Dagur - 22.12.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 22.12.1950, Blaðsíða 4
4 D A G U R Föstudaginn 22. desember 1950 Frá bókamarbaðftnum Sökum rúmleysis í blaðinu þessa síðustu daga fyrir jólin verður mjög að stikla á stóru, þegar getið skal þeirra bóka, sem borizt hafa til umsagna þessa síðustu daga að kalla, eða hafa að öðrum kosti, fáeinar þeirra, þok- azt af einhverjum ástæðum til hliðar, þannig, að þeirra hefur ekki verið getið fyrr en nú. ÞÝDD OG FRUMSAMIN SKÁLDRIT. Þrjár bækur hafa blaðinu ný- lega borizt frá bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar hér á Akureyri: Af heiðarbrún, Ijóðabók Heiðreks Guðmundssonar og verður þeirr- ar bókar getið af öðrum hér í blaðinu í dag. Við Maríumenn eftir Guðmund G. Hagalín, eins konar smásagnaflokkur, er myndar þó eina heild með nokkr- um hætti, — „sögur af okkur tólf félögum á Maríu og af einu að- skotadýri", eins og höfundur kemst sjálfur að orði í undirfyrir- sögn bókarinnar. Eru þessar bráðsmellnu sögur tileinkaðar félögum höfundar frá sjó- mennskuárunum, enda segir hann, að ósjaldan hafi það boi'ið við, að hann kæmist í þeirra hóp í hugarheimum. Beztu kosta Hagalíns sem rithöfundar gætir þarna, að mér finnst, mun meira en í ýmsum síðari bókum hans, enda brugðið upp fjölmörgum skýrum og skemmtilegum smá- myndum af lífi og starfi sjó- manna og fólksins við sjávarsíð- una vestra. Þá er það sænska sag- an af Lars Hárd eftir Jan Fride- gárd, þýdd af Skúla H. Magnús- syni. Talsverð stund hefur verið lögð á að kynna ísl. lesendum þessa sögu sem eitthvert andlegt stórvirki og höfund hennar sem eitt öndvegisskálda Svía, og víst hefur sagan sína kosti, en að öllu samanlögðu fæ eg ekki séð, að um merkisrit sé að ræða og því síður um „eitt af höfuðritum sænskra bókmennta“. íslenzka þýðingin er vægast sagt léleg og prentunin gallaðri en almennt er orðið, því að fjölda stafa ýmist vantar alveg ,eða eru svo óskýrt mótaðir á pappírinn, að þeir eru ekki læsilegir, og það jafnt í miðjum orðum sem annars stað- ar, og má hver hæla slíku jem vill fyrir mér. Þá skal hér síðast í þessum flokki getið bókar, er nefnist Tvö leikrit, eftir Sigurjón Jónsson, er Iðunnarútgáfan í Rvík gefur út. Eg sé, að einir tveir listdóm- arar Reykjavíkurblaðanna hafa verið að hrósa kverinu, en vefst þó talsvert tunga um tönn, þegar að því kemur að finna hólinu ein hvern stað, og þykir mér það sízt furðulegt. I fyrra leikritinu er t. d. Síðu-Hallur látinn sitja rót- laus í öndvegi sínu allan 2. þátt út, án þess að mæla orð frá vör- um, fyrr en í lok þáttarins, og þá aðeins örfá orð, enda naumast vonlegt, að slíkur höfðingi og spekingur kæri sig um að leggja orð í belg, annar eins endemis þvættingur og fer þar fram í kringum hann. En strax í upp- hafi næsta þáttar er hann heldur en ekki búinn að fá málið og barmar sér þá ákaft með sterkum’ orðum og upphrópunum í tungl- skini úti á túni yfir syni sínum vegnum, en skilur svo lík hans þar eftir, að því er virðist í fyllsta reiðuleysi og gengur í bæ- inn „til þess að íala við Jóreiði mína“. Lík Þiðranda gleymist al- veg, enda virðist höfundurinn sjálfur hafa gleymt því, að hann lét bisa því alblóðugu og ekki al- veg dauðu (síðar korrar það og deyr) inn á sviðið í upphafi