra,
heldur borgarar, er ekki geta
horft upp á þær svo vanhirtar.
Hugulsemi þeirra og fórn er lofs-
og þakkarverð, og sýriir sannan
anda dýravinar.
Dýraverndunarfél. hefur ákveð-
ið að verja nokkru fé á þessum
vetri til þess að styrkja þessa
viðleitni manna við fóðrun hæfi-
legs fjölda dúfna og annarra
fugla í bæjarlandinu. Félagið
óskar eftir, að sjálfboðaliðar vio
fóðrun fugla gefi sig fram við for-
manninn.
! Munið
| BS A
| Sími 1909
vlilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
?n iiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiiiiiMiiiiiiiiiiiniiinininii