þátt- arins og leggja það þar fyrir fæt- ur áhorfenda. Síðar er þess að engu getið, unz griðkonurnar, sem drápu piltinn fyrr um nótt- ina, bregða sér snöggvast út í þrumuveðrið og náttmyrkrið (á sviðinu), rétt áður en tjaldið fellur, til þess að kyssa líkið og svo einnig til að sækja sverðið, sem vígið var unnið með, til þess að „lauma því aftur á sinn stað“. Slík er loka-„replikkan“, og þar með lýkur þessu drama, en síð- ara leikritið, „Brennuvargurinn", er dramatískt mjög á sama veg. ÆFINTÝRALEG FERÐABÓK. Jón Eyþórsson hefur _sháfað á íslenzku bók Norðmárínsins Thor Héyerdahl: Á Kon-Tiki yfir Kyrráhafý ög " 'Draupnisútgáfan (Valdimar Jóhannsson) gefið bókina vel og snyrtilega út. Eg vildi geta skrifað lengra mál en nú er unnt um þessa bráð- skemmtilegu og fróðlegu ferða- bók, bví að hún á það skilíð að verða keypt og lesin. En í sem skemmstu máli er það að um efni hennar að segja, að þar er rakin ævirítýralég föf á basalfleka ýfir Kyrrahaf þvert; fjarri öllum sigl- ingaleiðum og við hin verstu skil- yrði, en sú ferð var fárin í því skyni að renna stoðum undir þá tilgátu, að Inkar frá Perú hafi numið land á Suðurhafseyjum og siglt á flekum sínum þangað yfir hafið, en fram að þessu höfðu fræðimenn talið, að óhugsandi væri að komast þá viðsjálu og óralöngu leið á þann frumstæða hátt. Heyerdahl svaraði þessari gagnrýni á þann hátt að bregða sér sjálfur á slíkum farkosti yfir hafið árið 1947, en í fyrra kom ferðabók hans út og hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli víða um heim og verið þýdd á allar höfuðtungur. En lesið bók- ina sjálfir. Sjón verður þar sem oftar sögu ríkari. BARNA- OG UNGLINGA- BÆKUR. Sjaldan les eg, nú orðið, bækur þær, sem einkum eru ætlaðar börnum eða unglingum, og mun margur mæla, að mér sé það vorkunn nokkur. Þó geta ýmsar slíkar bækur verið bráðskemmti- 'legt og fróðlegt lestrar- og íhug- unarefni, einnig fyrir þá, sem teknir eru að hvítna í vöngum. Og víst kemur það fyrir, ef eg lít í slíkar bækur á annað borð og fellur af þeim bragðið, að eg læt hvergi nema í höggi staðar, fyrr en eg hef lesið þær spjaldanna á milli. Og þannig fór mér nú á dögunum, þegar eg komst yfir sögubók Arnar Snorrasonar: „Þegar við Kalli vorum strákar“, og fór að rýna í hana af tilviljun. Þessar frásagnir eru nefnilega skráðar með bráijsnjöllum og haglegum penna, kímnigáfa höf- undar, hávaðalaus en hnyttin, leynir sér hvergi, — orðaval hans, athuganir og efnisval miss- ir ekki marks. í stuttu máli sagt: Mér þóttu þessar strákasögur hnossgæti hið mesta og vil stór- um heldur fara með þeim félög- um á veiðar, á færi, í jakahlaup eða kappastríð, en flestum full- orðnum á maðkafjörur hinna al- varlegu og hátíðlegu bókmennta skáldmenna þeirra og skörunga, sem eru að þokast með annarri kynslóð „hinna fullþroskuðu" inn í skugga þriðju heimsstyrj- aldarinnar. Margt er sér til gamans gert heitir dálítið safn af gátum, leikjum, þrautum og öðru slíku, sem Hróðmar Sigurðsson hefur safnað og forlagið Iðunn í Rvík gefið út. Þarna er lýst í stuttu og glöggu máli ýmsum þjóðlegum þrautum og leikjum, svo sem listinni „að kveðast á“ og fjöl- mörgu öðru, sem feður okkar og mæður, forfeður og formæður höfðu sér til skemmtunar í alda- raðir, og við þekkjum að nokkru frá uppvexti okkar, þeir, sem nú eru miðaldra orðnir. Kverið er snoturt og innihald þess þjóðlegt og skemmtilegt, svo að það á víst skilið, að því sé til haga haldið. Loks er það „Ævintýraeyjan“ falleg unglingabók, skreytt fjölda ljómandi mynda. Iðunnarútgáfan sendi mér hana á dögunum, en eg segi mínar farir ekki sléttar að því leyti, að vinur minn og nágranni á skemmtilegasta aldri og bókhneigður vel, sá hana hjá mér og leizt hún svo ævintýra- leg, að eg gat ekki á mér setið að lána honum kverið strax, svo að hann gæti tekið land við ævin- týraeyna, áður en sjálft jólaæv- intýrið byrjar. Eg get því ekki skeggrætt um hana að sinni, en óska öllum, sem kynnu að sjá hana í þessum leiðangri, sem og .öðrum þeim, sem lesa þessar lín- ur, gleðilegra jóla. J. Fr. Heiðrekur Guðmundsson: Af heiðarbrún. Kvæði. Bókaút- gáfa Pálma H. Jónssonar — Akureyri. Það er enginn viðvaningsbrag- ur á þessum ljóðum og í þeim finnst enginn hortittur. Er það hið minnsta hrós, sem um þau verður sagt. Höfundurinn hefur áður gefið út Ijóðabók: Arfur ör- eigans, fyrir fáum árum og bárust mér báðar nýlega í hendur. Eg las þær í einni striklotu, byrjaði á þeim aftur og las þær í annað sinn til enda mér til stórmikillar ánægju. Heiðreki er Ijóðagerð í blóð borin, enda hefur hann alizt upp í andrúmslofti, þar sem orðsins list var höfð að leik og iðju hvers- dagslega, svo að þar hefur veður- næmur hugur hans snemma teygað ótæpt af Suttungsmiði. Munu allir synir Guðmundar á Sandi vera liðtækir í betra lagi til skáldskapar og er þeim þó eigi vandalaust að halda þar vel á hlut sínum, sem faðirinn reisti sitt ramgróna óðal í Bragatúnum, er seint mun fyrnast eða fölvast í íslenzkum bókmenntum. Merki- legast er þó, að hér gætir minni beinna áhrifa en við hefði mátt búast, og heldur hver sínu. Guðmundur Friðjónsson stóð föstum fótum í íslenzkri mold og trúði á sáluhjálp starfsins og stritsins, þar sem menn hirtu sinn deilda verð í sveita síns andlitis af ávexti jarðar, og höfðu ekki við annan að sakast en sína eig- in atorku, en leit tortryggnum augum á liðsflutninga þá hina miklu úr sveitunum út að sjávar- mölinni, þar sem menn bjuggust við skjótunnari og auðveldari gróða af sjávarafla eða verzlun- arbraski. Hann var einstaklings- hyggjumaður og unni heitast því, sem íslenzkt var, en fyrirleit alla múgmennsku að erlendri fyrir- mynd, og vænti einskis fagnaðar af öfundarhug þeirra, sem rót- lausir þyrpast um torg og stræti borga og bæja til að berjast þar um stórgróðann. Þó hlaut þessi þróun að gerast hér sem annars staðar með aukn- um mannfjölda og breyttum at- vinnuháttum, og varð þá heldur ekki stýrt hjá þeim vandamálum, sem hvarvetna fylgja því, þegar þjóðir hverfa óðfluga frá tiltölu- lega einfaldri bændamenningu, að stóratvinnurekstri eða iðnaði bæjanna. Þá fer margt á ringul- reið og verri yfirsýn um það, hvers menn raunverulega afla. Þar af spretta hin eilífu Hjaðn- ingavíg um Mammon ranglætis- ins. Heiðrekur Guðmundsson er skáld, sem lifir þessa byltingu. Hann á allar sínar menningarlegu rætur í sveitinni, en flytur það- an og á mölina, þar sem hann ef til vill vænti sér frjálsara lífs, en verður stundum eins og fangi í búri. í skuggsjá minninganna gleymist stritið í sveitinni, en sól hennar og angan fyllir vitund hans, og þar er glíman háð, svo að oft má ekki á milli sjá um það, hvort hann vann meira eða tap- aði. Þessi togstreita verður hon- um drjúgt yrkisefni og bregður tregablöndnum blæ yfir ýms kvæði hans, jafnframt því sem hugur hans verður bundinn mörgum þeim vandkvæðum og viðhorfum, sem óhjákvæmilega leita á huga þeirra manna, sem öðrum fremur hugsa og kenna til í stormum sinna tíða. Hann yrkir, þegar honum er „þungt í hug“. Ljóðin eru knúin fram af þjáning eins og flest það, sem bezt hefur verið gert í andlegum efnum. Þau eru viðbragð gegn vonbrigðum og ömurleika hversdagsins: Eg kveð þér ljóð, unz hugui hlæv og hrunda boi'gin rís og sólin gegn um sortann brýzt, þú söngva minna dís. Heiðrekur Guðmundsson er annað og meira en óaðfinnanleg- ur „hagasmiður bragar“, sem hefir næman smekk á efni og orðavali. Hann er hið bezta skáld. Kvæðin eru ort af djúpri hugsun og ríki'i tilfinningu. Samúð hans er ávallt með lítilmagninum, en yfirleitt lítur hann skyggnum augum á mannlífið og lætur ekki blindast af neinni einsýni eða óf- stæki. Þó að í fyrri bókinni séu mörg prýðisvel ort kvæði, gætir yfirleitt meira útsýnis í hinni síð- ari og stærri átaka. Þar eru mikil kvæði og mögnuð eins og t. d.: Galdra-Loftur, Hefnd, í bifreið- inni og Eg bið ekki um aðstoð og önnur snillileg eins og t. d.: Móð- ir mín í kví, kví, Helga í ösku- stónni, Gamalt ævintýri og Dag- renning. En mörg smákvæðin eru líkra undra hugþekk, fægð og sorfin og hitta vel í mark. Það er óhætt að vænta mikils af þessum höfundi. Hann hefur þegar skipað sér í veglegt sæti á skáldabekk og mig grunar að honum eigi enn eftir að vaxa ás- megin. Benjamín Kristjánsson. Passíusáhnar Hallgríms Pét- urssonar með orðalykli eftir Björn Magnússon prófessor. Snæbjörn Jónsson. Rcykja- vík 1950. Engin íslenzk bók hefur verið oftar gefin út en Passíusálmarnir, milli 60 og 70 sinnum, og hafa komið margar útgáfur sum árin og virðist þetta allt seljast, og er þá vonandi að eins sé lesið. En víst er um það, að margir unna þessum þróttmiklu og spaklegu ljóðum enn og kunna meira eða minna í þeim og rifja þau upp í huga sér við ýmis tækifæri. Þessi útgáfa er að því leyti frá- brugðin öðrum, að henni fylgir mikill orðalykill, sem Björn Magnússon, prófessor, hefur sam- ið af sinni alkunnu elju og vand- virkni, og er hann drjúgur helm- ingur ritsins. Er þessi orðalykill saminn þeim til hagræðis, sem handgengnir eru Passíusálmun- um, til þess að þeir geti svo að segja á augabragði fundið hvaða vers er í hugann kemur jafnvel þó að þeir muni ekki nema slit- ur úr því. Eru öll höfuðorð tekin og raðað eftir stafrofsröð og síð- an tilfærðir þeir staðir í sálmun- um, þar sem orðið kemur fyrir. Má þá óðar sjá í hvaða sálmi og versi leita ber að þeim hending- um, sem í hugann koma og þá hægt að ganga úr skugga um að rétt sé. Getur þetta orðið mjög til að auðvelda notkun sálmanna og festa þá betur í minni. Hygg eg því að mörgum muni þykja vænt um þetta, og að það geti orðið til að auka þekkingu manna á hin- um fegurstu og dýrustu perlum Passíusálmanna, og er þá til- gangi útgefandans náð. Utgáfan er í alla staði liin feg- ursta, eins og allt sem Snæbjörn (Framhald á 8. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.